Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 31
hijáði hann og dró hann að lokum
til dauða.
Það fer ekki hjá því, að á svo
mörgum árum, kynnist menn náið.
Og þó menn hittist fyrst og fremst
í vinnunni eru heimilin þeim ekkert
ókunnug. Fylgst er með fjölskyldum
hvers annars, tilurð þeirra, fæðingu
barna og uppvexti þeirra. Okkur er
því vel ljóst hversu Sonja, kona
hans, hefur staðið við hlið hans í
gegnum lífið, stutt hann í mótlæti
og glaðst með honum í meðlæti.
Verið ávallt við hlið hans á hvetju
sem gekk í veikindum hans. Slíkur
ævifélagi er hveijum manni ómet-
anlegur, sem fær að njóta slíks.
Þetta vissi Silli mætavel og hafði
oft orð á.
Við hljótum einnig að taka beinan
og óbeinan þátt í sorgum og gleði
hver annars. í þeirri óendanlegu
atburðarás gleymist kannski að við
erum ekki alltaf jafn ung og í upp-
hafi. Við viljum að allt vari að eilífu
og erum því ekki tilbúin að yfírgefa
þennan vettvang, sem okkur er
kær. Við erum svo upptekin við að
lifa að við hugsum ekki um dauðann
fyrr en við stöndum frammi fyrir
honum, eins og nú þegar einhver
nærri okkur fellur frá. Og þó okkur
mörgum finnist öllu lokið þegar slíkt
gerist, þá er ekki svo. Faðir okkar
, á himnum, sem öllu ræður og við
munum ekki alltaf eftir þegar vel
gengur, hefur ætlað okkur ákveðið
l hlutverk í lífinu. Fæðing okkar er
því engin tilviljun og dauðinn ennþá
síður. Engu er því að fullu lokið þó
okkur finnist það óneitanlega um
stund. Orðstír góðs drengs deyr
aldrei og minning hans lifir um ei-
lífð.
Ég vil að lokum færa allri fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
| kveðjur mínar, fjölskyldu minnar og
allra starfsfélaga hans í gegnum
' árin og bið þeim Guðs blessunar um
) alla framtíð.
Gísli S. Sigurðsson.
>
I
>
)
>
>
t
I
>
>
;
>
Þegar kvaddur er góður félagi
langt um aldur fram, fyllist hugur-
inn söknuði en um leið þakklæti
fyrir það sem hann var samferða-
fólki sínu. Með Sigurbimi Jónssyni
er genginn maður sem gaf um-
hverfi sínu bjartan tón með hispurs-
lausri framkomu, glettni og umfram
allt óeigingirni. Hann kunni svo
sannarlega að gleðjast með glöðum
en hann hafði um leið sterka tilfínn-
ingu fyrir þeim sem minna mega
sín í þjóðfélaginu. Hann vildi allra
götu greiða.
Sigurbjörn lærði ungur hús-
gagnasmíði og vann lengst af hjá
Trésmiðjunni Akri hf. á Akranesi.
Hann var einn af stofnendum Tré-
smíðafélags Akraness og var um
tíma í stjórn. Félagsmál sinnar stétt-
ar lét hann sig miklu varða. Hann
var varaslökkviliðsstjóri árið 1970
og slökkviliðsstjóri árið 1983 og
gegndi því starfi til dauðadags.
Hann gegndi slökkviliðsstjórastarf-
inu af samviskusemi og hafði mikinn
áhuga fyrir ýmsum úrbótum í ör-
yggismálum. Sigurbjörn kom víða
við í félagsmálum á Akranesi.
Ég, sem þessar línur rita, starf-
aði mikið með honum að félagsmál-
um framsóknarmanna á Akranesi.
Við, sem fengum að njóta starfa
hans þar, kynntumst þeim mikla
félagslega þroska sem hann bjó yfir.
Hann gagnrýndi af harðfylgi það
sem honum fannst að mætti betur
eða á annan veg fara og sparaði
þá ekki kraftana við að koma vitinu
fyrir félaga sína. En hann hafði
þann þroska að erfa ekki eitt augna-
blik ágreiningsefni þrátt fyrir gust-
mikil skoðanaskipti. Slíkir félagar
eru gulls ígildi.
