Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 27
SÁRBRÚAR
Morgunblaðið/Jón Sen
em kom niður á grynningarnar.
slysið. Hann slapp ómeiddur að kalla
úr þessari helför. Hafði einungis
skurð á höfði, sem hann hefur annað
hvort fengið við fallið í ána eða þeg-
ar hann braust út úr bílnum.
Saga Jóns er látlaus. Blaðamaður
Morgunblaðsins fyrir hálfri öld sá
hins vegar ástæðu til að bæta við
frásögnina af afrekinu. „Jón virðist
ekki gera sjer ljóst, að hann hefir
unnið fádæma þrekvirki, af tvítugum
manni að vera. En honum er ekki
fisjað saman piltinum þeim,“ og
áfram heldur hann: „Afrek Jóns mun
verða talið þrekvirki hið mesta og
getur enginn gert sjer ljóst, hve mik-
ið það er, nema sá, er sjeð hefir
aðstæður allar og beljandi jökulvatn-
ið, þar sem Jón flaut í ánni.“
Það verður að teljast mesta mildi
að ekki fór verr þegar Ölfusbrúin
gaf sig. Dagana á undan höfðu bílar
hlaðnir fólki farið um hana. Slysið
vakti hörð viðbrögð víða um land og
voru menn á einu máli um að slíkt
mætti ekki endurtaka sig. Sam-
gönguörðugleikarnir sem sköpuðust
í kjölfar slyssins voru ofarlega á
baugi og skoraði Alþingi m.a. á ríkis-
stjómina að bæta þegar úr erfiðleik-
unum sem hrun brúarinnar olli og
láta hefja þegar í stað byggingu
nýrrar brúar yfir Ölfusá. „Skal gerð
og styrkleiki brúarinnar miðast við
hinar hraðvaxandi flutningaþarfir,
er þar koma til greina,“ segir í þing-
sályktunartillögunni. Þingmenn Ár-
nesinga voru fyrstu flutningsmenn.
Mannfólkið fær ýmsar skvettur
á lífsleiðinni
Jón Ingibergur stendur nú á sjö-
tugu og er búsettur á Selfossi. Hann
Morgunblaðið/Jón Sen
JÓN Ingibergur Guðmundsson daginn eftir hrakningarnar í Olf-
usá. „Það var settur einhver klútur á höfuðið á mér. Ég hafði
rekið mig einhvers staðar í og það losnaði skinn á kollinum. Ég
var alveg þrælfrískur því það gerir ekki svo mikið til þótt það
blæði svolítið úr manni.“
happs að varadekki bíls-
ins skaut upp við nef-
broddinn á honum.
Dekkið reyndist hið
prýðilegasta flotholt og
var aukinheldur þjálla
en brúsinn. Bárust þau
Jón óðfluga með
straumnum niður ána og
allt í einu tók dekkið að
snúast. Bílstjórinn ríg-
hélt sér í felguna. „Var
jeg ýmist undir eða ofan
á dekkinu og þá fyrst
saup jeg dálítið af vatni.
Mun jeg þá hafa verið í
hávaðanum sem er fyrir
vestan Selfossbæinn."
„En brátt tók vatnið
að lygna og ferðin að
hægjast,“ sagði Jón árið 1944. „Sá
jeg þá í tunglsljósinu, að jeg var úti
í miðri á og virtist mjer vera jafn
langt til beggja árbakkanna. Tók jeg
þá að synda með fótunum, en sleppti
samt ekki taki á dekkinu. Synti jeg
í áttina til eystri bakkans og komst
brátt til lands.“
Fádæma þrekvirki
Jón kom á land um 300 metrum
fyrir neðan túnið á Selfossi og gekk
þaðan upp að Selfossbænum. Þar
varð á vegi hans maður á hlaðinu.
„Háttaði jeg ofan í rúm á Selfossi.
Fekk kaffi og brennivín og hresstist
brátt,“ varð Jóni að orði daginn eftir
•f-
segir að slysið hafi ekki
haldið fyrir sér vöku á
lífsleiðinni. „Menn
sleppa oft tiltölulega vel
frá því sem virðist vera
efni í eitthvað déskoti
slæmt. Svo gerist eitt-
hvað sem virkar ekki
svæsið og það kostar líf-
ið.“ Hann segist hafa
verið jafn góður eftir og
það hafi verið fyrir öllu.
„Mannfólkið fær ýmsar
skvettur á lífsleiðinni.
