Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
186. TBL. 82. ARG.
FÖSTUDAGUR 19. AGUST 1994
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Norðmenn deila um stöðu Svalbarða
i aðildarsamningi við ESB
Norska stjórnin
sökuð um að villa
um fyrir þjóðinni
NORGES Fiskarlag, landssamtök norska sjávarútvegsins, hefur
gagnrýnt norsk stjórnvöld harðlega fyrir hvernig staðið hefur verið
að kynningu á Svalbarðakafla aðildarsamningsins við Evrópusam-
bandið (ESB). Telur Norges Fiskarlag að norska stjórnin hafi reynt
að villa um fyrir Stórþinginu og þjóðinni.
Norges Fiskarlag segir að sam-
kvæmt aðildarsamningnum muni
Evrópusambandið, að afloknum
aðlögunartíma, taka við stjórnun
fiskveiða á fiskverndarsvæðinu við
Svalbarða. í upplýsingabæklingi
til almennings frá norsku stjórn-
inni segir hins vegar að Svalbarða-
svæðið sé undanskilið í samningn-
um.
Ónákvæmar lýsingar
til útskýringar
v Erling Holsmet, deildarstjóri hjá
Norges Fiskarlag, segir í samtali
við norsku fréttastofuna NTB að
Fiskarlaget hafi ávallt haldið þess-
ari túlkun á aðildarsamningnum
fram og bent á að hlutirnir hafi
verið öðruvísi orðaðir þegar samn-
ingurinn var kynntur í Stórþing-
inu. Hins vegar hafi menn ekki
áttað sig á því fyrr en nú hvernig
greint er frá þessu í bæklingnum.
„í stað þess að vitna í samninginn
eru notaðar ónákvæmar lýsingar
til að útskýra málið,“ segir Hols-
met.
■ Fiskveiðideilan/6/7
Smygl á geislavirkum efnum til smíði kjarnavopna
Rússar lofa að herða
eftirlit með plútoni
Reuter
London, Brussel, Pétursborg. Reuter, The Daily Telegraph.
SÉRFRÆÐINGAR við kjarnorkustofnun í Karlsruhe í Þýskalandi
segja að sterkar vísbendingar séu um að plúton, sem tekið hefur
verið af smyglurum í Þýskalandi, hafi upprunalega komið frá Sovét-
hernum fyrrverandi. Moskvustjórnin hefur lengi vísað harðlega á
bug sem vestrænum áróðri fullyrðingum þýskra stjórnvalda þess
efnis að plútonið sé frá Rússlandi. Rússar sögðust þó í gær ætla
að herða öryggiseftirlit sitt og lögreglan sagðist hafa klófest þijá
menn sem reynt hafi að selja geislavirk efni í Kalíníngrad.
50 ára bið
eftir síma
Búdapest. Reutcr.
UNGVERSK kona sótti um
síma fyrir rúmum 50 árum og
hefur ekki enn fengið hann,
að sögn dagblaðs í Búdapest.
Starfsmenn símafyrirtækis-
ins komu loksins á heimili kon-
unnar á dögunum en gátu
ekki lokið við að leggja Ieiðsl-
urnar þar sem þeir urðu uppi-
skroppa með varahluti.
Konan er áttræð og sótti
um símalínu fyrir árið 1944.
Hún gafst upp á baráttunni
við kerfið árið 1985 og fól
syni sínum að halda henni
áfram fyrir sig. Símafyrirtæk-
ið lofaði árið 1991 að konan
fengi síma innan árs og sonur-
inn greiddi fyrirfram jafnvirði
39.000 króna.
Fulltrúi þýskra stjórnvalda full-
yrðir að Borís Jeltsín Rússlands-
forseti hafi heitið fullri samvinnu
um aðgerðir gegn smyglinu.
Talið er Iíklegast að plútonið
hafi verið framleitt í einni af svo-
nefndum „leyniborgum" sem Sov-
étstjórnin gamla lét reisa, oft í
grennd við stórborgir. Bandaríska
dagblaðið The New York Times
hefur eftir heimildarmönnum sín-
um að efni til smíði kjarnavopna
sé víða í reiðileysi í Rússlandi,
varðveitt í lítt vörðum rannsókna-
stofnunum og vopnaverksmiðjum,
kjarnorkuverum, geymslustöðum
fyrir kjarnorkuúrgang, eldsneytis-
birgðastöðvum flotans og víðar.
Nefndar eru leyniborgirnar Tsj-
eljabínsk-65, Tomsk-7 og Krasnoj-
arsk-26 en mest athygli beinist
nú að Arzamas-16, skammt frá
Nízní Novgorod. The New York
Times hefur eftir embættismönn-
um og sérfræðingum í Rússlandi
að stjórnvöld geti með engu móti
vitað hvort eitthvað af efnum til
gerðar kjarnavopna hafi týnst eða
verið stolið.
Áhyggjur hjá NATO
Um 300 tonn munu vera til af
plútoni í Evrópu. Sérfræðingar
öiyggiseftirlits kjarnorkustofn-
unarinnar Euratoms taka undir
með Þjóðveijum en benda á að
ekki sé víst' að efni smyglaranna
hafi komið milliliðalaust frá áður-
nefndum borgum í Rússlandi. Þýsk
yfirvöld tóku m.a. fáein grömm
af plútoni af smyglurum í maí sl.
og hefur það síðan verið rannsak-
að. „Við erum nokkuð vissir um
að þetta kom frá [sovéska] hern-
um,“ sagði Georges Herbillion,
aðstoðarforstjóri eftirlits Eura-
toms.
