Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRN JÓNSSON + Sigurbjörn Jónsson fædd- ist á Arbakka á Snæfjallaströnd í ísafjarðardjúpi 3. desember 1938. Hann lést á heimili sínu 13. ágúst síð- astliðinn. Sigur- björn var yngsti sonur hjónanna Júlíönnu Kristínar Borgarsdóttur, f. 24. júlí 1899, d. 30. nóvember 1941, og Jóns Jónatans Sig- urðssonar, f. 18. apríl 1897, d. 10. júní 1960. Systkini hans eru: Guðborg Pálína, f. 1930, d. 6 mánaða gömul, Ragnar Lund- borg, f. 22. desember 1931, bóndi að Brúsastöðum, Þing- vallasveit, Jóhann, f. 27, júlí 1934, bóndi í Mjóanesi í sömu sveit. Þar að auki eignaðist Jón, faðir hans, einn son er var ættleiddur ungur, Harald Há- konarson, búsettur á Akur- eyri. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum þar til móðir hans lést 1941. Þá gat faðir hans ekki haldið drengjunum öllum og kom honum í fóstur til móðurbróður hans, Elíasar Borgarssonar, og konu hans, Elísabetar Hreggviðsdóttur, er bjuggu á Tyrðilsmýri í sömu sveit. Sigurbjörn flutti með fósturforeldrum sínum að Birnhöfða í Innri- Akraneshreppi árið 1946 og ári síð- ar að Bergi á Akra- nesi og átti hann heima á Akranesi til dauðadags. Sig- urbjörn lærði hús- gagnasmíði við Iðn- skólann á Akranesi og starfaði við þá iðn alla tíð, lengst af hjá Trésmiðj- unni Akri eða í rúm 30 ár. Hann starf- aði tjinnig um ára- bil hjá Slökkviliði Akraness, þar af lengst sem slökkviliðsstjóri. Sigurbjörn kvæntist 2. nóvem- ber 1961 eftirlifandi eiginkonu sinni Sonju F. Jónsson, f. 2. júlí 1941, dóttur hjónanna Sigr- únar Fredriksen, f. 25. maí 1923, og Willy Fredriksen, f. 3. desember 1919, d. 8. janúar 1988, búsett í Danmörku. Sig- urbjörn og Sonja eiga þrjá syni: Hlynur Máni, f. 13. júní 1962, sambýliskona Petrína Ottesen. Bjarki, f. 15. júní 1967, unnusta Erla Bjarnadóttir. Leiknir, f. 1. september 1972. Barnabörn þeirra eru þrjú: Sonja Björg Hlynsdóttir, f. 23. júní 1982. Sigurður Reynir Hlynsson, f. 29. maí 1986, og Sigurbjörn Kári Hlynsson, f. 21. febrúar 1994. Utför Sigurbjörns fer fram frá Akraneskirkju í dag. LÁTINN er langt um aldur fram tengdafaðir minn Sigurbjörn Jóns- "son. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjórum árum, þegar ég og sonur hans, Hlynur, hófum sambúð. Að leiðarlokum þyrlast minning- arnar upp og er mér efst í huga þær hlýju móttökur sem ég fékk þegar ég kom inn í fjölskyldu þeirra Sonju og Silla, og á það ekki aðeins við um mig heldur ekki síður böm- in mín þijú frá fyrra hjónabandi, þeim hafa þau hjónin reynst eins og bestu afi og amma. í kynnum við Silla kom fljótt fram hvað honum var hjartfólgn- ast, hann umvafði fjölskyldu sína t Bróðir minn, JAFET KRISTINN VIGFÚSSON, Skálmabæ, Álftaveri, sem lést mánudaginn 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Þykkva- bæjarklausturskirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 13.