Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Orn Þór Þorbjörnsson skipstjóri á Andey SF 222
Fór friðsamlega og
„ÞEIR létu allan tímann
um borð eins og skipin
hefði verið tekin herskyldi
og farið yrði með okku'r til
hafnar. Engu að síður fór
allt friðsamlega og kurteis-
lega fram. Við vorum alveg
sannfærðir um að þarna
væri aðeins um sjónarspil
að ræða og ætluðum ekki
að fara að blása neitt upp
fyrir þá,“ segir Örn Þór
Þorbjömsson, skipstjóri á
Andey SF 222 frá Homa-
firði, um heimsókn tveggja
norskra strandgæslu-
manna í skipið í síðustu
viku.
Tveir norskir strand-
gæslumenn, stýrimaður og
sjúkraliði, sigu niður í And-
ey og Hágang I úr þyrlu
um kl. 18 áföstudag. „Þeir
bönnuðu okkur að halda
áfram fiskvinnslunni, fóru
niður í lestar og gerðu allar
dagbækur upptækar þang-
að til fyrirmæli komu frá
Senju um að við mættum
halda áfram heim,“ segir
Örn Þór og tekur fram að
farið hafi verið að fyrir-
mælum mannanna.
Áður en strandgæslu-
mennirnir yfirgáfu skipið
afhentu þeir Erni Þór skrif-
lega aðvömn. Hún er á
ensku og segir í textanum
að gefin hafi verið skrifleg
Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson
ORN Þór Þorbjörnsson með viðvörunina frá
Norðmönnunum.
viðvörun vegna ólöglegra
veiða á verndarsvæðinu í
kringum Svalbarða. Ef
skipið sjáist aftur að veið-
um innan verndarsvæðisins
verði það stöðvað og fært
til hafnar.
Verðum að semja
Örn telur ekki spurningu
að láta reyna á lagasetn-
ingu Norðmanna. „Svo
verður að reyna að semja
um þetta. Auðvitað er ekk-
ert annað en rugl hjá Norð-
mönnum að leyfa okkur að
fiska þarna. Við fiskum
geysilega mikið. Þó við séu
reknir út af Svalbarða-
svæðinu fiskum við mikið
í Smugunni," sagði Örn.
Hann sagði dæmi sanna
að Norðmenn myndu að-
stoða íslendinga ef slys
bæri að höndum. „En
margt annað en hrein slys
á fólki geta orðið þarna.
Þeir færu aldrei að aðstoða
okkur við að skera veiðar-
færi úr skrúfu þarna. Eins
ef um einhveijar minni-
háttar vélarbilanir væri að
ræða sem væri mjög auð-
velt að laga á svæðinu. Því
er engin spurning að við
erum miklu betur settir
með skip í nágrenninu,"
sagði Örn.
Fjölskyldan frá vinstri: Hildur, Ágxista, Arnar Þór Þorbjörnsson og Stefán.
Feta í fótspor föðurins
Hornafirði - Hér sannast máltæk-
ið um eplið og eikina því þijú
af fjórum börnum Arnar Þórs
Þorbjörnssonar, skipstjóra á
Andey SF 222, eru meira og
minna á sjó hjá honum en Unnur
móðir þeirra heldur enn í þann
yngsta, Atla, sem er 5 ára, og
fær stundum að heyra það að
hún haldi of fast í hann.
í síðasta túr Andeyjar var
Ágústa, yngsta dóttir þeirra, á
sextánda ári, með sem einn
áhafnarmeðlimur en Örn sagðist
aldrei leyfa þeim öllum að vera
um borð í einu, svo Stefán, 17
ára, og Hildur, sem er 21 árs og
hefur verið Iengst af þeim systk-
inum á sjó eða í 4 ár á Andey,
tóku sér sumarfrí þennan fræga
túr þegar systir þeirra bjargaði
norsk-íslenska þorskastríðinu.
Já, þessir túrar í Smuguna
eru um margt ólikir öðrum
túrum, allt fullt af þorski og
varðskip og þyrlur sveimandi
yfir íslensku skipunum en eftir
heimsókn norsku gæslunnar í
Andey á dögunum er gantast
með það um borð að Orn þurfi
ekkert að hafa áhyggjur af
þessu lengur því að hann eigi
tengdason í norska sjóhernum.
