Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS „Góðu börnin“ gleymast alltof oft Frá Sóleyju Guðmundsdóttur: SUNNUDAGINN 7. ágúst síðast- liðinn gerðist það er ég var að fletta Morgunblaðinu að ég rak augun í heldur óskemmtilegt bréf sem hafði verið sent til blaðsins. Fyrirsögnin „Útihátíðir, áfengi og kynlíf unglinga“ vakti óumdeilan- lega mikla forvitni hjá mér þar sem ég er aðeins 19 ára og telst því líklega vera hálfgerður unglingur enn. Eftir því sem leið á bréfið fór heldur að þykkna í mér og þóttu mér nokkuð öfgakenndar flestar þeirra fullyrðinga og alhæfinga sem þar voru settar fram. í bréfinu er því haldið fram að . .. flestar útihátíðir þar sem áfengi er haft um hönd séu einar allsheijar kynlífs- og drykkjuhá- tíðir... Lét bréfritari í það skína að unglingar nú á dögum væru haldnir brókarsótt sem best væri haldið í skefjum með því að banna þeim að fara á útihátíðir og aðrar uppákomur þar sem hægt væri að stunda svall án þess að foreldr- ar eða aðrir forráðamenn gætu haft bæði augu á unglingnum all- ar stundir. Aftar í bréfinu er geng- ið svo langt að fullyrða að Stíga- mótakonur, samtök alnæmissmit- aðra og Landlæknisembættjð hvetji unglinga til þess að lifa kynlífi með smokkagjöfum sínum. Einnig segir að átakshópur á veg- um Landslæknisembættisins „réttlæti lauslæti unglinga“. Hvaðan ert þú, maður minn? Hvaðan fær bréfritari þessar al- hæfingar? Ekki gat ég séð nokk- urs staðar þau rök sem óneitan- lega þurfa að fylgja þess konar staðhæfingum sem settar eru fram þarna. Hefur bréfritari í höndum einhvers konar kannanir eða vís- indalegar rannsóknir sem leiða þetta í ljós? Ef svo er þá þarf hann endilega að birta þær svo að við sem lifum stóðlífi getum fengið að sjá. Ekki eru allir unglingar lauslát- ir frekar en eldra fólk. Það ber aðeins meira á þeim sem eru það. Það drekka ekki allir unglingar og ég þekki fáa sem reykja núorð- ið. Hverslags aðferð er það til þess að hafa stjórn á alnæmi að lifa á myrköldum og útiloka smokkinn? Bréfritari ætti að at- huga það að ef unglingur ákveður að lifa kynlífí þá gerir hann það Gagnasafn Morgimblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi. yfirleitt hvort sem honum er bann- að það eða ekki. Er þá ekki betra að hafa greiðan aðgang að vörnum gegn kynsjúkdómum og koma í veg fyrir ótímabærar þunganir með því að gera smokkinn að- gengilegri? Ég hef ekki hugmynd um hversu gamall bréfritari er en mér þykir líklegt í bréfinu að hann sé orðinn nokkuð gamall. A.m.k. lýsir bréfið eindæma þröngsýnum og íhaldssömum hugsanagangi. Ef eldra fólk er spurt að því hvernig það var að útvega smokk- inn hér fyrir ekki svo mörgum árum, er svarið alltaf það sama. Erfitt. Það reyndi á fólk að fara og kaupa smokkinn vegna þess að svo mikil leynd hvíldi yfir kyn- lífí að í flestum tilvikum var það ekki nefnt í daglegu tali. í dag er það ekkert tiltökumál að fara í apótek og kaupa smokka. Feimn- in er ekki nándar nærri eins mik- il. Og hvers vegna skyldi það nú vera? Jááá, datt mér ekki í hug. Vegna opinna umræðna um kynlíf og aðdáunarverðra framtaka hjá samtökum eins og Stígamótum, Landlæknisembættinu og Samtök- um alnæmissmitaðra. Með þessu er ég alls ekki að réttlæta ferðir unglinga á útihátíð- ir, um þær má lengi deila, en mér hreinlega blöskraði er ég las það sem sett var fram í þessu bréfi. Við unglingar erum orðnir leiðir á því að vera aðalumfjöllunarefnið í fjölmiðlum án þess að fá nokkuð til málanna að leggja. Og svona svívirðingar eru síðasti dropinn. Fræg eru miðbæjarmálin. Úngl- ingar í daga fara niður í bæ, drekka sig fulla, höggva mann og annan og síðan er leið lögð í fanga- geymslur þeirra virðulegu manna í lögreglunni! Þetta er sú mynd sem gefin er af unglingum í fjöl- miðlum. Ekki myndi nokkur annar þjóðfélagshópur sætta sig við slíka meðferð. Það vill oft gleymast að það er aðeins lítið brot af unglingum sem fer í miðbæ Reykjavíkur. Og að- eins lítið brot af þeim unglingum sem fara í miðbæinn lætur eins og villimenn. Margir þeirra er í miðbæinn koma snerta ekki einu sinni áfengi. Ég bið aðeins um það að þeim verði ekki gleymt sem sýna það að unglingar geta verið ábyrgðarfullir líka. Við erum nú einu sinni að verða fullorðið fólk. Því miður er það ansi oft sem „góðu börnin“ gleym- ast og vill það þá verða til þess að við sjáum efni líkt og áðurnefnt bréf á síðum blaðanna. En slíkt er aðeins hægt að skrifa á reikn- ing fávisku og vanþroska. Því segi ég við bréfritara þann sem um er rætt hér að íhuga nú mál sitt betur næst áður en hann setur fram svo