Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Hjónaefnin John Bobbitt og Kristina Elliott. Ofbeldis- seggur eða fórnarlamb? HINN 27 ára gamli John Wayne Bobbitt, unnusta hans, Kristina Elliott, og frændi, Todd Biro, voru handtekin í Las Vegas fyrr í þess- um mánuði. Þau voru öll ákærð fyrir innbyrðis slagsmál. Elliott, sem er fyrrum fatafella, sagði lög- reglunni að þau hefðu verið að skemmta sér, en síðan hefðu slags- mál brotist út og mennirnir tveir hefðu barið hana. Bobbitt hélt á hinn bóginn fram að Elliott hefði lamið hann og bitið og skilið eftir bitfar á bijósti hans. Þremenning- unum var sleppt gegn 42.000 króna tryggingargjaldi. Þetta er í annað skipti á þessu' ári sem Bobbitt er ákærður fyrir að beita Elliott ofbeldi. Hann varð sem kunnugt er frægur að endem- um eftir að þáverandi eiginkona hans, Lorena Bobbitt, hafði skorið af honum kynfærin, árið 1993. í kjölfarið fylgdu söguleg réttarhöld sem enduðu með sýknudómi yfir Lorenu, þar sem John hefði beitt hana stöðugu ofbeldi og kúgun í hjónabandi þeirra. Hún var einfald- lega búin að fá nóg. Núna er bara spurning hvort og þá hvenær mælirinn fyllist líka hjá Kristinu. Þau hafa frestað brúðkaupi sínu sem var fyrirhugað í sumar. * Oskirnar Skemmtanir Góð þátttaka hefur verið keppninni. limbó- mlu dansamir Q.s.frv. Á Dalvík sigraði Katrín Sif Ámadóttir, 13 ára, á Akureyri Jóhannes Helgi Gíslason, 12 ára, á Höfn í Homaflrði Ema Hrönn Ólafsdóttir, 13 ára, og á Egilsstöð- um Guðný Pála Rögn- valdsdóttir, 11 ára. Meðal atriða á skemmtunum Fjör- kálfa eru_ körfubolt- arapp og íslandsmót í limbói. Bestum árangri í limbói hafa náð þær Björk Sigfinnsdóttir, 18 ára seyðfirsk mær, og Maríanna Ósk Sigf- úsdóttir, 12 ára Akureyrarstúlka, og þær eiga sem stendur Islands- mótið, 60 sentímetra. Fjörkálfarnir em þeir Ómar Ragnarsson og Hermann Gunnarsson með atbeina tónlistarmannanna Hauks Heiðars Ingólfssonar og Vilhjálms Guðjónssonar, auk íjöl- popparans Péturs Kristjánssonar, sem er framkvæmdastjóri hópsins, grípur í bassann og tekur lagið. Næstu skemmtanir verða um þessa helgi, á Patreksfirði á laugar- dag kl. 15 og sunnudag á ísafirði á sama tíma. rættust á hvíta tjaldinu ►JOANNA Going hafði heldur óvenjulegar langanir þegar hún var barn að aldri. Hún vildi nefni- lega verða hjúkrunarkona í dag- vinnu og go-go dansari á kvöldin. Þessar óskir hennar rættust á vissan hátt þegar hún tók að sér hlutverk Josie, hinnar nærgætnu og töfrandi eiginkonu Wyatt Earp í samnefndri stórmynd sem frum- sýnd var í Bandaríkjunum nýlega og Kevin Costner fer með aðal- hlutverkið í. „Josie er öðruvísi kona en maður á að venjast í myndum af þessu tagi,“ segir hin þrítuga Joanna Going. „Hún er óttalaus og það er einmitt eitt af því sem laðar hana og Wyatt hvort að öðru.