Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 40

Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM JIM Carrey sló í gegn í myndinni Ace Ventura og varla fyndist líf- legri leikari í Hollywood þótt víða væri leitað. ► KJÖRORÐ Jims Carreys í kvik- myndinni „The Mask“, sem er væntanleg hing- að til lands, er „Sssmoookiiinnn“. Það er því dálítið hjákát- legt til þess að hugsa að í annars hlaðinni mynd af tæknibrellum misheppnað- ist atriði þar sem Carrey átti að selja tugi sígarettna I kjaftinn á sér, kveikja á þeim með risastórum kyndli og soga þær allar að sér í einu. Atriðinu var því sleppt og í staðinn sett látbragðsatriði þar sem Carrey leikur reykingar- mann, sem hefur þó enga sígarettu, og blæs frá sér hjartalöguðum reykjarmekki með tilheyrandi ör. Þannig vannst óvæntur sigur í baráttuinni gegn reyk- ingum! Sextán ára toppfyrirsæta FYRIRSÆTAN Bridget Hall hefur náð á toppinn í starfi sínu þrátt fyrir að vera aðeins sextán ára gömul. Hún er afar eftir- sótt á forsíður tískublaða og er utan þess ekki í amalegum vina- hópi. Góðir vinir hennar eru Naomi Campbell, Kate Moss og Johnny Depp. Hún hefur hitt Leonardo DiCaprio mikið upp á síðkastið, en segir sjálf: „Við erum aðeins vinir.“ Hall er af kynslóð sem hefur ekki einu sinni hlotið viðumefni ennþá. Nýverið var hún úti á næturlíf- inu með fyrirsætum á þrítugs- aldri. „Þær töluðu um einhvern strák úr þáttunum „The Partridge Family“,“ segir hún. „Hann á að hafa verið stór- stjama á níunda áratugnum og ég var eins og eitt stórt spum- ingarmerki: Hver var það? Morgunblaðið/Halldór MAGNÚS Sturluson, Ingvar Örn og Hjördís Guðmundsdóttir sungu með Ferguson. F ergnson spilar á Romance Morgunblaðið/Hálldór INGIBJÖRG Haraldsdóttir, Hallfreður Örn Eiríksson, Olga Franz og Valdis Berzins. Kveðskapur Egils á Kjarvalsstöðum SÝNING á kveðskap Egils Skalla- grímssonar var opnuð á Kjarvalsstöð- um miðvikudaginn 10. ágúst. Ljóða- sýningar Kjarvalsstaða, sem era unn- ar í samvinnu við Ríkisútvarpið, Rás 1, hafa verið fastir liðir á dagskrá safnsins síðan 1991. Með þeim hafa opnast nýir mögleikar fyrir íslensk skáld í rými sem áður var helgað myndlist. Jafnframt er sýningunum ætlað að vekja spumingar um stöðu nútímaljóðlistar. Cairey gaf upp reykingar ÁSTRALSKI píanóleikarinn David Ferguson spilar um þessar mundir á veitingahúsinu Cafe Romance. Síðastliðið laugardagskvöld skap- aðist góð stemmning í kringum hann og þá voru meðfylgjandi myndir teknar. Ferguson hefur spil- að með flölda þekktra tónlistar- manna, þ.á.m. Eurovision-stjöm- unni Johnny Logan. DAVE Ferguson leikur af fingrum fram og syngur. HASKOLABIO SfMl 22140 Háskölabíö Tim Robbins, Paul Newman og Jennifer Jason Leigh í nýrri gamanmynd frá bræðrunum Joel og Ethan Coen. Kostuleg mynd tpiTvö föll, einn hring, tvö lúmsk, einn gsandi. Verðlauna- brúðkaups- ferð um Snæfellsnes „ÞEGAR við opnuðum herbergið á Stykkishólmi blasti við okkur glæsi- legur blómvöndur, kampavín og ostar. Ferðin var öll í þessum anda, hreint frábær," sögðu brúðhjónin Sólveig og ívar sem unnu fyrstu ferðina af þremur á Brúðkaupsdög- um Borgarkringlunnar. Hjónin voru dregin út daginn fyrir brúðkaupið og fengu sent gjafabréf á þriggja daga brúð- kaupsferð um Snæfellsnesið. „Þeg- ar komið var með blómvöndinn héldum við að um venjulegan blóm- vönd væri að ræða. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann innihélt þessa ferð. Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið því við höfðum ekki hugmynd um hvernig við kom- umst í þennan pott. Það var þá ein frænkan sem hafði skráð okkur í leikinn. Hún á hvert bein í okkur eftir þetta.“ SÓLVEIG og Ivar nutu útiverunnar á Snæfellsnesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.