Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rútu bjargað úr Krossá Signrður Rúnarsson, bílstjóri hjá Austurleið, dró rútu frá Guðmundi Jónassyni upp úr Krossá á rútu sinni í gær. Að sögn viðstaddra sýndi Sigurður mikið snarræði og kjark við björgunina. Sigurður segir að rúturnar tvær hafi farið hvor á eftir annarri yfir Krossá, hans rúta á undan. Á undan þeim hafði farið eins- drifsbíll og allt hafi virst í lagi með vaðið en þá hafi rútan fest. Hann fór strax í að reyna að ná henni upp, óð út í ána og kom taug í rútuna. Gerðar voru ráðstafanir til að ná farþegunum í land ef illa færi og hafði til þess verið kall- að í dráttarbíl sem Austurleið á og hefur til taks í Húsadal. Sig- urður segir að farþegarnir hafi þess vegna aldrei verið í neinni verulegri hættu en þeir hafi hins vegar verið talsvert skelk- aðir. Sigurður segist hafa náð rút- unni í tveimur atrennum, fyrst dró hann hana að landi og svo upp á bakkann á ská. Það tókst á rúmum 20 mínútum en á þeim tíma hafði áin grafið undan dekkjum rútunnar og hún var sest niður á grindina. Sigurður segir að Krossá sé það straum- hörð að hún þurfi ekki langan tíma til að grafa alveg undan bílum sem stoppa í henni og endar þá með því að þeir leggj- ast á hliðina upp í strauminn. Austurleiðir eru með áætlunar- ferðir í Þórsmörk og nota í þær sérútbúinn bíl sem Sigurður var á í gær. Hann ekur inn í Þórs- mörk á nánast hverjum degi og lendir mjög oft í því að aðstoða ferðalanga. Hann segist ekki hafa tölu á því hvað hann er búinn að draga marga bíla upp úr ám í sumar. Það hafi þó ekki verið upp úr Krossánni heldur mest úr Steinsholtsá. Hún sé Morgunblaðið/Arnar Guðmundsson SIGURÐUR bílstjóri að koma taug í rútuna sem sat föst i Króssá. Hagnaður ÚA 40 milljónir fyrstu 6 mánuði ársins Mikill ýsuafli vegur upp þ or sksker ðingu HAGNAÐUR af rekstri Útgerðar- félags Akureyringa hf. nam 40 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Samkvæmt upp- lýsingum frá ÚA er þessi afkoma betri en á sama tímabili í fyrra þegar tap á rekstrinum nam tæp- um 70 milljónum króna. Góð af- koma þessa árs er m.a. rakin til þess að skip félagsins, átta að tölu, hafi stóraukið ýsuafla sinn á milli ára en aflinn í ár er 1.870 tonn en var 537 tonn í fyrra. Aflinn hefur því að mati forsvarsmanna ÚA meira en vegið upp skerðingu á þorskafla. Heildartekjur félagsins námu 1.791 milljón króna en í fyrra voru tekjur félagsins metnar upp á 1.762 milljónir króna. Að teknu tilliti til afla af eigin skipum til vinnslu var velta þessa árs 1.410 milljónir en var 1.437 milljónir í fyrra. Meiri heildarafli Togarar ÚA lönduðu um 11.100 tonnum af fiski á þessu tímabili en aflinn var 9.932 tonn á sama tímabili í fyrra. Félagið ráðgerir að fá úthlutað um 16 þúsund tonn- um í aflaheimildum á næsta fisk- veiðiári en það þýddi skerðingu aflaheimilda upp á 1.800 tonn frá árinu áður. Dótturfyrirtækið tapar Rekstur dótturfyrirtækis ÚA í Rostock í Þýskalandi, Mecklen- burger Hochseefischerei, hefur gengið erfíðlega á síðasta ári sam- kvæmt upplýsingum ÚA en tap þess á síðasta ári nemur um 9,7 milljónum þýskra marka. Þó er talið að ýmsir þættir í rekstri fyrir- tækisins hafi gengið betur í ár en " fyrri misseri. Tvennt þarf að koma til að mati forsvarsmanna ÚA til þess að tryggja áframhaldandi rekstur. Annars vegar að finna fyrirtækinu rekstrargrundvöll og hins vegar að endurfjármagna reksturinn sem nemur tapinu. Eignaraðilar hafa ásamt seljanda félagsins, Treu- handanstalt, og fulltrúum sjó- mannasamtaka fundað um ástand mála og þegar hafa verið settar fram hugmyndir um úrlausn mála. Hvorki er þó gert ráð fyrir því að ÚA leggi fram aukið fjármagn né ábyrgðir. Morgunblaðið/Júlíus ÞESSI mynd er tekin út um gluggann á Austurleiðarútunni. Farþegarnir voru flestir eldri borgarar frá Þýskalandi, um 35 talsins, og voru þeir talsvert skelkaðir en þó aldrei í neinni verulegri hættu. búin að vera leiðinleg í sumar en Krossáin frekar góð þótt hún sé djúp og grafin núna. Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli var í bílnum með Sigurði. Hann segir að Sigurður hafi sýnt mik- ið snarræði, áræði og kjark við að ná hinni rútunni upp úr ánni. Sigurður sé þrælfrískur maður og fljótur að átta sig. Fyrir snarræði og dugnað hans hafi þetta farið vel og það hafi ekki mátt tæpara standa, enda sé Krossá mikið ólíkindatól. Greinargerð bankaeftirlits Seðlabankans vegna upplýsinga til fjölmiðla Leggur ekki mat á upplýsinga- gjöf greiðslukortafyrirtækja Sverrir Hermannsson segir fjölmiðla ekki eiga að fá neinar upplýsingar um viðskiptavini BANKAEFTIRLIT Seðlabanka ís- lands hefur látið athuga meðferð greiðslukortafyrirtækja á trúnað- arupplýsingum og tekið saman greinargerð í kjölfar þess. Tilefni athugunarinnar er það að undan- farið hafa fyrirtækin látið fjölmiðl- um í té upplýsingar sem lúta að notkun debetkorta í viðskiptum korthafa erlendis. Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- banka íslands, segir það hafa ver- ið mistök sem eigi ekki að endur- taka sig. í greinargerðinni er tekið fram að bankaeftirlitið hafi ekki eftirlit með starfsemi greiðslukortafyrir- tækjanna, að öðru leyti en því að því er heimilt að afla upplýsinga og framkvæma vettvangsathugun hjá fyrirtækjum eða hlutdeildar- fyrirtækjum, sem tengd eru við- skiptabönkum eða sparisjóðum, enda telji bankaeftirlitið það nauð- synlegt ti! að meta fjárhagsstöðu viðskiptabanka eða sparisjóða. Af þeim sökum hafi athugun banka- eftirlitsins beinst að því hvernig farið er með trúnaðarupplýsingar í samskiptum banka og sparisjóða við greiðslukortafyrirtæki. Vita ekki um reikningsstöðu Samkvæmt upplýsingum frá Greiðslumiðlun hf., Kreditkorti hf. og Reiknistofu bankanna, hafa greiðslukortafyrirtækin aðgang að upplýsingum um færslur vegna úttekta með debetkortum erlendis, enda fara þau viðskipti um þeirra tölvu- og samskiptakerfi. Þannig hafa greiðslukortafyrirtækin að- gang að upplýsingum um það hve- nær og hvar debetkort er notað erlendis, hver hin tiltekna fjárhæð er og hver korthafinn er. Hins vegar hafa þau engar upplýsingar um reikninga sem liggja að baki debetkortum og því ekki aðgang að upplýsingum um stöðu þeirra. Við notkun debetkorts kemur þó fram hvort innstæða eða yfirdrátt- arheimild er fyrir umbeðinni fjár- hæð á reikningi eða ekki. Greiðslukortafyrirtækin hafa aðeins upplýsingar um heildartölur um viðskipti debetkorthafa hér á landi, þ.e. heildarveltu og færslu- fiölda. Greiðslukortafyrirtækin hafa allar upplýsingar um stöðu og út- tektarheimildir kreditkorta, enda eru þau viðskipti á þeirra vegum. Fá aðeins nauðsynlegar upplýsingar „Það er mat bankaeftirlitsins að greiðslukortafyrirtækin fái, samkvæmt framansögðu, aðeins í hendur þær upplýsingar frá við- skiptabönkum sparisjóðum og Reiknistofu bankanna, sem nauð- synlegar eru starfsemi þeirra. Bankaeftirlitið telur jafnframt að þær upplýsingar sem viðskipta- bankar, sparisjóðir og Reiknistofa bankanna láta af hendi, séu ekki trúnaðarupplýsingar í skilningi laga nr. 43/1993 um meðferð þeirra af hálfu greiðslukortafyrir- tækjanna. Þess má geta að starfs- menn þeirra hafa undirritað yfir- lýsingu um þagnarskyldu. Bankaeftirlitið vill hins vegar ekki leggja mat á þá upplýsinga- gjöf greiðslukortafyrirtækja til fjölmiðla sem áður er getið, enda myndi það falla utan starfsviðs þess, eins og áður er fram kom- ið,“ segir í greinargerðinni. Mistök sem eiga ekki að endurtaka sig Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, segist gagn- rýninn á það að fyrirtæki í eigu bankans láti fjölmiðlum í té trún- aðarupplýsingar, eins og gerst hefur, og vill að tekið verði fyrir það. „Það hafa verið gefnar aðvar- anir um það því ekki er ætlast til þess að upplýsingar af neinu tagi um viðskiptavini okkar séu gefnar fjölmiðlum. Þetta voru að mínu viti mistök sem vonandi endurtaka sig ekki,“ segir Sverrir. Vörubíll fór á hliðina Vörubíll af gerðinni Benz fór á hliðina eftir árekstur við steypu- bíl á gatnamótum Hallsvegar og Strandvegar í Grafarvogi um kl. 15.30 í gærdag. Ökumaður vöru- bílsins var fluttur á slysadeild. Þar fengust þær upplýsingar að hann væri ekki mikið slasaður. Komið upp um brugg HALD var lagt á röska 100 lítra af landa í fyrrakvöld í nágrenni Blönduóss eftir að beiðni hafði borist frá lögregl- unni á Stór-Reykjavíkursvæð- inu um að lögreglumenn á Norðurlandi vestra fylgdust með ákveðnum ökutækjum er talin voru notuð við að flytja landa frá Siglufirði. í fyrrakvöld sást til ferða eflirlýsts ökutækis í nágrenni Blönduóss. Lögreglan þar stöðvaði bifreiðina og við skoð- un í kerru, sem bifreiðin var með í eftirdragi, komu í ljós röskir 100 lítrar af landa. Önn- ur bifreið var síðan stöðvuð í Skagafirði á leið til Siglufjarð- ar, siðar sama kvöld, og var ölgerðarefni til bruggunar í bif- reiðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.