Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 19.08.1994, Síða 48
MewU£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fengur, skip Þróunarsamvinnustofnunar, í stórræðum á Flórídasundi Fann kúb- ~ verska flóttamenn áfleka FENGUR RE, skip Þróunarsam- vinnustofnunar, sigldi nýverið fram á fleka með sex kúbverska flóttamenn innanborðs á Flórída- sundi um 20 sjómílur vestur af Havana. Að sögn Ingu Fanneyjar Egilsdóttur, stýrimanns, höfðu flóttamennirnir sem allir voru — tiarlmenn verið á reki í fimm daga. Hún segir að flekinn hafi verið úr sex bambusprikum og þremur uppblásnum hjólbarða- slöngum. Inga segir að sexmenn- ingarnir hafi verið nokkuð þrek- aðir án þess þó að vera að niður- lotum komnir. Áhöfnin á Fengi færði þeim mat og drykk. „Þeir voru vatnslausir og urðu mjög fegnir þegar við gáfum þeim að borða.“ Hún segir að þeir hafi verið í skjóllitlum fötum og því <. „ bæði illa í stakk búnir til að vera í mikilli sól og miklu vatnsveðri. Að sögn Ingu sást hvergi til lands auk þess sem sjólag mun oft vera mikið á þessum slóðum. „Þetta er eins og að vera á blöðru á miðjum Faxaflóa!" Tóku þá ekki um borð Fengur er á heimleið frá Panama eftir að hafa starfað í þágu þróunarsamvinnu í tvö ár. Skipið siglir undir íslenskum fána og átti því erfitt um vik að taka flóttamennina um borð að sögn Ingu. Hefði það verið gert hefði væntanlega þurft að flytja þá til íslands. „Við ætluðum ekki ""íið taka þá um borð nema í ítrustu neyð þannig að við létum banda- rísku strandgæsluna strax vita. Hún kom eftir átta klukkutíma þrátt fyrir að hafa sagst ætla að vera komin eftir tvo.“ Áhöfnin á Fengi hélt flóttamönnunum við efnið á meðan. Að sögn Ingu var spáð slæmu veðri um kvöldið og Morgunblaðið/Inga Fanney Egilsdóttir fór það hríðversnandi þegar þyrla bandaríska sjóhersins kom loks á vettvang og hífði mennina um borð. „Við vorum farin að íhuga hvort við ættum að taka þá um borð enda var mikið hvass- viðri komið strax klukkutíma sið- ar.“ Konur og börn líka Inga segir að fleiri flekar hafi verið á reki á sundinu á sama tíma og þess vegna hafi strand- gæslan tafist. Hún segir að Feng- ur hafi verið fyrstur til að til- kynna um rekald þennan daginn en skömmu síðar hafi áhöfnin fengið veður af fleirum. „Manni þótti það nógu hrikalegt að sjá karlmenn í þessu ástandi en við heyrðum í talstöðinni að á öðrum flekum væru konur og börn.“ Að sögn Ingu fórst fyrir nokkru á þessum slóðum áþekkur fleki og komst þá einungis eitt barn lífs af. Hún heyrði í útvarpinu á Flórída að bandaríska strand- gæslan væri búin að hirða upp sex þúsund kúbverska flótta- menn á þennan hátt það sem af er árinu. Þeir munu vera fluttir í flóttamannabúðir á Flórída. LÍU hvatt tilaðkalla skipúr Smugimni ARVEID Veek, framkvæmdastjóri samtaka norskra útvegsmanna, sneri sér í gær til framkvæmda- stjóra LÍÚ til að koma á framfæri þeirri skoðun að brýnt væri að koma á samningaviðræðum í deilu íslend- inga og Norðmanna um fiskveiði- réttindi í Barenteshafi. Arveid Veek sagði í samtali við Morgunblaðið eina skilyrðið sem íslendingar þyrftu að uppfylla til að samninga- viðræður geti hafist sé að kalla skip sín úr Smugunni. Sveinn Hjörtur Hjartarson, starf- andi framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði í samtali við Morgunblaðið að LIÚ fagnaði því að fram væri kominn vilji af hálfu Norðmanna til að ná samkomulagi, ekki síst þar sem frumkvæði kæmi úr röðum norskra útvegsmanna. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um líkur á því að ís- lenskir útvegsmenn kalli skip sín úr Smugunni en sagði að mál þetta yrði rætt á stjórnarfundi LÍÚ næst- komandi miðvikudag. Ekki í valdi íslenskra stjórnvalda Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði við Morgunblaðið að það gæti ekki verið í valdi ís- lenskra stjórnvalda að kalla skip heim þar sem þau hefðu ekki yfir því að segja hvar skip stunduðu veiðar utan íslenskrar lögsögu. Arveid Veek sagði að engir skildu betur vandamál íslenskrar útgerðar en norskir útgerðarmenn, sem á árum áður hafi staðið frammi fyrir aflaleysi og rekstrarerfiðleikum. ■ Fiskveiðideilan/6-7 Samkeppnisráð óskar eftir rannsókn á bensínverðshækkuninni Verðlagsákvæði á bensín koma til álita SAMKEPPNISRÁÐ telur ýmislegt benda til þess að olíufélögin hafi haft •ólöglegt samráð um tveggja króna hækkun á bensíni sem tók gildi í gær. I bókun sem samþykkt var á fundi ráðsins í gær segir að til álita komi að taka verðlagningu bensíns undir verðlagsákvæði á ný. Var Samkeppnis- stofnun falið að afla gagna til að kanna hvort ástæða sé til íhlutunar. Forráðamenn olíufélaganna þeirra segja að hækkunarþörf allra félag- anna hafi ótvírætt verið fyrir hendi og þegar eitt félagið hafi látið til skarar skríða hafi hin fylgt á eftir. Þannig hafi bensínverð hækkað um 35 dollara tonnið á Rotterdam- markaði frá því um mánaðamótin apríl/maí. Verðhækkunin þýðir um 300 milljóna króna útgjaldaaukn- ingu fyrir bíleigendur á ári. Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði legið fyrir þegar verðlagning á bensíni var gefin ftjáls að hér væri um fákeppnismarkað að ræða. Til lengri tíma litið gæti því ekki verið mikill munur á milli fyrirtækjanna í verðlagningu. „Það hefur hins vegar gerst nær undantekningar- laust að verð á bensíni hefur hækk- að samtímis hjá öllum félögunum. Það gefur vísbendingu um að um samráð geti verið að ræða.“ Neyðarúræði „Við gerum okkur grein fyrir því að það ríkir mikil samkeppni milli félaganna um aðra þætti en verðið. Þau virðast ekki sjá sér hag í því að keppa í verði vegna fákeppninn- ar á markaðnum. Samkeppnisstofn- un mun athuga hvort það sé tilefni til íhlutunar en það yrði neyðarúr- ræði ef grípa þyrfti til slíkra ráð- stafana." ■ Olíufélagið átti... /14 Hekla þenst út HEKLA er að bólgna út. Þetta var upplýst, þegar jarðskjálftahrinan við Hveragerði hófst fyrir nokkrum vikum. Virkni við Hveragerði hefur fylgt Heklugosum, eftir gosið 1981 kom skjálftahrina þar og meðan á gosinu 1991 stóð og eftir það urðu jarðskjálftar við Hveragerði. Það er vel þekkt að eldfjöli þenj- ist út áður en þau gjósa og hafa menn besta reynslu af því af Kröflugosum hérlendis. Gerðar voru mælingar fyrir nokkrum vik- um á Hektu sem ekki hefur veriý unnið úr enn og því of snemmt að segja til um hvort breytingarnar á fjallinu séu undanfari eldgoss. Þó er vitað að Hekla þandist út áður en hún gaus 1981 og 1991. . Morgunblaðið/Sverrir V atnabuffall á Álftanesi STÆÐILEGUR vatnabuffall mót- aður í steinsteypu hefur vakið at- hygli íbúa í nágrenni við Austur- tún á Álftanesi upp á síðkastið. Heiðurinn af listaverkinu á tæ- lenskur maður, Som Sawangjait- ham, sem er staddur hér á landi til að heimsækja dóttur sína og tengdason. Að sögn tengdasonar- ins, Boga Jónssonar, er vatnabuf- fall tákn styrkleika á Tælandi. Hann segir að Som sitji sjaldan auðum höndum og þvi hafi þetta verið tilvalið verkefni í sumarleyf- inu. Að steypunni undanskilinni hafði listamaðurinn einungis net- grindur og pappahólka sér til fulltingis við gerð verksins. Á myndinni eru Som Sawangja- itham og kona hans frú Thongbai Sawangjaitham frá Nakhon Pat- hom í Tælandi. Buffallinn heitir „Kadingthong", sem þýðir gull- bjalla. Herra Sawangjaitham ger- ir gjarnan slík listaverk, þegar hann kemur í heimsókn til ætt- ingja sinna, fremur en skrifa í gestabók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.