Hann var í byggingarnefnd Akra-
neskaupstaðar um margra ára skeið
og formaður hennar um tíma. Gleði
og kapp einkenndu störf Sigurbjörns
þannig að í návist hans var einkar
notalegt að vera. Hann sannaði svo
oft að dropi af sönnum kærleika er
meira virði en hafsjór af vísindum.
Um nokkurra ára skeið hefur
Sigurbjörn átt við vanheilsu að
stríða vegna hjartabilunar. Hann
vissi að brugðið gæti til beggja vona
og tók því af mikilli ró og æðru-
leysi. Hann kvaddi svo síðastliðinn
laugardag þennan heim á heimili
sínu á Skagabrautinni.
Sigurbjörn kvæntist sinni ágætu
konu, Sonju Fredriksen Jónsson, 2.
nóvember 1961. Saman eignuðust
þau þrjá efnilega syni: Hlyn Mána,
starfsmann hjá Járnblendifélaginu
Grundartanga, f. 1962, hann á þijú
börn, kona hans er Petrína Ottesen.
Bjarka, rafvirkja, f. 1967, sambýlis-
kona hans er Érla Bjarnadóttir, og
Leikni, trésmið, f. 1972.
Ég sendi fyrir mína hönd og fé-
laga minna í Framsóknarfélagi
Akraness innilegar samúðarkveðjur
til Sonju og barna hennar. Guð
styrki þau og blessi. Minning um
góðan dreng sem hafði jákvæð áhrif
á samferðafólk sitt mun lifa, bros
hans og spaugsyrði fylgja okkur.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Þegar maður heyrir af andláti
góðs vinar, fínnur maður fyrir þess-
ari tómleikatilfinningu.sem allir vilja
vera án. Spurningar hlaðast upp.
Verður sami ferskleikinn yfir fund-
um sem við sóttum, verður hrein-
skilnin og hressileikinn sem ein-
kenndi Silla til staðar? Komandi
tímar munu svara þvt
Silli á Akri eða Sigurbjörn Jóns-
son eins og hann hét fullu nafni er
látinn. Hnan hafði átt við veikindi
að stríða undanfarin ár sem leiddu
hann til dauða á besta aldri. Kynni
mín af honum segja mér að hann
átti margt eftir ógert.
f gegnum árin hefur Silli reynst
mér góður félagi og vinur. A átt-
unda áratugnum áttu fjölskyldur
okkar ásamt fleirum góðar stundir
í breiðfirskum veiðiám. Enn þann
dag í dag er verið að riija upp
skemmtileg atvik úr veiðiferðunum
og lét Silli sitt ekki eftir liggja að
gera þær skemmtilegar.
Silli var mikill og góður lionsmað-
ur. Hann vildi veg Lionshreyfingar-
innar sem mestan. Það gerði hann
m.a. með því að hvetja menn til að
ganga í lionsklúbbinn hér á Akra-
nesi. Kunningsskapur okkar og
áeggjan hans varð til þess að ég
gekk í Lionsklúbb Akraness og þeg-
ar hann gegndi þar stöðu formanns
var ég ritari hjá honum. Samstarf
okkar var gott, en á það reyndi
verulega vegna veikinda Silla, en
þá sýndi hann að þrátt fyrir alvarleg
veikindi var sami eldmóðurinn í
honum og það stöðvaði hann ekk-
ert. Það var alltaf hægt að leita
ráða hjá Silla.
Samstarf okkar hefur verið hvað
mest í stjórnmálum og sameiginleg-
um hugsjónum. Báðir vorum við
vinstrimenn. Leiðir okkar lágu sam-
an í starfi Framsóknarflokksins á
Akranesi, en þar tilheyrðum við
vinstri kantinum ef hægt er að tala
um vinstri og hægri í pólitík. Hann
var mikilvægur hlekkur í starfi
flokksins og átti sinn þátt í sigur-
göngu hans til bæjarstjórnar 1982
og síðar. í starfi mínu að sveitar-
stjórnarmálum á Akranesi átti ég
oftar en ekki dyggan stuðnings-
mann og ráðgjafa í Silla. Hann var
einn af þessum mönnum sem maður
hlustaði vel á, því hann var hollráð-
ur enda margt af því sem hann
benti á að yrði, varð svo raunveru-
leikinn. Hans er sárt saknað.
