Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 13
A VEIÐUM ISMUGUNIMI
Morgunblaðið/Erlingur Björnsson
ÍSLENSKIR togarar hafa oft veitt vel í Smugunni. Myndin var tekin um borð i Hágangi I þegar hann
var að veiðum á svæðinu.
Sjóli veiddi íslenska
kvótann sinn á viku
Mikið meira að gera
hjá Smugulæknin-
um en búist var við
„ÞAÐ HEFUR verið ævintýraleg
veiði héma,“ sagði Guðmundur Kjal-
ar Jónsson skipstjóri á frystitogaran-
um Sjóla frá Hafnarfirði. Skipið er
búið að vera í Smugunni frá 17.
ágúst og í hörkufiskiríi frá 23. Nú
eru komin 200 tonn af þorskflökum
í lest, sem er litlu minna en heildar-
þorskkvóti skipsins í íslensku físk-
veiðilandhelginni. Skipið veiddi 500
tonn af þorski á tveimur vikum í
Smugunni, en þorskkvóti þess heima
er aðeins um 250 tonn.
Sjóli fékk tæplega 50 tonn í flot-
trollið eftir aðeins 4Ó mínútna tog á
sunnudag. „Þetta var allt of mikið
en ég réði bara ekki við það,“ sagði
Guðmundur þegar blaðamaður
skrapp um borð til hans. Skipið var
þá á reki á meðan verið var að vinna
úr stóra halinu.
Höldum honum á norsku
línunni
Fyrstu dagana eftir að Sjóli kom
í Smuguna var kropp í botntroll, en
flottrollsævintýrið hófst 23. ágúst.
Síðan hefur verið linnulaus vinnsla í
Sjóla og veiðin takmarkast við
vinnslugetuna, sem er 15-20 tonn
af flökum á sólarhring sem samsvar-
ar 25-50 tonnum upp úr sjó.
Guðmundur segir að þorskurinn
veiðist aðeins á norsku landhelgislín-
unni. „í raun og veru höldum við
honum þar. Þorskurinn kemur inn í
Smuguna úr norsku landhelginni, en
með því að svona mörg skip draga
í einfaldri röð hvert á eftir öðru eft-
ir línunni kemst fiskurinn ekki
lengra," segir .Guðmundur.
Misjafnlega gengur hjá skipunum.
„Það er alltaf sama sagan, þeir sem
eru betur búnir fá meira. Það er
furðulegt að í dag skuli enn koma
hingað skip án flottrolls, jafnvel þó
menn hafi upplýsingar um að það
þýði ekkert."
Guðmundur segir að fiskurinn sé
Skipstjórarnir tala mikið um það
í talstöðinni hvað þeir fái mikið drasl
í vörpuna, hausa, roð, bein og dauð-
an smáfisk. Einn sagðist hafa fengið
blóðgaðan fisk í botnvörpuna og ann-
ar sagðist hafa fengið fullt af dauð-
um þorskhausum. Kom þá fram sú
tillaga að sá síðastnefndi setti mann-
skap í hausaverkun.
Þetta vandamál kemur til af því
hvað menn draga stíft hver á eftir
öðrum meðfram norsku línunni og
þeir eru jafnframt að vinna fiskinn-
fyrir frystingu og salt eða setja á ís
og úrgangurinn fer beint í sjóinn.
Norðmennirnir hafa miklar áhyggjur
af notkun flottrollanna og hefur sést
til þeirra sigla eftir togurum til að
hirða upp dauðan smáþorsk til að
skoða, enda fá þeir ekki að fara um
borð í togarana
Norska strandgæsluskipið Grims-
holm stendur vaktina við norsku
landhelgislínuna þessa dagana. Er
þetta 1.190 tonna, gamalt nótaskip
Verður að semja
um kvóta hér, segir
skipstjórinn
nokkuð góður. „Þegar við erum að
fá stærri holin er fiskurinn mjög
góður, en meira blandaður þegar
minna er,“ segir hann. Þá fari stærð-
in mikið eftir því hve sunnarlega
menn togi. Á norðurhluta svæðisins
komi stór fiskur en smærri sunnar
og séu menn hættir að draga jafn
langt suðureftir og áður. Þorskurinn
er magur og er nýtingarhlutfallið
mun verra hér en heima, að sögn
Guðmundar; eða að hámarki 40% á
móti 44% á Islandsmiðum. Hann seg-
ir að þau skip sem hafi afkastamikl-
ar ísvélar skili öruggari árangri. Á
Sjóla er byijað á því að blóðga í 5
blóðgunarkör og sjötta karið er síðan
notað til að vinna úr. Síðast er unn-
ið úr blóðgunarkörunum fimm.
