Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Félag dagvörukaupmanna telur brýnt að kannað verði hvort Baugur
hafi knúið fram óeðlilegan afslátt í krafti stærðarinnar
Grunur um hróplegt ósam-
ræmi í viðskiptakjörum
Fjölmargar vörur sagðar 20-70% dýrari hjá innflytjendum og framleiðendum en í Bónus
Morgunblaðið/Þorkell
FORRAÐAMENN Félags dagvörukaupmanna kynntu sjónarmið félagsins á blaðamannafundi í
gær. A myndinni eru f.v. Friðrik G. Friðriksson, varaformaður, Þórhallur Steingrímsson, formað-
ur, Sigurður G. Guðjónsson, lögfræðingnr félagsins, og Guðni Þorgeirsson, skrifstofustjóri
Kaupmannasamtakanna.
Stofna sam-
tök gegn
samkeppnis-
mismunun
STOFNFUNDUR samtaka sem
hafa það að markmiði að beijast
gegn mismunun á samkeppnis-
aðstöðu verður haldinn í dag kl.
12.30 í húsakynnum Verslunar-
ráðs í Húsi verslunarinnar.
Markmiðið með stofnun sam-
takanna er að skapa vettvang
fyrir þá sem þurfa að ná fram
rétti sínum vegna óeðlilegrar
samkeppni og aðstoða þá.
Samtökin munu og kappkosta
að stuðla að umræðu og umfjöil-
un fjölmiðla um samkeppnisað-
stöðu fyrirtækja og þá sérstak-
lega stöðu einkafyrirtækja
gagnvart fyrirtækjarekstri opin-
berra aðila.
Aðilar að samtökunum geta
þeir aðilar orðið, sem eru í for-
svari fyrir- skráðum atvinnu-
rekstri eða félögum, en allir sem
áhuga hafa á málinu eru vel-
komnir á stofnfundinn, segir í
fréttatilkynningu. í undirbún-
ingsnefnd eru þeir Sævar G.
Svavarsson, Friðrik Sigurðsson
og Baldur Hannesson.
SEIKOSHA.
SpeedJET200
Bleksprautu-
prentari
Veröaiiiiis: 25.900 n/nt.
KANNANIR Félags dagvörukaup-
manna hafa leitt í ljós að fjölmarg-
ar almennar neysluvörur eru frá
20% til 70% dýrari hjá innflytjend-
um og/eða framleiðendum heldur
en í verslunum Bónus. í ljósi þess-
ara staðreynda telur félagið afar
brýnt að Samkeppnisstofnun
bregðist skjótt við og kanni til hins
ítrasta hvort Baugur, dreifingar-
fyrirtæki Hagkaups og Bónus, geti
í krafti stærðar sinnar knúið fram
afslátt eða önnur viðskiptakjör sem
leiða til þess að félagið fái vörur á
verði sem sé lægra en raunverulegt
kostnaðarverð hennar. Þetta kom
fram á fundi forsvarsmanna félags-
ins á fundi með blaða- og frétta-
mönnum í gær.
Félag dagvörukaupmanna fór
þess formlega á leit við Samkeppn-
isstofnun sl. föstudag að hún hefj-
ist nú þegar handa um athugun á
viðskiptaskilmálum heildverslana
og iðnfyrirtækja, annarsvegar
gagnvart Baugi og Bónus og hins
vegar gagnvart félagsmönnum í
Félagi dagvörukaupmanna. Leggur
félagið til grundvallar erindi sínu
til Samkeppnisstofnunar saman-
burð á verði 12 vörutegunda frá
10 heildsölu- og iðnfyrirtækjum.
Er farið fram á að Samkeppnisráð
beiti öllum tiltækum úrræðum til
að uppræta þá óeðlilegu skilmála
sem Baugi og Bónus virðist hafa
tekist að ná fram í krafti stærðar
sinnar.
Hræðast „refsingu“ frá
Hagkaup/Bónus
Félag dagvörukaupmanna er
deild innan Kaupmannasamtaka
íslands og eru félagar kaupmenn
sem reka hefðbundnar hverfa- eða
byggðaverslanir, einkum með mat-
væli og nýlenduvörur. í greinargerð
félagsins kemur fram að félags-
menn hafi rökstuddan grun um að
í viðskiptum þeirra við heildverslan-
ir og iðnfyrirtæki hér á landi njóti
þeir viðskiptakjara sem séu í hróp-
legu ósamræmi við þau kjör sem
þessar sömu heildverslanir og iðn-
fyrirtæki veiti Baugi og Bónus.
Aætlar félagið að verslanir Hag-
kaups og Bónus ráði nú um 35%
af matvörumarkaðnum hér á landi.
í greinargerð félagsins segir
einnig að íslenskir framleiðend-
ur/innflytjendur hafi langflestir
ákaflega veika samningsstöðu
gagnvart svo miklu viðskiptaveldi
sem Hagkaup/Bónus sé orðið og
yrðu sennilega langflestir hæst-
ánægðir með einhveijar reglur frá
Samkeppnisstofnun sem þeir gætu
borið fyrir sig og sagt „hingað og
ekki lengra".
„Síðasta uppátæki fyrirtækisins
Baugs (Hagkaups/Bónus) er að
bjóða framleiðendum/innflytjend-
um staðgreiðslu í stað víxla og
áskilja sér í staðinn enn meiri af-
slátt. Þar sem víxilkostnaður er 3%
og hefur hingað til verið greiddur
af framleiðendum/innflytjendum
þá vilja Baugsmenn fá enn meiri
afslátt en því nemur. Svona tilboð
„lykta“ af okurstarfsemi sem því
miður mörg smærri fyrirtæki þurfa
að kyngja, annaðhvort vegna veikr-
ar aðstöðu í bönkum eða af hræðslu
við refsingu frá Hagkaup/Bónus-
veldinu," segir í greinargerðinni.