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Gísli Vigfússon. t Ástkær dóttir mín, móðir, tengdamóðir og amma, SOFFÍA SIGURBJARNADÓTTIR, Stigahli'ð 24, lést í Landspítalanum 17. ágúst. Ásta Sigurbjarnadóttir, Edda Herbertsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson, Ragna Soffía Jóhannsdóttir, Jón Birgír Jóhannsson, Gústav Jóhannsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS MAGNÚSSONAR, Flókagötu 37, Reykjavfk. Sigríður Guðmundsdóttir, Brynjólfur Kjartansson, Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Ólafur F. Magnússon, Ingibjörg Kjartansdóttir, Hreinn Loftsson og barnabörn. MINNIIMGAR ástúð og skipuðu barnabörnin þar stóran sess, hann hugsaði mikið til barnabarna sinna í Noregi og naut samvistanna við þau í ríkum mæli þegar þau voru hér heima. Við Hlynur urðum þeirrar ánægju aðnjótandi í febrúar síðast- liðnum að eignast dreng sem hlaut nafnið Siguijbörn Kári og verða okkar kærustu perlur - .minningin um stoltið og ánægjna er skein úr andliti afa þegar litli nafni hans var nálægur. Elsku Sonja, Hlynur, Bjarki, Leiknir og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk. Blessuð sé minning hans. Petrína Ottesen. Sigurbjörn Jónsson er fallinn frá langt um aldur fram. Hann átti heima á Akranesi alla tíð frá þriggja ára aldri. Við kynntumst Silla, eins og hann var jafnan kallaður af vinum og kunningjum, er hann gekk að eiga Sonju, systurdóttur okkar, fyrir rúmum 30 árum. Þau eignuðust þijá mannvænlega syni, sem allir eru uppkomnir og komnir til sinna starfa. Þau hjónin voru mjög sam- hent og bjuggu sér hlýlegt heimili á Skagabraut 35. Silli var ljúfur maður, hjálpfús og greiðvikinn. Hann var hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Silli nam húsgagnasmíði og vann lengst af í trésmiðjunni Akri hf., en sinnti í mörg ár einnig starfi slökkviliðsstjóra á Akranesi. Við móðursystkini Sonju erum þakklát fyrir kynni okkar af Silla og allar samverustundirnar. Hann skilur eftir margar góðar minningar og ófáar voru þær gleðistundir, sem við áttum með honum og fjölskyldu hans, enda gestrisni þeirra við brugðið. Þau hjónin voru líka auf- úsugestir, þegar þau bar að garði og jafnan var þá glatt á hjalla. Vitað var, að Silli gekk ekki heill til skógar undanfarin ár og hallaði mjög undan fæti nú síðustu mánuð- ina. Við hjónin vorum svo lánsöm að njóta samveru Silla og Sonju, er þau heimsóttu okkur fyrir tveim- ur vikum ásamt Sigrúnu systur minni, tengdamóður Silla. Við hitt- um þau svo aftur 13. ágúst en þá datt okkur í hug að skreppa upp á Akranes og heimsækja þau. Silli var þá óvenju hress og bar sig þá mjög vel eins og hans var vani. Tveimur tímum síðar var hann all- ur, aðeins 55 ára gamall. Andlát hans bar því miður brátt að og erf- itt að átta sig, þegar atburðarásin tekur svo óvæntum breytingum. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Silla og Sonju, sonum, fjölskyldum þeirra og öðru vensla- fólki samúð okkar. Fyrir hönd systkina minna og fjölskyldna, Jón Guðgeirsson. Elsku Sonja, Hlynur, Bjarki og Leiknir. Það er tími fyrir allt, það er tími til að hlæja og það er tími til að gráta. Núna er tími til að syrgja. Silli er dáinn. Við vissum að hann hafði verið veikur, en það er erfitt að gera sér í hugarlund að við eig- um aldrei aftur eftir að mæta allri þeirri lífsorku og lífsvilja sem bjó í honum. Það var með sorg að við systkin- in fluttum frá Skagabraut 35 um haustið 1970, en fyrir okkur hefur Skagabraut 35 aldrei hætt að vera heimili. Það var erfítt fyrir tvö börn að flytja frá þeim stað sem þau áttu rætur sínar og setjast að í nýjum bæ þar sem þau þekktu eng- an, en það gerði það léttara að hvenær sem við vildum gátum við komið til ykkar og verið eins lengi og okkur lysti. Þið tókuð á móti okkur eins og við værum hluti af