Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Um 1.000 manns á opnum
degi í Hallormsstaðaskóg'i
SIGURÐUR Blöndal, fv. skógræktarstjóri, með hóp í leiðsögn
um trjásafnið í Hallormsstaðaskógi.
. _ Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
SKULI Björnsson, starfsmaður Skógræktarinnar, gangsetti
nýju flettisögina sem skapar ný tækifæri.
Egilsstöðum - Skógrækt ríkisins
stóð fyrir opnum degi í Hallorms-
staðaskógi laugardaginn 16. júlí sl.
Að sögn Þórs Þorfinnssonar
skógarvarðar er tilgangur dagsins,
að kynna fyrir fólki íslensku skóg-
ana og veita fræðslu og upplýs-
ingar um þá. Skógræktin hefur
fyrirhugað að halda svona daga í
öllum sínum skógum. Um þúsund
manns komu í skóginn og tók þátt
í ýmsum uppákomum sem voru í
boði.
90 ára saga
I gróðrarstöðinni var opin sögu-
sýningin þar sem 90 ára saga
stöðvarinnar var kynnt í myndum.
Sigurður Blöndal, fyrrv. skógrækt-
arstjóri, fór með hópa í leiðsögn
um tijásafnið, þar sem hann rakti
sögu skógarins, greindi frá hinum
ýmsu trjátegundum og mismunandi
afbrigðum þeirrra. Þór Þorfinnsson
skógarvörður kynnti nýja göngu-
leið um skóginn og fóru um 40
manns með honum í 5 km langa
göngu. Mjög margt var í boði fyrir
gesti og m.a. sigling á slóðir Lagar-
fljótsormsins, hestaferðir um skóg-
inn, grillveisla í Mörkinni, og hand-
verkssýning.
Viðarvinnsla
Kynntir voru ýmsir þættir nú-
tíma viðarvinnslu, svo sem kurlun,
arinviðarvinnsla, girðingastaura-
vinnsla og ný flettisög var tekin í
notkun. Skógrækt ríkisins, Héraðs-
skógar og Félag skógarbænda á
Héraði keyptu þessa nýju flettisög
í sameiningu og skapar hún ný
tækifæri við vinnslu skógarafurða
eins og framleiðslu bofðviðar.
Bautasteinn Hrafns
Sveinbjarnarsonar
JÓN Kr. Ólafsson, við bautastein Hrafns Sveinbjarnarsonar.
Enn segir svo í Hrafns sögu:
Hrafnseyri - Minningarsteinn um
Hrafn Sveinbjamarson hefur verið
settur upp á Hrafnseyri við Arnar-
fjörð, en þar bjó Hrafn og er
staðurinn við hann kenndur. Hrafn
er talinn hafa verið fyrsti lærði
læknir á íslandi og var uppi á
Sturlungaöld. Jón. Kr. Ólafsson,
söngvari á Bíldudal, hafði for-
göngu um að reisa bautastein
þennan, og fékkst til þess styrkur
m.a. frá Þjóðkirkjunni.
Líkur benda til að Hrafn hafi
numið læknislist í Læknaskólanum
í Salerno á Ítalíu um árið 1200,
eða a.m.k. komist í kynni við
læknavísindi er þar voru stunduð.
Skólinn í Salerno var þekktur á
sinni tíð og tók 8 ár að verða fulln-
uma þar og var skóli sá bæði fyrir
karla sem konur.
í Hrafns sögu Sveinbjarnarson-
ar segir svo:
„Til einskis var honum svo títt
(þ.e. Hrafni), hvorki til svefns né
matar, ef sjúkir menn komu á fund
hans, að eigi mundi hann þeim fyrst
nokkra miskunn veita. Aldrei mat
hann fjár lækning sína. Við mörg-
um mönnum vanheilum og félaus-
um tók hann, þeim er þrotráða
vom, og hafði með sér á sínum
kostnaði, þangað til þeir voru heilir.
Eigi aðeins græddi Hrafn þá
menn, er særðir voru eggbitnum
sárum, heldur græddi hann mörg
kynjamein þau, er menn vissu eigi,
hvers háttar voru.“
Sem dæmi um lækningar Hrafns
má nefna, að hann framkvæmdi
minni háttar uppskurði á heimili
sínu og er ekki fráleitt að ætla, að
á Eyri hafi verið eitt allra fyrsta
sjúkrahús landsins.
„Alla menn lét hann flytja yfir
Arnarfjörð, þá er fara vildu. Hann
átti og skip á Barðaströnd. Það
höfðu allir þeir er þurftu yfir
Breiðafjörð. Og af slíkri rausn
Hrafns var sem brú væri á hvorum
tveggja fírðinum fyrir hvern, er
fara vildi.“
Þess skal getið, að frú Guðrún
P. Helgadóttir, fyrrum skólastýra
Kvennaskólans í Reykjavík, varði
doktorsritgerð um Hrafn Svein-
bjarnarson í Oxford fyrir nokkrum
árum. Þá lét Læknafélag íslands
gera steindan glugga til minningar
um Hrafn 1980 og er hann stað-
settur í Kapellu Jóns Sigurðssonar
á Hrafnseyri.
