Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mannfjöldaráðstefna á vegnm Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi
Deilt um ráðstaf-
anir til að sporna
við offjölgun
Kaíró. The Daily Telegraph, Reuter.
SÉ GERT ráð fyrir því að alþjóða-
samningar og milljarðar dollara
geti breytt mannlegri hegðun mun
niðurstaða mannfjöldaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Kaíró geta
skipt sköpum. Þótt spám um þróun
mannfjölda beri ekki vel saman er
ljóst að Ijöldi jarðarbúa gæti auð-
veldlega þrefaldast á næstu öld.
Stefnt er að því að hægja á ijölgun-
inni en deilt er um aðferðir. Mú-
slimasamtök hafa jafnvel hótað að
grípa til hermdarverka gegn ráð-
stefnufulltrúum en stjórnvöld í
Egyptalandi eru við öllu búin og
öryggisgæsla er öflug.
Fulltrúar Páfagarðs og bókstafs-
trúar-múslima deila hart á tillögur
SÞ og segja að í þeim sé orðalag
sem túlka megi sem hvatningu til
lauslætis og fóstureyðinga. Fáir
draga í efa að sporna verði við
taumlausri mannfjölgun til að
draga úr hungri í heiminum. Þrátt
fyrir framfarir í landbúnaði og
samgöngum svelta hundruð millj-
óna manna, einkum í Afríkulönd-
um, auðlindum er misþyrmt og
ástandið grefur víða undan pólitísk-
um stöðugleika.
Nafis Sadik, yfirmaður mann-
fjöldastofnunar SÞ, telur að hægt
verði að ná samkomulagi um 113
síðna skýrslu stofnunarinnar þar
sem bent er á ýmsar leiðir til að
hafa hemil á fjölguninni. Ekki sé
verið að skipa fyrir um leiðir, hvert
aðildarríki muni velja og hafna. í
skýrslunni er m.a. fjallað um lág-
marks heilsugæslu og menntun
kvenna sem grundvallaratriði til
að sporna við of mörgum barneign-
um.
Hrakspár rættust ekki
Breska tímaritið The Economist
segir í leiðara að ráðstefnufulltrúar
ættu fyrst og fremst að huga að
því að draga úr fátækt; þá muni
mannfjölgunarvandinn að miklu
leyti leysast af sjálfu sér. „Ráðstaf-
anir til að efla framtak og verslun,
draga úr ríkisafskiptum, eru bestu
ráðin við fátækt í þriðja heiminum
- og þegar þær hafa borið árangur
munu foreldrar í þriðja heiminum
(eins og foreldrar í iðnríkjunum
áður fyrr) ákveða að eiga færri
börn“. The Economist segir að spár
um hrun vegna mannfjölgunar séu
sumar orðnar nær 200 ára gamlar,
hagfræðingar hafi stöðugt fundið
nýjar röksemdir fyrir svartsýni
sinni þegar gömlu spárnar rættust
ekki.
Ráðstefnan á að standa í níu
daga. Talsmenn SÞ segja að alls
séu um 3.500 fulltrúar í sendi-
nefndum ríkjanna í Kaíró en auk
þess sæki um 5.000 manns ráð-
stefnu sem haldin er af fijálsum
félagasamtökum. Um 3.800 frétta-
menn fylgjast með umræðunum svo
að alls eru gestirnir um 12.000,
mun færri en skipuleggjendur
höfðu gert ráð fyrir.
Reuter
GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, olli miklum
styr á ráðstefnunni í gær er hún mælti með rétti kvenna til
fóstureyðinga. Hér sést hún ásamt embættismanni Sameinuðu
þjóðanna á leið í ráðstefnusal.
SVELTANDI MILLJONIR
Nær 800 milljónir manna svelta
ef marka má skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóöanna sem senn verður birt
Þau lönd sem fengu Vannærðir í Korngjafir alls
mest gjafakorn, 1993 þróunarlöndum (milljarHar tonna)
M&ambfkl
svæM *£iBS 'SSÍ
Alrika 37 175
NA-SN-AWa 6 24
AusturAsía 16 252
SuðutAsia 24 271
S5&®*' 13 59
Samtals 20 781
1988-1990
(milljarðar
lonna)
Skáktölvan beið ósigur fyrir Anand
London. Daily Telegraph.
„PENTIUM-tölvan hefur ver-
ið aftengd," sagði indverski
skákmeistarinn Wiswanathan
Anand eftir að hafa borið sig-
urorð af skáktölvunni sem sló
Garrí Kasparov út úr hrað-
skákmóti atvinnumannaskák-
sambandsins í London. Er það
í fyrsta sinn sem tölva slær
heimsmeistara úr móti. Skák- Anand
forritið ber nafnið Snillingur
annar og tölvan, sem því er fyrir komið í, Pen-
tium. Anand er 24 ára og þykir besti hraðskák-
maður heims en samkvæmt sérstökum mæli-
kvarða skákmanna er hann þriðji besti skákmað-
ur heims. Anand kvaðst hafa orðið óttasleginn
í fyrri skákinni við tölvuna er honum varð á
yfirsjón sem kostaði hann peð. Hann hagnaðist
þó á mistökunum því tölvur eru þekktar fyrir
efnishyggju og hættir til að vilja drepa mennina
en gera sér ekki grein fyrir hveijar hættur í því
gætu falist. Reyndi hún síðan að veija aukapeð
sitt út í ystu æsar með þeim afleiðingum að
kóngurinn féll í gildrur á miðborðinu. Komst
tölvan í tímaþröng og Anand hafði því nægan
tíma til að hugsa svör við örvæntingarfullum
brellum tölvunnar til að jafna leikinn. Fögnuðu
áhorfendur er tölvan gafst upp.