fjölskyldunni og við bjuggum við þá ást og aðhald sem er nauðsyn- legt til að börn geti fullorðnast. Það er víst enginn sem hefur tölu á öll- um þeim skiptum sem við höfum notið gestrisni ykkar um lengri eða skemmri tíma og hversu skammur sem fyrirvarinn var, var alltaf alveg öruggt að hjá ykkur var vel tekið á móti okkur. Á milli okkar hafa alltaf verið sterk tengsl og oft höfum við glaðst saman, en ekki síður höfum við fengið hjálp frá ykkur þegar á hef- ur þurft að halda eða ef eitthvað hefur bjátað á. Það eru ófá handtök- in sem Silli og þið hafið gert fyrir okkur og eftir að faðir okkar dó var það ekki minnst til ykkar sem við gátum sótt stuðning og styrk. Núna þegar við kveðjum Silla, minnumst við allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt með hon- um, hjálpsemi hans og atorku. Við viljum þakka ykkur fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir okkur, í gleði og sorg. Á þessum erfiðu tím- um óskum við þess að lífsgleði ykk- ar og samheldni veiti ykkur þann styrk sem nú er nauðsynlegur. Hildisif og Kjartan. Sigurbjörn Jónsson fluttist ungur að árum til Akraness og lærði hús- gagnasmíði hjá Benedikt Her- mannssyni húsgagnasmíðameist- ara. Það kom fljótlega í ljós á námsárum Sigurbjörns að hann yrði smiður góður. Sigurbjörn réðst til Trésmiðjunn- ar Akurs hf. fyrir rúmum 30 árum og vann hann óslitið hjá fyrirtækinu til dauðadags. Sigurbjörn var í flokki þeirra manna sem hafði metnað til þess að skila sínu dags- verki sem best. Hann var sérstak- lega samviskusamur starfsmaður og kappkostaði að gera alla hluti bæði trausta og vandaða. Margir af okkar nemum og yngri smiðum hafa notið tilsagnar Sigurbjörns í gegnum árin, enda fundu þeir fljótt að gott var að leita til hans með vandamál sem upp komu hjá þeim í starfínu. Undirritaður átti langt samstarf með Sigurbimi á öðrum vettvangi en í Trésmiðjunni Akri, við störfuð- um saman í Slökkviliði Akraness í yfír 20 ár, en hann var lengi vara- slökkviliðsstjóri og síðan tók hann við .slökkviliðsstjórastarfinu af und- irrituðum fyrir um 10 árum. Á þess- um vettvangi sýndi Sigurbjörn að hann var þess trausts verður er hann var ráðinn slökkviliðsstjóri. Eins naut hann mikils trausts hjá samverkamönnum sínum í slökkvil- iðinu. Sigurbjörn tók virkan þátt í Samtökum slökkviliðsmanna og átti um tíma sæti í stjórn þeirra sam- taka. Sigurbjöm var dagfarsprúður maður, glaður og þægilegur félagi á vinnustað, þótt nú í seinni tíð væri Ijóst að hann ætti við mikla vanheilsu að stríða, sem hann barð- ist gegn af karlmennsku og þraut- t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐRÚN MATTHÍASDÓTTIR, Maríubakka 26, sem lést í Borgarspítalanum 16. ágúst sl., verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 19. ágúst, kl. 13.30. Matthias Gíslason, Erlen Jónsdóttir, Stella Gréta Gísladóttir,Ta-Lee Thomsen, Gunnar St. Gíslason, Sunna Árnadóttir, Guðrún Kortsdóttir og barnabörn. seigju og vildi ekki láta hlut sinn fyrir. En hann varð að lúta í lægra haldi að lokum, því enginn ræður sínum næturstað. Kallið kom fyrii-varalaust á heim- ili hans eftir ánægjulegan dag með ijölskyldunni. Að lokum vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að njóta félagsskapar slíks samferðarmanns og vinnufélaga í öll þessi ár, eins vil ég þakka honum fyrir þann hlýhug sem börn