Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 26

Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. MARKMIÐIN HAFA NÁÐST ÞÓTT á ýmsu hafi gengið undanfarin ár og kreppan í efna- hags- og atvinnumálum sennilega dýpri en nokkru sinni fyrr á þessari öld, vérður ekki annað sagt með sanngirni en að núverandi ríkisstjórn hafi náð í meginatriðum flestum þeim markmiðum, sem hún setti sér vorið 1991. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar á þeim tíma sagði m.a.: „Mál er að stjórnvöld einbeiti sér að því að skapa einstaklingum og fyrirtækjum örv- andi starfsskilyrði með sanngjörnum leikreglum og stöðugleika í efnahagslífi." Þetta hefur tekizt betur en nokkurn gat órað fyrir. Atvinnulíf- ið býr nú við stöðugleika í efnahagsmálum, sem hefur gjör- breytt öllum viðhorfum í rekstri fyrirtækja. Þessi stöðugleiki hefur gert fyrirtækjum kleift að endurskipuleggja rekstur sinn, jafnframt því, sem kreppan hefur knúið þau til þess. Eftir erfið ár og djúpan öldudal eru fyrirtækin nú að rétta úr kútnum eins og milliuppgjör fyrirtækja á almennum hlutabréfamarkaði hafa sýnt undanfarnar vikur. Þetta á við í flestum greinum atvinnulífsins. Svo mikil breyt- ing hefur orðið í rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi á undanförnum árum að jafna má við byltingu í atvinnugreininni. Enda hafa mörg stór fyrirtæki í sjávarútvegi búið við góða afkomu að undan- förnu. Önnur sitja enn í súpunni eins og búast mátti við enda óhugsandi að rekstrargrundvöllur sé fyrir öllum þeim fyrirtækj- um, sem nú eru starfandi í sjávarútvegi. Það er athyglisvert, að þetta gerist á sama tíma og þorskkvótinn er skorinn niður ár eftir ár. Sama þróunin hefur orðið í öðrum atvinnugreinum. í verzlun, iðnaði og þjónustu hafa fyrirtæki endurbætt rekstur sinn mjög og eru nú að byrja að njóta ávaxtanna af þeirri endurskipulagn- ingu og stöðugleikanum í efnahagslífinu. Jafnvel í landbúnaðin- um er ljóst, að viðhorf hafa gjörbreytzt. Bændur gera sér nú betri grein fyrir því en áður, að þeir hljóta að taka tillit til að- stæðna á markaðnum og í vaxandi mæli beina þeir sjálfir spjót- um sínum að milliliðakerfinu og yfirbyggingunni í landbúnaðinum eins og sjá mátti t.d. af umræðum um mjólkurbúin fyrir skömmu. í stórum dráttum er óhætt að fullyrða að vegna stöðugleik- ans, sem ríkisstjórnin hefur átt verulegan þátt í að tryggja, og þeirrar endurskipulagningar, sem fram hefur farið í fyrirtækjun- um, sé atvinnulífið nú vel undir það búið að sækja inn í nýtt góðæri á næstu árum. Vonandi gleyma menn þá ekki reynslu undanfarinna ára og kunna fótum sínum forráð betur en á vaxt- arskeiðinu á síðasta áratug. Ríkisstjórnin hefur ekki getað komið í veg fyrir mikla kjara- skerðingu launþega á undanförnum árum en hún hefur þó lagt áherzlu á, að þeir beri þyngstu skattbyrðarnar, sem mestar hafa tekjur. Nú er ljóst, að talsmenn atvinnurekenda telja forsendur fyrir einhverjum kjarabótum í næstu kjarasamningum og verður- því að telja, að það versta sé afstaðið fyrir launþega og að þeir geti horft fram til betri tíðar. Ríkisstjórnin hefur leyst tvö stór viðfangsefni á sviði utanríkis- mála. Annars vegar með samningunum um þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Hins vegar með samningum við Bandaríkjamenn um breytta framkvæmd varnarsamningsins. Hvoru tveggja skiptir höfuðmáli bæði til þess að tryggja áfram- haldandi stöðugleika í utanríkismálum okkar og til þess að tryggja aðgang að mörkuðum í Evrópu fyrir útflutningsvörur þjóðarinnar. Stærsta málið, sem ríkisstjórnin hefur ekki ráðið við að fullu eru ríkisfjármálin, þótt ekki fari á milli mála, að ákveðinn árang- ur hefur náðst. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sagði m.a.: „Það er staðfastur ásetningur ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, draga úr ríkisút- gjöldum og skapa skilyrði fyrir lækkun skatta er fram líða stund- ir.