Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 13 ^rfSTUTT Japanir óttast Kim MEIRIHLUTI Japana óttast, að deilurnar um kjarnorku- áætlanir Norður-Kóreustjórnar muni harðna eftir valdatöku Kim Jong-ils og telur, að hann muni hugsanlega stofna til styrjaldar á Kóreuskaga. Kom þetta fram í könnun dagblaðs- ins Yomiuri Shimbun. Aðeins 11% töldu, að nýi leiðtoginn myndi bæta samskipti Norður- Kóreu við umheiminn og helm- ingurinn taldi engar líkur á árangri af viðræðum Norður- Kóreu og Bandaríkjanna. Barátta upp á líf og dauða KLAUS Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands og leiðtogi Fijálsa demókrataflokksins, segir í bréfi til flokksbræðra sinna, að þingkosningamar í október verði barátta upp á líf og dauða fyrir flokkinn. Hvetur hann þá til að leggja sitt af mörkum til að fylgið fari ekki niður fyrir 5% en það sker úr um hvort flokkur fær mann kjörinn eða ekki. Fijálsum demókrötum hefur vegnað mjög illa í kosningum að und- anförnu og misstu alla þing- menn sína á Evrópuþinginu i síðasta mánuði. Lof um Pinochet YFIRSTJÓRN rússneska hers- ins hefur þvegið hendur sínar af ummælum háttsetts herfor- ipgja, sem hrósaði Augusto Pinochet hershöfðingja og fyrr- um einræðisherra í Chile. Sagði Níkolaj Samsonov hershöfð- ingi, að lofsyrði hershöfðingj- ans Alexanders Lebeds um Pinochet væru hans eigið mat en ekki hersins. Lebed hrósaði aðferðum Pinochets við að þagga niður í „hávaðaseggj- um“ og koma á lögum og reglu í Chile. Vilja sleppa Suu Kyi BURMA- STJÓRN hef- ur boðist til að sleppa andófskon- unni Aung San Suu Kyi úr haldi gegn því, að hún fari úr landi og komi ekki Sun Kyi aftur næstu fimm árin. Skýrði japanska blaðið Yomiuri Shimbun fra þessu í gær. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi síðan 1989 en þá vann flokkur hennar yfirburðasigur í þing- kosningum. Samræma af- stöðu til N-Kóreu ROBERT Gallucci, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Han Sung-joo, utan- ríkisráðherra Suður-Kóreu, ræddust við í gær í Seoul um samræmda afstöðu ríkjanna til Norður-Kóreu eftir valdatöku Kim Jong-ils. Sagt er, að Norð- ur-Kóreustjórn ætli að halda áfram viðræðum við fulltrúa Bandaríkjastjórnar í Genf. ERLENT Stjóm Ítalíu ekkí spáð langlífí Róm. Reuter. ÞINGVERÐIR urðu að ganga á milli þingmanna, sem létu hendur skipta á ítalska þinginu í gær þegar verið var að ræða tilskipun- ina umdeildu um takmark- anir við gæsluvarðhaldsúr- skurðum. Það voru þing- menn úr tveimur stjómar- flokkanna, Áfram Ítalía og Berlusconi Norðursambandinu, sem slógust en tilskipunin var dregin til baka á þriðjudag. Er þetta mál mikill álitshnekkir fýrir stjórn Silvi- os Berlusconis forsætisráðherra og spá því sumir, að hún lifi ekki nema til næsta vors og þá því aðeins, að hún komi fjárlögunum í gegn. Átökin á þinginu í gær þykja sýna sundurlyndið meðal stjórnarflokkanna, Áfram ítalía, tjóðfylking- arinnar, Norðursambands- ins og tveggja smáflokka, en upptökin vom þau, að einn þingmanna Áfram Ítalía sagði, að betra væri að þúsund þijótar gengju lausir en einn saklaus mað- ur væri í fangelsi. Létu þá þing- menn Norðursambandsins í sér heyra en þingmenn Áfram Italía svöruðu fullum hálsi og kölluðu þá „böðla“. Þá varð fjandinn laus milli fylkinganna. Vill huga að nýjum meirihluta Clemente Matella atvinnumála- ráðherra úr litlum miðflokki sagði í viðtali við dagblaðið La Stampa, að tækist stjórninni að koma saman fjárlögum, myndi hún lifa í vetur en ekki nema fram að sveitarstjóm- arkosningunum næsta vor. Hvatti hann til, að tíminn yrði notaður til að huga að nýjum og starfhæfum meirirhluta. Berlusconi sagði í viðtali við La Stampa í fyrradag, að hann hefði hugleitt að segja af sér vegna and- stöðu samstarfsflokkanna við til- skipuninni en komist að þeirri niður- stöðu að „stjórnarkreppa hefði orð- ið skeflileg fyrir Ítalíu“. Hann neit- aði því að hafa beðið hnekki og sagði að samningurinn innan stjórn- arinnar hefði verið „landi og þjóð til hagsbóta,“ og gæfí tækifæri til skynsamlegrar umræðu um gallana á ítalska réttarkerfinu. Frístundafarsíminn Nýjung fyrir þá sem vilja fá sér farsíma til að nota á kvöldin, um nætur og um helgar Ódýrara - öryggisins vegna! Þeir sem vilja nota farsímann í frítíma sínum, s.s. á kvöldin og um helgar og sem öryggistæki, býðst nú að greiða lægra stofn- og ársfjórðungsgjald fyrir farsímanotkun. Mínútugjaldið er það sama og um venjulegan farsíma væri að ræða, frá kl. 18.00-08.00 alla virka daga og um helgar. Utan þessa tíma er greitt þrefalt gjald fyrir hverja mínútu. Farsíminn kemur að góðum notum í frítímanum sem öryggistæki, í sumarbústaðinn, í veiðiferðina, í hjólhýsið og fjallaferðina. Þú færð nánari upplýsingar hjá Pósti og síma og hjá öðrum söluaðilum farsíma. Lægra stofngjald kr. 2.490.- Lægra afnotagjald kr. 498.-/ársfjórðungslega nia.n.m. FARSÍMAKERFI PÓSTSOGSlMA PÓSTUR OG SlMI COTT FÓLIC

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.