Jafn félagslyndur maður og Silli
valdist fljótt til trúnaðarstarfa, bæði
í félagsmálum og fyrir bæjarfélag
sitt sem hann hafði alist upp í og
búið í með sinni ágætu konu, Sonju.
Það yrði langt mál að tíunda öll
þau trúnaðarstörf sem hann hefur
sinnt, en vil ég þó nefna störf í
byggingamefnd Akraness þar sem
hann m.a. gegndi stöðu formanns
og starfi slökkviliðsstjóra hér á
Akranesi.
Þessi fátæklegu orð mín lýsa litl-
um hluta af lífshlaupi Silla, sem
hófst á Árbakka á Snæfjallaströnd,
aðrir eru mér færari um þá hluti.
Sonja mín, þú sem hefur verið
stoð hans og stytta í gegnum árin,
við Rósa, Oli og Ásta biðjum guð
að veita þér, börnunum, tengda- og
barnabörnum þrek og styrk í sorg
ykkar.
Blessuð sé minning Sigurbjörns
Jónssonar.
Andrés Ólafsson.
GUÐBJÖRG ELÍN
G UÐNADÓTTIR
4- Guðbjörg Elín
■ Guðnadóttir
fæddist 22. desem-
ber 1929 að Lamb-
húshóli, Vestur-
Eyjafjöllum. Hún
lést í Borgarspítal-
anum aðfaranótt
10. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðni Hjálmarsson,
látinn 30. ágúst
1969, og Kristbjörg
Sigurðardóttir, lát-
in 8. nóvember
1980. Guðbjörg var
yngst fimm systkina sem eru
Þórður, fæddur 1919, Hjálmr-
ún, fædd 1920, María, fædd
1922, og Magnús, fæddur 1924.
Guðbjörg giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Gesti B.
Magnússyni, 25. desember
1965. Dóttir þeirra er Berglind
Gestsdóttir, fædd 12. ágúst
1966. Útför Guðbjargar Elínar
hefur farið fram í kyrrþey
samkvæmt ósk hinnar látnu.
GÓÐ vinkona mín ti! margra ára,
Guðbjörg Elín Guðnadóttir,
„Bubba“ er látin eftir löng og erf-
ið veikindi. Kynni okkar hófust
fyrir meira en 35 árum. Þá var ég
unglingur en hún ung, nýgift kona.
Við störfuðum saman í lítilli versl-
un við Skólavörðustíg.
Frá byijun tók hún mér ákaflega
vel og stóð heimili þeirra hjóna,
hennar og Gests Magnússonar,
mér ávallt opið. Það var oft gaman
hér á árum áður, þau voru ákaf-
lega gestrisin og mikið gleðinnar
fólk sem hafði gaman af að dansa
og skemmta sér, einkanlega voru
gömlu dansamir í uppáhaldi. Þá
var Gestur oft dansherra okkar
beggja.
Eftir nokkurra ára barnlaust
hjónaband auðnaðist þeim sú ham-
ingja að eignast litla telpu sem
Berglind heitir. Hún hefur verið
sólargeisli foreldranna og fært
þeim ómælda gleði.
Berglind er í sambúð
með Víði Péturssyni
og á hún tvo syni.
Bubba vann á alln-
okkrum stöðum áður
en hún missti heilsuna
fyrir rúmum tíu árum.
Eftir það hafði hún
ávallt mikla löngun til
að geta starfað og lát-
ið gott af sér leiða,
en það gat ekki orðið
sökum heilsuleysis
hennar. Hún fékkst
nú samt svolítið við
sölumennsku á bókum
og blöðum símleiðis. Hún hafði
styrka og fallega rödd sem hafði
góð áhrif á viðmælendur.