Sjóli reyndi fyrir sér í Smugunni
í fyrra en var ekki á réttu róli og
gafst upp eftir tíu daga og lauk túrn-
um heima. Að þessu sinni var tekið
með gamalt þorskflottroll sem legið
hafði uppi á fjörukambi í mörg ár.
Það var híft um borð eins og það
kom fyrir af rnölinni og stímið notað
til að taka það í gegn. „Það kom
okkur skemmtilega á óvart hvað
þetta flottroll var miklu minna en
stóru úthafskarfatrollin okkar, eða
aðeins um 1/16 af stærð þeirra, en
það hefur fískað vel fyrir okkur nú.“
Lestir skipsins taka 445 tonn af
fullunnum afurðum og er Guðmund-
ur staðráðinn í því að fara ekki nema
með fulla lest ef veiðin helst góð
áfram. Þessi 445 tonn samsvara lið-
lega 1.100 tonnum upp úr sjó. Til
samanburðar má geta þess að
þorskkvóti Sjóla í íslensku fískveiði-
lögsögunni er á nýbyrjuðu fískveiði-
ári 254 tonn. Skipið hefur meiri kvóta
í öðrum tegundum, alls rúm 2.000
ekki svipað Eldborginni að því er Jón
Páll Ásgeirsson stýrimaður á Óðni
segir. Jón Páll var lengi stýrimaður
á loðnuskipum en fór núna í kurteis-
isheimsókn með Kristjáni skipherra
sínum um borð í Grimsholm. Skipið
er svokallaður leigður varðbátur með
blandaðri áhöfn frá útgerðinni og
strandgæslunni.
Strandgæsluskipið Nornen lét
mikið að sér kveða þegar það var
hér á línunni um og fyrir helgina og
gekk hart fram í að reka menn af
línunni, eða sópa þeim með kústinum
eins og nornir ættu að g;era. Fékk
togslóðin meðfram línunni umsvifa-
laust nafnið Nornabankinn. Nomin
er svipað skip og Óðinn, um 1.030
lestir að stærð. Það er víst væntan-
legt aftur næstu daga. Páll Geirdal
stýrimaður á Óðni fór með skipherr-
anum í kaffíð um borð í Nominni.
Bæði þessi skip em búin 40 mm 1
60 fallbyssu, eins og íslensku varð-
tonn, og er auk þess brautryðjandi
í veiðum á úthafskarfa.
Vil ekki skrifa upp á óhefta
veiði
„Þó ég sé í þessari stöðu nú vil
ég ekki skrifa upp á óhefta veiði
hér. Vil helst að það verði samið sem
fyrst um kvóta og þessum veiðum
þá hætt. Miðað við þann árangur sem
við höfum náð héma verða þeir að
semja. Samningstaða okkar er ákjós-
anleg, en þeir era búnir að vera með
miklar yfírlýsingar og þurfa senni-
lega tíma til að bakka út. Við samn-
ingana verður að meta það hveijir
hafa mestan rétt til fískveiða í Norð-
ur-Atlantshafí. Við hljótum að hafa
þar forgang framyfír skip frá Suður-
Evrópuríkjum."
Skipin hafa togað stíft meðfram 200
mflna fískveiðilögsögu Norðmanna.
Sumir hafa farið á línuna og sumir
rúmlega það, sem væntanlega þýðir
að þeir hafí farið aðeins inn í norsku
lögsöguna. Norsku strandgæsluskipin
hafa rekið skipin yfír eftir því sem
þeir sjá það. Guðmundur á Sjóla segir
að línudansinn hafí verið til fyrirmynd-
ar. Norðmennimir verið kurteisir og
aðeins byrst sig ef menn hafa verið
að reyna að ströggla við þá. „Ég skil
vel þeirra hlutverk og virði þeirra sjón-
armið að bakka ekki, heldur halda
stöðu sinni. Annars myndu þeir missa
tökin á línunni," segir Guðmundur
Kjalar Jónsson.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins, Helgi Bjarnason,
fylgist nú með veiðum ís-
lenskra togara í Smugunni
og hefur farið á milli skipa
á miðunum. Hér á síðunni
birtast fréttir hans og dag-
bókarbrot.
skipin. Óðinn skildi þó sína byssu
eftir heima.
Stærri strandgæsluskipin hafa
minna sést hér. Anderes sem er
3.000 tonn að stærð eins og Senja
sást þó aðeins fyrir helgina en Senja
hefur ekkert sést.