í seinni viðureigninni dugði Anand jafntefli
til að slá tölvuna út og tryggja sér sæti í úrslita-
einvíginu. Tölvan gerði afdrifarík mistök og var
eftirleikurinn auðveldur.
Anand varð hins vegar að lúta í lægra haldi
í úrslitaeinvígi við Ukraínumanninn Vassilíj
ívantsjúk á laugardag. Háðu þeir bráðabana
eftir að hafa unnið sína skákina hvor og skilið
tvisvar jafnir. ívantsjúk hafði betur í bráðabana
og hlaut því sigurlaunin, 30.000 dollara. Anand
uppskar 20.000 dollara og einlægar þakkir skák-
manna um veröld alla fyrir sigurinn á tölvunni.
Tölvan vann milljón
Það er kaldhæðnislegt að tölvan hafnaði í
þriðja sæti á mótinu sterka í London og komu
því þriðju verðlaunin, 15.000 dollarar eða tæp-
lega 1,1 milljón íslenskra króna, í hennar hlut.
Eigendur hennar hafa ákveðið að gefa góðgerða-
samtökum fjárhæðina.
BALLETT
Kennsla hefst
15. september
Byrjenda- og framhalds-
flokkar frá 4 ára aldri.
Afhending skírteina fer fram
í skólanum miðvikudaginn
14. sept. kl. 18.00-20.00 og
fyrir 4-6 ára laugardaginn
17. sept. kl. 12.00-14.00.
BALLETTSKOLl
Guðbjargar Björgvins,
íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi.
Ath.
Kennsla fyrir
eldri nemendur
byrjendur og
lengra komna.
Innritun og allar
upplýsingar í síma
620091 kl. 10.00-
16.00 daglega.
Félag ísl. listdansara.
Leikfimisskór
Verð kr. 1.990,-
»hummel^P
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 • Sfmi 813555 og 813655
Sendum í póstkröfu.
Sósíalistar
falla frá
friðarstefnu
TOMIICHI Murayama, for-
sætisráðherra Japans, vann
mikilvægan sigur á laugardag
þegar Sósíalistaflokkur hans
samþykkti á landsfundi að
falla frá úreltri varnarmála-
stefnu sinni. Flokkurinn af-
neitaði áratugagamalli friðar-
stefnu, sem fól meðal annars
í sér andstöðu við þjóðsönginn
og fána landsins, herinn og
öryggissamning við Bandarík-
in. Myrayama varði þá ákvörð-
un flokksforystunnar að
mynda stjórn með gömlum
erkifjendum sósíalista, Fijáls-
lynda demókrataflokknum, og
sagði það þjóna hagsmunum
þjóðarinnar.
Fylgijafn-
aðarmanna
minnkar
SAMKVÆMT tveimur skoð-
anakönnunum, sem birtar voru
í gær, njóta sænskir jafnaðar-
menn ekki lengur stuðnings
meirihluta kjósenda. Fylgi
þeirra hefur minnkað úr rúm-
um 50% í 48%, ef marka má
kannanirnar. Fylgisaukning
var hins vegar hjá nokkrum
af sex smáflokkum, sem bjóða
fram í þingkosningunum 18.
þessa mánaðar.
Mjótt á
munum í
Danmörku
VINSTRI- og miðflokkarnir í
Danmörku, sem eru nú við
völd, hafa ívið meira fylgi en
hægriflokkarnir, ef marka má
tvær skoðanakannanir sem
birtar voru í gær. í annarri
könnuninni fá stjórnarflokk-
arnir 50,3% en stjórnarand-
staðan 47,4%. í hinni fá stjórn-
arflokkarnir 50% og stjórnar-
andstaðan 45,1%.
Minna
gyðingahatur
í Þýskalandi
ANDÚÐIN á gyðingum er nú
minni í Þýskalandi en nokkru
sinni áður frá heimsstyijöld-
inni síðari, að sögn talsmanns
Allensbach-stofnunarinnar,
sem hefur kannað fyrirbærið.
Um 15% aðspurðra voru með
greinilega fordóma gagnvart
gyðingum. Talsmaðurinn
sagði að eldri Þjóðvetjar
hneigðust frekar til gyðinga-
haturs en yngra fólkið. Hann
sagði að þeir sem réðust á
gyðinga gerðu það að öllum
líkindum til að storka þjóðfé-
laginu.
Carlos neitar
að svara
„SJAKALINN Carlos“,
hryðjuverkamaðurinn al-
ræmdi, kom fyrir dómara í gær
og neitaði að svara spurning-
um um sprengjutilræði í París
árið 1982, sem hann hefur
verið ákærður fyrir. Hann
krafðist þess að hann yrði lát-
inn laus þar sem handtaka
hans í Súdan hefði verið ólög-
leg.