Gestur og hún byggðu sér fal-
legt sumarhús undir Valshamri í
Eilífsdal í Kjós. Þar undu þau hag
sínum vel, einkum fann hún þar
frið og hvíld hin síðari ár, eftir að
veikindin ágerðust. Þau hafa rækt-
að með blíðum höndum hrjóskigar
hlíðar svo úr eru gróðarsælar
brekkur.
Foreldrar Bubbu eru bæði látin,
þau hétu Guðni Hjálmarsson og
Kristbjörg Sigurðardóttir. Bubba
var yngst fimm systkina sem öll
lifa hana.
Öll þau ár sem við höfum verið
vinkonur hefur hún fylgst með mér
og fjölskyldu minni og sýnt okkur
ræktarsemi og umhyggju. Vil ég
þakka henni það.
Gesti, eiginmanni hennar, sem
sýnt hefur einstaka mildi og styrk
í veikindum hennar votta ég mína
innilegustu samúð og einnig Berg-
lindi dóttur hennar og fjölskyldu
allri.
Valdís Bjarnadóttir.
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér
hræðstu eigi, Hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin sem þig hingað leiddi
himins til þig aftur ber.
ASTA KRISTIN
DA VÍÐSDÓTTIR
+ Ásta Kristín
Davíðsdóttir
fæddist 1. septem-
ber 1912 að Litlu-
Þúfu í Miklaholts-
hreppi. Hún lést
11. ágúst síðastlið-
inn. Ástp Kristín
fluttist 5 ára að
Þverfelli, Lundar-
reykjadal, með for-
eldrum sínum, Sig-
rúnu Guðmunds-
dóttur og Davíð J.
Björnssyni. Ásta
giftist Pétri G.
Guðmundssyni árið
1940. Pétur var
fæddur að Hjarðardal, Ytri-
Önundarfirði, 16. apríl 1903.
Hann lést 17. júní 1971. Börn
þeirra eru: Sigrún Ásta, gift
Pálma D. Jónssyni, þau eiga
þrjú börn. Anna Sigríður, gift
Guðmundi Gunnarssyni, þau
eiga tvær dætur. Eygerður
Laufey, sem lést 1989, var gift
Benedikt Eiríkssyni, þau eiga
tvö börn. Davíð Yngvi, giftur
Kristjörnu Kristjánsdóttur, þau
eiga tvö börn. Kristín, gift
Hilmari Harðarsyni, þau eiga
þrjú börn. Útför Ástu Kristínar
verður gerð frá Kópavogs-
kirkju í dag.
VIÐ MUNUM minnast ömmu okkar
sem gestrisinnar, glaðrar mann-
eskju. Það eru ófáar stundirnar sem
við höfum skemmt
okkur saman yfir spil-
um, eða spjalli, hlegið
og gantast. Amma
kunni frá mörgu að
segja, kunni ótal ljóð
og kvæði og hafði
gaman af að segja frá.
Æskuárin á Þverfelli
voru henni hugleikin
og ein uppáhaldssagan
okkar var frá því er
hún eitt sinn var send
að sækja hesta upp á
ijall. í stóðið var kom-
inn aðkomuhestur,
fasmikill og var um
sig. Amma hafði gott
lag á hestum og gat náð klámum.
Batt upp í hann spotta, klifraði á
bak og rak stóðið heim. Heim í hlað
kom hún á fangreistum, hágengum
gæðingi. Það kom svo í ljós að hest-
inn átti maður í Reykjavík. Hestur-
inn hafði strokið og þótt hinn ill-
skeyttasti. Amma hafði mikinn
áhuga á hestum og hestamennsku
og var óþreytandi við að hvetja
okkur til dáða á því sviði.
Nýbýlavegur 16 skipar sérstakan
sess í hugum okkar. Þar var ævin-
týraveröld, skápar og skúmaskot að
ógleymdum kjallaranum með sinni
Svörtu kompu, smíðaverkstæði lang-
afa. í þessu húsi ríktu amma og
langamma. Malt og appelsín, sæt-
indi, heimabakað brauð og pönnu-
kökur stóðu okkur alltaf til boða.
Við vorum alltaf velkomin. Það
Drottinn elskar - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kr. Pétursson.)
