Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 45

Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 45 . ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Geir leikur með Val Barátta bæði innan brautar sem utan HUNDRAÐ metra hlaupið á al- þjóðlegu stigamóti í frjálsum íþróttum íZurich á miðviku- dagskvöldið, var heldur betur dramatískt, og ekki minnkaði dramatíkin þegar af regnvotri hlaupabrautinni var komið. Lin- ford Christie sigraði nokkuð óvænt, en eftir hlaupið lenti tveimur af hlaupurunum saman og urðu úr því blóðug slagsmál. Allir fremstu spretthlauparar heimsins í dag voru mættir til leiks, og áttu flestir von á því að keppnin um sigurinn yrði á milli heimsmethafans Leroy Burrels og landa hans Dennis Mitchell. Bretinn Linford Christie, sem átt hefur í meiðslum lengi vel í sumar, sigraði hins vegar með það miklum mun að undrun sætti, kom í mark á 10,05 sekúndum en Jon Drummond frá Bandaríkjunum varð annar á 10,15 sekúndum. Christie var fagnað gríð- arlega af áhorfendum á vellinum og áhorfendur hrópuðu og sungu nafn hans allt hvað af tók. Dennis Mitc- hell varð fjórði, sekúndubroti á eftir Nígeríumanninum Olapade Adeni- ken, en þeir félagarnir áttu eftir að mætast aftur síðar um nóttina. Heimsmethafinn Leroy Burrell varð í sjöunda sæti, og landi hans Carl Lewis fékk í magann rétt fyrir hlaupið og keppti því ekki. Eins og áður sagði hélt dramatík- in áfram eftir hlaupið. Dennis Mitc- hell og Olapade Adeniken, sem urðu í þriðja og fjórða sæti, hittust á hótelinu þar sem íþróttamennirnir dvöldust kl. tvö um nóttina, og eftir stuttar samræður brutust út blóðug slagsmál á milli þeirra. Þau enduðu með því að öryggisvörður náði að skilja þá að, en læknir fylgdi Adeni- ken í hótelherbergi og saumaði hann saman skurð sem myndast hafði fyrir ofan augun. Ástæðan fyrir slagsmálunum er ekki ljós, en pressan á Dennis Mitc- hell var mikil fyrir hlaupið. Mótið í Ziirich var eitt af gullmótunum fjór- um, en nái íþróttamaður að sigra í sinni grein á þeim öllum, hlýtur hann í verðlaun gullstöng sem vegur 21 kíló, en andvirði hennar er 17 millj- ónir króna. Mitchell missti í gær af þessum möguleika er hann varð í fjórða sæti. Fjórir íþróttamenn eiga möguleika á því að krækja í gull- stöng, en tvö mót eru eftir, í Bruss- el og Berlín. Þorsteinn hættir sem formaður ÞORSTEINN Ásgeirsson, sem verið hefur formaður Skotsambands íslands sl. 15 ár, sagði af sér for- mennsku á síðasta stjórnarfundi STÍ 9. ágúst. Rafn Halldórsson, varafor- maður, tekur við for- mennskunni þar til stjórn STÍ hefur ákveðið annað. Þorsteinn sagðist ekki fara frá í neinu fússi, en vonaði að afsögn sín væri til góðs fyrir skothreyfinguna, sem mundi þá eflast og styrkjast. „Styrkur íþróttarinnar á að Iiggja í sam- heldni liðsmanna skothreyfing- arinnar, skotfélaganna og Skot- sambandsins. En þessu er ekki fyrir að fara hjá skotmönnum. Eins vantar vilja í hreyfinguna," sagði Þorsteinn. Hann viðurkenndi að ágrein- ingur milli hans og Skotfélags Reykjavíkur um framkvæmd skotkeppninnar á Smáþjóðaleik- unum, sem verða á Íslandi árið 1997, hafi verið það sem hafi fyllt mælinn. „Ég tel að undir- búningur fyrir Smáþjóðaleik- anna séu ekki í réttum farvegi. Eins og málin standa í dag sé ég ekki fram á það að skot- keppni verði á Smáþjóðaleikun- um hér á landi eftir þrú ár. Það má þá mikið breytast," sagði Þorsteinn. íkvöld Knattspyrna kl. 18.30 2. deild karla: Selfossvöllur: Selfoss - Þróttur R. Akureyrarvöllur: KA - Þróttur N. Kópavogsvöllur: HK - Leiftur ÍR-völlur: ÍR - Fylkir 4. deild: Gróttuv.: Grótta - Ökkli Leiknisvöllur: Leiknir - Smástund Ámrannsv.: Ánnann - G. Grindav. Njarðvíkurvöllur: Njarðvík - Léttir Grenivik: Magni - HSÞ-b Blönduós: Hvöt - SM ■Leikurinn hefst kl. 19. Handknattleikur Æfingamót HSÍ í Digranesi FH-U-21................kl. 19.30 Stjarnan - Haukar......kl. 21.00 Frá Bob Hennessy í Englandi ■ TREVOR Francis fram- kvæmdastjóri Sheffield Wed- nesday hefur keypt varnarmanninn Ian Nolan frá