Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 14

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI - Forstjórar olíufélaganna vísa því á bug að samráð hafi verið viðhaft við ákvörðun um hækkun bensínverðs Olíufélagið átti frum- kvæðið og hin fylgdu OLÍUFÉLAGIÐ átti frumkvæði að því að tilkynna um verðhækkun á bensíni á miðvikudag og fylgdu hin félögin strax í kjölfarið. Forstjórar olíufélaganna vísa því algjörlega á bug að eitthvert samráð hafi átt sér stað við ákvörðun um þessa verðhækkun. Hækkunarþörfin hafi verið fyr- ir hendi um skeið hjá öllum félögunum og ekkert óeðlilegt sé við það að eitt félagið hafi látið til skarar skríða og hin tvö fylgt á eftir. Samkeppnis- ráð ræddi verðhækkunina á fundi sínum í gær og fól Samkeppnisstofnun að kanna hvort ástæða væri til íhlutunar af hálfu samkeppnisyfirvalda. Teiur ráðið ýmislegt benda til þess að olíufélögin hafi haft samráð sem brjótí í bága við ákvæði samkeppnislaga um ólögleg samráð fyrirtækja um verðlagningu. „Það hefur í sjálfu sér verið mjög lengi fyrir hendi hækkunarþörf," sagði Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs í samtali við Morgun- biaðið. „Bensínverð hækkaði síðast um mánaðamótin apríl/maí og frá þeim tíma hefur verðið á hveiju tonni á Rotterdammarkaði hækkað um 30-35 dollara að meðaltali. Frá áramótum hefur verð hækkað 60 dollara. Á móti kom að gengi doll- ars hefur lækkað úr tæplega 71 kr. í um 68,50 kr. Hækkunarþörfin hjá okkur er núna liðlega 3 krónur en við tókum ákvörðun um að hækka um 2 krónur.“ Aðspurður um hvers vegna olíu- Ericsson eykur hagnað um 78% Stokkhólmi. Reuter. HAGNAÐUR sænska fjarskiptafyr- irtækisins Ericssons jókst um 78% fyrir skatta fyrstu sex mánuði þessa árs og spáð er verulega betri af- komu allt árið 1994. Nýjum pöntunum fjölgaði á öðr- um fjórðungi ársins, 11 ársfjórð- unginn í röð. Pöntununum fjölgaði um 19% í 40.34 milljarða sænskra króna fyrri hluta ársins. Hagnaður fýrir skatta jókst í 2.29 milljarða króna. félögin þrjú hækkuðu öll verðið á sama degi sagði Kristinn alveg ljóst að ef hækkunarþörf væri fyrir hendi hjá einu félaginu gilti það einnig um hin félögin. „Þó svo fé- lögin kaupi olíufarma til landsins sitt í hveiju lagi þá koma þeir á svipuðum tíma. Skeljungur og Olís kaupa t.d. svipað magn í einu og bensínið kemur með sama skipinu til landsins. Ég geri ráð fyrir að þegar félögin frétta af hækkunar- hugleiðingum hinna þá sé látið til skarar skríða á sama tíma. Félögin eru með sameiginlegar stöðvar víða eins og t.d. á Vesturlandi og Vest- fjörðum. Þegar eitt þeirra ákveður að hækka eða lækka þá vita hin félögin af því fáum klukkutímum seinna. Ég vísa því algjörlega á bug að það sé eitthvað samráð á milli félaganna um hækkanir.“ Aðspurður um hvort góð afkoma Skeljungs gæfi ekki tilefni til minni hækkunar en ella sagði Kristinn að betri afkoma tengdist ekki álagningu á bensíni. „Við höfum verið að ná fram hagræðingu í rekstrarkostnaði. Álagning á bens- íni er mjög lág og hún hefur ekki verið að skila okkur auknum hagn- aði.“ Einar Benediktsson, forstjóri Olís, benti einnig á að bensínverðið hefði verið óbreytt frá því í maí og það hefði farið hratt hækkandi síðari hluta sumars. „Það var til- efni til hækkunar fyrr ef ekki hefði komið til lækkun á dollar. Að mínu áliti er þessi hækkun í lágmarki miðað við. markaðsástandið núna.“ „Samkeppni snýst um þjónustu og rekstrarkostnað" Einar vísaði því algjörlega á bug að olíufélögin hefðu tekið sameigin- lega ákvörðun um hækkun. „Félög- in hafa margar bensínstöðvar í samrekstri. Um leið og eitt félag sendir út tilkynningu um hækkun fréttist strax af því til hinna. Það er þekkt út um allan heim að verð- munur verður aldrei mikill á bens- íni í þéttbýli. Bensín er samkynja vara þannig að samkeppnin hlýtur að snúast um þjónustu og rekstrar- kostnað." Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins hf., sagði það liggja í hlut- arins eðli að verðstefnan markaðist af því félagi sem væri með lægsta verðið. Hann staðfesti að félagið hefði átt frumkvæði að verðhækk- uninni og hin félögin hefðu fylgt á eftir. „Hins vegar er mjög hörð samkeppni milli félaganna og það er barist grimmt um hvern dropa af öllum tegundum eldsneytis." Hann sagðist telja að fremur ætti að beina athyglinni að því hvers vegna tekist hefði að halda bensínverðinu óbreyttu allt frá því í vor. „Verðið frá því 1. maí hefur haldist óbreytt allt þar til nú m.a. vegna þess að við erum með 2-3 mánaða birgðir. Lækkandi gengi dollars hefur vegið upp verðhækk- un á nýjum förmum hingað til en núna varð eitthvað undan að láta. Ég mótmæli því mjög ákveðið að um samráð sé að ræða.“ þeírra sem safna Hutschenreuther postulíni: 30-50% staðgreiðsluafsláttur af nokkrum matar- og kaffistellum sem verða tekin úr framleíðslu á næsta árí. SILFURBUÐIN Kringlunni 8 —12 - Sími 689066 Niðurstöður úr samstæðu- reikningi Eimskips janúar-júní 1994 Upphæðir í milljónum kr. Rekstur Allt árið 1993 Jan.-júní 1993 Jan.-júní 1994 4.735 Rekstrartekjur 8.601 3.925 Rekstrargjöld 7.941 3.743 4.328 Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) (14) (4) (11) Hagnaður af regiulegri starfsemi 646 178 396 Aðrar tekjur og (gjöld) (119) (183) (54) Tekju- og eignarskattur (159) (7) (136) Hagnaður/(tap) 368 (12) 206 Veltufé frá rekstri 1.461 545 804 Efnahagur 31.12/93 30.06/93 30.06/94 Eignir 9.802 9.746 10.132 Skuldir 5.157 5.608 5.362 Eigið fé 4.645 4.138 4.770 Eiginfjárklutfall 47% 42% 47% Veltufjárhlutfall 1,30 1,12 1,26 Velta Eimskips jókst um 22% fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður varð um 206 milljónir HAGNAÐUR Eimskips varð alls um 206 milljónir króna fyrstu sex mán- uði ársins. Þetta er um 4% af rekstr- artekjum sem námu 4.735 milljónum. Á sama tíma í fyrra nam tap félags- ins 12 milljónum en á því tímabili varð það fyrir 204 milljóna króna gengistapi vegna gengisfellingar krónunnar, sem að fullu var fært til gjalda. Rekstrartekjur Eimskips juk- ust fyrstu sex mánuði ársins um 22% meðan rekstrargjöld jukust um 16%. Þennan árangur segir félagið skýrast af góðri nýtingu skipa í áætlana- flutningum til og frá íslandi, aukn- ingu tekna af starfsemi Eimskips erlendis, en þær jukust um 24% og lækkun rekstrarkostnaðar félagsins. Hagnaður af reglulegri starfsemi Eimskips varð alls 396 milljónir fyrstu sex mánuði ársins samanborið við 178 milljónir árið 1993. Þá jókst veltufé frá rekstri úr 545 milljónum í 804 milljónir milli ára. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, sagði í samtali við Morg- unblaðið að rekstraráætlun gerði ráð fyrir hagnaði síðari hluta ársins. Vonast væri til að þróunin yrði sam- bærileg við það sem hefði verið á fyrri hluta ársins. Markmiðum um arðsemi hefur hins vegar ekki verið fyllilega náð hjá Eimskip. „Enn sem komið er okkar markmið að 10% arður sé af eigin fé eftir skatta. Á fyrstu sex mánuðunum náðum við 9% arði,“ sagði Hörður. Hann sagð- ist telja að þessi arðsemi væri ekki viðunandi. Kominn væri tími til að endurmeta arðsemisviðmiðunina og ekki óeðlilegt að gera það núna þar sem samdráttarskeiðinu væri að ljúka og nýtt þróunarskeið vonandi framundan. „Ég tel að það sé eðli- legt að gera meiri arðsemiskröfur og að þær séu í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þar er algengt að krafa um arðsemi í fyrirtækjum sé a.m.k. á bilinu 12-15%.“ Fram kemur í frétt frá Eimskip að heildarflutningar með skipum fé- lagsins fyrstu sex mánuði ársins voru alls um 539 þúsund tonn, en voru 506 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra og hafa því aukist um 6,5%. Utflutningur með áætlanaskipum jókst verulega eða um 23% og er þar einkum um að ræða flutning á fryst- um fiski. Innflutningur með áætlanasigling- um hefur einnig aukist nokkuð m.a. vegna flutninga fyrir vamarliðið, en þá flutninga annaðist Eimskip ekki á fyrri hluta ársins 1993. Inn- og útfiutningur með stórflutningaskip- um hefur hins vegar dregist nokkuð saman. Þá hefur flutningur milii er- lendra hafna aukist um 20% frá sama tímabili í fyrra. Eimskip rekur nú 10 skip en þar af eru 7 skip í eigu félagsins og dótturfyrirtækja, tvö skip eru á tíma- leigu og eitt á þurrleigu. I i I I ) i í i I b > i i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.