Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 I DAG MORGUNBLAÐIÐ ALLTAF/ITTHVAÐ j Skjala , >TÖSKUR Meðtalnalasi “el,,S:‘0 n(MB zmapna TJOLD Tvær fypir aðems: 190x120x90 cm Áðup 2.990 i mopgum iitum 7 stk. aðeins: Svalarborð og 2 stolar fldems&yjK 1 fi Þvottagrmd flðup 1.290 íTYlYfTi Skeifunni 13 Reykjarvikurvegi 72 Norðurtanga Reykjavík Hafnarfiröi Akureyri Farsi BRIPS II m s j ó n G u ð m . I’ á 11 Arnarson ISLAND vann mikilvægan sigur á Norðmönnum (20-10) í 5. umferð Norð- urlandamótsins. Sagnharka norsku paranna reyndist þeim dýrkeypt í spili 15, þar sem þau reyndu geim á báðum borðum. Suður gefur: NS á hættu. Norður ♦ K1064 V 3 ♦ Á74 ♦ D9873 Vestur Austur ♦ 987 ♦ ÁDG3 f Á65 ▼ 109874 ♦ 8653 llllll ♦ 2 ♦ 1042 ♦ ÁK6 Suður ♦ 52 V KÐG2 ♦ KDG109 ♦ G5 í opna salnum sátu Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson í NS, en Geir Helgmo og Thor Helness í AV. Þar gengu sagnir þannig: Vcstar Norður Austur Suúur Helgomo Jakob Helness Matthías 1 tigull Pass 1 spaði Dobl 2 tíglar 2 hjörtuf!) 3 tlglar 4 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Á hinu borðinu voru Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson í AV gegn Glenn Grötheim og Teije Aa í NS: Vestur Norður Austur Suður Jón Aa Svæar Grötheim 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Eftir sömu byijun á báð- um borðum velur Helness að dobla einn spaða á með- an Sævar passar. Sú ákvörðun skiptir þó ekki sköpum um framhaldið. í opna saliium er það hin fijálsa tveggja-hjarta sögn Helgemos á ásinn þriðja, sem leiðir til ófaranna, því auðvitað hlýtur austur að segja fjögur. Hinu megin gefur Áa heldur vafasama áskorun í geim með stökki sínu í þijú lauf eftir að suð- ur hefur sýnt 12-13 punkta hendi. Dobl Sævars á þremur gröndum ver beiðni um spaðaútspil og Jón kom hlýðinn út með spaðaníu. Grötheim lét tíuna, sem Sævar drap með gosa og spilaði hjartatíu til baka, kóngur og ás. Jón spilaði aftur spaða, sem Grötheim dúkkaði, svo vörnin átti í engum erfiðleikum með að taka ijóra slagi á litinn. Með þremur slögum til hlið- ar gerði það 800 í dálk ís- lands. í lokaða salnum náðu Matthías og Jakob 4 hjört- um 3 niður og tóku fýrir það 500. ísland uppskar því 16 IMPa á spilinu. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Týnthjól HÚN Bylgja sem er fjórt- án ára var svo óheppin að tapa hjólinu sínu sem hún háfði safnað fyrir í mörg ár með blaðaútburði og barnapössun. Hún hafði ekki átt það lengi þegar það hvarf frá heim- ili hennar á Grettisgötu 73 eða bakgarðinum sem er fyrir ofan Stjörnubíó. Um drengjahjól er að ræða með bleiku stelli en allt annað er svart og er það mjög áberandi. Skil- vís finnandi vinsamlega hringi í síma 22678. Jakki og myndavél töpuðust BLÁR Berghouse-Coritex jakki. og Yashica T4- myndavél töpuðust í Þórs- mörk helgina 8.-10. júlí sl. í vasa jakkans voru brúnir leðurhanskar og grænn trefill með ís- lensku mynstri. Þessara hluta er sárt saknað af Tínu sem er í vs. 609001 eða eftir kl. 20 í síma 12372 sem skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í. Á einhver Sturlungaspilið? KONA hringdi til Velvak- anda til að athuga hvort einhver ætti Sturlunga- spilið sem mikið var selt af fyrir u.þ.b.. fimm árum en er nú uppselt alls stað- ar. Ef einhver gæti séð af sínu spili vinsamlega hafið samband í síma 44716. Týndur erma- hnappur GULLERMAHNAPPUR sem er eins og lítill moli með engu munstri tapað- ist á þjóðhátíðardaginn á Þingvöllum. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 673267. Týndur hringur BREIÐUR gullhringur úr hlekkjum með demant í miðjunni tapaðist, líklega á Laugaveginum sl. mið- vikudag. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 620611. Gæludýr Týndur högni GRÁBRÖNDÓTTUR högni með hvíta bringu hvarf frá heimili sínu á Flateyri þar sem hann var í sumargæslu, en annars býr hann f Reykjavík og er með öllu ókunnur á Flateyri. Hann er eyma- merktur. Fólk er beðið að aðgæta í kjallara sína eða geymslur eða aðra mögu- lega staði á Flateyri og nágrenni. Geti einhver gefið upplýsingar er hann beðinn að hringja í síma 94-7855. COSPER ~ 1 L _ÍÍi f ©PIB m I ÉG ÞARf engin gleraugu frú. Ég hef arnarsjón Víkveiji skrifar... Golfvöllum hefur fjölgað mjög hérlendis á síðustu árum og er það mjög í samræmi við vax- andi áhuga almennings á þessari íþróttagrein sem áður var ríkra manna sport í útlöndum. Félaga- samtök hafa verið áberandi dugleg við þessa uppbyggingu og þannig bætt útivistaraðstöðu félagsmanna sinna bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skrifari átti þess kost um síð- ustu helgi að heimsækja einn þess- ara nýju golfvalla, Kiðjabergsvöll í Grímsnesi, sem Meistarafélag húsasmiða hefur komið upp af myndarskap. Þessi níu hola völlur er gerður í fallegu landslagi og lið- ast milli mosagróinna hraunklappa og grasi vaxinna hóla. Brautirnar eru orðnar góðar miðað við hve skammt er liðið síðan byijað var að leika á vellinum og uppbygging flata og teiga hefur verið unnin af stórhug. Næsti nágranni er Hvítáin sem straumþung dunar meðfram svæðinu. Húsasmíðameistarar hafa með þessum spennandi golfvelli gert sumarhúsasvæði félagsmanna enn eftirsóknarverðara en áður. Þeir hafa einnig endurbyggt gamla sýslumannshúsið á Kiðjabergi, en það hús mun vera elzta timburhús í sveit á íslandi, byggt árið 1869. xxx Orðið Kiðjaberg vakti athygli skrifara og spurðist hann fyrir hjá heimamönnum hvers vegna j væri í orðinu. Sá er svar- aði sagðist ekki hafa skýringu á því á takteinum, en margir hefðu spurt. Skrifari fletti þessu næst upp í gamalli símaskrá til að kanna hvort algengt væri að bæir bæru þetta nafn eða svipað. Þar var aðeins getið um Kiðafell í Kjós og Kiðjaberg í Grímsnesi. Einnig kom í huga skrifara nafnið Kiðagil á Sprengisandsleið. í Réttritunarorðabók handa grunnskólum, sem Námsgagna- stofnun og íslensk málnefnd gáfu út, eru gefnar tvær beygingar í eigpiarfalli fleirtölu á orðinu kið, það er kiðja og innan sviga kiða. í Islands Grammatik Valtýs Guðmundssonar, sem gefin var út í Kaupmannahöfn árið 1922, er sagt að orðið kið beygist í eignar- falli fleirtölu kiða. Á næstu blaðs- íðu á eftir er hins vegar sagt að í einstaka tilvikum beygist orðið eins og kyn og er þá kiðja í eignarfalli fleirtölu. Hvort þessar tvær aðferð- ir við að beygja orðið kið eru jafn réttháar ætlar skrifari ekki að dæma, en samkvæmt fyrrgreindu eru þær báðar notaðar. xxx Að loknum þessum langa staf- setningarkafla um lítið joð má minnast á að Islandsmótið í golfi, hápunktur leiktíðar íslenskra kylfinga, hefst á Akureyri á sunnu- dag. Mikil þátttaka er í þessu móti eins og jafnan þegar Ákur- eyringar eru gestgjafar og næsta víst að Jaðarsvöllur mun skarta sínu fegursta mótsdagana. Ekki er að efa að margir munu leika vel á þessu móti því mikil gróska er í íþróttinni og margir efnilegir kylfingar hafa sett mark sitt á golfíð á síðustu mánuðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.