Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 9

Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 9 FRETTIR Sjálfstætt norrænt skólasetur opnað Franskir, stakir ullarjakkar. Verö frá kr. 17.300,- TESS yNDt'Kt, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 » i i NORRÆNT skólasetur var form- lega opnað á Hvalfjarðarströnd á laugardag. Þar er risin glæsileg nýbygging eftir Gest Olafsson arkitekt, sem rúmar 90 gesti í fjögurra manna svefnherbergjum. Er þetta menningarsetur risið, fullbúið og tekið til starfa aðeins tveimur og hálfu ári eftir að fyrstu hugmyndir komu fram og níu mánuðum eftir að bygging hófst. Luku allir ræðumenn upp einum munni um að framgangur málsins væri næstum kraftaverk og lýsti kjarki og bjartsýni, ekki síst fyrir það að þar hafa engin opinber framlög komið til. Menningarsetr- ið er framtak almenningshlutafé- lags. Sigurlín Sveinbjarnardóttir, fyrrum námsstjóri í dönsku og starfsmaður hjá Norrænu félögun- um, átti hugmyndina, frumkvæðið og framtakið, að því er fram kom og hún er framkvæmdastjóri set- ursins. Norrænu fánarnir blöktu við nýja rauðmálaða menningarsetrið í lyng- og birkihlíðinni ofan við Saurbæ við vígsluhátíðina, sem haldin var að viðstöddum forseta íslands Vigdísi Finnbogadóttur og fjölda gesta. M.a. voru þar fyrstu nemarnir, 30 nemendur úr 7. og 8. bekk grunnskólans á Patreks- firði og 16 frá Hellu. En húsið verður nýtt fyrir námskeiðahald af ýmsu tagi og fundahöld, en fyrst og fremst er skólasetrið fyr- ir norræn ungmenni, sem sækja í viku í senn menntun og fræðslu og er mikil áhersla lögð á umhverf- isfræðslu, kynningu á landi og þjóð og menningamál. Hluthafar eru einstaklingar, fyrirtæki og flest sveitarfélög á Vesturlandi, um 70 aðilar. Vestnorræni lána- sjóðurinn kom til aðstoðar og veitti framkvæmdalán. En reksturinn á Músikleikfimin hefst mánudaginn 19. september. Góð alhliða hreyfing fyrir konur á öllum aldri sem miðar að bættu þoli, styrk og liðleika. Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer framí íþróttahúsi Melaskóla. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022 eftir kl. 16.00 alla daga. Morgunblaðið/Davíð SR. JÓN Einarsson í Saurbæ og hreppstjóri Hvalfjarðar- strandarhrepps og framkvæmdastjórinn Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir fyrir utan Norræna skólasetrið. að standa undir sér og mun gera það með gegnumstreymi skv. 10 ára áætlun. Guðmundur Eiríksson afhenti Sigurlín Sveinbjamardóttur bygg- inguna fyrir hönd verktakanna Trésmiðjunnar Borg og Hafnar- kletta í Borgarnesi. Jóhannes Ingi- bergsson hafði umsjón með bygg- ingarframkvæmdum og m.a. hefur alúð verið lögð í að vemda gróður- inn. Sr. Jón Einarsson í. Saurbæ flutti bæn. Sýslumaður Borgfirð- inga Stefán Skarphéðinsson opnaði formlega stofnunina og óskaði henni heilla. Ingibjörg Pálmadóttir flutti kveðju alþingismanna Vest- urlands, sem hún sagði að ekki yrði sagt að hefðu mulið undir þetta starf. Daninn Klaus Slaven- sky talaði fyrir hönd Mannréttinda- samtaka Norðurlanda, sem ættu eftir að njóta þess sem þama er boðið fram. Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi flutti kveðju Reykja- víkurborgar og að lokum færði sr. Jón Einarsson menningarsetrinu málverk úr Borgarfirði eftir Pál Guðmundsson frá hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps með þeim orðum að hreppurinn fagnaði því að fá þetta Norræna menning- arsetur. En sr. Jón hafði frá því það var fyrst kynnt fyrir honum lagt málinu það lið sem hann mátti. Á milli léku Snorri Bjöm Snorrason og Camilla Söderberg nokkur verk á flautu og píanó. Hreinsaðu líkama þinn af orkustíflum og uppsöfnuðum eiturefnum og styrktu ónæmiskerfið í öflugu sogæða- nuddi. Sellonudd, mataræðisráðgjöf, Candita kúr, vöðvaþjálfun og fitubrennsla á læri, maga, upphandleggi, andlit innifalið. Bætt heilsa - unglegra útlit. Heilunarnudd við verkjum í fótum, baki, herðum og höfði. Góður árangur eftir slys. Akupunktameðferð á andlit, herðar, höfuð og í eyrun við reykingum, offitu og taugaspennu. Kr. 2.000 klst. Norðurljósin - Heilsustúdíó, Laugarásvegi 27, sími 36677. isuzu Rotíeo ameríkuútgáfa, árg. 1991 ■v. Nýtt útbob spariskírteina ríkissjóbs fer fram mibvikudaginn 7. september Á morgun kl. 14:00 fer fram nýtt útboð á spariskírteinum ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin, verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: Flökkúr Lánstími Gjalddagi l.fl.D 1994 l.fl.D 1994 5 ár 10. feb. 1999 10 ár 10. apr. 2004 Þessir flokkar veröa skráðir á Verðbréfa- þingi Islands og verður Seðlabanki Islands viðskiptavaki þeirra. Spariskírteinin verða seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á aö gera tilboð í spari- skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskírteinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00, miðvikudaginn 7. september. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. með öllu. Grænsanseraður, ekirtn 60 þúsund km. Geislaspilari, sóllúga, samlæsingar, 4ra þrepa sjálfskiptíng, rafdrifnar rúður. Bfll f toppstandi. Skipti möguieg á ódýrari bfl, góð greiðslukjör. Uppl. veitir Amar Sölvason í síma 683884 og 683886. #EVO-STIK Aferðarfallegt og þægilegt spartl sem tryggir góðan grunn. ÁRVfK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI687295

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.