Fótboltalýsingar skipherrans
Lítið heyrist í útvarpi frá íslandi
í Smugunni og kvarta Guðmundur
Jóhannesson matsveinn og Kjartan
Gunnarsson II vélstjóri, elstu menn-
imir á Runólfi frá Grundarfírði, sár-
an yfír því. Tókst þeim reyndar að
ná í fréttir úr tækinu um borð lang-
leiðina norður undir Bjamarey.
Nokkur skipanna hafa þó komið sér
upp stuttbylgjutækjum og geta þá
hlustað á fréttir a.m.k.
Á laugardag leitaði einn útvarps-
laus skipstjóri eftir upplýsingum um
úrslit leikja dagsins. Skipherrann á
Óðni var ekki seinn að bjarga því.
Kristján kom inn í fjarskiptin með
nákvæm úrslit og lýsti glæsilegu
sjálfsmarki Breiðabliks gegn Skaga-
mönnum af mikilli innlifun.
27 sjúklingar á
rúmri viku
VARÐSKIPIÐ Óðinn er búið að
vera rúma viku til aðstoðar íslensk-
um sjómönnum í Smugunni og hef-
ur starfíð gengið vel. Mun meira
hefur verið að gera, sérstaklega við
læknisþjónustu, en búist var við,
að sögn Kristjáns Jónssonar skip-
herra. Læknirinn um borð, Sigurður
Ásgeir Kristinsson, segir greinilegt
að mikið vinnuálag á sjómönnunum
segi til sín. Á sunnudagskvöld hafði
Sigurður haft með 27 sjúklinga að
gera, mismunandi mikið slasaða eða
veika.
Kristján skipherra
segir að aðalhlutverk
Óðins sé að veita sjó-
mönnunum læknis-
þjónustu. Ótrúlega
mikið hafí verið að
gera, og læknirinn
kominn í þrot með
ýmis lyf. Viðbót-
arbirgðir væru á leið-
inni og meira yrði að
sækja til Noregs. Seg-
ist Kristján hafa átt
von á 1-3 tilfellum á
viku, en þau væru 3-4
á dag.
Frumstæðar aðstæður
Sigurður læknir segir að næg
verkefni hafí verið alla daga frá því
lagt var úr höfn. Á útstíminu hafí
hann farið yfír lyfja- og áhalda-
birgðirnar sem vora í mörgum
pappakössum og reynt að skipu-
leggja þær og raða upp. Þá hafi
þurft að útbúa sérstakar neyðar-
pakkningar til að fara með milli
skipa.
Fyrstu sjúklingarnir voru Færey-
ingar með tannpínu og þurfti hann
að reyna tanndrátt með töng úr
vélarrúminu. Sigurður segir að
mest sé um handarslys, menn séu
að skera sig og klemma. Mesta
aðgerðin var á manni sem klemmd-
ist á tveimur fíngram um borð í
frystiskipi aðfaranótt sunnudags.
Þurfti að stytta fínguma nokkuð
meira til að geta lokað sárinu. Hann
segir að það hafí gengið ágætlega
þótt hann hafí ekki haft réttu áhöld-
in. Tveir sjúklingar vora sendir í
land í Noregi, annar missti framan
af þumalfíngri sem þurfti að reyna
að græða á og hinn var með botn-
langabólgu. Sigldi Óðinn þá um 100
mílur til móts við norska björgunar-
þyrlu sem flutti mennina á sjúkra-
hús. Til stendur að Óðinn fari til
Noregs næstu daga m.a. með sjúkl-
inga sem þarf að líta á við betri
aðstæður.
Sigurður segir ekki hægt að líkja
aðstæðum um borð í Óðni við það
sem gerðar era kröfur um á sjúkra-
húsum. Hann þurfí sjálfur að sótt-
hreinsa allt og-undirbúa, m.a. finna
allt til úr kössum. Hann þurfí að
fara milli skipa í vitjanir, og hann
þurfi oft að vinna í veltingi. Þá sé
stæmt að eiga ekki kost á röntg-
enskoðun. „Ég hef fengið mjög
góða aðstoð frá áhöfninni á Óðni,
sérstaklega Árna Jónassyni yfirstý-
rimanni, sem hefur verið mín hægri
hönd. Áhöfnin hefur öll staðið sig
vel við erfiðar aðstæður að mörgu
Ieyti."
