Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 31

Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 31 BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR + Brynhildur Þórarinsdóttir, Miðleiti 5, Reykja- vík, fæddist á Hjaltabakka í Aust- ur-Húnavatnssýslu 14. maí 1905. Hún lést í Borgarspítal- anum 29. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Sigríður Þor- valdsdóttir, f. 10. desember 1875 á Hjaltabakka, d. 17. maí 1944, og Þór- arinn Jónsson, bóndi og alþing- ismaður, fæddur i Geitagerði i Skagafirði 6. febrúar 1870, d. 5. september 1944. Systkini Brynhildar: Þorvaldur, f. 1899, kvæntur Ragnheiði Bryiyólfs- dóttur frá Ytri-Ey, bæði látin. Ingibjörg, f. 1903, ekkja eftir Óskar Jakobsson, bóhda, búsett í Reykjavík. Aðalheiður, f. 1905, ekkja eftir Magnús Gunn- laugsson, lireppstjóra og bónda á Ytra-Ósi, Strandasýslu. Skafti, f. 1908, d. 1936, var kvæntur Sigurbjörgu Sigurðar- dóttur frá Skuld í Vestmanna- eyjum. Sigríður, f. 1910, dáin 1957, ógift. Jón, f. 1911, bjó á Hjaltabakka með konu sinni, Helgu Stefánsdóttur sem nú er dáin, búsettur í Reykjavík. Her- mann, f. 1913, d. 1965, útibús- stjóri Búnaðarbankans á Blönduósi, kvæntur Þorgerði Sæmundsen, Blönduósi. Magn- ús, f. 1915, listmálari í Reykja- vík, kvæntur Vilborgu Guð- bergsdóttur. Þóra, f. 1918, d. 1947, var gift Kristjáni Snorra- syni, bifreiðastjóra á Blöndu- ósi. Hjalti, f. 1920, fv. prófessor við Háskóla íslands og for- stöðumaður handlæknisdeildar Landspítalans í Reykjavík, kvæntur Ölmu Thorarensen, lækni. Brynhildur, giftist 18. október 1930 Jóni Lofts- syni, stórkaup- manni, f. 11. des- ember 1891 á Mið- hóli í Sléttuhlíð, Skagafirði, d. 27. nóvember 1958. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Hávallagötu 13. Brynhildur og Jón eignuðust sex börn, þau eru: Ingi- björg, f. 22. októ- ber 1930, gift Árna Björnssyni, þau eru bæði látin. Börn þeirra eru Bjöm Einar, Brynhildur Jóna, Asgeir Þór og Jón Loft- ur. Sigríður Þóranna, f. 20. ágúst 1933, gift Ásgeiri Guð- mundssyni. Börn þeira em Brynhildur, Ingibjörg og Mar- grét. Loftur, f. 10. apríl 1937, kvæntur Ástu Hávarðardóttur. Börn þeirra era Jón Sigurður og Ingibjörg. Katrín, f. 9. september 1941, fráskilin. Börn eru Sigurlaug Anna, Hanna Lilja og Hjördís Hildur. Gunn- hildur Sigurbjörg, f. 20. desem- ber 1944, gift Gunnari M. Hans- syni. Böm þeirra eru Guðrún Björk og Hilmar. Þórarinn, f. 19. apríl 1947, kvæntur Önnu Kristínu Þórðardóttur. Börn þeirra em Brynhildur, Þórður Heiðar, Jón Sigurður og Krist- inn Hrafn. Afkomendur Bryn- hildar og Jóns em alls 35. Að loknu námi í Kvennaskólanum á Blönduósi flutti Brynhildur til Reykjavíkur þar sem hún starfaði hjá tveimur fjölskyld- um þar til hún giftist árið 1930. Frá þeim tima var heimilið hennar vinnustaður. Utför Brynhildar fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag. BRYNHLDUR Þórarinsdóttir frá Hjaltabakka, tengdamóðir mín elskuleg, hefur kvatt þennan heim. Hún lést á nítugasta aldursári á Borgarspítalanum eftir nokkurra mánaða legu og langvarandi van- heilsu. Það er skammt á milli bæjanna í Austur-Húnavatnssýslu, Torfa- lækjar, þar sem afi minn og amraa, Jón Guðmundsson og Ingibjörg Björnsdóttir, bjuggu og Hjalta- bakka, þar sem Þórarinn Jónsson og kona hans, Sigríður Þorvalds- dóttir, bjuggu. Þeir liggja í þjóð- braut rétt við Blönduós og það sést á milli þeirra. Talsvarð samskipti voru á mili húsbænda þessara bæja og að sjálfsögðu þekktust börnin veh í byijun aldarinnar bjuggu flestir landsmenn í sveitum og víða var margt um manninn. Þessi heimili voru ekki undantekning. Á Hjalta- bakka voru börnin ellefu og á Torfa- læk átta sem öll fæddust