Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEFl'EMBER 1994 21 LISTIR Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Kristinn og Björk tilnefnd KRISTINN Sigmundsson óperu- söngvari og Björk Guðmundsdóttir söngkona hafa verið tilnefnd til Tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs 1995. Tveir fulltrúar frá hveiju Norð- urlandi eru tilnefndir og geta þeir komið úr öllum greinum tónlistar. Frá Danmörku er rokksöngvarinn Kim Larsen tilnefndur, ásamt slag- verksdúettnum Safri Duo. Hljóm- sveitarstjórinn Leif Segerstam og þjóðlagahljómsveitin Várttiná eru til- nefnd af hálfu Finna. Frá Noregi eru Kristinn Björk Sigmundsson Guðmundsdóttir Einar Steen-Nockleberg píanóleikari og Det Norske Kammerorkester tij- nefnd og frá Svíþjóð kórstjórinn Eric Ericson og jazz- og þjóðlagasöngkon- an Lena Willemark. Tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs nema 200.000 dönskum krónum og verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars. Úrslitin verða kunngerð á fundi Norræna tónlist- arráðsins í Stokkhólmi 14. nóvember. TAKIÐ ÞÁTT I SPENNANDI SAMKEPPNI UM FRUMLEGASTA MYNDEFNIÐ I LIT! Við leitum að frumlegasta myndefninu f lit. Kynniðykkur reglurnar hjá næsta viðurkennda söluaðila HP á íslandi og takið þátt í spennandi samkeppni. Skilafresturertil 20. september nk. « TftKNI- OG TÖLVUDEILD Heimilistæki h(. Sætúni 8 - Sími 691500 ÍM< Tæknival ÖRTÖLVUTÆKNI Skeifunni 17 - Sími 681665 Skeifunni 17 - Sími 687220 Islensk myndlist í Kína FYRSTA íslenska myndlista- sýningin í Kína var opnuð í menningarmiðstöð austur Beij- úng á föstudag. I ávarpi við opnunina sagði frú Wang Xiaoxian, varaforseti Kínversku vináttustofnunarinn- ar við erlend ríki, að þetta væri stór stund og sýndi hveiju menningarsamskipti gætu áorkað. Þannig hefðu listamenn einnar fámennustu þjóðar heims nú gefið fjölmennustu þjóð heims tækifæri til að kynn- ast landi langt í norðri. Við sama tækifæri sagði Svavar Gestsson fyrrverandi mennta- málaráðherra að listamenn og menningin væru bestu sendi- fulltrúar þjóða sinna. September- tónleikar í Sel- fosskirkju ÍTALSKI orgelleikarinn Marco Lo Muscio frá Róm leikur á septembertónleikum í Selfoss- kirkju í kvöld kl. 20.30. Marco Lo Muscio hefur hald- ið marga tónleika og lagt rækt við frönsk tónskáld þessarar aldar. Asamt þeim eru þó eldri höfundar eins og J.S Bach og G. Frescobaldi á efnisskránni. Aðgangur er ókeypis. Steinar Geir- dal 1 Jónshúsi NÚ STENDUR yfir sýning Steinars Geirdal á olíu- og vatnslitamyndum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og er þetta fyrsta einkasýning Steinars á erlendri grundu. Steinar hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og haldið nokkrar einkasýningar i Keflavík. Sýningin stendur til 20. september. RúRek ’94 Ingólfstorg kl. 17: Karnivala með götudjass. Háskólabíó kl. 20.30: David Byrne, Paul Socolow, Todd Turkisher og Mauro Refosco. Tunglið kl. 21: Hljómsveit Hilmars Jenssonar og Tim Beme. Fógetinn kl. 22: Kvartett Ólafs Stolzenwalds. Hornið/Djúpið: Tríó Bjössa Thor. Kringlukráin: Tríó Þóris Baldurssonar. Kaffi Reykjavík: Skattsvik- ararnir. NISSAN SUNNY sendibíll kostar aðeins 998.000.- kr. án vsk. á götuna ( stöðugri sókn - yg *-“?— Þriggja ára ábyrgð Ingvar Helgason Sœvarhöfða 2 Sími 674000 Sunny sendibíllinn er lipur og einstaklega rúmgóður með vökva- og veitistýri, rúðuþurrkum og hita í afturrúðum. ’Traustir styrktarbitar í hurðum veita vernd í hliðar- árekstri. Ný 1600 cc léttmálms vél er 16 ventla með fjölinnsprautun og skilar 102 hestöflum. þægindi ökumanns í starfi er tryggt með stillingum í sæti Farmrými: 2,68 m3 Burðargeta: 585 kg. Hurðarop að aftan 180° breidd: l,20m hæð: l,12m. BRYNJAR HONNUN / RÁÐGJÖF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.