Ég fékk þessa.“ Jón man
ekki til þess að hafa
komist í annan eins lífs-
háska á þeim fimmtíu
árum sem liðin eru frá
volkinu í Ölfusá, eða
hvað? „Hvenær er maður í lífsháska
og hvenær ekki?“
Að mati Jóns eyddi óhappið öllum
efa um að byggja þyrfti nýja brú
yfir Ölfusá. Það telur hann hafa
verið lán í óláni. Brúin stóðst augljós-
lega ekki tímans tönn. En skyldi leik-
urinn vera að endurtaka sig? „Ég
er ekki viss um að brúin sem leysti
þá gömlu af hólmi og nú flytur
umferð yfir Ölfusá, þjóni nútíman-
um,“ segir Jón fimmtíu árum eftir
að hann hafði svo náin kynni af
ánni. Honum þykir brúin ekki flytja
umferð nógu greiðlega án þess þó
að hann óttist að hún hrynji undan
álaginu.
Jón Ingibergur
fimmtíu árum
eftir slysið.
ÁÆTLUÐ DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM BERKLA 1990-1999
K
'-\ J
N-AMÉRÍKíf
22.000
A-EVROPA:
302.000
\
A-AS1A&
KYRRAHAF:
7.162.000
N-AFRIKA
&MIÐ-
AUSTURLÖND:
2.917.000
- ÁSTRALÍA&
NÝJA SJÁLAND:
| 2.000
X
S-ASÍA &
SA-ASÍA:
12.300.000
MIÐ-&
S-AMERÍKA:
1.210.000
AFRfKA
sunnan
SAHARA:
5.945.000
„Algerleg’a ónauð-
synlegiir faraldur“
Enginn smitsiúkdómur kostar fleiri mannslíf
*
en berklar. I tímaritinu World Watch var
nýlega fjallað um sjúkdóminn, sem spáð er
að leggi 30 milljónir manna að velli á ára-
tugnum sem er að líða.
Berklar, sjúkdómur sem margir
tengja einangruðum heilsu-
hælum fyrr á öldinni, hefur
skotið upp kollinum að nýju.
Enginn smitsjúkdómur kostar fleiri
mannslíf, í fyrra létust 2,7 milljónir
manna úr berklum og 8,1 milljón
smitaðist. Er talið að á síðasta ári
hafi um þriðjungur mannkyns, um
1,7 milljarðar verið smitaðir af
berklum en ekki veikst. Búist er við
að þessar tölur fari hækkandi, sér-
staklega í þróunarlöndum, vegna
lyíjaviðnáms berklabaktería og æ
fleiri alnæmistilfella, en alnæmi
brýtur niður ónæmiskerfi líkamans
og gerir hann næmari fyrir smitsjúk-
dómum. Þar sem þekkingin til að
ráða að niðurlögum berkla er fyrir
hendi er þessi faraldur „algerlega
ónauðsynlegur harmleikur“ að sögn
Hiroshi Nakajima, forstjóra Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar (WHÖ).
Berklar hafa færst í vöxt á sama
tíma og aðrir smitsjúkdómar, sem
talið var að hefði tekist að vinna
bug á, svo sem kólera, malaría og
beinbrunasótt, hafa tekið sig upp
að nýju. Þá hafa nýir sjúkdómar,
t.d. alnæmj, skotið upp kollinum.
Þrátt fyrir framfarir í læknavísind-
um, hefur ekki verið ráðið niðurlög-
um smitsjúkdóma og þeir hafa gríð-
arleg áhrif á heilsufar. Á
þeirri hálfu öld sem liðin
er frá uppgötvun sýkla-
lyfja, hafa tilraunir til að
ná tökum á smitsjúkdóm-
um, sem hafa verið þekkt-
ir um aldir, mistekist, ekki
vegna lítillar læknisfræðiþekkingar,
heldur vegna annarrá þátta; svo sem
lélegrar heilsugæslu í mörgum lönd-
um, aukinna ferðalaga og búferla-
flutninga.
Útbreiddari en alnæmi
Endurkoma berklanna er meiri
ógnun en alnæmi, kólera, malaría,
breinbrunasótt og aðrir smitsjúk-
dómar samanlagt. Talið er að tvær
til þrjár milljónir manna hafi smitast
af alnæmi árið 1993, samanborið
við þær átta milljónir—sem talið er
að hafi smitast af berklum.
Talið er að árið 2000 hafi berkla-
smituðum fjölgað í 10,2 milljónir á
14-16 berkla-
tilfejli árlega
á íslandi
ári, sem er 36,6% aukning frá árinu
1990, en þá voru tilfellin 7,5 milljón-
ir. Þrjá fjórðu þessara tilfella má
rekja til lélegra berklavarna, fólks-
fjölgunar og hærri meðalaldurs en
fjórðungurinn er sagður tengsl
berkla og alnæmis. Alnæmi drepur
þær frumur mannslíkamans sem
halda aftur af berklabakteríunni og
hraðar því ferlinu sem breytir berkl-
um úr skaðlausri bákteríu í banvæn-
an sjúkdóm. Er talið að dauðsföllum
af völdum berkla muni fjölga um
sjöttung, í 3,5 milljónir á árinu 2000,
sem þýðir að 30 milljónir manna
muni deyja úr berklum á þessum
áratug. Berklafaraldurinn er orðinn
svo alvarlegur að WHO lýsti yfir
neyðarástandi vegna þeirra í apríl
1993.