um eða upp úr aldamótunum. Það er sér- kennileg tilviljun að nálægt hálfri öld síðar skyldu barnabörn hjón- anna á Hjaltabakka og Torfalæk hittast og fella hugi saman. Brynhildur ólst upp í þessum stóra systkinahópi og tók þátt í öll- um störfum úti og inni sem til féllu á heimilinu eins og algengt var á þeim tíma. Þar þurftu allir að taka til hendi enda var ekki vélvæðingu til að dreifa og sveitastörf því erfið- ari en nú tíðkast. Enda þótt Þórar- inn væri alþingismaður var engu ríkidæmi til að dreifa og heimilið stórt. Hann dvaldi langdvölum að heiman vegna þingstarfa og liggur því í augum uppi að öll bústörf lögð- ust á herðar Sigríðar og barnanna. Á þessum árum var hin almenna skólaganga ekki löng og ekki al- gengt að senda börn til mennta. Kom það oftast í hlut drengja að fá slík tækifæri en stúlkum var alla jafna ætlað annað hlutverk. Börn- unum á Hjaltabakka var séð fyrir kennslu í heimahúsum auk þess að sækja hinn almenna skóla til að undirbúa þau enn betur undir fram- haldsnám eða störf. Brynhildur átti þess ekki kost að fara í framhalds- nám og harmaði það síðar á lífsleið- inni. Leiðin lá þá í Kvennaskólann á Blönduósi áður en hún fór til starfa til Reykjavíkur, 22 ára göm- ul. Þar kynntist hún Jóni Lofts- syni, stórkaupmanni, og gengu þau í hjónaband árið 1930. Það munu vera um 44 ár síðan ég bankaði fyrst upp á á Hávalla- götu 13 til að hitt Sirrý, mína heitt elskuðu. Það var gott að koma á Hávallagötuna þar sem Brynhildur og Jón Loftsson höfðu búið sér og fjölskyldunni glæsilegt heimili. Þar var og samastaður margra ætt- menna um lengri eða skemmri tíma. Þau voru samhent í því að hlúa að bömum sínum í aðbúnaði og upp- eldi og var séð til þess að þau fengju þá umönnun og menntun sem hug- ur þeirra stefndi til. Jón Loftsson var þekktur athafnamaður og brautryðjandi í verslun og iðnaði. Hann stofnaði hið landsþekkta fyr- irtæki Jón Loftsson hf. árið 1927 og Víkurfélagið hf. 1937 er hann rak til dauðadags, 27. nóvember árið 1958, en hann féll þá frá að- eins 67 ára að aldri. Á fyrri árum þessarar aldar var alsiða að starfsvettvangur kvenna væri innan veggja heimilisins. Svo var einnig hér enda börnin mörg og heimilið stórt. Heimilishaldið og uppeldi barnanna sex hvíldi því að langmestu leyti á herðum Brynhild- ar, heimilið og börnin var hennar vettvangur. Brynhildur var einstök móðir og húsmóðir og er óhætt að segja að hún hafi helgað börnum og heimili allt sitt líf og hvort tveggja fórst henni frábærlega vel úr hendi. Fáir voru jafningjar henn- ar í matargerð, hvort heldur um var að ræða hversdagsmat eða há- MINNINGAR tíðamat og eru ógleymanleg jóla- boðin þegar allar fjölskyldurnar söfnuðust saman og nutu veislu- matar og samvista. Hún var ekki mikið gefin fyrir margmenni enda hlédræg að eðlisfari en fjölskyldan átti hug hennar allan, þar leið henni best. Fyrstu tíu hjúskaparár okkar Sigríðar bjuggum við á Hávallagöt- unni og höfðum þá að sjálfsögðu mikið samneyti við fjölskylduna á efri hæðinni. Er mér efst í huga þakklæti til þeirra fyrir ómetanlega hjálp og elskulegheit á þessum fyrstu hjúskaparárum okkar og alla tíð síðan. Það var ekki ónýtt fyrir eldri dætur okkar að fá tækifæri til að alast upp í nálægð afa og ömmu og annarra í fjölskyldunni. Þær nutu þess í ríkum mæli að vera í návist Brynhildar og Jóns. Þær voru ófáar ferðir litlu hnokk- anna upp stigann til að heimsækja ömmu sína sem ætíð gat glatt þær með spjalli, spilum eða einhveiju góðgæti og svo var meðan heilsan leyfði. Öll muna barnabörnin eftir trakteringum ömmu og langömmu sinnar sem hún bauð ætíð fram af mikilli rausn fram til síðustu stund- ar. Böm og barnabörn fóm ekki varhluta