“ Þetta hefur ekki tekizt og spurning, hvort nokkur von var til þess, að það gæti tekizt við þær erfiðu aðstæður, sem hér hafa ríkt á undanförnum árum. A hinn bóginn batnar hagur ríkis- sjóðs með batnandi hag þjóðarbúsips og þá skiptir máli, að þing- menn og ráðherrar sleppi ekki fram af sér beizlinu og auki út- gjöld heldur haldi fast við þá aðhaldsstefnu, sem fylgt hefur verið þrátt fyrir allt Það fer tæpast á milli mála, að við erum á leið út úr krepp- unni, þótt búast megi við að sú þróun gangi hægt fyrir sig. Þorskstofninn er enn í lágmarki og framundan er erfitt fiskveiði- ár, en það er ljósglæta framundan. Auðvitað má að mörgu finna og það veldur t.d. vonbrigðum, að ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að beijast fyrir þeim grundvallarbreytingum í sjávarút- vegi, sem Morgunblaðið hefur mælt með á undanförnum árum með gjaldtöku fyrir aðgang að takmarkaðri auðlind þjóðarinnar. En það breytir ekki því, að í öllum megindráttum miðar þjóðarbú- skapnum fram á við. FIMMTÍU ÁR FRÁ HRUIMIÖLFU ÖLFUSÁRBRÚIN eftir að annar burðarstrengurinn slitnaði 6. september 1944. Vörubíllinn í ánni er sá s Bíll Jóns Ingibergs lenti í hyldýpinu, rétt fyrir framan og sökk umsvifalaus Barst óðfliiga með straumnum á hjólbarða Samgöngur á Suðurlandi voru í molum eftir að brúin yfir Olfusá lét undan þunga tveggja vörubíla árið 1944. Bílstjóramir voru einir í bílunum og komst annar strax á þurrt. Hinn háði hins vegar hatramma baráttu við straum- harða ána og bjargaðist á undraverðan hátt af sjálfsdáðum. Orri Páll Ormarsson rifjar þennan fágæta atburð upp. Skorið var á helstu lífæð sam- gangna á Suðurlandi þegar gamla Ölfusárbrúin, fyrsta stórbrúin sem byggð var á íslandi, gaf sig undan þunga tveggja vörubfla aðfaranótt 6. september 1944. Ökumennimir voru einir í bíl- unum sem steyptust í ána þegar annar burðarstrengur brúarinnar slitnaði. Öðrum varð ekki meint af en hinn lenti í bráðum lífsháska en bjargaðist giftusamlega af eigin rammleik. Eftir hildarleikinn hékk brúin uppi á hinum strengnum og var því ekki til stórræðanna. Mann- virkið var reist árið 1891 og hafði því haft stórvægilega þýðingu fyrir samgöngur í liðlega hálfa öld. Meiri- hluti allra mjólkurflutninga til Reykjavíkur hafði farið um brúna, þorri bænda á Suðurlandi leiddi fé sitt til slátrunar yfir hana auk þess sem ýmsar nauðsynjar voru fluttar í báðar áttir daglega. Aðvaranir höfðu verið gefnar Ölfusárbrúin var nokkuð farin að láta á sjá árið 1944. Mikil umferð árin á undan hafði stuðlað að auknu sliti og dregið úr burðarþoli hennar. Aðvaranir höfðu verið gefnar út um vorið og ítrekaðar um sumarið. Bann- að var að aka meira en einum bíl í einu yfir brúna. Þá takmarkaðist leyfilegur þungi við sex tonn og var lagt fyrir bílstjóra á stórum fólksbíl- um að láta farþega ganga yfir brúna. Aðvaranir voru festar upp beggja vegna árinnar. Bílarnir sem reyndust brúnni um megn voru báðir í eigu Kaupfélags Árnesinga og voru notaðir í mjólkur- flutninga fyrir Flóabúið. Voru þeir á austurleið. Annar var vörubíll af venjulegri stærð, hlaðinn trétexi en hinn stór Dodge með tóma mjólkur- brúsa á pallinum. Minni bíllinn hafði orðið vélarvana skammt frá Reykja- vík og var sá stærri fenginn til að draga hann austur. Vörubílstjórarnir tveir, Jón Ingi- bergur Guðmundsson og Guðlaugur Magnússon, voru vel meðvitaðir um boð þau og bönn sem giltu um um- ferð á brúnni. Þeir brutu því heilann um stund á vesturbakka Ölfusár. Niðurstaðan varð sú að fyrst búið var að draga þróttlausu bifreiðina alla þessa leið væri hart að láta brúna hefta för. Þeir tóku því sameiginlega ákvörðun um að minni billinn skyldi dreginn yfir hana. Fljótlega dró til tíðinda. Það var Jón Ingibergur, tvítugur piltur, sem var undir stýri á dráttar- bílnum og lýsti hann reynslu sinni í samtali við Morgunblaðið daginn eft- ir. „Það sem næst skeði skifti engum togum. Jeg fann að bíllinn kastaðist til og tók loftköst, en nokkur gnýr heyrðist um leið. Augnabliki síðar var jeg í ánni.“ Nyrðri burðarstreng- urinn hafði slitnað. Bíll Guðlaugs lenti á grynningum í ánni, nálægt vesturbakkanum. Bílstjórinn gat því vaðið í land og varð ekki meint af volkinu. Lenti í aðalálnum Jón Ingibergur var ekki jafn lán- samur. Bíll hans lenti í aðalálnum en þar er strengur mikill og hyl- dýpi. Jón taldi að bíllinn hefði komið niður á stýrishúsþakið í árbotninum. Hann hefur því snúist í straumnum því hann staðnæmdist á réttunni. Jón lagði í fyrstu til atlögu við framrúð- una með berum hnefum. Það dugði ekki þar sem framendi bílsins snéri upp í strauminn. Honum lánaðist á hinn bóginn að smeygja sér út um dyragluggann vinstra megin á bíln- um. Jón barst fljótt upp á yfirborðið eftir að hann var laus úr prísund- inni. Kom hann auga á mjólkurbrúsa á floti í grenndinni og náði tangar- haldi á gripnum. Takið á brúsanum var hins vegar slæmt og vildi hann snúast úr höndum Jóns í straumið- unni. Það varð svaðilfaranum til

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.