FRÉTTIR
MYNDIN fjallar um keppni á hundasleðum.
Sambíóin sýna
„Járnvilja“
Sambíóin hafa tekið til sýninga
ævintýramyndina „Iron Will“ eða
„Járnvilji" eins og hún hefur verið
nefnd á íslensku. Myndin fjallar um
strákinn Will Stoneman (Mackenzie
Astin) sem verður fyrir því að missa
föður sinn. Við fráfall föðurins
standa Will og móðir hans eftir
slypp og snauð, og áform Wills um
framhaldsnám eru í rúst.
Eina leiðin til að bjarga fjárhag
fjölskyldunnar er að taka þátt í
mikilli hundasleðakeppni frá
Winnipeg í Kanada til St. Paul í
Minnesota. Með sigri getur Will náð
sér í 10 þúsund dollara verðlaun
°g tiyggt framtíð sína. En keppnin
er hörð, svo hörð að margir full-
vaxta menn verða að láta í minni
pokann á þessari 1.000 kílómetra
leið. Meðal keppinauta stráksa eru
íslenskir hundasleðakappar og ill-
ræmdir Svíar. Will berst við veður-
guðina og keppnishörku eldri mann-
anna, en gefst ekki upp. Með
drauma sína að leiðarljósi og hund-
ana sína til að hjálpa sér leggur
hann á vit ævintýranna, og um leið
breytist hann úr stráklingi í fullorð-
inn mann.
JOHN Goodman og Rick Moranis í hlutverkum sínum.
Steinaldarmenn-
irnir í Sambíóunum
og Háskólabíói
Sambíóin og Háskólabíó eru að
heija sýningar á grínmyndinni Stein-
aldarmennirnir „The Flintstones". í
Bedrock bruna fótknúnir bílar um
göturnar innan um hellishús þar sem
eldhúsið er með grísaknúnar rusla-
kvarnir.
pina!“ og sjá Dino stökkva á Fred...
einnig frábærar tæknibrellur, bráð-
fyndinn söguþráð og fullt af glænýj-
um steinaldarvörum.
-------♦ ♦ ♦---------
„Þetta er Bedrock eins og allir
muná eftir staðnum, og meira,“ seg-
ir John Goodman, sem Ieikur hinn
sívinsæla Fred Flintstone. ;,Eini
munurinn á myndinni og teiknimynd-
'inni er sá að við leikararnir erum
með fimm fingur.“
I myndinni breyta Fred og Wilma
(Elizabeth Perkins) heldur betur um
lífsstfl þegar Fred fær stöðuhækkun.
En því miður fylgir böggull skamm-
rifi, með auknum umsvifum Freds
koma brestir í vináttu hans og hinna
aldagömlu félaga hans, Barney (Rick
Moranis) og Betty (Rosie O’DonnelI).
Fred kemst fljótlega að því að hið
Ijúfa líf er ekki alltaf besti kosturinn
og þarf að taka erfíðar ákvarðanir,
svo ekki sé minnst á óumbeðin ráð
frá talandi „upptökufuglinum", pretti
samverkamanna og rúsínuna í pylsu-
endanum... það er von á tengda-
mömmu (Elizabeth Taylor) hans í
langa heimsókn.
„Þetta er klassísk Flintstones-
skemmtun," segir Brian Levant leik-
stjóri. „Áhorfendur heyra Betty og
Wilmu segja: „Setja það á kreditlöp-
Loftbrú
milli Hellu
og Eyja
UMBOÐSSKRIFSTOFA Aðalheiðar
Högnadóttur á Hellu býður flug á
þjóðhátíð Vestmannaeyja og er þetta
tíunda árið í röð sem þessi þjónusta
er veitt. Litlar vélar 3-5 sæta Sky-
hawk frá Flugtaki eru notaðar en
einnig er hægt að útvega Dornier-
vél sem tekur 19 farþega. Flugtími
er 12 mínútur.
Aðalheiður sagði að fyrstu ferðim-
aryrðu fimmtudaginn 28. júlí ogflog-
ið eins oft og þyrfti og síðan á föstu-
dag og laugardag. Á mánudeginum
þyrptust svo allir til síns heima. Hún
kvaðst hafa kallað þetta loftbrúna
Hella-Vestmannaeyjar og sagði að
margir kæmu úr Reykjavík eða ann-
ars staðar að til Hellu og keyptu sér
far með vélunum á þjóðhátíðina.