Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Tveir nýir bátar
Næg vinna
í Grýtu-
bakkahreppi
Grýtubakka -Um helgina kom
annar af tveimur krókaleyfisbát-
um sem smíðaðir hafa verið á síð-
ustu mánuðum fyrir einstaklinga
í Grýtubakkahreppi. Það er tæp-
lega 6 tonn trilla, Skei 80, sem
smíðuð var fyrir Þórð Ólafsson en
fyrir nokkrum vikum kom einnig
tæpiega 6 tonn trilla, Víkingur
800, sem Heiðar Baldvinsson á.
Bátar þessir verða gerðir út á
línu og væntanlega einnig á net
frá Grenivík. Annar er búinn beit-
ingastokk þannig að línan er beitt
um leið og lagt er og mun hann
landa á Hauganesi. Hinn nýtir sér
hefðbundna beitingu í landi og
mun landa afla sínum hjá frysti-
húsi staðarins.
Vantar starfsfólk
Útibú Útgerðarfélags Akur-
eyringa á Grenivík hefur tekið á
leigu þá beitingaraðstöðu sem
Kaldbakur hf. hafði og verður hún
leigð þeim bátum sem leggja munu
upp iínufisk hjá fyrirtækinu. Næg
atvinna hefur verið hjá frystihúsi
útibúsins við pökkun og snyrtingu
og hefur verið auglýst eftir starfs-
fólki eftir að skólafólk sneri sér
til náms. Væntanlega mun fólki
verða fjölgað við aðgerð á línufiski
og klippingu hausa þegar lengra
líður fram á haustið.
Hráefni frá ÚA
Hráefni til vinnslunnar á Greni-
vik hefur nánast alfarið verið miðl-
að frá höfðstöðvum Útgerðar-
félagsins á Akureyri eftir að
vinnsla hófst að nýju í frystihúsinu
í sumar eftir gjaldþrot Kaldbaks.
Fjölmennt í afmæli Brekku
HRÍSEYINGAR fjölmenntu í 10
ára afmæli veitingahússins
Brekku sem haldið var um
helgina og var mikið um dýrðir
í tilefni af tímamótunum.
„Þetta tókst mjög vel og allir
eru ánægðir," sagði Steinunn
Siguijónsdóttir sem ásamt eig-
inmanni sínum Smára Thorar-
ensen hefur rekið veitingahúsið
frá upphafi. í fyrstu tóku önnur
hjón einnig þátt í rekstrinum
en hin síðari ár hafa þau Smári
og Steinunn rekið veitingastað-
inn. Um eitt hundrað manns
nutu veitinga út við á laug-
ardagskvöld og um 50 manns
snæddu innandyra. „Þetta voru
aðallega íbúar héðan úr eynni
og við erum ljómandi ánægð
með viðtökurnar," sagði Stein-
unn. Brekka er opin daglega
yfir sumarmánuðina frá kl. 10
til 11 og er búist við að húsið
verði opið fram til 1. október.
Lokað er yfir veturinn en stað-
arhaldarar tilbúnir að opna
salinn geri gestir boð á undan
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
sér tímanlega. „Það hefur
gengið vel í sumar, ferðamenn-
irnir koma um leið og sólin fer
að skína.“
Asparkon-
ur selja
plastpoka
SALA á heimilispokum, sem er
aðalfjáröflunarverkefni Lions-
klúbbsins Aspar, stendur yfir dag-
ana 6. til 13. september, en allur
ágóði sölunnar rennur til líknar-
mála. Klúbburinn hefur m.a. styrkt
með tækjakaupum fæðingar-, svæf-
ingar- og speglunardeildir FSA,
Heilsugæslustöðina á Akureyri,
Rannsóknarlögregluna á Akureyri
og Endurhæfingardeildina á Krist-
nesi en nú í ár rennur hagnaðurinn
af sölunni til kaupa á sundlaug fyr-
ir Endurhæfíngarstöðina á Krist-
nesi. Lionskonur vænta þess að
bæjarbúar taka vel á móti þeim, svo
sem þeir hafa gert fram til þessa,
en verð pokanna er hið sama og
verið hefur undanfarin ár.
-----♦ ♦ ♦---
Forstöðumaður
atvinnumálaskrifstofu
Níu umsóknir
NÍU umsóknir bárust um stöðu for-
stöðumanns atvinnumálaskrifstofu.
Þeir sem sóttu um eru Ármann
Sverrisson, Ásbjörn Dagbjartsson,
Elín Antonsdóttir, Frímann Frí-
mannsson, Guðrún Gísladóttir,
Hallgrímur Guðmundsson og Svava
Theodórsdóttir, en tveir umsækj-
enda óskuðu nafnleyndar. Umsókn-
ir voru lagðar fram til kynningar á
fundi atvinnumálanefndar í fyrri
viku. í málefnasamningi Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks, sem eru
í meirihluta í bæjarstjórn Akur-
eyrar, er gert ráð fyrir stofnun
slíkrar skrifstofu, en fram til þessa
hefur verið starfandi starfsmaður
hjá atvinnumálanefnd.
