Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1994 25
MINNINGAR
GUÐMUND UR BJARNASON
Guðmundur
Bjarnason var
fæddur á Bæ á Sel-
strönd hinn 7. des-
ember 1912. Hann
lést í öldrunarheim-
ilinu Seljahlíð í
Reykjavík 13. júlí
sl. Foreldrar hans
voru Bjarni Andr-
ésson frá Kleifum í
Kaldbaksvík og
Jónína Ósk Guð-
mundsdóttir fra
Klúku í Kaldrana-
neshreppi. Guð-
mundur var næst-
elstur fimm systkina og er ein
systir, Sigríður, á lífi. Látin eru
Guðmundína, Indriði og Andrés
Jakob. Guðmundur kvæntist 20.
nóvember 1937 eftirlifandi eig-
inkonu sinni Ingunni Gunn-
laugsdóttir, f. 4. janúar 1910.
Hún er dóttir Gunnlaugs Ei-
ríkssonar frá Reynhólum í Mið-
firði og Ingibjargar Guðmunds-
dóttur. Guðmundi og Ingunni
varð ekki barna auðið, en þau
ólu upp fósturdótturina Hall-
dóru Björt Óskarsdóttur, f. 21.
Brim við strendur,
há p,
harðir vetur,
dýrðleg sumarfegurð
strandir.
UMGJÖR þessi lík „varðaði" sjón-
deildarhring Guðmundar Bjarnason-
ar á bernskuárum hans. Samskipti
nafna við stórbortið landið og harð-
duglegt fólkið á Ströndum herti hug
hans til dugnaðar og sjálfsbjargar
fyrir lífstíð. Rætur hans standa djúpt
í íslenskum jarðvegi auk þess sem
saga og menning þjóðarinnar var
honum einkar hugstæð. Guðmundur
var mikill „bókamaður", sílesandi
auk þess sem hann safnaði bókum
og ritum, mest íslenskum, þjóðlegum
fróðleik ásamt ritverkum skáld-
sagnahöfunda samtímans. Og svo
söng hann líka. Hafði hljómfagra
og styrka rödd og var því „sjálfskip-
aður“ forsöngvari er söngelskir ætt-
ingjar og vinir hittust til samfagnað-
ar. Á yngri árum söng hann með
kórum. Fyrir vestan með Sunnu-
kórnum á ísafirði, en síðar með
Samkór Reykajvíkur. Guðmundur
Bjarnason var í hug og hjarta mik-
september 1943, hús-
móðir í Reykjavík.
Eiginmaður hennar
er Guðmundur R.
Jónsson, gæslumaður
við Landspítalann.
Börn þeirra eru
fimm. Kjörsonur
Guðmundar og Ingu
er Ómar Þór Guð-
mundsson, f. 26. febr-
úar 1951, íþrótta-
kennari á Akureyri.
Sambýliskona hans
er Aðalheiður Ey-
steinsdóttir, listmál-
ari frá Siglufirði.
Börn þeirra eru tvö. Guðmund-
ur vann lengst af verkamanna-
vinnu. Hann starfaði við Isa-
fjarðarspítala og síðar hjá Jóni
Bergsteinssyni byggingar-
meistara í Reykjavík. Síðast
sinnti hann næturvörslu hjá
Bifreiðastöð Steindórs. Guð-
mundur tók virkan þátt í verka-
lýðsbaráttu og söng í tveimur
kórum, Sunnukórnum á ísafirði
og Samkór Reykjavíkur. Útför
hans fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag.
ill félagsmálamaður. Sat um tíma í
stjórn verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði. En er suður kom, gerðist
hann félagi í verkamannafélaginu
Dagsbrún. Var hann ætíð mjög stolt-
ur af sínu félagi og var um sinn í
trúnaðarmannaráði.
Lengst af starfaði Guðmundur við
byggingariðnaðinn. Fór fyrir járna-
bindingaflokki, en slík vinna var
ekki annarra en „harðjaxla“ á þeim
árum.