“ Þær eru ekki margar leikkonurnar sem fá stórhlutverk á borð við það sem Going hlotnað- ist í frumraun sinni á hvíta tjald- inu. Hún hóf feril sinn í aukahlut- verkum í margvíslegum sápuó- perum í sjónvarpi og fyrsta fasta hlutverkið fékk hún sem lækna- nemi í þáttaröðinni Going to Ex- tremes, sem reyndar varð ekki langlíf. Hún segist hins vegar vera reiðubúin til að fást við rómantísk hlutverk í fram- tíðinni, en í Wyatt Earp kemur einmitt í ljós að slík hlutverk virðast henta henni nokkuð vel. „Wyatt og Josie voru saman nánast öllum stundum eftir að þau fóru frá Tombstone," segir Going sem sjálf er laus og liðug. „Svo langlífan ástar- eld er erfitt að finna í nútím- anum og því dá- ist ég að þessum þætti í sögu þeirra.“ Leitað að söngfólki framtíðarinnar Whitney Houston ólétt ►WHITNEY Hous- ton og Bobby Brown eiga von á sínu öðru barni. Þau eiga þegar eina - dóttur, Bobbi Krist- ina, sem er sextán mánaða. Mikil gróska virðist vera í söng hjá æskufólki úti á landsbyggðinni ef marka má þátttöku i Söngva- keppni æskunnar, sem er eitt atrið- ið á skemmtidagskrá „Fjörkálf- anna“ svonefndu. Þeir hafa nýhafið för um landið til að bjóða börnum og fjölskyldu- fólki upp á tveggja stunda dagskrá með söng, spaugi og þátttöku við- staddra sem höfði til flestra aldurs- hópa. Velja á unga söngvara af öllu landinu til þess að taka þátt í lokakeppni í september um titilinn „Söngvari æskunnar 1994“, og sig- urvegararnir á hinum einstöku stöð- um koma auk þess fram á geisla- diski. Fjórir hinir fyrstu hafa þégar verið valdir úr hópi þijátíu þátttak- enda, sem hafa verið á aldrinum sjö til Ijórtán ára. Lagaval ungu söngv- aranna hefur verið ótrúlega ijölbreytt, rokk, diskó, trúar- leg lög, ballöð- ur, gam- anví- sur, gö- HINIR ungu söngvarar sem kepptu á Egilsstöðum ásamt Her- manni Gunnarssyni. HASKOLAB SIMI22140 Háskólahíó Gestirnir vilja meira og því er veisluhöldum fram haldið. Nú er boðið uppá Brúðkaupsveisluna sem kvöldverð kl. 7 og miðnætursnarl kl. 11. 1800 manna veisla vegna afmælis íslenska lýðveldisins FRANCOIS Jabre, konsúll íslands í Líbanon, hélt rúmlega átján hundruð manna veislu í tilefni af lýðveldisafmælinu í Beirút. Á með- al gesta var margt helsta fyrir- fólki Líbanon og aragrúi sendi- herra víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Alsír, Argentínu, Belgíu, Bolivíu, Brasilíu, Búlgaríu, Kína, Kólumbíu, Tékklandi, Egyptalandi, Frakklandi, Þýska- landi, Grikklandi, Ungveijalandi, Ítalíu, Marokkó, Pakistan, Pól- landi, Rúmeníu, Spáni, Bretlandi, Bandaríkjunum og Uruguay. Sendiherra Noregs gerði sér sér- staka ferð frá Damascus til að vera viðstaddur hátíðina. Þá voru meðal gesta í veislunni flestir ráð- herrar Iíbönsku ríkisstjórnarinnar og þingmenn. Forsætisráðherra og forseti sendu fulltrúa sína og biskupar og trúarleiðtogar kristinna maron- Konsúll íslands í Líbanon, Francois Chabres, ásamt eiginkonu sinni tekur á móti utanríkisráðherra Líbanon, M. Fares Bouez. ita, drúsa og múhammeðstrúar- og líbönsk blöð og tímarit birtu manna komu einnig til boðsins. margar myndir og frásagnir um Veislan þótti hin glæsilegasta hana .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.