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast systur minnar Guð-
bjargar Ejjnar Guðnadóttur sem
lést á Borgarspítalanum 10. ágúst
síðastliðinn. Við vitum að með
hveiju árinu sem líður, styttist
okkar jarðneska vist, og nær dreg-
ur kveðjustund. Þó erum við aldrei
viðbúin þegar dauðinn knýr dyra.
Bubba, eins og við kölluðum hana,
gekk ekki heil til skógar síðustu
árin. Þrátt fyrir erfið veikindi átti
þessi kona reisn og styrk sem
sæmt hefði hverri drottningu.
Bubba hefði ekki viljað að menn
legðust í víl sín vegna heldur litið
hlutina björtum augum. Hún hafði
gaman af lífinu, þótt bratt væri
stundum, og hafði gaman af öllum
mannlegu í kringum sig. Á kveðju-
stund koma margar minningar
fram í hugann. Ótal stundir sátum
við öll saman í eldhúsinu og rædd-
um um heima og geima, og var
oft glatt á hjalla. Ymis smáatriði
sem hafa gleymst í dagsins önn
rifjast upp og veita gleði. Þetta eru
kærar endurminningar sem verma
hjartað. En efst í huga mér er
þakklæti fyrir samverustundimar
sem ekki gleymast, hlý orð og ósk-
ir á tímamótum, gamanyrði á
gleðistundum og huggunarorð á
erfiðleikastundum. Það hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með
hvernig Bubba og Gestur stóðu
saman í blíðu og stríðu og studdu
hvort annað á hveiju sem gekk.
Elsku Bubba, við vitum að þú hefð-
ir gjarnan viljað fá að njóta lífsins
lengur, og fá að fylgjast með dótt-
ur þinni Berglindi og litlu ömmu-
börnunum þínum. En Guð einn
ræður. Mikið á ég eftir að sakna
þessarar yndislegu systur minnar
sem var mér svo góð. Elsku Gest-
ur, þótt þú eigir á brattan að sæka
nú um stund, þá veit ég að styrkur
þinn og minning um mæta konu
munu hjálpa þér yfir erfiðasta
hjallann. Við, ástvinir hennar, sam-
einumst í bæn til almáttugs Guðs
um að hann gæti hennar vel og
leiði hana á hinni miklu ferð, á
leið til ljóssins. Því þar á hún
heima.
Blessuð sé minning hennar.
Hjálmrún Guðnadóttir.
breyttist ekkert þótt amma flytti í
Fannborgina. ÖIl höfum við gist hjá
henni og sum hver fengið að búa
þar tímabundið á gelgjuskeiðinu.
Þetta lýsir því kannski best hvernig
amma var. Hún var alitaf tilbúin að
taka við okkur og hlusta. Vinir og
vinkonur voru jafn velkomin og oft
voru fjörugar samræður um lífið og
tilveruna, stjórnmál og dægurmál.
Amma hafði ákveðnar skoðanir á
flestum málum en var mjög opin og
fijálslynd, hneykslaðist aldrei á okk-
ur og var mun nær okkur í skoðun-
um og þessum tíma en foreldrar
okkar að okkar mati. Minningarnar
hrannast upp og lifa með okkur.
Amma trúði á líf eftir dauðann, var
næm og hafði mikinn áhuga á and-
legum málum. Hún las mikið og var
á sérsamningi hjá Bókasafni Kópa-
vogs. Á hveijum jólum var harður >
pakki frá ömmu undir trénu. Undir-
staða bókaeignar okkar allra. Eins
og áður hefur komið fram hafði
amma mikinn áhuga á Ijóðum og
kvæðum og kunni hálfu og heilu
bækurnar utan að. Kastaði oft á
okkur fyrri parti og ætlaðist til að
við botnuðum sem við og gerðum
en með misjöfnum árangri, í sér-
stöku uppáhaldi var þó ljóðið, Ég
leitaði blárra blóma, og viljum við
enda þessa grein á fyrsta erindinu.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
Og ég gat ei handsamað heldur
þá hljóma, sem flögruðu um mig,
því það voni allt saman orðlausir draumar
um ástina, vorið og þig.
(Tómas Guðmundsson.
Með þakklæti og virðingu.
Barnabörnin.