Ég sá hann fyrst og heyrði við
störf í nýbyggingu. Röddin drundi,
það verður steypt í kvöld og nótt,
þó kalt verði. Það var heldur nota-
legra þegar fundum okkar bar sam-
an næst. Í litlum skúr, austast í
Kópavóginum bjó hann með Ing-
unni, konu sinni, og börnunum
tveimur, Ómari og Björt. Þau voru
„milli húsa“, voru að byggja, ásamt
Guðmundi, bróður Ingunnar. Því
lauk og það var hreykinn maður er
tók á móti gestum í nýju íbúðinni
við Borgarholtsbraut. Höll verka-
mannsins.
Þá nafni nálgaðist þann aldur, er
margir kjósa „að setjast í helgan
stein“, hóf hann störf hjá bifreiða-
stöð Steindórs. Annaðist þar ör-
yggisvörslu að næturlagi.
Ævikvöldið átti Guðmundur
ásamt Ingunni á vistheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík.
M Bláljaila geimur með heiðajöklahring,
um hásumar flýg ég þér að hjarta.
Ó, tak mig í faðm. Minn söknuð burt ég syng
um sumarkvöld við Álftavatnið bjarta.
(Steingr. Thorsteinsson)
Ég kveð þig vinur, og þakka sam-
fylgdina. Fáni þinn og minning um
mætan mann munu lengi, hátt rísa.
Guðmundur R. Jónsson.
Við fráfall vinar verður huganum
reikað aftur til liðins tíma. Er ég fór
langdvöldum til Reykjavíkur fyrir
um 43 árum kynntist ég fyrst Gu-
mundi Bjarnasyni en hann var
kvæntur Ingu frænku minni. Til
hvíldar frá bóklestri var stundum
farið í heimsókn inn á Kambsveg 7
þar sem bjuggu á neðri hæð Ingunn
systir mín og eiginmaður hennar
Bjarni S. Bjarnason. Á efri hæðinni
bjuggu Guðmundur Bjarnason og
Ingunn kona hans, ásamt bróður
Ingu, Guðmundi Gunnlaugssyni. í
þessum heimsóknum var stundum
litið inn á efrri hæðina og spjallað
við hjónin. Guðmundur var ekki
margmáll þá né síðar um sína hagi,
en hafði meiri áhuga á afkomu og
velferð annarra og þá fyrst og fremst
þeirra er minna máttu sín. Um ung-
dómsár hans veit ég lítið en hann
var af traustum Strandamönnum
kominn í báðar ættir og vann við
margvísleg störf til sjós og lands á
uppvaxtarárunum. Hann yfirgaf
heimahagana nokkuð yfir tvítugt og
flutti til Isafjarðar. Vann þar almenn
störf, m.a. við sjúkrahúsið. Á Isafirði
kynntist hann Ingunni konu sinni.
Þau hjónin fluttu til Reykjavíkur
árið 1948 og hafa búið hér síðan,
fyrstu áratugina að Kambsvegi 7,
en síðan að Borgarholtsbraut í Kópa-
vogi þar sem þau og mágur hans
byggðu sér tvíbýlishús. Er börnin
voru vaxin úr grasi og flutt að heim-
an var minnkað við sig og flutt í
íbúð í Asaparfelli og síðasta árið í
Seljahlíð. Guðmundur vann lengst
af erfiðisvinnu, mest við húsbygg-
ingar. Var hann eftirsóttur vinnu-
kraftur enda harðduglegur og sam-
viskusamur um allt er honum var
trúað fyrir. Þótt ekki væri skóla-
gangan löng var hann víðlesinn og
vel að sér í sögu lands og þjóðar og
kunni frá mörgu að segja. Hann var
einlægur verkalýðssinni og tók virk-
an þátt í félagsstörfum fyrir bættum
hag verkamanna og annarra dag-
launamanna. Hann var gott að heim-
sækja og á ég margar góðar minn-
ingar frá komum til þeirra hjóna á
síðustu árum. Var þar margt skrafað
og oft sungið, en hann kunni að
vera glaður á góðri stund, var söngv-
inn vel og hafði ættjarðarljóð mörg
í minni.