Það einfaldar ekki málið að
Bandaríkin og fleiri lönd stríða nú
við afbrigði berkla, sem er ónæmt
fyrir nær öllum lyfjum. Eru þau um
4% allra berklatilfella í Bandaríkjun-
um en dauðsföll af völdum þessara
berkla eru um 50%.
Berast einungis með mönnum
Berklar eru frábrugðnir öðrum
smitsjúkdómum að því leyti að þeir
berast einungis með mönnum en
flestir smitsjúkdómar berast með
moskítóflugum, óhreinu vatni og
rottum. Ónæmis-
kerfið í heilbrigð-
um einstakling-
um er oftast fært
um að einangra
bakteríuna og
gera hana skað-
lausa, en slíkt er kallað „óvirkt“
smit. Sé ónæmiskerfið áfram í lagi
eru aðeins 5-10% líkur á því að sá
sem smitist, veikist af berklum.
Áhættan er mest fyrst eftir smit en
dvínar svo. Sé ónæmiskerfið hins
vegar undir miklu álagi, t.d. vegna
alnæmis, sykursýki, vannæringar
eða lyfjameðferðar við krabbameini,
aukast líkurnar á að menn veikist.
Sá sem er með berkla getur smit-
að aðra með því að hósta, hnerra,
syngja og jafnvel tala. Aðrir þurfa
ekki annað en að anda að sér bakter-
íunni til að smitast. Sé ekki ráðist
gegn smitinu og veitt viðeigandi
meðferð, getur berklaveikur maður
smitað 10-14 manns á ári, jafnvel
fleiri.
Til þess að fólk veikist og smiti
aðra, þarf einhvem hvata fyrir smit-
ið. Lítið er vitað um hvað veldur því
að óvirkt smit verður „virkt“ nema
hvað að lítil hætta er á að heilbrigt
fólk veikist af berklum.
Sjúkdómur fátækra
Yfir 95% berklatilfella árið 1990
voru.í þróunarlöndum, þar af tveir
þriðju í Asíu. Hlutfallið er svo skakkt
vegna þess hversu alnæmi breiðist
hratt úr, heilsugæslu er áfátt og lít-
ið fjármagn til að greiða fyrir með-
ferðina. En berklar eru þó ekki
bundnir við þróunarlöndin, aukning
hefur orðið á tilfellum í Austur-Evr-
ópu, Frakklandi, Spáni, fyrrum Sov-
étlýðveldunum og Bandaríkjunum.
Hér á landi koma um 14-16
berklatilfelli upp árlega, að sögn
Þorsteins Blöndal, berklayfirlæknis
á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
„Umræðan um berklabakteríur sem
veita lyfjaviðnám hefur ýtt undir
ótta fólks við berkla en hingað til
hefur aðeins eitt tilfelli af slíkum
berklum komið upp hérlendis og það
var hægt að lækna.“
Þegar byrjað var að gera berkla-
próf í skólum uppúr 1930 reyndust
50% tólf ára barna jákvæð á berkla-
prófi. Nú er talan um 1 af hveijum
1.000. „Nánast engir undir tvítugu
eru sýktir af berklum en því eldra
sem fólk er, því algengara er að það
mælist jákvætt," segir Þorsteinn.
90% læknast
Þökk sé nútímalyfjum er hægt
að fá ódýra, virka meðferð við berkl-
um. Hún byggir á einlyfjameðferð
fyrir þá sem eru sýktir en fjórum
lyfjum fyrir þá sem eru
með berkla. Lyfin lækna
um 90% smitaðra séu þau
gefin á hveijum degi í sex
til tólf mánuði. Taki
sjúklingar þau ekki stöð-
ugt eða ljúki þeir ekki
Um 10%
berklasmit-
aðra fá berkla
meðferðinni, er hætt við að lyfja-
viðnám myndist hjá berklabakter-
íunni sem þolir þá meiri lyfjagjöf,
eða verður jafnvel ólæknandi.
í Kína er kostnaðurinn við að
lækna einn sjúkling aðeins um 900
kr. ísl. og flestum þróunarlöndum
er kostnaðurinn undir 2.000 kr. ísl.
í Bandaríkjunum kostar allt að
690.000 kr. að lækna berklaveikan
mann og hafi hann veikst af berklum
sem veita lyfjaviðnám, getur kostn-
aðurinn farið upp í tæpar 14 milljón-
ir kr. Um allan heim gæti meðferð
þegar í upphafí komið í veg fyrir
12 milljón dauðsföll á næsta áratug
og sparað háar fjárhæðir.