Fiskinn á sjúklinga
Sigurður sagðist svo sem ekki
hafa vitað á hveiju hann ætti von
þegar hann tók þetta verkefni að
sér. „Mér var sagt að ég þyrfti
mest að vera í símasambandi og
aðstoða þannig og aðalvandamálið
væri að drepa tímann. Ég hef nú
fengið 27 sjúklinga á rúmri viku
og séð suma oftar en einu sinni.
Ég veit ekki hvort það er eðlilegt
eða hvort það keinur hér fram sem
hefur lengi loðað við mig að ég sé
fískinn á sjúklinga.“
Læknirinn segir greinilegt að
mikið álag sé á sjómönnum hér í
þessu góða fiskiríi. Það ræður hann
m.a. af því að slysin gerist flest við
vinnu eftir miðnætti og menn virð-
ist oft örþreyttir. „Þetta hefur verið
ágæt lífsreynsla fyrir langskóla-
genginn mann eins og mig, að
kynnast því á hveiju þjóðin lifír,“
segir Sigurður Kristinsson.
Heilsugæslustöð
Smuguveiðimanna
Læknisþjónustan er aðalhlutverk
Óðins í Smugunni, að sögn Krist-
jáns skipherra, skipið
er nokkurs konar heil-
sugæslustöð Smugu-
veiðimanna. Hann hef-
ur staðið í ýmsu öðru
þessa fyrstu viku.
Áætlað var að fara um
borð í skip til að kvarna
svo Hafrannsókna-
stofnun geti aldurs-
greint fiskinn og einn-
ig að mæla físk. Eng-
inn tími hefur gefíst til
þessa það sem af er.
Mikið hefur verið að
gera í flutningaþjón-
ustunni. „Sum skipin
hafa ekki léttabáta til að skjóta
varningi eða mönnum á milli og
aðrir hafa lélega aðstöðu og óvana
menn. Menn hafa farið í sjóinn við
þetta. Við getum ekki horft upp á
þetta og viljum frekar taka flutn-
ingana að okkur. Enda veitir körl-
unum ekki af öllum sínum mann-
skap í þessum mikla afla.“
Varðskipsmenn hafa kafað til að
skoða skrúfu eins skipsins eftir að
eitthvað hafði flækst í henni. Þá
hafa þeir leiðbeint norska olíu-
birgðaskipinu og flutt boð á milli.
Varðskipsmenn hafa miðlað veður-
fregnum og bjargað áhugamönnum
um úrslit knattspyrnuleikja, svo
nokkur mismerkileg atriði sé nefnd.
Stýrimennirnir bregða sér bráðum
í hlutverk fréttaþula, því LÍÚ hefur
beðið þá um að lesa fréttir í talstöð-
ina sem LÍÚ tekur saman og send-
ir varðskipinu á símbréfí.
Kurteisisheimsókn til
Norðmanna
Kristján hefur farið með stýri-
mönnum sínum í kurteisisheim-
sóknir í norsku varðskipin og spjall-
að við strandgæslumenn yfír kaffí-
bolla. Hann segir að megintilgang-
urinn hafi verið að reyna að liðka
fyrir samskiptum við íslensku sjó-
mennina en jafnframt var tekið
fram að þeir geti ekki blandað sér
í landhelgisdeiluna. Allt hafí þetta
farið fram í mesta bróðemi.
Varðskipsmenn era að hluta til
í öðru hlutverki hér en á íslandsmið-
um, þar sem þeir þurfa að gæta
túnsins auk björgunarstarfa. Krist-
ján segist ekki fínna neina breyt-
ingm á samskiptunum við sjómenn-
ina. Þau séu yfírleitt mjög góð
heima þrátt fyrir lögregluhlutverk
landhelgisgæslunnar.
Hann telur að tvímælalaust sé
þörf á aðstoð við íslensk fiskiskip
á úthafsveiðum eins og hér á þess-
um tíma og á úthafsmiðunum á
Reykjaneshrygg á sumrin þegar
karfinn færir sig lengra út. Hann
telur sig hafa verið heppinn með
lækni nú og með starfi hans fáist
mikil reynsla sem nýtist við næsta
úthald. Kristján segir hins vegar
að sér hijósi hugur við því ef það
ætti að fækka varðskipum í rekstri
af því ekki væri gert ráð fyrir fjár-
veitingu til reksturs nýju björgunar-
þyrlunnar einmitt þegar þessi verk-
efni á úthafinu kölluðu á. Sagðist
hann vona að þessar fréttir að heim-
an stöfuðu af bilun í stuttbylgju-
sendingunum.
Dagbók úr Barentshafi
Draga stíft hver
á eftir öðrum