af hugulsemi hennar og höfðingsskap á hátíðum eða afmæl- isdögum. Hún mundi eftir þeim öll- um allt til síðustu stundar og aldrei var skorið við nögl. Á kveðjustund leita á hugann óteljandi ánægjustundir og ljúfar minningar liðinna ára; á Hávalla- götunni, í sumarbústaðnum á Þing- völlum, á ferðalögum og á heimilum fjölskyldunnar. Tíminn hefur liðið og mörg hin síðari ár átti Brynhildur við van- heilsu að stríða. Af einstökum dugnaði hélt hún reisn sinni og heimili fram til hins síðasta og neit- aði að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Eftir að Jón féll frá, og ekki síst í langvarandi veikindum, hafa börn hennar sýnt móður sinni sérstaka umhyggju og ástúð og vakað yfír hveiju skrefi hennar í mörg ár og þá ekki síst síðustu mánuðina. Brynhildur kom á Borgarspítal- ann í apríl sl., á deild 5-B og lá þar til hinstu stundar. Mér er einkar ljúft að koma á framfæri þakklæti til hjúkrunarfólks á deildinni fyrir frábæra umönnun, lipurð, vinsemd og velvilja. Blessuð sé minning um yndislega konu. Ásgeir Guðmundsson. Elsku amma, sem var mér svo kær og góð, er dáin. Mér eru efst í huga þakkir fyrir öll árin sem við áttum saman, allar götur frá því að mér tókst fyrst að laumast upp stigann til hennar á Hávallagöt- unni. Amma var alltaf til staðar heima hjá sér í hlýju stofnunum og við ilmandi eldhúsið, reiðubúin að gefa sínum nánustu af sjálfri sér. Barnabörnin lærðu eitt af öðru að laumast upp stigann til ömmu. Allt- af var tími fyrir athygli, hlý orð, notalegt spjall og góðgæti í munn- inn. Hún kenndi okkur að spila á spil, leggja. kapla, las fyrir okkur og sagði okkur sögur á meðan við horfðum hugfangin á hana galdra fram leista eða vettlinga af pijónun- um sínum eða töfra fram heima- búið góðgæti. Það var eins og hún væri til fyrir okkur og þrátt fyrir annríki dagsins var eins og við ættum alltaf alla hennar athygli. Amma fylgdist með hveijum og einum meðlimi fjölskyldunnar af einlægni og alúð, mundi afmælis- daga allra í fjölskyldunni og færði rausnarlegar gjafír og þurfti ekki tilefni til. Merkustu gjafirnar eru þó þær sem hún gaf af sjálfri sér, sem við geymum í hjarta okkar og varðveitum í minningunni. Amma var falleg kona, virðuleg og vel klædd en frábað sér tildur. Hún var alvörugefin en hlý, óeigin- gjörn og ósérhlífin, af gamla skól- anum. Hún helgaði sig húsmóður- starfinu og stýrði heimilinu af myndarskap og rausn svo eftir var tekið. Börn og nánasta fjölskylda var það sem skipti hana mestu. Það voru forréttindi að fá að al- ast upp í húsinu hennar við Hávalla- götuna og fá síðar að byija sinn eigin búskap þar og horfa á eftir fyrsta baminu laumast upp stigann til langömmu. Það er huggun harmi gegn að við munum eiga þess kost að laum- ast aftur upp stigann í hlýjan faðm ömmu þótt síðar verði. „Guð mun ávallt gæta þín, ég aldrei gleymi þér.“ Brynhildur Ásgeirsdóttir. Amma mín er dáin. Samt er svo stutt síðan ég var hjá henni. Ég var barn í húsinu hennar ömmu á Hávailagötunni. Það var gott að eiga ömmu á efri hæðinni. Hún tók mig með niður í bæ; við keyptum ís, skoðuðum í glugga og ókum um í strætó. Amma hafði alltaf nægan tíma. Hún las fyrir mig Tarzan apafóstra, Andrés önd og Lísu í Undraiandi og gat spilað lönguvitleysu og Marías tímunum saman. Þá átti hún ruggustól og pijónaði vettlinga og ég var viss um að hún yrði a.m.k. hundrað ára. Svo flutti ég og svo hún og þegar ég kom til hennar um helgar var haldin veisla. Seinna fækkaði gisti- nóttunum og gönguferðunum. Heimsóknir til ömmu voru áfram fastur liður í tilverunni, en aðstæð- ur okkar breyttust. Hún þurfti að- stoð, ég fékk vasapeninga fyrir þrif og snatt. Aldurinn færðist yfír og