Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 06.09.1994, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ■4“ Björn Einars- ' son fæddist í Óspaksstaðaseli 28. desember 1918. Hann Iést á Borgar- spitalanum 27. ág- úst sl. og hafði þá átt við vanheilsu að stríða hin síðustu misseri ævinnar. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Björnsdóttir og f Einar Elíesersson frá Óspaksstaða- seli. Þar voru þau að hluta til alin upp og þar bjuggu þau lika sina stuttu búskapartíð. Systkinin voru sjö: Þuríður, hún dó 1932, 15 ára gömul, Björn, Halla Inga, Jónas, Ingimar, Ingibjörg og Ingvar, þau tvö síðastnefndu dóu í frumbernsku. Björn kvæntist Gertrud Einarsson 21. janúar 1950. Hún kom frá Þýskalandi vorið 1949. Þeim varð ekki barna auðið. Heimili þeirra hefur alla tíð verið í Reykjavík. Björn var í vinnu- mennsku í Hrútafirði á sínum • yngri árum, en hóf störf hjá Vegagerð ríkisins 1940 og vann þar það sem eftir var starfs- ævinnar. Vann hann á jarðýtum víða um land en síðustu árin vann hann í áhaldahúsi Vega- gerðarinnar í Borgartúni í Reykjavík. Björn verður jarð- sunginn frá Askirkju í dag. SUMRI hallar, húmar að kveldi og haustið nálgast. Árstíðirnar taka við hver af annarri, fylla árin hvert af íöðru, er síðan svífa á eilífðarbraut. Mannsævin líður ótrúlega fljótt. Enginn stöðvar tímans þunga nið. Fyir en varir er ævidagur að kveldi kominn. Kynslóðir koma og fara og við sem komin erum á efri ár sjáum með söknuði á eftir samferðafólkinu sem óðum er að kveðja og bíðum sjálf eftir kvaðningunni örlagaríku. Þessi elskulegi bróðir minn, sem hér verður minnst, náði reyndar 75 ára aldri, að vísu eigi mjög hár aldur, en þó ásættanlegur, miðað við þá fjölmörgu, er falla í valinn löngu fyrir aldur fram. Hér fáum við engu um þokað, en æskilegt hefði verið að fá að njóta návistar hans að ein- hveiju marki talsvert lengur. Hann var fæddur í Óspaksstaða- seli, Staðarhreppi í V-Hún. Selið, eins og það var ævinlega kallað, var lítið heiðarbýli innst í hreppnum og mjög afskekkt. Þangað lá enginn vegur, þar var hvorki rafmagn né sími og húsakostur sjálfsagt í lág- marki. Sveitir landsins voru æði þétt setnar og fólkið varð að lifa að meginhluta á því er fósturjörðin gaf af sér. Þó ótrúlegt megi virðast var þama tvíbýli, í efri bænum bjó Jón, bróðir pabba og Sesselja, systir mömmu. Þama var háð hörð lífsbar- átta er byggðist á bjartsýni og dugnaði, en því miður bmstu framtíðarvonir. Ban- vænn sjúkdómur hélt innreið sína í litlu bæ- ina og miskunnarlaus dauðinn í kjölfarið, heimtaði í sinn hlut helming heimilisfólks- ins, húsmæður á báð- um búum og fimm böm. Eitt hafði móðir okkar misst í fæðingu og lífi hennar var bjargað naumlega. í efri bænum lifði einn drengur af þremur og hann er Elíes- er Jónsson, flugmaður. Við systkin- in fjögur náðum fullorðinsaldri og virðist tilviljun hafa ráðið hver lifði og hver ekki. Þetta mikla áfall varð húsbændum ofraun, heimilin voru leyst upp. Á vordegi árið 1935 héldum við svo öll burt að heiman, börnum var komið fyrir hjá vinum og vanda- mönnum. Bjöm var elstur okkar systkina, orðinn 16 ára. Hann gat hæglega unnið fyrir sér, og fór til Guðrúnar móðursystur sinnar að Kolbeinsá í Bæjarhreppi. Til fróð- leiks má geta þess að í Selinu var búið allt til ársins 1943. Þangað gengum við 20 saman sl. sumar og tylltum okkur niður á tóftabrot, sem eitt sinn voru veggir að lágum bæ. Ef mættu þau mæla gætu þau flutt tvíþætta sögu, að öðrum þræði um hamingju og hetjudáð og svo aftur á móti um mannraunir og brostnar vonir. Björn varð strax