Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skinog skúrir í skákinni ÍSLENDINGAR eru í 15. sæti á ólympíuskákmóti 16 ára og yngri, eftir fjórar umferðir, en Rússar eru efstir með 13'A vinning. í gær tefldu íslendingar við Ungveija og töpuðu með l'/j vinningi gegn 2'/z. Matthías Kjeld vann sína skák og Bragi Þor- finnsson náði jafntefli. í þriðju umferð ólympíuskákmóts- ins, sem haldið er á Möltu, gerðu íslendingar jafntefli við Indverja. Bragi og Jón Viktor unnu sínar skák- ir, en Amar Gunnarsson og Matthías töpuðu. Eftir umferðina voru Islend- ingar í 11. sæti, en að lokinni fjórðu umferð færðust þeir niður um fjögur sæti. í fyrstu umferð Heimsmeistara- móts skákmanna 20 ára og yngri í Parana í Brasiiíu sigraði Helgi Áss Grétarsson heimamanninn Cukier í 29 leikjum. í annarri umferð tapaði Helgi hins vegar fyrir alþjóðameist- aranum Al-Modiaki frá Quatar. Keppendur á mótinu eru 92, 52 í drengjafloklri og 40 í stúlknaflokki. Tefldar verða 13 skákir. -----» ♦♦----- Geir Haarde stefnirá 3. sæti GEIR H. Haarde, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokks, hefur ákveðið að stefna á 3. sæti lista sjálfstæðis- manna í Reykjavík í prófkjöri flokks- ins 28. og 29. október fyrir þingkosn- ingar í vor. Geir sagði að eftir auglýsingu um framboð í Morgunblaðinu um helgina hafí sér ekki fundist eftir neinu að bíða. Hann hafi kallað saman hóp stuðningsmanna sinna og tiikynnt þeirh ákvörðun sína. Sem þingflokks- formaður sagðist hann telja eðlilegt að stefna á 3. sæti. Geir var í 7. sæti á lista flokksins við síðustu Alþingis- kosningar og Bjöm Bjamason í 3. sæti. Peningaþvætti Morgunblaðið/Sverrir 30 tónleikar á djasshátíð RÚREK djasshátíðin hófst á sunnudag. Alls verða 30 tón- leikar á meðan á hátíðinni stendur, 4.-10. september. Bandaríski tónlistar- maðurinn David Byrne lék fyrir fullu Háskólabíói í gær- kvöldi. Aheyrendur tóku Byrne og hljómsveit hans vel, en uppselt var nokkru fyrir tónleikana. Byrne held- ur aðra hljómleika í Háskóla- bíói I kvöld, en hyggst skoða sig um hér á landi næstu daga. Sérstakur gestur hátíðar- innar er Daninn Niels-Henn- ing 0rsted Pedersen, sem nú sækir ísland heim í níunda sinn. Hann hefur leikið á yfír 500 hljómplötum. Með Niels- Henning á myndinni að neð- an er píanistinn í tríói hans, Ole Koch Hansen. Morgunblaðið/Þorkell Þrjú kynferðis- afbrot um helgina LÖGREGLAN í Reykjavík hafði um helgina afskipti af þremur kyn- ferðisafbrotamálum, einni nauðg- un og tveimur nauðgunartilraun- um. 19 ára stúlka kærði 26 ára gamlan mann fyrir nauðgun í íbúð- arhúsi í Breiðholti um klukkan fimm á sunnudagsmorgun. Þar hafði staðið yfir samkvæmi sem maðurinn kom óboðinn í. Konan var sofandi í einu her- bergi íbúðarinnar og kærði mann- inn fyrir að hafa nauðgað sér sof- andi. Hann var handtekinn á staðn- um og yfirheyrður á sunnudag en hefur ekki játað sakargiftir. 