Tranmer Rovers, fyrir 160 millljónir króna. H PAJJL Cook miðjumaður hjá Wolverhamton hefur verið seldur til Coventrj' fyrir 64 milljónir. Mick Harford sóknarmaðurinn gamalreyndi sem er 35 ára gamall, er hins vegar farin frá Coventry og kom- inn í herbúðir Wimbledon, fyrir 5,3 milljónir. ■ PHIL Neál framkvæmdastjóri Coventry hefur náð í gamlan fé- laga sinn frá Liverpool. Gary Gil- lespie, sem lék með Live’rpool í sjö ár, verður hjá Coventry í einn mánuð til reynslu, en hann leikur með Glasgow Celtic. ■ MANCHESTER City hefur leigjt Alan Kernaghan til Bolton í ár. Kernaghan, sem er 26 ára gamall og var í írska landsliðshópnu í HM, var keyptur frá Middlesbro- ugh fyrir 10 mánuðum síðan fyrir 182 milljónir króna, en hefur alls ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. M WEST Ham seldi í gær Joey Beauchamp til Swindon fyrir 86 milljónir króna, en fékk í staðinn Adrian Whitbread. Aðeins eru tveir mánuðir síðan Beauchamp fór frá Oxford til West Ham fyrir 107 milljónir króna, en hann lýsti því yfir daginn eftir að hann gekk til liðs við West Ham að hann væri með heimþrá og vildi fara frá félag- inu. ■ TYRKNESKA liðið Galatas- aray hefur verið sett í eins leiks bann á heimavelli í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu. Bannið helgast af því að stuðningsmenn liðsins hentu hlutum í báða línuverðina á leik liðsins gegn Avenir Beggen frá Lúxemborg í undankeppni Evr- ópukeppni meistaraliða á dögunum. ■ GALATASARAY er nær ör- uggt með að komast áfram en liðið sigraði 5:1 í leiknum. Þó verður það að leika heimaleikinn í minnst 300 km ljarlægð frá Istanbul. ■ CLAUDIO Caniggia, argent- ínski landsliðsmaðurinn, hefur gengið til liðs við portúgalska liðið Benfica. Talið er að Benfica hafi greitt á milli 260 til 300 milljónir fyrir kappann, sem lék síðast með ítalska liðinu AS Roma. Sætti sig ekki við tilboð spænska liðsins Alzira og leikur því með sínum gömlu félögum á ný GEIR Sveinsson landsliðsmað- ur í handknattleik hefur ákveð- ið að leika með íslands- og bik- armeisturum Vals næsta vetur. Geir, sem lék með spænska lið- inu Alzira sl. vetur, kom heim frá Spáni um síðustu helgi eftir viðræður við félagið. „Eftir að hafa skoðað málið rækilega var Ijóst að dæmið gekk ekki upp, hvorki hjá Alzira né gamla fé- laginu mínu þarna úti. Þvf ákvað ég að leika heima ívet- ur, og því er ekki að neita að landsliðið og heimsmeistara- keppnin réðu þarna nokkru um,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður hvers vegna samn- ingar hefðu ekki tekist milli hans og forsvarsmanna Alzira sagði Geir að í fyrsta lagi hefði liðið boð- ið honum kauplækkun. „í öðru lagi er mikill leikmannaflótti frá félag- inu og í þriðja og síðasta lagi þá gátu þeir ekki gefið nægilega góða tryggingu fyrir því sem þó var í boði,“ sagði Geir. Geir sagði að Valsliðið væri sterkt og baráttan um stöðu í liðinu væri hörð. „Ætli það séu ekki fjór- ir línumenn hjá félaginu nú þegar og fjórir til fimm um nær allar stöð- ur sem í boði eru. Barátta um stöð- ur er af hinu góða og ég ætti að vera í góðum málum þar.“ Aðspurð- ur hvers vegna Valur hefði orðið fyrir valinu sagði Geir að úr nógu hefði verið að velja fyrir hann hér heima og tilboðin mörg, „en heima er best.“ Hann sagði að í dag væri staðan hjá sér sú að ferill hans sem atvinnumaður erlendis væri búinn, en þó væri aldrei að vita hvað gerð- ist, til að mynda eftir heimsmeist- arakeppnina. Valsmenn halda á sunnudaginn til Bandaríkjanna þar sem þeir munu leika fímm leiki gegn banda- ríska landsliðinu. FRJALSIÞROTTIR Geir Sveinsson er kominn heim aftur í herbúðir Vals. BYKO-MOTIÐ Veröur haldiö á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunudaginn 21. ágúst. Vegleg verðlaun,- bæði með og án forgjafar, auka annara verðlauna. Skráning í síma 41000 og á mótsstað. Komið og spilið á hinum nýja og glæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir MEI£TARASAMBAND HUSASMIÐA BYKO SKOTFIMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.