Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 22

Morgunblaðið - 06.09.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ég sendi mínar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér hlýhug og glöddu mig á margan hátt í tilefni sjötugs afmœlis míns 23. ágúst sl. Megi GuÖ og gœfan fylgja ykkur. Eyjólfur K. Sigurjónsson, Sunnubraut 21, Kópavogi. Verð frá: 41.952 kr staðsrettt Heimilistæki hf S/ETÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umboðsmenn um land allt. Þýsk gæðaeldavél sem hægt er að fá í tveimur breiddum 50 eða 60 cm. Fæst með eða án blástursofns. Góð eldavéi gottverð <3> Eitt blað fyrir alla! fflðv&waibhifaih - kjarni málsins! 100% hágæöabómull ★ 2ja ára ábyrgö Schiesser# N Æ R F Ö T Það besta næst þérl Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson 8 Co. hf. sími 91- 24333 ______ AÐSEIMDAR GREINAR_ Sögfuleg þáttaskil í öryggismálum Evrópu Brottflutningur alls sovéska heraflans frá Þýskalandi og Eystra- saltsrílgunum þremur markar gleðileg þátta- skil í sögu Evrópu og heimsins alls. Við, sem höfum búið við frelsi og lítum þannig á, að síðari heimsstyrjöldinni hafi lokið fyrir tæpum fímmtíu árum, getum ekki sett okkur í spor þess fólks, sem nú fyrst er að kynnast lyktum styijaldarinnar með brottflutningi síðustu sovésku hermannanna. í stuttri heimsókn til Póllands síðastliðið vor var ég oftar en einu sinni minntur á, að síðari heims- styrjöldinni hefði ekki lokið í því landi, fyrr en kommúnistum hafði verið komið frá völdum fyrir fáein- um árum. Þeir stjórnuðu í skjóli sovéska hersins. í sumar var þess minnst, að hálf öld var liðin frá uppreisninni í Varsjá. Fólkið reis þá upp gegn nasistum en sovéski herinn beið utan borgarmúranna. Stalín sá sér hag af blóðbaðinu. Það yrði auðveldara fyrir hann að sölsa Pólland undir sig, eftir að nasistar hefðu murkað lífið úr íbúum Var- sjár. Minnismerki um þessa atburði var ekki reist í höfuðborg Póllands, fyrr en leppar Sovétstjórnarinnar höfðu látið af völdum. Spennan um Berlín Að sjá Boris Jeltsín, forseta Rússlands, láta eins og trúð fyrir framan herlúðrasveit við brottför sovéska hemámsliðsins frá Berlín, er í hróplegri andstöðu við þá ógn- vænlegu spennu, sem oft ríkti um borgina vegna pólitískra átaka milli austurs og vesturs. Nú er verið að opna skjalasöfn í kommúnistaríkjunum fyrrverandi. Það, sem þar finnst, staðfestir rétt- mæti fullyrðinga okk- ar, sem bentum á nauðsyn varðstöðu gegn sovéskri út- þenslustefnu. Skjölin sýna einnig, að ráða- menn í Moskvu treystu á hemaðaráætlanir, sem gerðu ráð fyrir því að kjamorkuvopnum yrði beitt af mis- kunnarleysi. Allt tal þeirra, um að andstæð- ingurinn yrði fyrri til að beita slíkum vopn- um var helber áróður. Fyrir nokkrum árum birti Morgunblaðið reglulega greinar um alþjóða- og öryggismál eftir John Ausland. Hann starfaði í bandarísku utanrík- isþjónustunni en lét af störfum fyr- ir nokkm vegna aldurs og býr í Ósló með norskri eiginkonu sinni, lyfjafræðingi. Vom þau síðast hér á landi í sumar á þingi lyfjafræð- inga og ritaði hann grein um hátíð- arhöldin 17. júní í blaðið Internat- ional Herald Tribune. Meðal þeirra skjala, sem nú eru aðgengileg og minna á spennuna um Berlín, er skýrsla um varnir Berlínar, sem John Ausland samdi fyrir stjórn Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta og dagsett er í ágúst 1962. Þar kemur fram, hvaða leiðir Kennedy-stjórnin vildi, að yrðu farnar til að svara kjarnorku- ógninni frá Moskvu. Stjórnin taldi, að sovéskir ráðamenn óttuðust ekki varnaráætlun Eisenhower-stjórnar- innar, sem byggðist á því að ógna með allsheijarkjarnorkustríði. Sov- étmenn teldu einfaldlega, að Bandaríkjamenn myndu aldrei taka slíka áhættu til að veija Berlín. í Ausland-skýrslunni, eins og þetta sögulega skjal er nú nefnt, er kynnt margþætt vamaráætlun, sem byggðist á leynilegum aðgerðum, gagnaðgerðum