mín nutu hjá honum sem störfuðu með honum í lengri og skemmri tíma. Fjölskylda mín og samstarfs- menn allir senda eiginkonu, sonum og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Stefán Teitsson. Mig langar að minnast með nokkrum orðum félaga okkar og vinar, sem nú er horfinn yfir móð- una miklu, miklu fyrr en okkur grunaði. Það er alltaf svo þegar ein- hver kveður þennan heim að okkur kemur það á óvart. Ekki af því að við vitum ekki að þessa leið förum við öll, heldur vegna þess að okkur finnst það alltof fljótt. Sigurbjörn eða Silli eins og hann var venjulega nefndur, fæddist vest- ur á Snæfjallaströnd og ólst þar upp til sjö ára aldurs, en fluttist þá hing- að suður á Akranes með fósturfor- eldrum sínum, Elísabetu Hreggviðs- dóttur og Elíasi Borgarssyni, en Elías var móðurbróður hans. Hann fór mjög ungur í fóstur til þeirra því móðir hans lést þegar hann var aðeins rúmlega tveggja ára. Fóstur- foreldrarnir bjuggu þá á Tyrðil- smýri á Snæfjallaströnd en fluttu þaðan 1945 og settust að hér á Akranesi. Þau bjuggu fyrsta árið að Birnhöfða hér í Innri-Akranes- hreppi en fluttu svo að Skagabraut 6, eða Bergi eins og það hús hét. Þar átti Silli svo heima öll sín bernsku- og unglingsár, enda við staðinn kenndur. Hann ólst upp við þann kost sem þá var algengur á venjulegum heimilum. Húsið var lít- ið og ekki mikið um þægindi þau sem nú tíðkast, en hann,hafði þar gott atlæti og leið þar vel. Hann fór ungur að vinna eins og tíðkaðist á þeim árum, og vann m.a. lengi í Alþýðubrauðgerðinni og víðar. Hann nam húsgagnasmíði hjá Benedikt Hermannssyni húsgagna- smíðameistara, sem rak þá verk- stæði í kjallara húss síns að Still- holti 10. Hann kynntist því smíðinni á þeim tíma þegar ekki var krafist eins mikils vélakosts og nú, og hús- næði við slíka iðn þrengri. Hann vann eftir það alla ævi við iðn sína eins og hún hefur þróast á þessum tíma. Frá því að hún skapaði mörg- um mikla atvinnu og til þess sem hún er í dag, þverrandi starfsgrein. Mest af sinni starfsævi, eða í 33 ár, hefur hann starfað hjá Trésmiðj- unni Akri hf., en þar hóf hann störf snemma árs 1961 og hefur starfað með okkur óslitið síðan. Mest við alhliða smíðar en einnig í mörg ár sem afgreiðslumaður í verslun. Þar unnu með honum mörg ungmenni, sem voru að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu. Hann átti gott með að umgangast þau og minnast þau þess ætíð síðan. Silli hafði óslökkvandi áhuga á öllu sem var að gerast í þjóðlífinu. Hann tók virkan þátt í bæjarmálum, var í framboði til bæjarstjórnar og sat lengi í byggingarnefnd. Hann hefur einnig verið slökkviliðsstjóri hér í bæ í mörg ár. Allt þetta hefur honum farnast farsællega úr hendi. Lionshreyfingin hefur einnig notið krafta hans í mörg ár. Þrátt fyrir að öll þessi fólagsstörf hafi fangað hug hans, held ég að hann hafi haft mikinn áhuga á því sem var að gerast í sveitum landsins. Honum var tíðrætt um fæðingarsveit sína, sem nú er óðum að leggjast í eyði, og það mannlíf sem þar var. Hann komst líka í beina snertingu við sveitastörfin, þegar hann heimsótti bræður sína, sem báðir búa í Þing- vallasveit, Ragnar á Brúsastöðum og Jóhann í Mjóanesi. Þar fékk hann útrás fyrir hina miklu starfs- gleði sína, stundum svo að aðgæslu þurfti við vegna sjúkdóms þess er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.