Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 17 Þj óðahreinsanir Serba halda áfram í Bosníu Sarajevo. Daily Telegraph. BOSNÍU-Serbar hafa sett aukinn kraft í þjóðahreinsun sína í Bosníu og var sl. sunnudagur sá svartasti í þeim efnum í rúmt ár er þeir ráku um 800 óbreytta islamska og króat- íska borgara frá borginni Bijeljina í norðurhluta Bosníu. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Bosníu fordæmdu aðgerðirnar og kölluðu þær hryðjuverk gegn þjóðarbrotum. Óryggisráð SÞ fordæmdi sömuleiðis áframhaldandi þjóðahreinsun Bos- níu-Serba á Bijeljina-svæðinu sl. föstudag en fær samt ekkert við ráðið. Flestir þeirra sem reknir voru frá Bijeljina voru konur, börn og gam- almenni. Var fólkið rekið út úr húsum sínum snemma morguns og rekið yfir einskis manns land til borgarinnar Tuzla sem er á valdi múslima. Að sögn starfsmanna hjálparstofnana voru peningar og verðmæti tekin af fólkinu. Að minnsta kost 100 karlar voru teknir út úr hópnum og reknir til þrælkunarbúða Bosníu-Serba nærri Lopare. Hermt er að hundruð vopn- færra karlmanna úr röðum múslima hafi verið tekin föst og rekin til fjögurra þrælkunarbúða Bosníu- Serba í norðurhluta landsins. Full- trúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins hafa ekki fengið aðgang að búðunum. Fólkið sem hrakið var frá Bijelj- ina á sunnudag bætist við um 4.000 manns sem Bosníu-Serbar höfðu hrakið frá þeirri borg, Banja Luka, Janje og Rogatica, undan- farnar sex vikur. Hvatning Karadzic Talið er að vaxandi einangrun Bosníu-Serba hafi leitt til þess að þjóðahreinsun þeirra í Bosníu hefur stigmagnast. Hvassyrtar hótanir Radovans Karadzic leiðtoga þeirra í síðustu viku um að loka fyrir flutn- inga með hjálpargögn og matvæli til svæða múslima og Króata eru taldar hafa ýtt undir aðgerðirnar í Bijeljina um helgina. Flóttamenn frá borginni hafa eftir mönnum sem stóðu að brottrekstri þeirra um helgina að Bosníu-Serbar ætli að hreinsa borgina af múslimum og Króötum í þessum mánuði. Reynt að eyða efasemdum Breta um vopnahlé IRA Belfast, London. Reuter, The Daily Telegraph. DICK Spring, utanrikisráðherra ír- lands, hyggst reyna að eyða öllum efasemdum Breta um að vopnahlé írska lýðveldishersins, IRA, verði langvinnt en Spring mun ræða við sir Patrick Mayhew, ráðherra Norð- ur-ír)andsmála, á morgun. Spring sagði í útvarpsviðtali í gær að írska stjórnin teldi að hernaði IRA gegn yfirráðum Breta á N-írlandi væri lokið. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, hvatti til þess á fundi með stuðningsmönn- um sínum á sunnudag að efnt yrði til „vopnlausra" mótmæla almenn- ings ef breskir hermenn yrðti ekki kallaðir af götum Belfast. Öfga- samtök mótmælenda komu fyrir bílsprengju við aðalstöðvar Sinn Fein í Belfast á sunnudag en engan sakaði. William Ross, þingmaður fyrir Sambandsflokkinn, helstu stjórn- málasamtök n-írskra mótmælenda, hvatti í gær öfgamenn til að hætta hermdarverkum. Hann sagðist ótt- ast að einhveijir reyndu að tengja flokk sinn við öfgasinnana. Einn af öfgahópunum, Sjálfboðaliðar Ulsters mótmælenda, myrti kaþó- likka á fimmtudag og gerði morðtil- raun við annan. Adams segir að IRA muni ekki láta ögranir mótmælenda egna sig til að hefja á ný hryðjuverk. Hann sagði að opna yrði á ný vegi og götur milli N-írlands og Irska lýð- veldisins sem lokað hefur verið af öryggisástæðum en hermdarverka- menn IRA reyndu oft að komast undan til lýðveldisins eftir ódæði sín. Feeney nær barni frá Irak Los Angcles. Reutcr. BANDARÍKJAMAÐURINN Don Feeney, sem reyndi að nema tvær telpur á brott frá íslandi, aðstoðaði konu frá Kaliforníu við að ná barni sínu frá íröskum eiginmanni sínum, sem er sakaður um að hafa rænt því. Konan hafði samband við Corporate Training Unlimited, fyrirtæki Feeneys, sem samdi áætlun um hvernig ná ætti barninu, tveggja ára dreng. Breska lögreglan tók þátt í aðgerðunum, sem þóttu minna helst á spennusögu. írakinn var lokkaður til Lundúna og handtekinn nokkr- um mínútum eftir að flugvél hans lenti á Heathrow-flugvelli á föstudag. HÉIMILISIÐNAÐARSKÓLINN 'j LAUFÁSVEGI 2 — SÍMI 17800 -J HAUSTNÁMSKEIÐ: J Handtöskur, skinn/roð 8. sept. - 6. okt. fim. Útskurður 12. sept - 10. okt. mán. 'jj' Pappírsgerð kort/öskjur 7. sept. - 5. okt. mið. ,L| ÍHekl 7. sept. - 5. okt. mið. | ‘ Skráning í síma 17800 ^mánud - fimmtud. frá kL 10-13. ^ „ÞETTA ER KAFFIÐ SEM BERÁ BORÐ FYRIF MIG OG MÍNA GESTI" Ný blanda - ríkara bragö. Þeir sem þekkja gott kaffi, vita hvað til þarf. Úrvals Old Java kaffibaunir, þurrkun og brennsla viö kjörskilyröi. Þannig er Maxwell House kaffi. Maxwell House drekka þeir sem MAXWELL H0USE þekkja 'kaffi. JL, MAXWELL H0USE ...engu ööru líkt! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.