Gert er ráð fyrir að utanríkis-
og varnarmálaráðherrar Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, muni í
dag ræða hættuna sem stafar af
smygli geislavirkra efna er glæpa-
menn og einræðisríki gætu notað
til vopnagerðar. Einnig munu inn-
anríkisráðherrar Evrópusam-
bandsins og a-evrópskir starfs-
bræður þeirra ræða sömu mál í
byijun september.
■ Kaupendur í þriðja
heiminum?/17
Samveldis-
leikamir
settir
ELÍSABET Bretadrottning setti
Samveldisleikana við hátíðlega
athöfn í Viktoríu í Bresku Kól-
umbíu í gær. Suður-Afríkumenn
taka nú þátt í leikunum í fyrsta
sinn í 36 ár og athygli hefur vak-
ið að af 112 íþróttamönnum, sem
keppa fyrir hönd landsins, eru
aðeins sjö blökkumenn. „Við get-
um ekki afsakað þennan mun á
þessari stundu. Við skellum skuld-
inni á fortíðina. Allir leggja mikla
áherslu á að jafna þennan mun,“
sagði Steve Tshweta, íþróttamála-
ráðherra Suður-Afríku, á blaða-
mannafundi. Á myndinni tilkynnir
índíánahöfðingi komu sína á leik-
ana við setningarathöfnina.
Ætla að
steypa
húsá
tunglinu
London. The Daily Telegraph.
FYRSTU skrefin í átt til steypu-
framkvæmda á tunglinu verða
stigin í næstu ferð bandarísku
geimferjunnar Endeavour út í
himinhvolfið. Geimskoti var
frestað í gær á síðustu sekúndu
er tölvur geimfeijunnar fundu
bilun í eldsneytisdælu og
slökktu á hreyflum.
Um borð í Endeavour verður
sérsmíðuð steypustöð þar sem
hrært verður saman sementi,
sandi og vatni til þess að kanna
hvernig steypa blandast og sest
í svo gott sem þyngdarleysi.
Þyngdarkrafturinn þykir ráða
úrslitum um hvernig steypa
harðnar og sest.
Þegar maðurinn snýr aftur
til tunglsins verður hann að
notast við það byggingarefni
sem þar er að finna, þar sem
flutningskostnaður frá jörðu
yrði annars sem næmi 3,2 millj-
örðum króna á tonnið. Banda-
ríska geimferðastofnunin
(NASA) áformar að reisa rann-
sóknarstöð á tunglinu. Ráðgert
er að byggja þriggja hæða hús
og verða veggirnir að veija
væntanlega dvalargesti fyrir
hættulegum geimgeislum.
Áhugi NASA á að nota jarð-
efni á tunglinu til byggingar-
framkvæmda þar vaknaði eftir
tilraunir með jarðvegssýni sem
Apollo-geimförin sóttu til
tunglsins á sínum tíma. Var
þeim blandað við vatn og sem-
ent á jörðu niðri og fékkst úr
því óvenju viðnámsþolin og end-
ingargóð steypa.
Vatn til steypuframkvæmda
er ekki að finna á tunglinu en
lausn hefur verið fundin á þeim
vanda. Hún er í því fólgin að
blanda saman 595 kílóum af
títanjárni, málmstein sem er að
finna á tunglinu, og 8 kílóum
af vetnisgasi, sem flutt er frá
jörðu. Við það verða til 60 lítrar
af vatni.
Lýst yfir neyðar-
ástandi 1 Flórída
Key West, Washington. Reuter.
LAWTON Chiles, ríkisstjóri í Flórída, lýsti í gær yfir neyðarástandi í ríki
sínu og bað Bill Clinton Bandaríkjaforseta að grípa til neyðaraðgerða
vegna gífurlegs fjölda flóttamanna sem streyma frá Kúbu til Flórída.
Chiles sagðist myndu kalla til þjóðvarðlið ríkisins ef nauðsyn krefði.
Það sem af er ágúst hefur banda-
ríska strandgæslan bjargað 3.000
Kúbveijum úr varasömum fleytum,
mörgum gerðum úr hjólbarðaslöng-
um, á leið til Bandaríkjanna. Flótta-
mannastraumurinn er nú orðinn
meiri en nokkru sinni frá árinu
1980, þegar 125 þúsund Kúbveijar
flýðu til Flórída á nokkrum mánuð-
um. Það sem af er árinu hafa rúm-
lega 6.000 Kúbveijar haldið til
Bandaríkjanna, tvöfalt fleiri en á
öllu síðasta ári.
„Hundruð manna, ef til vill
þúsundir, bíða á strönd Kúbu í
von um að komast í burtu. Fídel
Kastró Kúbuleiðtogi gerir ekkert
til að stöðva þá. Reyndar virðist
allt gert til að hvetja fólkið til
að flýja,“ sagði Chiles.
■ Flórída vill rjkisaðstoð/17