á höfum úti og á Eftir að leifar sovéska hemámsliðsins eru á brott frá Þýskalandi og Eystrasaltsríkjunum telur Bjöm Bjarnason að nýjar aðstæður hafi skapast í öryggismálum Evrópu. Enn hafí þjóðir þörf fyrir að tengjast stærri heild. viðskiptasviðinu, hernaði með venjulegum vopnum í Austur- Þýskalandi og að aðeins yrði gripið til kjarnorkuvopna, ef allt annað brygðist. Þessari stefnu fylgdu NATO-ríkin, þar til Sovétríkin hrundu 1991 og Varsjárbandalagið hvarf. Frelsi Eystrasaltsríkjanna Leynisamningur þeirra Hitlers og Stalíns gat af sér sovéskt hernám Eystrasaltsríkjanna og til- raunir Sovétmanna til að uppræta menningu þessara þjóða og innlima þær varanlega. Þessi áform mis- heppnuðust sem betur fer. Sá skuggi hvíldi yfir endurheimtu sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens, að leifar sovéska hemáms- liðsins voru enn innan landamæra ríkjanna. Nú er þetta lið einnig að hverfa eins og liðsaflinn frá Þýska- landi. Þjóðveijar hafa nægilegt afl til að ganga á eftir því við yfirvöld Rússlands, að allur herafli verði á brott úr landi þeirra eins og um hefur verið samið. Eystrasaltsríkin hafa ekki sama afl. Það er skylda okkar, sem tökum þátt í alþjóðlegu samstarfí innan Evrópu og á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna að leggja Björn Bjarnason Skóli fyrir alla, eða hvað? Opið bréf til menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar UMSJÓNARFÉLAG einhverfra lýs- ir yfír undrun sinni og vonbrigðum með framkomu Menntamálaráðu- neytis gagnvart þeim þremur ein- hverfu börnum sem hefja eiga skólagöngu nú í haust. í janúar sl. var niðurstaða fund- ar, sem fræðslustjóri Reykjanesum- dæmis Helgi Jónasson, boðaði for- mann Umsjónarfélags einhverfa og fagaðila, sem koma þessu máli við, á, á þá leið að rétt væri að stækka sérdeildina fyrir einhverfa í Digra- nesskóla þannig að hún yrði tví- skipt og fá þar að auki inni í öðrum skóla fyrir þriðja hópinn. Allt frá því í byijun þessa árs hafa foreldrar þessara þriggja bama leitað upplýsinga í Mennta- málaráðuneytinu um hvemig skóla- göngu þeirra yrði háttað. Svör sér- kennslufulltrúa ríkisins, Kolbrúnar Gunnarsdóttur, í nafni ráðuneytis- ins hafa jafnan verið á þann veg að verið væri að vinna í málinu og að það myndi leysast fyrir haustið. í þessari píslagöngu sl. mánuði hef- ur þessum foreldmm m.a. verið synjað um viðtal við Stefán Bald- ursson, skrifstofustjóra ráðuneytis. Þá hefur bréfí dags. 20. apríl 1994 sem þau sendu menntamálaráð- herra, út af þessu máli, ekki verið svarað. í framhaldi af því hefur verið leitað eftir viðtali við mennta- málaráðherra, en það hefur heldur ekki fengist. Svarbréf til Umsjónar- féiags einhverfra dagsett 2. júní 1994, undirritað af Kolbrúnu Gunn- arsdóttur og Stefáni Baldurssyni, varðandi þetta málefni, er á þessa leið: Það er verið að vinna í málinu. Nú í byijun september er svo komið að verið er að reyna að „troða“ þessum börnum inn í yfir- fullar deildir í skólum. Nú virðist ljóst að vilji ráðuneytisins hefur aldrei staðið til að þessi börn nytu þeirrar þjónustu sem önnur ein- hverf börn hafa notið undanfarin ár og hafa rétt til skv. 3. gr. reglu- gerðar nr. 98/1990 um sérkennslu. Stjórn Umsjónarfélags ein- hverfra ber mikinn ugg í bijósti vegna framtíðar þessara nemenda sem og væntanlegra nemenda á næstu árum. Við spyijum okkur hver er réttarstaða fatlaðra barna í skólakerfinu? Reykjavík, 1. september 1994. Stjóm Umsjónarfélags einhverfra. Tæknival býður HP litaprentara... HP DeskJet 500C. Góður litaprentari. 300 dpi* I svörtu eða lit. 3 siður á min HP DeskJet 310 er einn sá sniðugasti á markaðnum. Fyrirferðalftill, vandaður, hljóðlátur og auðveldur I notkun. Álitlegur kostur meðal litaprentara. Öll verð eru staögreíðsluverð meö vsk. S0B03B MuniÖ staögreiöslusamninga Glitnis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.