Þrátt fyrir gjörvileika til hugar
og handa fór ekki hjá því að á hann
legðust raunir. Fyrir nokkrum ára-
tugum kenndi hann sjúkdóms þess
er leiddi til vaxandi magnleysis í
fótum svo að hann átti erfitt með
göngu og síðari árin átti hann við
mikla sjóndepru að stríða. Með ótrú-
legri seiglu komst hann iengst af
leiðar sinnar og mælti ekki æðruorð
um þessa erfiðleika sína studdur af
yndislegri og umhyggjusamri eigin-
konu er var hans styrka stoð á lífleið-
inni. Að leiðarlokum kveð ég vin
minn Guðmund Bjarnason, þakka
honum samfylgdina og bið guð hann
að geyma. Frænku minni Ingunni
konu hans sem nú er þrotin af kröft-
um biðjum við hjónin allrar blessun-
ar, svo og börnum þeirra og öðrum
aðstandendum.
Stefán Jónsson.
Elsku afi minn. Nú ert þú horfinn
frá okkur, en í huga mínum geymi
ég allar fallegu minningarnar sem
ég á um þig. Ég trúi því að nú líði
þér vel og ég bið Guð um að gæta
þín vel fyrir okkur. Vertu sæll elsku
afi og þakka þér fyrir allt. Ég kveð
þig með söknuði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blunfj^ g . ^
Elsku amma, mamma, Ómar og
aðrir aðstandendur, Guð blessi ykkur
öll og styrki í ykkar miklu sorg.
Inga.
Hann afi í Kópó, eins og við barna-
börnin kölluðum hann, er dáinn. Nú
er komið að kveðjustund, elsku afí,
en minningarnar lifa og gleymast
aldrei. Þú, eins og allir hinir, verður
víst að kveðja þetta líf til að takast
á við önnur verkefni eins og við vit-
um og trúum.
Alltaf varstu hress og glaður þrátt
fyrir veikindi þín þar til yfir lauk,
elsku afi. Með þessum orðum kveð
ég þig með virðingu en jafnframt
með söknuði. Ég trúi því að þér líði
betur hinum megin. Hvíl þú í friðfy ~
og lifi minning þín.
Sara Ósk Guðmundsdóttir.
Minn gamli vinur Guðmundur
Bjarnason er látinn. Mig langar til
að minnast hans í fáeinum orðum.
Guðmundur er fæddur í Stranda-
sýslu en fluttist ungur til ísafjarðar
þar sem hann óx upp til fullorðins-
ára. Skólaganga hans var stutt og
snemma fór hann að vinna fyrir sér.
Lengst af sem verkamaður. Á ung-
dómsárum Guðmundar voru upp-
gangstímar jafnaðarstefnu á ísafirðr*^
og verkalýðsbaráttan hörð. Guð-
mundur aðhylltist snemma sósíal-
isma og hvíkaði ekki frá þeirri skoð-
un alla ævi.
Tæplega þrítugúr kvæntist Guð-
mundur Ingunni Gunnlaugsdóttur
og var hjónaband þeirra alla tíð
mjög ástúðlegt. Þau tóku í fóstur
tvö börn, Halldóru Björt Óskarsdótt-
ur og Ómar Þór Guðmundsson. Ing-
unn lifir mann sinn.
Guðmundur var greindur vel og
bókhneigður. Hann var réttsýnn og
einn mesti jafnréttissinni sem ég hef
kynnst, bæði í orði og verki. Hann
var hispurslaus í'tali við hvern sem
var og ekki alltaf sérlega mjúkmáll,
en undir svolítið hijúfu yfirborði sló -
einstaklega hlýtt hjarta.
Guðmundur og Inga kona hans
voru góðir vinir móður minnar. Ég
bjó hjá þeim einn vetur er ég var
um tvítugt. Þá urðu þau einnig með-
al bestu vina minna og hélst vinátta
okkar alla tíð þó fundum fækkaði
nokkuð með árunum.
Nú er Guðmundur Bjarnason all-
ur. Við ræðum ekki oftar um bók-
menntir og pólitík né hittumst í
göngunni 1. maí. Ég mun sakna
hans. Ég vil kveðja hann með þess-^,
um ljóðlínum Þorgeirs Sveinbjarn-
arsonar:
Að deyja
er að lifa
nýjum tíma.
Tíðin framundan
er himininn
opinn nýrri stund.
Ég sendi Ingu og öðrum aðstand-
endum Guðmundar hjartans kveðju.
Helga K. Einarsdóttir.
