Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 1

Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 1
64 SÍÐUR B 201. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reynt að ná málamiðlun á mannfjöldaráðstefnu í Kaíró Brundtland ver rétt- inn til fóstureyðinga Kaíró. Reuter, TThe Daily Telegraph. HOSNI Mubarak Egyptalandsforseti og fleiri ræðumenn á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Kaíró um offjölgun og fátækt hvöttu í gær til þess að málamiðlun yrði fundin í deilum um orðalag skýrslu samtakanna. Fulltrú- ar Páfagarðs og leiðtogar heittrúaðra múslima eru andvígir því sem þeir telja vera hvatningu til þess að fóstureyðingar verði leyfðar og jafnvel notaðar til að sporna við offjölgun. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, var harðorð í ávarpi sínu er hún fjallaði um ásakanirnar og sagðist alls ekki skilja hvernig hægt væri að túlka orðin „heilsugæsla við fæðingar“ með þessum hætti. Hópur ráðstefnugesta fagnaði ákaft gagnrýni norska forsætisráð- herrans en öðrum líkaði miður. „Siðgæði verður að hræsni ef það merkir ... að fólk sætti sig við að mæður deyi vegna þungunar sem þær hafa ekki óskað eftir, ólöglegar fóstureyðingar og óvelkomin börn sem lifa i eymd,“ sagði Brundtland. Hún sagði alla viðurkenna að þar sem ólöglegar fóstureyðingar væru framkvæmdar væri lífí og heilbrigði kvenna oft stefnt í voða. „Það minnsta sem hægt er að gera er að bregðast við þessum veruleika með því að gera fóstureyðingar lög- legar.“ Áhersla á forvarnir Mikil áhersla er lögð á forvarnir i skýrslunni og bent á að aukin menntun kvenna geti skipt sköpum í baráttu gegn offjölgun. Benazir Bhutto, forseti Pakistans, sagði að koma yrði í veg fyrir að almenning- ur um allan heim liti á niðurstöður ráðstefnunnar sem skipanir um að fólk yrði að sætta sig við „framhjá- hald, fóstureyðingar, kynfræðslu" og annað sem gæti stangast á við trú og siðareglur í löndunum. Joaquin Navarro-Valls, fulltrúi Páfagarðs, taldi að tillögur nokk- urra Evrópusambandsríkja um orðalagsbreytingar gætu nægt til að kaþólska kirkjan léti af andstöðu sinni við skýrsluna. Páfagarður hefur á fyrri ráðstefnum SÞ um mannfjöldavandann neitað að styðja lokayfirlýsingar þar sem mælt var með getnaðarvörnum. Navarro-Valls vísaði því á bug að kirkjan hefði gert bandalag við múslima gegn fóstureyðingum. ■ Deilt um ráð við offjölgun/16 Reuter MÚSLIMAKONUR í Karachi í Pakistan, klæddar blæjum, mót- mæla mannfjöldaráðstefnunni sem hafin er í Kaíró. Nokkrir leiðtogar múslimaríkja hættu við að sækja ráðstefnuna vegna harðrar andstöðu heittrúarmúslima. Færeyjar Rætt við jafnað- armenn Þórshöfn. Morgunblaðið. SAMBANDSFLOKKURINN í Fær- eyjum hóf í gær stjórnarmyndunar- viðræður við jafnaðarmenn eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum hans við Fólkaflokkinn, Kristilega fólka- flokkinn og Miðflokkinn um helgina. Flokkarnir fjórir höfðu undirritað samning um stjórnarsamstarf en viðræður þeirra sigldu í strand vegna ágreinings um skiptingu embætta. Sambandsflokkurinn vonast nú til að geta myndað stjórn með Jafnaðarflokknum, Verka- mannafylkingunni og einum af smá- flokkunum. Reuter Hrösull siða- meistari Mannskæðir bar- dagar í Tsjetsjníu Rússar með viðbúnað til að hindra að átökin breiðist út Moskvu. Rcuter, The Daily Telegraph. SVEITIR hollar Dzhokhar Dúdajev, leiðtoga Tsjetsjníu, náðu í gær á sitt vald höfuðstöðvum stríðsherrans Rúslans Labazanovs. Er þetta talið mikið áfall fyrir uppreisnarmenn í héraðinu sem njóta stuðnings rúss- nesku stjórnarinnar. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði, að hersveitum í héruðum, sem liggja að Tsjetsjníu, hefði verið skip- að í viðbragðsstöðu til að koma í veg fyrir, að átökin breiddust út yfír landamærin. Tsjetsjnía er hluti af Rússlandi en mjög ófriðlegt hefur verið þar síðan ráðamenn lýstu yfir sjálfstæði 1991. Gratsjov sagði, að rússnesku hersveitirnar hefðu meðal annars strangt eftirlit með ferðum manna til og frá héraðinu. Rússneskar fréttastofur segja, að mikið mannfall hafi orðið í átökunum um bækistöð liðsmanna Labazanovs, bæinn Argun, sem er 15 km fyrir austan höfuðborgina, Grozny. Rúsl- an Labazanov er 27 ára að aldri og hefur margsinnis komist í kast við lögin, en nýtur mikilla vinsælda í héraðinu. Hann er sagður Hrói Hött- ur tsjetsjena, rænir hina ríku til að hjálpa fátæklingum. Moskvustjórnin hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við stjórnarand- stæðinginn Umar Avturkhanov en það þykir flækja nokkuð málin, að Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins og svar- inn fjandmaður Borís Jeltsíns for- seta, hefur gert það einnig. Talið er, að hann vilji nota sér ástandið í heimahéraði sínu til að tryggja end- urkomu sína í rússnesk stjórnmál. JÓHANN Karl Spánarkonung- ur, Sofía drottning og Mario Soares, forseti Portúgals, horfa á siðameistara sem missti fótanna við komu þeirra til Setubal í Portúgal í gær. Þar var þess minnst við hátíð- lega athöfn að 500 ár eru Iiðin frá því Tordesillas-sáttmáli Portúgala og Spánverja var undirritaður. Sáttmálinn kvað á um skiptingu nýlendusvæða milli þjóðanna, þannig að Afr- íka og Indland skyldu koma í hlut Portúgala en Ameríka yrði spænskt yfirráðasvæði, að Brasilíu undanskilinni. írak Stærsta moskan í sögunni Bagdad. Reutcr. ÍRASKIR verkfræðingar, sem starfa undir beinni stjórn Saddams Husseins íraksfor- seta, hafa lokið við hönnun á mosku sem ráðgert er að reisa í miðborg Bagdad. Þeir segja að þetta verði stærsta moskan í sögu múslima. Bygging moskunnar hefst bráðlega og undir hana verður lagt svæði sem er 1.800 metra langt og 700 metra breitt. Ennfremur á að reisa átta bænaturna og hvelfingu sem verður 150 metra há og 180 metra breið. Sjónvarpið í írak sýndi myndir af Saddam Hussein að skoða líkan af moskunni ásamt háttsettum embættismönnum, sem lögðu til að byggingin yrði nefnd „Hin mikla moska Saddams“. 70.000 manna bænasvæði Búin verður til risastór tjörn við moskuna og grafinn skurð- ur til að veita vatni í hana úr Tigris-fljóti. Gert er ráð fyrir að 5.000 manns komist í bænaturnana og að bæna- svæðið, innan- og utandyra, rúmi 70.000 manns. Þrátt fyrir viðskiptabann á írak hafa þarlend stjórnvöld ráðist í miklar framkvæmdir að undanförnu, meðal annars reist Saddams-turninn, sem er sagður sá stærsti í Miðaustur- löndum, og smíðað Bagdad- klukkuna, en hringing hennar heyrist í fimm km fjarlægð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.