19 ára stúlka kærði ókunnan mann fyrir nauðgunartilraun að- faranótt laugardags. Maðurinn hafði veist að henni í miðbænum en með mótspymu hafði henni tek- ist að komast undan og hringja á lögreglu. Árásarmaðurinn er ófundinn. Þá kom lögregla að þar sem rúmlega 20 ára maður hafði ráðist að 16 ára stúlku við bflastæði Alþingis. Stúlkan var með áverka og skemmd föt og var flutt á neyðarmóttöku Borgarspít- alans en maðurinn var yfirheyrður hjá RLR. Stúlkan hafði hins vegar ekki lagt fram kæru vegna atburð- arins í gærmorgun. Jafnaðarmamiafélagið úr Alþýðuflokknum AÐALFUNDUR Jafnaðarmannafélags íslands samþykkti í gærkvöldi að segja félagið úr Alþýðuflokknum. Tillagan var samþykkt með 24 atkvæðum, 11 voru á móti og einn seðill var auður. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem segir: „Aðalfundur Jafnaðarmannafélags íslands hafnar inngönguskilyrðum Al- þýðuflokksins og lýsir því yfir taf- arlausri úrsögn Jafnaðarmannafé- lags íslands úr Alþýðuflokknum. Aðalfundur Jafnaðarmannafé- lags íslands harmar það jafnframt að sú staða skuli vera komin upp að félagið sjái sig tilneytt til við- skilnaðar við Alþýðuflokkinn, sök- um stefnu hans og starfshátta. Aðalfundur Jafnaðarmannafé- lags íslands lýsir því yfir að það muni starfa sem sjálfstætt félag, að framgangi jafnaðarstefnunnar og samfylkingu jafnaðarmanna. Félagið mun á næstu vikum ákveða á opnúm félagsfundi með hvaða hætti það verður best gert. Aðalfundurinn felur því mál- efnahópum félagsins að hefja nú þegar málefnastarf og undirbúning að stefnumótun, sem lögð verði fyrir þann fund.“ er ekkí talið vera alvarlegt vandamál hér á landi Ungfrú Norðurlönd Úrslitin komu mér gjörsam- lega á óvart „ÞEGAR TEKIÐ er þátt í svona keppni er auðvitað alltaf til sá möguleiki að vinna. En auðvitað ger- ir enginn ráð fyrir því og úrslitin komu mér gjörsam- lega á óvart,“ sagði Birna Bragadóttir, nýkjörin ungfrú Norð- urlönd, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Keppninni var Kunn tilvik tengjast helst fíkniefnamálum íslensk stjórnvöld hvött til að grípa til harðra fyrirbyggjandi aðgerða PENINGAÞVÆTTI hér á landi er einna helst talið eiga sér stað í tengslum við fíkniefnaviðskipti en ljóst þykir að ísland er ekki mikil- væg alþjóðleg miðstöð fyrir pen- ingaþvætti. Enn hefur ekkert sér- stakt peningaþvættismál komið til rannsóknar hjá lögreglu hér á landi þótt upplýst hafi verið um ákveðin tilvik þar sem peningaþvætti hafi átt sér stað í tengslum við fíkniefna- viðskipti. íslensk stjórhvöld eru þó hvött til að grípa til eins harðra aðgerða og mögulegt til að koma í veg fyrir að hér skapist jarðvegur fyrir slíka glæpi. Þegar hafa verið sett lög til að hindra peningaþvætti hér á landi og frekari löggjöf er í undirbúningi. Sendinefnd frá FATF, sem er starfshópur laustengdur Efnahags- og framfarastofnum Evrópu, OECD, var hér á landi í sumar til að gera úttekt á íslensku skipulagi gegn peningaþvætti. En peninga- þvætti er hverskyns meðferð á eign- um eða peningum sem eru til komn- ir vegna afbrota í þeim tilgangi að leyna ólögmætum uppruna eignr anna eða peninganna. Talið er að um 50 þúsund milljarðar króna, eða 50 billjónir, hafi verið þvegnir á síðasta ári í heiminum. Þar af teng- ist helmingurinn ólöglegum fíkni- efnaviðskiptum en afgangurinn annarskonar skipulagðri glæpa- starfsemi og hryðjuverkastarfsemi. FATF hefur skrifað