„Ég var að vappa í kringum
þá þessa þrjá tíma sem þeir
þurftu að bíða eftir Senju og
var annar þeirra mjög sætur.
Þegar þeir kvöddu okkur
spurði einn strákanna um borð
hvort hann væri til í að kyssa
mig kveðjukoss og hann fékk
ég heldur betur. Sagði ég við
pabba á eftir að hann þyrfti
nú ekkert að óttast lengur
þegar hann væri á þessum
miðum því hann ætti orðið
tengdason í norska,
sjóhernum," segir Ágústa
Örn gerði sér lítið fyrir og
kallaði í herskipið og þakkaði
skipherranum kærlega fyrir
að sigla 100 sjómílur til að
uppfylla ósk dóttur sinnar því
að hún hafði beðið lengi eftir
að sjá alvöru herskip. En ekki
fylgdir sögunni hvernig öllu
þessu var tekið um borð í
Senju.
Næstkomandi
laugardagsmorgun mun
Andey.halda á Smugumiðin á
ný og Örn og Ágústa verða
eftir. Ágústa sagðist alveg
vera til að fara aftur en skólinn
væri að byrja. Hildur og Stefán
munu fara um borð og aðspurð
sögðust þau ekki kvíða því að
fara þarna norðureftir. Eina
leiðinlega við þetta væri fimm
daga stím á miðin og það væri
hundleiðinlegt að sitja
aðgerðarlaus þessa daga.
Björgunarsveit Ingólfs 50 ára
Bj örgnnar sýning- á
Miðbakka og kaffi-
samsæti í Hafnarhúsi
RAGIMAR MAGNÚSSON
Björgunarsveit Ing-
ólfs í Reykjavík
fagnar hálfrar
aldar afmæli sínu næst-
komandi laugardag og
verður mikið um dýrðir
við Reykjavíkurhöfn af
þessu tilefni. Björgunar-
sveitin var stofnuð 28.
febrúar 1944 upp úr
Slysavarnadeildinni Ing-
ólfi. Sveitin hefur frá
upphafí rekið björgunar-
skip. fyrir Slysavarnafé-
lag íslands. Fýrsta skipið
fékk Slysavamafélagið
að gjöf frá Sandgerði og
var það gert upp. í
Reykjavík. Það eyðilagð-
ist við björgun við Engey
árið 1954. Árið 1956 gaf
Gísli J. Johnsen kaup-
maður Slysavarnafélag-
inu björgunarskip sem var í notk-
un allt fram til ársins 1989. Núver-
andi björgunarskip er Henry Hálf-
dánsson. Auk þess á Björgunar-
sveitin þijá minni báta. Félagar í
Björgunarsveit Ingólfs em á bilinu
1.200 til 1.300 en virkir félagar
eru um 80. Björgunarsveit Ingólfs
er ein af 90 björgunarsveitum
Slysavarnafélags íslands og eina
Reykjavíkursveitin sem sinnir
bæði sjó- og landútköllum. Á síð-
asta ári var sjóflokkurinn kallaður
út 23 sinnum og land- og bíla-
flokkur 25 sinnum. í tilefni
tímamótanna nú verður haldin
björgunarsýning með þátttöku
tveggja þyrlna og síðar um daginn
verður kaffisamsæti í Hafnarhús-
inu. Undirbúningur afmælisins
hefur verið í höndum ungs manns,
'Ragnars Magnússonar, sem hefur
gegnt stöðu framkvæmdastjóra
sveitarinnar í sumar og verið rit-
stjóri afmælisrits sem er að koma
út, en formaður Björgunarsveitar-
innar er Þorsteinn Þorkelsson.
Hvnð verður geit í tilefni af
stórafmælinu, Ragnarl
„Við höldum upp á afmælið á
morgun með pomp og prakt og*
mikill undirbúningur hefur staðið
yfir í sumar. Hátíðarhöld verða á
Miðbakka Reykjavíkurhafnar sem
hefjast kl. 14. Þar verða fluttar
ræður og menn heiðraðir. Þá verð-
ur haldin björgunarsýning á Mið-
bakka og vonumst við
eftir því að tvær þyrlur
Landhelgisgæslunnar
taki þátt í sýningunni
en þó er það óvíst. Þeg-
ar sýningunni lýkur
verður boðið upp á kaffi
í Hafnarhúsinu.“
Hvenær varst þú ráðinn fram-
kvæmdastjóri sveitarinnar og í
hverju er starf þitt fólgið?