dugandi maður, réð sig innan tíðar sem vinnumann til ijögurra systkina er bjuggu fyrst á Bæ og síðar á Valdasteinsstöðum í sömu sveit. Fulltíða maður fór hann síðan að stunda vegavinnu og helgaði Vegagerð ríkisins alla sína starfskrafta til lokadags. Á þessum árum er hann hóf störf, var tæknin að ryðja sér til rúms, ný tæki komu til sögunnar og leystu af hólmi hakann og skófluna. Hann fékk í sínar hendur jarðýtu er hann stjómaði með kunnáttu og leikni og bera þjóðvegir landsins víða vott um snilldarhandbragð hans. Vorið 1949 kom hingað til lands hópur þýsks fólks til landbúnaðar- starfa. Kona ein, Gertrud að nafni, var ráðin að Silfrastöðum í Skaga- fírði. Bjöm var á þeim slóðum að vinna það sumar. Þau kynntust, felldu hugi saman og gengu í hjóna- band 22. janúar 1950. Það var beggja gæfuspor. Þau stofnuðu lítið heimili á Rauðarárstíg 5, en brátt vom færðar út kvíamar, vegagerð- armenn tóku höndum saman og byggðu raðhúsalengju við Laugalæk og þar fengu þau hús númer 21. Þar eignuðust þau afar notalegt heimili og bjuggu þar um áraraðir. Hann var afar natinn við uppbyggingu og viðhald á húseign sinni. Þeim hjónum varð því miður eigi bama auðið og MIIMNINGAR var það afar bagalegt, því bamgóð vom þau með afbrigðum. Tíðar ferðir áttu litlu frændsystk- inin til þeirra, því ganga mátti að því sem vísu að ævinlega væri til eitthvað gómsætt í litla munna. Þau vom mjög gestrisin og nutu þess að veita. Margra þorrablóta má minnast, þá var glatt á hjalla og veitt af mikilli rausn. Bróðir minn hafði mikið yndi af söng, var lagviss og naut þess innilega í góð- vinahópi að taka lagið. Mjög ofar- lega á söngskránni hans var hið hugljúfa lag og ljóð eftir Friðrik Hansen, sem einnig var vegagerð- armaður, „Ætti ég hörpu hljóma þýða“. Það kom að því að þau seldu Laugalæk 21 og keyptu afar nota- lega íbúð á Kleppsvegi 120 og voru búin að búa þar á annan áratug þegar yfir lauk. Mikil breyting hefur orðið á, hann er horfinn okkur bless- aður og hörpuhljómarnir hljóðnaðir. Við sitjum eftir með trega í hug og hjarta, en afar hlýjar minningar um þennan geðprúða og ljúflynda mann er öllum vildi gott gera. Elsku Gertrud, þinn harmur er mikill og söknuður sár, við biðjum góðan Guð að varðveita þig og styrkja. Innilegar þakkir og samúðar- kveðjur eru hér með færðar frá fjöl- skyldu okkar í Ástralíu, sem beinir hlýjum hugsunum á heimaslóðir þessa dagana. Enn fremur vottum við öllum syrgjendum samúð með ósk um huggun og styrk. Elsku bróðir og mágur, við þökk- um þér samfylgdina gegnum lífið. Blessuð verði minning þín. Ingimar og Matthea. Við systkinin ólumst upp á af- skekktum bæ, Óspaksstaðaseli, fremsta býli við Hrútaljarðará, hjá foreldrum okkar og föðurömmu. Bróðir minn fór strax að vinna sem barn að aldri. Man ég hann fara með heybandslest af engjum heima í Óspaksstaðaseli og vissi ég að slíkt hið sama gerði hann á næsta bæ vegna vinnuskipta. Vel má vera að bróður mínum hafi tæp- lega tekist að jafna þá nágranna- hjálpsemi sem við nutum, en víst er að viljann átti hann nógan. Innan við fermingu flutti hann úr kaupstað á tveimur reiðingshest- um slátur og annað sem með þurfti. Farið var fetið því myrkt var orðið þar sem leiðin lá fram bakkana austan megin Hrútafjarðarár. Hann lagði af mörkum mikið starf sem bam og unglingur til hjálpar heimilinu, sem kom okkur systkinun- um til góða sem yngri vomm. Glað- sinna og smáhrekkjóttur við mig, Jonna bróður, sem fylgdi honum til kinda eða með hross í haga. Vorið 1935 flytjumst við öll frá Óspaksstaðaseli. Bjössi er þá á sext- ánda ári. Hann