Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 6

Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tvö skip frá Kanada í Barentshafi FISKVEIÐIDEILA NORÐMANNA OG ISLENDINGA Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra Engin rök fyr- ir andmælum við flottrolli ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir engin rök fyrir andmælum utanríkisráðherra Noregs við veiðum íslenskra skipa í flottroll í Smugunni en flotvörpur eru bannaðar í norskri lögsögu en hins vegar heimilar alls staðar þar sem botnvörpuveiðar eru leyfðar við ísland. „Við höfum leyft flottroll og sú ákvörðun byggist á athugunum sem okkar vísindamenn hafa gert. Niðurstöður af athugunum Hafrannsóknarstofnunar sýna að það er enginn munur á þeim fiski sem tekinn er í flottroll og venjulegt botntroll og þess vegna eru engar fiskifræðilegar ástæður til að banna flottrollið," sagði Þorsteinn Pálsson í samtali við Morgunblaðið. Norðmenn stunda umfangs- miklar veiðar í grennd við Island NORÐMENN stunda allumfangsmiklar veiðar í grennd við ísland; hafa veitt um 20 þúsund lestir af karfa á Reykjaneshrygg, eiga rétt á 156 þúsund tonna loðnuafla samkvæmt samningi um skiptingu loðnu- aflans og veiða 2.500 tonn af rækju í grænlenskri lögsögu á Dohmbanka úr stofni sem íslendingar sækja einnig í en hafa ekki náð samningum um við Grænlendinga. Loks hafa Norðmenn að litlu leyti veitt hluta af eigin síldarkvóta í síldarsmugunni svokölluðu milli Noregs og íslands. Ráðherra sagði að íslensk stjórn- völd hefðu farið fram á skriflegan vísindalegan rökstuðning fyrir ákvörðun Norðmanna að banna veiðar í flotvörpu en sá rökstuðn- ingur hefði ekki fengist. „Hins vegar hafa þeir munnlega bent á að 1983-árgangurinn hafi verið mjög stór og þá orðið vart við mikið af smáfiski sem hafi ver- ið laus við botninn og í uppsjónum. Til að vetja þann árgang hafi þeir sett þessar reglur. Norðmenn munu líka hafa leyft smærri möskva í flot- vörpu en botnvörpu og það mun hafa ráðið einhverju. Það er sem sagt ekki um það að ræða að þama að baki liggi einhverjar mælingar á því að fiskur sem veiðist í flot- vörpu sé smærri en fiskur sem veið- ist í botnvörpu," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra. „Við höfum einfaldlega lokað veiðisvæð- um ef frskurinn hefur farið niður fyrir ákveðin stærðarmörk, alveg burtséð frá því í hvaða veiðarfæri hann er veiddur.“ í samtali Morgunblaðsins við Jón B. Jónasson, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, kom einnig fram að fyrir daga kvótakef- is hér á landi hefði komið til tals að banna flottrol! á miðum út af Vestfjörðum, ekki af fískifræðileg- um ástæðum heldur sem lið í sókn- artakmörkun. Jón sagðist telja hugsanlegt að bann Norðmanna við flottrolli væri arfleifð frá því fyrir daga kvótakerfis þar í landi en þá hafi fiskveiðistjórnun þar byggst á ýmis konar sóknartakmörkunum. Hugsanlegt væri einnig að um gæðamál væri að ræða þar sem úr flottrollum kæmu oft stór hol með aukinni hættu á skemmdum afla. Þar sem veiðum væri stýrt með kvótakerfi væri hins vegar ekki ástæða til að banna veiðarfæri nema á fískifræðilegum forsendum. Að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu, hafa Norðmenn gert sérstakt samkomulag við Græn- lendinga sem veitir þeim rétt til að veiða 2.500 tonn af rækju í lögsögu Grænlendinga á Do- hrnbanka. Þessi stofn veiðist einn- ig innan íslenskrar lögsögu. ís- lendingar hafa ekki náð samkomu- lagi um nýtingu hans við Græn- lendinga og við nýtingu hans ekki tekið mið af því að kvóti sá sem Grænlendingar úthluti úr stofnin- um sé talsvert umfram ráðlegg- ingar fiskifræðinga. Árið 1980 gerðu Norðmenn og íslendingar samning um skiptingu afla úr loðnustofninum á hafsvæð- inu