skýrslu um ástandið í aðildarlöndunum, þar á meðal íslandi, en hún hefur ekki verið gerð opinber. Delwyn Griff- iths, sem var í áðumefndri sendi- nefnd, sagði við Morgunblaðið að skýrslan yrði rædd á fundi í næstu viku í París. Hætta fyrir hendi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur rannsókn á nokkr- um fíkniefnamálum leitt í ljós að peningaþvætti hefur átt sér stað. Islensk stjómvöld óttast, að fíkni- efnamarkaðurinn hérlendis muni stækka áður en Iangt um líður og það hafi í för með sér víðtækari skipulagða glæpastarfsemi en nú þekkist. Grifflths sagði við Morgun- blaðið, að ljóst væri að ísland væri ekki mikilvæg peningaþvættismið- stöð. Þó fylgdi augljóslega eitthvað peningaþvætti fíkniefnaviðskiptum á íslandi eins og í öðrum ríkjum. „Það er hætta fyrir hendi í öllum löndum með þróaðan peningamark- að, að þar sé stundað alþjóðlegt peningaþvætti. Og þegar lönd grípa til harðari aðgerða gegn peninga- þvætti en áður er hætta fyrir hendi að þeir sem peningaþvættið stunda þar flytji starfsemi sína til landa sem ekki hafa bmgðist eins fljótt við þessu vandamáli. Þvi hvetjum við öll lönd, sem hafa þróað pen- ingakerfí að grípa til aðgerða gegn peningaþvætti hvort sem þau eiga við þetta vandamál að stríða eða ekki,“ sagði Griffíth. Hann sagði að algengasta að- ferðin við alþjóðlegt peningaþvætti væri að opna bankareikninga í öðr- um löndum í nafni erlendra gervi- fyrirtækja sem væru aðeins fram- hlið til að fela þá sem raunverulega stunda peningaþvættið. Á síðasta ári voru sett lög um aðgerðir gegn peningaþvætti þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að bankastarfsmönnum sé veitt sér- stök þjálfun til að greina þau við- skipti þar sem um peningaþvætti geti verið að ræða og að greitt verði fyrir rannsókn slíkra mála. Þá munu íslensk stjórnvöld undirbúa að staðfesta Vínarsamninginn svo- nefnda sem er alþjóðlegur samning- ur gegn fíkniefnaviðskiptum og peningaþvætti í tengslum við þau. sjónvarpað frá bænum Ko- upyo í Finnlandi á laugar- dag. Liðlega 42% áhorfenda völdu Unni Guðnýju Gunn- arsdóttur, hinn íslenska keppendann, uppáhalds- stúlkuna. Birna hefur stundað fyrirsætustörf síðan hún var sextán ára, m.a. í Mílanó, Vín og Japan, og sagðist eiginlega vera búin að fá nóg af slíku. Hins veg- ar kæmi til greina að stunda fyrirsætustörf með fram- haldsnámi erlendis. Birna, sem varð önnur í Fegurðar- samkeppni íslands 1994, býr á Álftanesi og lýkur námi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar næsta vetur. Birna, sem er 19 ára, sagði að dvölin í Finn- Iandi hefði verið býsna erfið. Unnur Guðný, 18 ára, sagði að í keppninni hefði hún verið spurð um framtíð- aráform sín. „Ég sagði þeim að ég væri að hefja nám á ferðamálabraut og mig lang- aði til að starfa við ferða- þjónustu í framtíðinni. Jafn- framt að ég hefði áhuga á fjöhniðlafræði. Síðan sagði ég, svona til að láta fólk brosa aðeins, að mig langaði til að eignast mörg börn, fullt af hundum, verða feit og blómleg húsmóðir," sagði Unnur Guðný. Hún varð í þriðja sæti í Fegurðarsam- keppni íslands 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.