Það er niðurstaða Félags dag-
vöruverslana að þróun verslunar
hafi verið óeðlileg hér á landi og
ekki í anda eðlilegrar frjálsrar sam-
keppni. Hér hafí reglur vantað til
að vernda eðlilega samkeppni. Einn
stórmarkaður hafi komist upp með
að vaxa og dafna á kostnað neyt-
enda sem sé alls ekki í viðskiptum
við þá. Afleiðingin sé gjaldþrot
minni verslana og lélegri þjónusta,
sérstaklega úti á landsbyggðinni.
Lágt vöruverð Bónus borið
uppi af minni verslunum?
Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður Félags dagvörukaupmanna,
benti á að afsláttur tíðkaðist í öllum
viðskiptum. „Hins vegar þarf það
að vera ljóst að allir sem eins er
ástatt um njóti sömu kjara og að
afsláttur samsvari hagræði seljand-
ans af kaupunum. Ef um mjög stór
innkaup er að ræða og hagræðing
skapast í dreifingunni er eðlilegt
að veita afslátt sem því nemur. Ef
hópar manna taka sig saman um
að kaupa svo mikið magn þá ættu
þeir að njóta sömu kjara. Félags-
menn í Félagi dagvörukaupmanna
hafa hins vegar rekið sig á það að
verð til þeirra hjá heildsölum og
iðnfyrirtækjum er allt að 70%
hærra en útsöluverð hjá Bónus. Það
eitt vekur ákveðnar grunsemdir að
ekki sé allt í stakasta lagi um sam-
skipti þessara aðila og Baugur
ákveði kjörin en ekki heildsalinn
eða framleiðandinn. Með þessari
beiðni um athugun til Sainkeppnis-
stofnunar er verið að taka undir
það sem Samtök iðnaðarins hafa
þegar óskað eftir.“ Vísaði hann
jafnframt til þess að Félag ís-
lenskra stórkaupmanna hefði sent
inn erindi til Samkeppnisstofnunar
varðandi þetta mál.
Sigurður sagði að alls ekki væri
verið að biðja um eina verðskrá
fyrir allt landið eins og væri til
yfir mjólkurafurðir. „Það er verið
að biðja um að eðlileg samkeppni
ríki í matvöruverslun og verslað sé
fyrir opnum tjöldum. Heildsali þarf
auðvitað að geta svarað því hvað
varan kostar.og hversu mikið magn
þurfi að kaupa til að fá ákveðið
verð. Það er ekkert verið að amast
við Hagkaupi eða Bónus heldur
verið að biðja um að allir aðrir sem
eins er ástatt um fái vöruna á sama
verði. Við höfum grun um það að
vöruverð til minni verslana sé látið
bera uppi lágt vöruverð til Baugs.“
Varðandi tilraunir smærri aðila
til að bindast samtökum um inn-
kaup sagði Friðrik G. Friðriksson,
varaformaður Félags dagvöru-
kaupmanna að það hefði verið
reynt. „Fyrir skömmu tóku sig
saman 11 verslanir og fengu 21%
afslátt hjá einu iðnfyrirtæki. Dag-
inn eftir var búið að lækka verðið
hjá stórmörkuðunum þannig að
verðmunurinn var ennþá 10%.“
Upplýsa þarf um hvaða
fyrirtæki er að ræða
Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónus og stjórnarformaður Baugs,
áréttaði í samtali við Morgunblaðið
í gær að Baugur nyti ákveðinna
kjara fyrir það sem fyrirtækið legði
af mörkum við dreifingu og lager-
hald. Hann vísaði því á bug að
vörur gætu verið 70% dýrari hjá
innflytjendum eða framleiðendum
en hjá Bónus. Þar gæti þó verið
um að ræða einangrað dæmi úr
verðstríðinu á Akureyri þar sem
vörur hefðu verið lækkaðar mikið
í verði í hita leiksins. Jóhannes
sagðist ekki geta svarað frekar
fullyrðingum forsvarsmanna Fé-
lags dagvörukaupmanna fyrr en
upplýst hefði verið hvaða vöruteg-
undir og fyrirtæki væri um að
ræða.
Varðandi þau ummæli Guðlaugs
Björgvinssonar, forstjóra Mjólkur-
samsölunnar, í Morgunblaðinu á
laugardag að Baugur nyti magn-
kaupa í kjörum hjá samsölunni
sagði Jóhannes að þar væri ein-
göngu um að ræða vörur sem hefðu
verið seldar í samkeppni við Baulu
á sínum tíma. Þetta væru einungis
10-12% af heildarviðskiptunum við
Mjólkursamsöluna.
vii m pinii
Kennum suðurameríska,
standard-, barna-
og gömlu dansana.
Einkatímar í boði.
Systkina-, fjölskyldu-
og staðgreiðsluafsláttur.
Innritun og upplýsingar 1. -10. september
kl. 10-22 í síma 64 1111.
Opið hús öll laugardagskvöld.
Kennarar og aðstoðarfólk í vetur:
Sigurður, ÓIi Geir, Sólveig,
Þröstur, Hildur Yr,
Edgar og Petrea,
auk erlendra gestakennara.
DANSSKÓLI .
SIGURÐAR HAK0NARS0NAR
AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI