Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.08.1994, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ■ PÉTUR Guðmundsson sigraði í kúluvarpi á Evrópumóti lögreglu- manna í ftjálsíþróttum sem hófst í London i gær. Hann varpaði kúlunni 19,80 metra. Pétur er eini íslenski keppandinn á mótinu. ■ GUÐMUNDUR Torfason skor- aði fyrir nýja liðið sitt, Doncaster Rovers, í 1. umferð deildarbikarsins í Englandi sl. þriðjudagskvöld. Doncaster mætti þá Wrexham í fyrri leik liðanna og mátti sætta sig við 2:4 tap á heimavelli. ■ JENNY Thompson sigraði í tveimur greinum, 100 m flugsundi og 100 m skriðsundi, á bandaríska meistaramótinu í sundi í gær. Sigur hennar þarf ekki að koma á óvart nema fyrir þær sakir að hún synti handleggsbrotin. Vinstri handleggur hennar var pinnaður saman með sjö nöglum. Hún synti 100 metra flug- sund á 1.00,34 mín. og hafði aðeins getað æft flugsund í tvær vikur fyr- ir mótið vegna handleggsbrotsins. ■ LASSE Viren frá Finnlandi, sem varð fjórfaldur Olympíumeistari, hefur í hyggju að selja verðlaunapen- -ingana sína. „Ef ég fæ eina milljón marka (13 milljónir króna) fyrir hvern þeirra, er ég tilbúinn að láta þá,“ sagði Lasse Viren í viðtali við finnska blaðið lltalehti. Viren varð þjóðhetja er hann varð Olympíu- meistari í 5.000 og 10.000 metra hlaupi bæði á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 og í Montreal 1976. „Verðlaunapeningar hafa ekkert gildi fyrir mig. Það skiptir ekki máli hvort þeir eru í mínum hirslum eða einhvers annars,“ sagði hlauparinn. ■ SIDNEY Lowe, þjálfari Min- * riesota Timberwolves sem leikur í NBA-deildinni í körfuknattleik, var rekinn frá félaginu í gær. Liðinu gekk illa á síðasta keppnistímabili, tapaði 62 leikjum af 82. Lowe tók við liðinu í janúar í fyrra af Jimmy Rodgers. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Jean-Pierra Papin meiddist í leik með Bayern Mtinchen í bikarkeppn- inni um síðustu helgi, og lék því ekki með Frökkum vináttulandsleik- inn gegn Tékkum í fyrrakvöld. Hann gæti einnig misst af fyrsta leik Bay- ern í þýsku úrvalsdeildinni á sunnu- daginn gegn Þórði Guðjónssyni og félögum í Bochum. Leiðrétting Rangiega var sagt í blaðinu í gær í umfjöll- un um helgargoifmót að Opna Búnaðar- bankamótið á Bakkakotsvelli væri háfor- gjafarmót. Mótið er lágforgjafarmót og leið- réttist það hér með. HJOLREIÐAR Reuter Aðeins sex kfló! SPÁNVERJINN Miguel Indurain heldur hér á hjóli sem sérstaklega var hannað fyrir hann. Hann hefur í hyggju aö reyna við heimsmetið í því að hjóla í klukkustund, en þá er mælt hvursu langt menn komast á einni klukkustund. Hjólið var sérstaklega hannað handa honum vegna þessara fyrirætl- ana, og vegur það aðeins sex kíló. Indurain, sem nýlega sigraðl í Frakklandskeppnlnni í hjólreið- um, ætlar að reyna við metið í september, líklega í frönsku borginni Bourdeaux. Handknattleiksþjálfari Handknattleiksdeild Vals óskar eftir íþrótta- menntuðum þjálfara fyrir 6. - 7. flokk karla og 6. flokk kvenna. Upplýsingar í síma 1 21 87. Stórleikur á Skaganum ÍA — VALUR laugardaginn 20. ágúst kl. 14.00 Munið tilboð Skaaamanna Ferð með Akraborg og miði á völlinn á aðeins 1500 krónur. Frá Reykjavík kl. 12.30 - frá Akranesi kl. 17.00 Skagamenn - gulir og glaðir KAPPAKSTUR Schumacher á sigurbraut ÞJÓÐVERJINN Michaei Schumacher vann ungverska kappaksturinn á sunnudaginn á Benetton Ford. Benetton lið- ið hefur staðið í ströngu að ^ undanförnu, Schumacher fékk fyrir skömmu tveggja móta keppnisbann, sem hann hefur enn ekki tekið út vegna áfrýj- unnar. Síðan kviknaði í Benet- ton bíl Jos Verstappen á við- gerðarsvæði f sfðustu keppni. Loks var Benetton liðið sakað um að nota ólöglegan búnað f bfl Schumacher, allt frá upp- hafi tímabilsins. Allt þetta umstang hefur sett aukið álag á Schumacher, sem lét þó ekki bugast um helgina, þrátt fyrir ágang fjölmiðla síðustu vikur. Hann náði forystu í fyrstu beygju í ungverska kappakstrinum, sem fór fram skammt frá Buda- pest. Bretinn Damon Hill, sem veit- ir honum mesta keppni að stigum til heimsmeistara fylgdi Schumac- her lengi vel, en varð á endanum 20 sekúndum á eftir honum. Eknir voru 76 hringir, tæplega 300 km. Sigurvegari síðasta móts, Austur- ríkismaðurinn Gerhard Berger á Ferrari varð að hætta keppni þegar aðeins þremur hringjum var ólokið. Enn sárari voru lokin hjá Bretanum Martin Brundle, bíll hans bilaði í síðasta hring og hann féll úr þriðja í fjórða sæti á McLaren Peugeot. Jean