GUÐRUN SIGRIÐUR
MA GNÚSDÓTTIR
+ Guðrún Sigríð-
ur Magnúsdótt-
ir fæddist á Brekk-
um á Rangárvöll-
um 2. október
1901. Hún lést á
Landspítalanum
hinn 14. júlí siðast-
liðinn.
Foreldrar henn-
ar voru þau Magn-
ús Jónsson bóndi á
Brekkum og kona
hans Elín María
Sveinsdóttir, ættuð
frá Raufarfelli.
Guðrún var fjórða
í aldursröð átta barna þeirra
Magnúsar og Elínar en aðeins
fjögur þeirra komust til full-
orðinsára. Þau voru auk Guð-
rúnar, Kjartan, f. 1898, d.
1975, bóndi lengst á Torfastöð-
um í Fljótshlíð, kvæntur, Önnu
Guðmundsóttur frá Núpi í
Fyótshlíð, Sigríður Vilborg, f.
1899, d. 1968, húsfrú í Vest-
mannaeyjum gift Tómasi Guð-
jónssyni frá Vestmannaeyjum
og Jón, f. 1911, d. 1982, bóndi
í Vestmannaeyjum, kvæntur
Ingibjörgu Magnúsdóttur frá
Dyrhólum Mýrdal. Útför Guð-
rúnar fer fram frá Áskirkju í
dag.
LATIN ER í hárri elli
föðursystir mín Guðrún
S. Magnúsdóttir frá
Brekkum á Rangárvöll-
um. Með henni hafa öll
Brekknasystkm þau er
til fullorðinsára komust
lokið jarðvist sinni og
horfið yfir móðuna
miklu og enginn lengur
til frásagnar um þau
hörðu kjör sem og þann
raunveruleika sem það
var að alast upp við
eyðileggingarmátt
sandsins sem sífellt
ógnaði byggðinni á
Rangárvöllum á fyrstu
árum aldarinnar. Sandskánin á
mjólkurkirnunum var þeim systkin-
um jafn skýr í minningunni og al-
björt vomóttin í hvömmunum með-
fram Hróarslæknum.
Guðrún ólst upp í allstórum systk-
inahópi og vandist öllum hefðbundn-
um búverkum bæði innan dyra sem
og utan. Þó ekki væru á uppvaxtará-
rum hennar veraldlegar áhyggjur á
heimilinu umfram það sem gerðist
og gekk var þó bernska hennar og
unglingsár á ýmsa lund tregablandin.
Hún sá á bak þrem yngri systkinum
sem létust með stuttu millibili og
faðir hennar var heilsuveill öll síðari
ár ævi sinnar.
Það varð og hlutskipti margra á
Rangárvöllum á þessum árum að
þoka fyrir óblíðum sandinum og svo
varð einnig um Brekknaheimilið. Það
lagðist af að föður hennar látnum
árið 1923 um sama leyti og Guðrún
hleypti heimdraganum og fór til
Reykjavíkur að afla sér kunnáttu í
saumaskap, útsaumi og öðru húslegu
eins og það kallaðist á þeirra tíma
vísu. Hún var bundin sterkum bönd-
um æskustöðvum sínum og naut
þess alveg fram í andlátið að ræða
um gamla tímann austur á Rangár-
völlum þó það ætti ekki fyrir henni
að liggja að eyða þar sinni starfsævi.
Þegar hún hafði verið um nokkurt
árabil ýmist í Reykjavík eða í heima-
högunum flutti hún til Vestmanna-
eyja en þar bjó þá fyrir systir hennar
og seinna flutti svo bróðir hennar
þangað einnig. í Vestmannaeyjum
átti hún heimili sitt í ríflega 20 ár
og vann alla tíð við saumaskap og
verslunarstörf.
Það var fyrir innan búðarborðið í
Georgsbúð sem fyrstu minningar
mínar eru um Gunnu frænku eins
og hún var ávallt kölluð af öllum í
nánustu fjölskyldu hennar. Þar stóð
hún nettvaxin og uppábúin í upphlut
og virtist svo afskaplega fín. Við,
systir mín og ég, fórum oft í Georgs-
búð að hitta hana, bæði til að dást
að því hvað upphluturinn hennar var
fínn og svo launaði hún okkur rækt-
arsemina oft með einhveiju góðgæti
úr glerhnöllum sem stóðu á búðar-
borðinu í öllum regnbogans litum. Á
þessum árum var Gunna fyrir okkur
eins og vera af öðrum heimi og al-
gjör andstæða við það sem var hið
daglega líf okkar Eyjakrakka.
Árið 1950 ákvað hún svo að flytja
sig um set og hvarf af vettvangi í
Eyjum til höfuðborgarinnar þar sem
hún átti síðan heimili sitt. Þar tók
hún til hendi við margvísleg störf en
lengst vann hún á Hótel Vík sem
nú er löngu horfið. Gunna frænka
var mikill vinnuþjarkur og vann oft
og iðulega við saumaskap og ýmsa
vinnu í heimahúsum auk hinnar
reglubundnu vinnu á Víkinni eða
matstofu Austurbæjar sem var sein-
asti vinnustaðurinn sem naut starfs-
krafta hennar. Þegar hinni formlegu
starfsævi var lokið tók hún sig til
og hóf að pijóna lopapeysur fyrir
Álafoss og stundaði þá iðju langt
fram yfir áttrætt með sömu elju og
önnur þau verk sem hún tók að sér
um dagana.
Fyrst um sinn leigði hún í Reykja-
vík en árið 1967 festi hún kaup á
íbúð á Ásveginum og átti þar sitt
athvarf allt til þess að hún var svo
þorrin heilsu og kröftum að hún
treystist ekki til að halda heimili og
fékk inni á Dvalarheimilinu Felli í lok
árs 1990 og nú síðustu mánuðina
dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu
Skjóli og þaðan lagði hún upp 5 sína
lokaferð með stuttum stansi á Land-
spítalanum.
Þegar Gunna fluttist til Reykjavík-
ur misstum við að sjálfsögðu sam-
bandið við hana. Reykjavíkurferðir
voru ekki hversdags fyrir Eyjafólk í
þá daga. Einnig eru unglingsárin
ekki sá tími sem maður leitar uppi
gamlar frænkur sínar þó tómstundir
gefíst. Þegar við fjölskyldan höfðum
átt heima erlendis um nokkurt skeið
og komum aftur til landsins fyrir um
25 árum hófst nýr þáttur í samskipt-
um okkar og Gunnu frænku. Það
varð brátt venja að heimsækja hana
á Ásveginn dagana fyrir jólin og
skiptast á jólakveðjum og rabba um
gamla tímann, þjóðfélagsmálin og
samtímann. Og nú kynntúmst við -*
henni sem aldinni konu, staðfastri í
skoðunum, konu sem fylgdist með
öllum málum í samfélaginu og talaði
stundum svo tæpitungulaust um lífið
og tilveruna að jafnvel unglinga nú-
tímans setti hljóða. Hún var hafsjór
af fróðleik um liðna tíð og mundi þar
tímana tvenna um íslenskt samfélag
og mannlíf. Hún varð smám saman
sú manneskja sem best vissi um af-
drif og lífshlaup ættingjanna og
fylgdist með hveijum og einum eins
og kostur var. Það urðu okkur öllum
ógleymanlegar stundir og ekki síst
fyrir það hversu hún oft á tíðum
opnaði nýjar víddir í umræðu sem
við höfðum jafnvel verið strönduð í
sjálf.
Þessum eiginleikum sínum hélt
hún alveg fram í andlátið og mér er
í minni nú skömmu eftir síðustu jól
en þá sátu þijár kynslóðir og ræddu
heimspekileg málefni sitjandi við
rúmstokkinn hennar því hún hafði
fengið í sig einhveija lurðu og var
því við rúmið en andinn var eins og
svo oft áður eldhress.
Nú þegar lífhlaupinu er lokið og
við henni blasa hinir eilífu sígrænu
vellir munum við sem kveðjum hana
hinstu kveðju minnast hennar fyrir
hispursleysið og viljastyrkinn og það
hversu barlómurinn var henni fjarri *'
og hún á þakkir skildar fyrir það
hvernig hún með eigin lífi og starfi
sýndi hveiju má fá áorkað með því
að skapa og nýta á hverjum tíma
þá möguleika sem gefast.
Blessuð sé minning hennar.
Magnús B. Jónsson
og fjölskylda,
Hvanneyri.