milli íslands, Grænlands og Jan Mayen. Grænlendingar gerð- ust aðilar að samningnum árið 1989. Samkvæmt honum ber Norðmönnum 11% heildarafla, sem á komandi vertíð jafngildir 156 þúsund tonnum. Samkvæmt samningnum mega þjóðirnar stunda veiðar hver innan lögsögu annarrar. Þá er talið að karfaafli Norð- manna á Reykjaneshrygg hafi á síðasta ári numið um 20 þúsund tonnum. Karfinn veiðist á mjög víðáttumiklu svæði, frá því skammt utan . lögsögumarkanna og allt að 400 mílur suðvestur af lögsögumörkum. Norðmenn veiddu sáralítið af úthafskarfa á þessum slóðum 1992 og sagði Jón B. Jónasson að fregnir hermdu að líkur væru á samdrætti í ár, m.a. vegna aukinna verkefna fyrir norsk skip í Barentshafi. Úthafskarfastofninn er talinn vannýttur og engar reglur tak- marka aflaheimildir eða sókn enda hefur ekki náðst að veiða magn sem samsvarar viðmiðunarhug- myndum Alþjóðahafrannsóknar- ráðsins. Karfinn er á þessum slóð- um einungis veiðanlegur í flottroll- in, sem Norðmenn gagnrýna ís- lendinga fyrir að nota í Barents- hafí og banna innan eigin lögsögu, en Jón B. Jónasson sagði að þar sem einungis sé um hrygningar- fisk að ræða og hvorki hætta á smáfiski né aukaafla skipti ekki máli frá fiskifræðilegu sjónarmiði ÞRJÚ hentifánaskip hafa verið keypt fyrir lágt verð af Kanada- mönnum að undanförnu. Tvö þeirra hafa verið að veiðum í Bar- entshafi. Norðmenn og Kanada- menn hafa rætt um að gera bann við sölu gamalla kanadískra togara til íslands að lið í samkomulagi þjóðanna um gagnkvæmt veiðieft- irlit. á svæðum sem liggja að lög- sögu ríkjanna. Skipin sem keypt hafa verið af Kanadamönnum eru Hágangur I og II, sem hafa verið að veiðum í Barentshafi, og Siglir. Hann hefur samkvæmt heimildum Tilkynninga- skyldunnar ekki verið að veiðum í Barentshafi. Önnur hentifánaskip eru Fisher- man, Arnarnesið og Ottar Birting. Rex frá Skagaströnd hefur hins vegar verið skráður hér á landi samkvæmt breyttum reglum um skráningu skipa. að takmarka möskvastærð, klæðn- ingar né útbúnað veiðarfæra að öðru leyti. Loks er um að ræða síldarsmug- una svokölluðu milli lögsögu Is- lands og Noregs austur af land- inu. Þangað hafa Norðmenn fylgt síldargöngum úr eigin lögsögu og veitt þar óverulegan hluta eigin kvóta, að sögn Jóns B. Jónasson- ar. Eins og kunnugt er hafa Norð- menn setið einir að norsk-íslenska síldarstofninum í um aldaríjórð- ung en hafa síðan byggt stofninn upp með ströngum hætti og ein- ungis leyft veiðar á óverulegu magni, með þeim árangri, að sögn Jóns B. Jónassonar, að stofninn er nú talinn kominn í á þriðju milljón tonna. Óverulegur hluti vaxandi síldarkvóta Norðmanna er talinn veiddur í síldarsmugunni og dregst afli sem veiðist þar frá þeim kvóta sem norskum leyfist að veiða innan eigin lögsögu. Framkvæmdastjóri norskra útvegsmanna lýsir samningsvilja en segir að fyrst þurfi skip að fara úr Smugrmni A Oþolandi að vinaþjóðir eigi í þorskastríði ARVEID Veek, framkvæmdastjóri Samtaka norskra útgerðarmanna, hafði í gær samband við Svein Hjört Hjartarson, starfandi fram- kvæmdastjóra LÍÚ, til að koma á framfæri þeirri skoðun sinni að koma þyrfti á samningaviðræðum um lausn fískveiðideilu þjóðanna hið fyrsta. Verði íslensk skip kölluð frá veiðum í Smugunni eigi samn- ingaviðræður að'geta hafíst. Arveid Veek sagði við Morgunblaðið að það væri óþolandi að tvær vinaþjóðir væru í þorskastríði. Sveinn Hjörtur Hjartarson sagði í samtali við Morg- unblaðið að LIÚ fögnuðu því að það sé vilji af hálfu Norðmanna til að ná samkomulagi og sérstaklega sé ánægjulegt að það frumkvæði komi úr röðum norskra útvegsmanna. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um líkur á því að íslenskir útvegs- menn kalli skip sín úr Smugunni en sagði að mál þetta yrði rætt á stjórnarfundi LÍÚ næstkomandi miðvikudag. Þorsteinn Pálsson seg- ir að það sé ekki á valdi íslenskra stjórnvalda að taka ákvörðun um að kalla skip úr Smugunni. Arveid Veek, framkvæmdastjóri Samtaka norskra útgerðarmanna sagði í samtali við Morgunblaðið að óþolandi væri að tvær vinaþjóðir ættu i þorskastríði og slíkt gæti ekki gengið. Hann kvaðst þess vegna hafa haft samband við Landssamband íslenskra útvegs- manna og sagt, að koma þyrfti á samningaumleitunum milli þjóð- anna, hið eina, sem Islendingar þyrftu að uppfylla til þess að unnt væri að setjast að samningaborði, væri að íslensku skipin færu út úr Smugunni. Morgunblaðið spurði Arveid Veek, hvort ekki væri erfitt fyrir norsk stjórnvöld að semja við ís- lendinga vegna væntanlegra kosn- inga um aðild að Evrópusamband- inu, en hann kvað allt of langt í þær og ekki mætti missa þann tíma sem framundan væri til þess að freista þess að ná samkomulagi. Auk þess gæti orðið mun erfiðara að ná samkomulagi segðu Norð- menn já við ESB, þá kæmu inní myndina alls konar hagsmunamál sambandsins, sem gætu orðið til trafala. Framkvæmdastjóri sambands norskra útgerðarmanna kvaðst hafa rætt málin við Svein Hjört Hjartarson hagfræðing LÍÚ, en Kristján Ragnarsson hefði verið í fríi. Hann hafi fengið þær upplýs- ingar að stjórnarfundur í Lands- sambandinu yrði um miðja næstu viku og stjórnarfundur yrði í sínum samtökum 30. ágúst. Kvaðst hann vonast til að tillaga um viðræður yrði lögð fyrir stjórnarfund LÍÚ. „Menn verða að setjast niður og ræða málin og Norðmenn og íslend- ingar eiga að geta fundið lausn á þessari deilu. Það verður að gerast, en forsenda þess er að togararnir fari út úr Smugunni,“ sagði Arveid Veek og bætti við að engir skildu betur vandamál íslenskrar útgerðar en norskir útgerðarmenn, sem á árum áður hafi staðið frammi fyrir aflaleysi og rekstrarerfiðleikum. „Því hefur verið haldið fram af okkur og við höfum tekið undir það sjónarmið stjómvalda að það væri nauðsynlegt að fínna flöt á sam- komulagi milli þjóðanna um þetta mál. Það er afstaða okkar í þessu máli,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvort hugsanlegt væri í ljósi þessa frumkvæðis nor- skra útvegsmanna að flötur á samn- ingaviðræðum gæti fundist fyrir tilstilli útvegsmanna sagði Sveinn Hjörtur að LÍÚ liti á símtalið frá Arveid Veek sem jákvætt ef túlka megi það sem merki frá Noregi um að þar sé vilji til samninga. Gleði- legt væri að frumkvæðið hefði kom- ið úr röðum norskra útvegsmanna. „Orð eru til alls fyrst,“ sagði Sveinn Hjörtur. „ViðTítum það jákvæðum augum að það er að breytast hljóð- ið í Norðmönnum og þeir vilja koma til móts við sjónarmið okkar. Ég held að útvegsmenn muni fagna því fmnist einhver flötur á samkomu- lagi.“ Aðspurður hvort hann teldi ís- lenska útvegmenn reiðubúna að kalla skip sín úr Smugunni til að greiða fyrir samningaviðræðum eins og Arveid Veek teldi standa í vegi samningaviðræðna sagðist Sveinn Hjörtur Hjartarson ekki vilja tjá sig um það en málið yrði rætt á stjórnarfundi LÍÚ næsta miðviku- dag og að honum loknum kæmu viðbrögð samtakanna í ljós. „Þar mun stjórn LÍÚ ræða þessi mál með breiðum hópi manna sem verið hefur með skip á þessu svæði," sagði hann. Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson í gær hvort hann teldi koma til greina að íslensk stjómvöld hlut- uðust til um að íslensk skip yrðu kvödd úr Smugunni ef það mætti greiða fyrir því að samningaviðræð- ur milli þjóðanna gætu hafíst. „ís- Iensk stjórnvöld ráða því ekki hvar skip fiska fyrir utan íslenska lög- sögu,“ sagði Þorsteinn. „Þannig að það er ekki á valdi íslenskra stjórn- valda að taka slíka ákvörðun."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.