Alesi á Ferrari féll enn úr keppni, nú í 58 hring, en skömmu síðar ók Bretinn David Coulthard á Williams útaf og á vegg. Hann slapp þó ómeiddur, en sæti hans í liðinu þykir nú í tvísýnna lagi fyrir næsta keppnistímabil. ÚRSLIT Skotland Bikarkeppnin, önnur umferð: Ayr-Celtic..........................0:1 Dumbarton - Hearts..................0:4 Falkirk - Montrose..................1:1 ■Falkirk vann 5:4 í vítaspyrnukepþni Greenock Morton - Airdrieonians.....1:1 ■Airdrieonians vann 5:3 i vítaspyrnu- keppni Motherwell - Clydebank..............3:1 Partick - Brechin...................5:0 St. Mirren - Dundee United..........0:1 Aberdeen - Stranraer................1:0 Arbroath - Rangers..................1:6 Dundee - Caledonian.................3:0 Dunfermline - Meadowbank............4:1 Hamilton - Clyde....................5:0 Kilmarnock - East Fife..............4:1 Queen of the South - Hibemian.......0:3 Ross County - Raith.................0:5 Stirling - St Johnstone.............0:2 England Deildarbikarinn, fyrri leikur í 1. umferð: Barnet - Leyton Orient.............4:0 Biackpool - Chesterfield...........1:2 Boumemouth - Northampton...........2:0 Bradford - Grimsby.................2:1 Burnley-York.......................1:0 Bury - Hartlepool..................2:0 Cardiff - Torquay..................1:0 Colchester - Brentford.............0:2 Crewe - Wigan......................2:1 Gillingham - Reading...............0:1 Hereford - WBA.....................0:0 Hull - Scarborough.................2:1 Lincoln - Chester..................2:0 Luton-Fulham.......................1:1 Oxford - Peterborough..............3:1 Rochdale - Mansfield.........*......1:2 Rotherham - Carlisle...............1:0 Scunthorpe - Huddersfield..........2:1 Shrewsbury - Birmingham............2:1 Southend - Watford.................0:0 Walsall - Plymouth.................4:0 Brighton - Wycombe.................2:1 Bristol Rovers - Port Vale.........1:3 Darlington - Barnsley..............2:2 Exeter - Swansea...................2:2 Portsmouth - Cambridge.............2:0 Preston - Stockport................1:1 FÉLAGSLÍF Handboltaskóli Gróttu Vikuna 22. - 26. ágúst gengst handknatt- leiksdeild Gróttu fyrir handboltaskóla fyrir böm 6 ára og eldri i íþróttahúsinu á Sel- tjarnamesi. Innritun og nánari upplýsingar í Gróttuherberginu i dag, föstudaginn 19. ágúst, kl. 17 - 19 og laugardaginn 20. ágúst frá kl. 10 - 12 í síma 611133. Námskeið fyrir hávaxna körfuknattleiksmenn Dagana 22.-23. ágúst er fyrirhugað að halda námskeið fyrir hávaxna körfuknatt- leiksmenn á vegum KKÍ. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu Austurbergi í Reykja- vík. Vátryggingafélagið Skandia gefur öll- um þátttakendum bol með merki félagsins og slagorði æfingabúðanna „Ört vaxandi". Leiðbeinendur verða Axel Nikulásson og Hörður Gauti Gunnarsson. Nánari upplýs- ingar á skrifstofu KKÍ í síma 685949 (Axel). Körfuboltaskóli Þórs Körfuboltaskóli Þórs verður á Akureyri vik- una 22. til 26. ágúst, og er hann ætlaður stelpum og strákum á aldrinum 7 til 14 ára. Umsjónarmaður er Hrannar Hólm, en auk hans munu þjálfarar og leikmenn Þórs sjá um þjálfun. Skráning og upplýsingar í síma 96-11061. Körfuboltaskóli ÍBK Vikuna 22. til 26. ágúst verður körfuknatt- leiksdeild ÍBK með körfuknattleiksskóla fyrir krakka á aldrinum 6-17 ára. Við þennan skóla munu starfa Anthony Bowie íeikmaður með NBA-liðinu Orlando Magic og Otis Smith, fyrrverandi leikmaður með Orlando. Einnig Davíð Grissom, Lenear Burns, Jón Kr. Gislason og Sigurður Ingi- mundarson. Innritun fer fram í íþróttahúsi Keflavíkur. Handboltaskóli Stjörnunnar Dagana 22. til 31. ágúst verður handbolta- skóli Stjörnunnar í íþróttahúsinu Ásgarði i Garðabæ. Leiðheinendur verða Anna Mar- grét Guðjónsdóttir, Guðný Gunnsteinsdóttir og Gunnar Erlingsson. Innritun í síma 651940 milli kl. 13 og 15 laugardaginn 20. ágúst og sunnudaginn 21. ágúst. Handboltaskóli HK Verður dagana 22. ágúst til 29. ágúst í íþróttahúsinu Digranesi. Hann er fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Umsjón hefur Ein- ar Þorvarðarson. Skráning í símum 45617 og 44572. ■ GOLF Þorkell Snorri í sjöunda sæti Þorkell Snorri Sigurðsson, kylf- ingur úr GR, varð í sjöunda sæti á Doug Sanders golfmótinu sem fram fór í Aberdeen í Skot- landi og lauk í fyrradag. Leiknar voru 72 holur og spilaði Snorri hringina á 68, 74, 77 og 80 högg- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.