„Eg var ráðinn tímabundið sem
starfsmaður í sumar til að sjá um
framkvæmdir á afmælinu. Við
erum einnig að gefa út veglegt
afmælisrit sem kemur væntanlega
úr prentun í dag.“
Hvernig rit vcrður þetta?
„Félagar úr sveitinni skrifa í
blaðið og fleiri samstarfsmenn
okkar, t.d. úr Almannavörnum rík-
isins og Landhelgisgæslunni. í því
verða alls kyns frásagnir af björg-
unarstörfum og annað efni. Það
verður spennandi að sjá blaðið
koma úr prentun því ég hef unnið
við það meira eða minna í allt
sumar. Blaðinu verður dreift til
allra björgunarsveita landsins og
allra félaga í Björgunar- og slysa-
varnadeild Ingólfs sem eru á bilinu
1.200-1.300. Því verður einnig
dreift víðar. Einnig hef ég verið
að vinna dálítið í húsnæði okkar
hér á Grandagarði, skipta um dúk
á gólfi og mála. Það þarf líka ein-
► Ragnar Magnússon er fædd-
ur 3. júlí 1970. Hann útskrifað-
ist sem stúdent frá Menntaskól-
anum við Sund árið 1990 og
vann í þrjú ár við verkamanna-
vinnu hjá Reykjavíkurborg. Á
síðasta ári dvaldist hann í sjö
mánuði í Gambíu á vegum
Rauða kross Islands. Hann var
ráðinn framkvæmdastjóri
Björgunarsveitarinnar Ingólfs
til tímabundinna starfa síðast-
liðið vor.
hver að vera til staðar þegar iðnað-
armenn eru hér að störfum."
Hve margir eru virkir í starfi
Björgunarsveitarinnar Ingólfs?
„Við erum með um 80 manns
á útkallsskrá, bæði til sjós og
lands. Við erum eina björgunar-
sveitin í Reykjavík sem sinnir
björgunarmálum fyrir Reykvík-
inga og Faxaflóasvæðið. Við stór
útköll eru á bilinu 30-40 manns
kallaðir út. Állt er þetta unnið í
sjálfboðastarfi."
Hvað veldur því að menn bjóðast
tii þessara starfa?
„Líklega byrja flestir á því að
fá áhuga fyrir fjallgöngum og
ferðalögum og það er stærsti hlut-
inn í starfi björgunarsveitar-
manns. Hann ferðast um landið,
bæði á æfingum og í útköllum.
Auk þess kynnist maður fjölda
manns í starfinu og vináttusam-
bönd myndast. Sjálfur
byijaði ég 18 ára gam-
all að ferðast með fé-
lögum mínum og fórum
við um Fimmvörðuháls-
inn og Laugaveginn
svokallaða og upp frá
því vaknaði áhugi minn
fyrir björgunarsveitarstarfi. Nú
hef ég verið í fimm ár félagi í
sveitinni."
Hvaða kostum þarf góður
björgunarsveitarmaður að vera
búinn?
„Ég held að best fari á því að
menn séu léttir í lund en þegar
komið er í útköllin þurfa þeir fyrst
og fremst að hafa hugann við það
að slasa ekki sjálfa sig. Fyrsta
reglan er að gæta að sjálfum sér
því slasaður björgunarsveitarmað-
ur kemur engum að gagni.“
Við hvað starfaðir þú áður?
„Ég dvaldist í sjö mánuði á
vegum Rauða kross íslands í
Gambíu. Rauði kross íslands
styrkir verkefni þar úti sem felst
í uppbyggingu á skrifstofu þar í
landi. Við unnum að því að búa
þá skrifstofu undir það að verða
fjárhagslega sjálfstæða í framtíð-
inni. Það var friðsælt þarna mest-
an tímann þótt bylting hafi verið
gerð þar nýlega. En hlutirnir
ganga ekki jafnhratt fyrir sig þar
og á Islandi."
I stórum út-
köllum eru
30-40 manns
kallaðir út.