skilur aleiguna eftir frammi á dalnum, veturgamla gimb- ur, stóra og gula á lagðinn. Hann vistast hjá móðursystur okkar, Guð- rúnu, og manni hennar, Guðbirni, sem bjuggu þá á Kolbeinsá í Bæjar- hreppi. Síðan fór hann til systkin- anna Guðrúnar, Jóns og Guðlaugar, sem þá bjuggu að Bæ og síðan á V aldasteinsstöðum. Árið 1940 verða þáttaskil í ævi Bjössa. Hann ræðst í vinnu til Vega- gerðar ríkisins og var vegagerðar- maður í rúmlega 50 ár. Dagur var að kveldi kominn, þegar hann kvaddi vinnufélagana í áhaldahúsi Vegagerðarinnar í Borgartúni. Vorið 1940 eða litlu síðar er hann farinn norður á Stóra-Vatnsskarð í Ijölmennan vinnuflokk er Jóhann Hjörleifsson stjómaði. Hef ég það fyrir satt að fyrstu jarðýtunni sem Vegagerðin keypti og notuð var við vegalagninguna hafi Bjössi stjórnað fyrir norðan. Mestur hluti starfsins um langa ævi var á ýtum Vegagerðarinnar, mismunandi að stærð og útbúnaði. Heyrnarhlífar voru í fyrstu óþekkt- ar. Varla hefur miðstöð til upphit- unar verið í fyrstu ýtunni. Þessi tæki endastungust og hjuggu á misjöfnu landi. Ekkert ijaðraði til að draga úr ójöfnunum. Bjössi vann víða hjá Vegagerðinni við að ýta upp vegum, á Norðurlandi, Hellis- heiði, en síðasta stórverkið sem hann vann við, var vegur yfir Skeið- arársand. Eitt sinn vann hann að vegi á vestanverðu Vatnsnesinu. Verk- stjóri hans var Friðrik Hansson, Sauðárkróki. Hann er þekktur með- al annars fyrir ljóðagerð. Eitt sum- arkveld um helgi biður Friðrik Bjössa að aka sér á jeppanum hans út að Hindisvík því sig langi til að hitta að máli sr. Sigurð Norland. Jú, það var velkomið. Fyrir ofan túngarð stoppar Bjössi bílinn og býst til að bíða eftir verkstjóra sín- um. Sennilegt er að Friðrik hafi skilið verkstjóratitilinn eftir í sæti sínu, en skáldið Friðrik gengur heim tröðina að Hindisvík. Sólin er að síga í hafið. Húnaflóinn gtitrar mis- munandi sterkum litum. Bjössi syngur með sinni viðfelldnu dimmu röddu kvæði skáldsins sem nýverið var gengið til stofu í Hindisvík: Ætti ég hörpu hljóma, þýða, hreina. mjúka gígjustrengi. Til þín myndu lög mín líða, leita þín er einn ég gengi. Prestinum lágu einnig Ijóð á tungu og Friðriki varð skrafdijúgt við hann, með veig í glösum, skáld- um samboðin. Við sólris nýs dags snúa þeir félagar heim í hin hvítu tjöld sem stóðu í beinni röð og sneru öll skörum til sömu áttar. Þetta sumar var eiginkona Björns, Ger- trud Einarsson, ráðskona í vega- vinnuflokknum. Nú skal litið til baka, til vorsins 1949. Þá kom hójiur af þýsku æsku- fólki hingað til Islands til að vinna við landbúnaðarstörf. Vorið var síð- búið. Fannir í byggð um Jónsmessu. En hin bjarta vornótt var fólkinu framandi en fögur. í hópnum voru systkini, Gertrud og Georg. Gertrud réðst að Silfrastöðum í Skagafirði. Bjössi vann þá við akstur á vörubíl, sem hann átti að jöfnu á móti öðrum manni. Hann sá meðal annars um aðdrætti til vinnuflokksins á Stóra- Vatnsskarði. Þar kynnast Gertrud og Björn og hún flyst til Reykjavík- ur síðla árs 1949. Þau ganga í hjóna- band 21. janúar 1950. Þeim varð BJORN EINARSSON t Móðir mín, tengamóðir og amma, t Ástkær eiginkona mín, EVA SKAFTADÓTTIR, HALLFRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR, Skólabraut 3, Dalbraut 23, Seltjarnarnesi, Reykjavík, andaðist á heimili okkar sunnudaginn 4. september sl. lést í Borgarspítalanum 3. september. Ólöf Helga Guðmundsdóttir, Hjalti Harðarson, Gunnar Óskarsson. Magniis Benediktsson. t t Astkær stjúpfaðir okkar, Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJARTUR CECILSSON, EIRÍKA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Grundargötu 17, áður Hafnargötu 42, Grundarfirði, Keflavík, andaðist á heimili sínu 4. september. andaðist sunnudaginn 4. september á Garðvangi í Garði. Kristín M. Guðmundsdóttir, Anna Þorgrímsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Hólmfríður og Árni Þ. Þorgrímsson, Ingunn L. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hraundfs Guðmundsdóttir. ekki barna auðið. Þau heija búskap á Rauðarárstíg 5 og búa þröngt. Þar kom að nokkrir vinnuféiaganna hjá Vegagerðinni bindast samtökum og byggja raðhús við Laugalækinn. Gertrud og Bjössi eru í þeim hópi. Þar eiga þau heimili meginhluta síns búskapar. Síðasta áratuginn eða svo áttu þau heimiii á Kleppsvegi 120. Gertrud vann alltaf utan heimilis, lengst af hjá Kirkjusandi hf. í fisk- vinnslunni og ávann sér viðurkenn- ingu í starfsgreininni. Hún hélt heimili af miklum mynd- arskap. Oft þurfti Gertrud að búa Bjössa að heiman til lengri tíma og stundum án nokkurs fyrirvara, t.d. þegar hann þurfti í stórhríðarveðrum að fara til hjálpar fólki sem sat fast í bílum sínum í byggð en þó fremur á heiðum uppi. Gertrud vissi á stund- inni hvað bóndi hennar þurfti í að klæðast og hvað þurfti af mat og aukafatnaði. Það mun engum dylj- ast, sem til þekkja að Gertmd annað- ist bróður minn frábærlega vel. Af alhug skal það nú þakkað hér með. Við þessi þáttaskil vottum við Stella þér samúð í sorg þinni, Ger- trud. I vitund okkar geymum við minningu um drengskaparmann. Jónas Einarsson. Minningar okkar um Bjössa frænda em mjög ánægjulegar. Það var tilhlökkunarefni hjá okkur systk- inunum þegar von var á Bjössa og Trúll í heimsókn til Borðeyrar. Þau vora þá að koma í heimsókn til ætt- ingjanna á Borðeyri, Einars afa og Siggu Eila systur hans og gistu þá ævinlega hjá okkur. Það var gaman að fá þau norður því Bjössi var svo iðinn við að spjalla við okkur krakk- ana og ennþá duglegri við að stríða okkur á sinn góðlátlega hátt. Og hvað er skemmtilegra að áliti bama en frændi sem nennir að atast í þeim. Svo komu þau hjónin ævinlega með eitthvert góðgæti, ávexti og sæl- gæti, úr Reykjavíkinni sem við sveitakrakkamir höfðum jafnvel ekki smakkað fýrr. Eins var alltaf gaman að koma til Bjössa og Trúll í stóra húsið þeirra í Laugalæknum, en þangað vorum við oft boðin ef við vorum á ferðinni í Reykjavík. Og veitingarn- ar sem þau buðu upp á, þær voru ekki af verri endanum, bæði góðar og rausnarlegar. Eftir vel útilátið matarboð rölti Bjössi svo með okkur systkinin í ísbúðina hinum megin við götuna og bauð öllum ís. Við í sparifötunum því að sjálfsögðu vor- um við í sparifötunum í Reykjavík- urferðum. Þótti okkur mikið til þessa koma. Við þökkkum Bjössa frænda fyrir vinsemdina og glettnina og vottum Trúll samúð okkar. Systurnar frá Borðeyri. Hann elsku Bjössi frændi er dá- inn. Ég vil fyrir hönd okkar systkin- anna þakka Bjössa fyrir öll liðnu árin og í minningunni var hann kærleiksríkur, skemmtilegur og umfram allt stríðinn frændi sem okkur öllum þótti svo vænt um. Þeir voru ófáir ísarnir sem hann gaf okkur systkinunum í gegnum ára- tugina og síðast núna í sumar feng- um við systurnar að njóta þess að fá ís hjá þeim Bjössa og Gertrud, konu hans, þó svo að við séum komnar á miðjan aldur. Elsku Bjössi, takk fyrir að hafa leyft okk- ur að njóta samvista við þig svo lengi og elsku Gertmd, Guð styrki þig í þínum söknuði. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mín- um, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur 23:1-6.) Jóhanna Ingimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.