leiðinlegar og mis- vísandi staðhæfingar og vona ég að ég hafi gefið honum, og öðrum, eitthvað til að hugsa um. SÓLEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Asparfelli 8, Reykjavík. Gömlu ob nýju dansarnir í kvöld frá kl. 22-3 Hljómsveitin Grái fiðringurinn leikur ásamt harmóníkusnillingnum Reyni Jónassyni Miðaverð kr. 800. Miða- og borðapantanir í símum 87509Ö og 670051. BRÉFRITARI er orðinn leiður á þeirri neikvæðu umfjöllun sem unglingar fá í fjölmiðlum, og segir það fráleitt að allir unglingar fári á útihátíðir eingöngu til að „sukka“ þar á ýmsan hátt. Kraftaverk í Kaplakrika Frá Hafiiða Kristinssyni: FYRIR rúmum fimm árum vor- um við hjónin á ferð um Orlando- borg í Flórída. I starfí okkar á veg- um Fíladelfíusafnaðarins höfum við kynnst mörgum góðum söfnuðum víðs vegar um heiminn. Þessa daga okkar í Orlando bættist enn einn í hópinn. Við höfðum í nokkur ár heyrt talað um ungan mann, sem starfaði í svipuðum dúr og lækningaprédik- arinn þekkti Kathryn Kuhlman, en tvær bóka hennar voru gefnar út hér á landi fyrr á árum. Þessi ungi maður var nefndur Benny Hinn og þótti starf hans afar merkilegt. Við vissum að í Orlando hefí hann stofn- að nýjan söfnuð og þangað streymdi fólk víða að. Þar sem við vorum í nágrenninu ákváðum við að fara á eina samkomu. Þegar við komum að kirkjunni, rétt fyrir áætlaðan samkomutíma á sunnudagskvöldi, voru öll 3.000 sætin þegar upptekin og allmargir stóðu. Það varð því hlutskipti okkar næstu þrjár klukkustundirnar að standa og taka þátt í afar merki- legri samkomu. Þarna ríkti mikil gleði og eftirvænting og mikið var sungið af bæði eldri sálmum og yngri lofgjörðarkórum. Við tókum þátt og fundum okkur vel heima í þessum stóra hópi kristinna systk- ina, sem öll komu saman til að gleðj- ast í sameiginlegri trú og væntu merkilegra hluta af hendi Drottins. Eftir dijúgan samsöng og bænir kom Benny Hinn upp á sviðið og talaði Guðsorð til safnaðarins. Að því loknu fór hann að biðja fyrir sjúkum, beygðum og brotnum. Þeg- ar við lesum Guðspjöllin og Postula- söguna, þá taka frásagnir af krafta- verkum hvers konar stóran hluta af sögunni. Þannig var þessari sam- komu háttað. Það var óumdeilt að margir hlutu lækningu meina sinna, hvort sem þau mein voru andleg, sálarleg eða líkamleg. Um varan- leika þessara lækninga bera vitni fjölda vitnisburða þeirra sem látið hafa rannsaka líðan sína eftir sam- komur þessar og fengið staðfest- ingu á kraftaverki Guðs. Það er nokkuð áberandi á sam- komum þessum að fólk fellur í gólf- ið, að því er virðist fyrir krafti Heilags Anda. Þannig varð þessi samkoma okkur nokkuð framandi á ýmsan hátt. En það kom ekki í veg fyrir að við nytum alls þess góða sem var að gerast. Einnig tókum við eftir hversu lifandi og frjáls prédikarinn var í allri sinni framgöngu. Og þótt við eigum ýnrsu að venjast úr starfi okkar hvítasunnumanna þá var þessi ungi maður með allra frjálsasta móti. En það hindrar okkur ekki í því að sjá undur og tákn eiga sér stað um allan þennan stóra sal. Við fórum af þessari samkomu uppörfuð, fagnandi og óþreytt eftir þriggja klukkustunda stöðu. Við fórurn líka vitandi, að fyrir hvern þann sem hlaut bót meina sinna, fóru álíka margir, eða fleiri, sem enn þurftu að bíða sinnar lækning- ar. Hvenær hún kemur verður stærsta ósvaraða spurningin frá þessum merkilegu dögum okkar í Orlando. En sú spurning sem Guð svaraði okkur á þessari stundu var um raunveruleika kraftaverkanna í dag. Þetta eru ekki hlutir sem ein- göngu voru ætlaðir frumsöfnuði kristinna í árdaga, þetta er hluti af von hins kristna manns í dag. Guð hefur áhuga á allri veru manns- ins, andlegri jafnt sem líkamlegri. Sú von verður ekki frá okkur tekin. Benny Hinn á ættir að rekja til Israels, en þar átti hann heima lengi framan af ævi sinni. Hann fluttist til Kanada ungur maður og síðan til Bandaríkjanna. Hann hefur verið afar eftirsóttur prédikari um allan heim og það var þvi mikið lán að fá hann hingað í boði Omega þó ekki væri nema þetta eina sunnu- dagskvöld í ágústmánuði. Hann mun tala á samkomu í íþróttahúsinu í Kaplakrika sunnudaginn 21. ágúst nk. kl. 20. Þar vona ég að margir landa okkar fái mætt Guði sínum, bæði til anda, sálar og líkama. HAFLIÐI KRISTINSSON, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins, Reykjavík. oi öivaiisviiAaramir föstudags- og laugardagskvöld ásamt Ellen Kristjánsdóttur (laugardagskvöld) Husið verður opið frá kl. 19:00 - 03:00, en eldhusið til kl. 23:00. Borðapantanir í síma 689686.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.