LEIKMANNASKOLIÞJOÐKIRKJUNNAR
FRÆÐÐSL UDEILD KIRKJUNNAR
GUÐFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
Vetrarnámskeið
Haustönn 1994
Námsefni:
Þjónusta leikmannsins í kirkjunni
Kennari: Halla Jónsdóttir, sagnfræðingur.
Tími: Miðvikud. 14.-21. sept. kl. 20-22.
Inngangsfræði Gamla testamentsins
Kennari: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson.
Tími: Miðvikudag 28 sept-12 okt.
kl.20-22.
Inngangsfræði Nýja testamentsins
Kennari: Gunnar Jóh. Gunnarsson.
Tími: Miövikud.19. okt.-2. nóv. kl. 20-22.
Trúfræði
Kennari: Dr. Einar Sigurbjörnsson.
Tími: Miðvikud. 9.-30. nóv. kl. 20-22.
Vorönn 1995
Námsefni:
Helgisiðir og táknmál kirkjunnar
Kennari: Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Tími: Miðvikud. 11. jan.-1. feb. kl. 20-22.
Kirkjusaga
Kennari: Dr. Hjalti Hugason.
Tími: Miðvikud. 8. feb.-1.mars kl.20-22.
Siðfræði
Kennari: Dr. Björn Björnsson.
Tími: Miðvikud. 8.-29. mars kl. 20-22.
Sálgæsla
Kennari: Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Tími: Laugard. 1. apríl kl. 10-16.
Haustönn 1994
Námsefni:
Kvennaguðfræði
Kennari: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Tími: Mánud. 10.-31. okt. kl. 20-22.
Hugmyndir um Jesú frá Nasaret
í nútímanum
Kennari: Dr. Sigurjón Á. Eyjólfsson.
Tími: Mánud. 7.-28. nóv. k. 20-22.
Styttri námskeið
Vorönn 1995
Námsefni:
Leiðsögn við lestur Bibiíunnar
Kennari: Sr. Sigurður Pálsson.
Tími: Þriðjud. 10.-31. jan. kl. 20-22.
Kirkjudeíldafræði —
íslenskar kirkjur og trúfélög.
Kennari: Dr. Pétur Pétursson.
Tími: Þriðjud. 7.-28. feb. kl. 20-22.
Upplýsingar og innritun á Biskupsstofu,
Suðurgötu 22, 150 Reykjavík
símar 91-621500/12445.
Útgefendur Árbókar Akureyrar
Sitjum ekki þegjandi
undir ósannindum
VEGNA ummæla forráðamanna POB er birtust
fimmtudaginn 1. september síðastliðinn
eyrar 1993 taka eftirfarandi fram:
„1. Forráðamenn POB segjast
hafa bent, okkur á ófullkomna
skönnun Árbókarinnar „þegar við
upphaf prentvinnslu bókarinnar".
Þetta er að vísu rétt en þeir láta
hins vegar ógetið að í kjölfar þess-
ara athugasemda voru allar mynd-
ir í bókinni - hver og ein einasta
- skannaðar inn á nýjan leik. Við
þá vinnu gerðu forráðamenn enga
athugsemd.
2. Kröfur okkar á hendur POB
eru grundvallaðar á fleiri en einni
ástæðu, sem allar ættu að vera
stjórnendum fyrirtækisins vel ljós-
ar. Vegna grófra og ítrekaðra
ásakana þeirra á hendur Prent-
smiðjunni Petit, er sá um umbrot
Árbókarinnar og skönnun mynda,
skal hér nefnd ein þessara.
ástæðna. í þessu þófi um Árbókina
sem staðið hefur í allt sumar, hafa
TöMax
opotald
lnnbyggð, utanáliggjandi, PCMCIA
M kr. 10.000,-
^BOÐEIND-
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
v___________________y
í Morgunblaðinu
vilja útgefendur Árbókar Akur-
eigendur Petit lagt fram sannanir
fyrir máli sínu, (nefnilega að hér
sé ekki við skönnunina að sakast)
sem að minnsta kosti í augum leik-
manna eru mjög sannfærandi. Og
það sem meira er, forráðamenn
POB hafa heldur ekki átt nein
svör við þeim. Þeir hafa einfald-
lega kosið að ýta rökstuðningi eig-
enda prentsmiðjunnar Petit til
hliðar með þeim orðum einum að
þetta væri samt skönnuninni að
kenna.
I lokin viljum við útgefendur
Árbókar Akureyrar 1993 taka
fram að þessi „fjölmiðlaleikur“ er
okkur mjög á móti skapi. í um-
ræðu um þetta leiðindamál höfum
við reynt að gæta ítrustu varkárni
og ekki verið með neinar ásakanir
á opinberum vettvangi um ástæð-
ur þess að Árbókinni er áfátt.
Undir „hálfsannindum“ og ósann-
indum verður þó ekki setið þegj-
andi og það vita allir að Árbókin
er prentuð í POB og því hljótum
við að snúa okkur þangað með
ágreiningsmál sem þetta. Ein-
hveija ábyrgð hljóta þó stjórnend-
ur hennar að bera á verkum sínum.
Úr þessu verður þó ekki skorið
hér á síðum Morgunblaðsins og
munum við leita réttar okkar eftir
öðrum leiðum og ekki hirða frekar
um „fjölmiðlaleik“ manna er velja
rök eftir geðþótta."
1
I
@
i
ú.
i
€
v