heilsunni hrakaði. Amma fór minna og minna út, en lifði fyrir heimsókn- ir barnanna. Fjölskyldan var henni allt. Amma mín var falleg kona. Það var gott að koma til hennar. Þar var ró. Og amma mín var stolt kona, sjálfstæð og hélt fast við sitt. Hún hafði ákveðnar skoðanir og fylgdist mjög vel með, hvort sem um var að ræða fjölskylduna, stjómmálin eða heimsmálin. Hún var óhagganleg. Þegar amma hafði skoðun á einhveiju máli, þá stóð sú skoðun. Þegar amma hafði tekið ákvörðun, þá stóð sú ákvörðun. Við vorum kannski ekki alltaf sammála, en það kom ekki að sök, við deildum ekki. Það versta sem amma gat hugs- að sér var að vera ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Hún gat ekki hugsað sér að eyða ævikvöldinu á stofnun. í vor lagðist amma inn á spítala. Hún fann hvert stefndi og tók, eins og hún sagði, sitt líf í sín- ar hendur. Daginn fyrir lýðveldisaf- mælið ákvað amma mín að deyja. Hún kvaddi með virktum og þakk- aði fyrir allt. Hún sagði líka fyrir um framtíð mína. Þau orð geymi ég vel. Kveðjustundin var erfið. Og löng. Þrátt fyrir allt var erfítt að sætta sig við skilnaðinn. Krafturinn þvarr smátt og smátt og undir lok- in var hún of máttfarin til að tala. Það síðasta sem hún sagði var „til hamingju" á afmælisdaginn minn, tveimur dögum áður en hún dó. Lífsþrótturinn var líkamanum yfír- sterkari lengi vel. Amma lá rúmföst heilt sumar áður en hún fékk endan- lega hvíld. Amma mín var ekkja í 36 ár. Leiðis afa míns vitjuðum við oftast saman á jólunum. Næstu jól kem ég með tvö kerti á leiðið, fyrir afa og ömmu. Nú er hann ekki lengur einn. Ég á ömmu minni margt að þakka. Sem betur fer fékk ég tæki- færi til þess að þakka henni áður en hún dó. Brynhildur Þórarinsdóttir. Mánudaginn 29. ágúst hringdi Sirrý frænka rnín til mín og til- kynnti mér lát móður sinnar. Það kom mér ekki á óvart, þar sem hún hafði dvalist á Borgarspítalanum í allt sumar og verið þungt haldin. Svo ég veit að hvíldin var kærkom- in, en söknuðurinn sá sami. Svo nú er komið að kveðjustund, elsku frænka mín, og ég get ekki fylgt þér síðasta spölinn vegna ijar- vistar minnar en hugur minn verður með þér. Ég horfi út um gluggann minn og sé að blómin smáfölna, það er að koma haust og sumarið að kveðja alveg eins og þú. Ég læt hugann reika langt aftur í tímann og minnist ógleymanlegra stunda með þér. Mér er efst í huga þegar þú hringdir til mín, 1948 að mig minnir, og baðst mig að koma suður og vera hjá þér. Þú varst að fara með manni þínum og elstu dóttur til Ameríku. Þú áttir ekki heimangengt frá bömum þínum. Það var ekki lítið traust sem þú , sýndir mér, ungri stúlku, sem þú þekktir ekki mikið nema bara sem frænku og ætla að trúa mér fyrir þessum fallega hópi. Fyrir mig, sveitastúlku, var það eins og að koma í höll þegar ég kom á heimilið þitt, þvíiíka dýrð hafði ég aldrei séð. Allt var svo fínt og fallegt hvert sem litið var, allt í röð og reglu. Börnin voru svo fal- lega klædd, prúð og yndisleg og tóku mér öll vel. Það var ekki vandi að hafa ofan af fyrir þeim. Svo rann upp eins stærsta stund á mínum unglingsámm og það var þegar þú komst til baka með út- breiddan faðminn, kát og hress að sjá allan hópinn þinn eins og þú x skildir við hann. Þú kallaðir mig upp á loft og ég man að ég hélt að ég hefði ekki staðið mig í stöð- unni, en það var öðru nær. Þú þakk- aði rmér fyrir og réttir mér þennan líka forláta gaberdin-frakka, há- tíska í þá daga, og spurðir hvort ég vildi máta. Frakkinn passaði al- veg og var minn — ekki nóg með það, heldur komstu með margt fleira og réttir mér. Þar sem ég hafði aldrei eignast annað eins þá brast ég í grát og við föðmuðumst v og þar myndaðist okkar fyrsta vin- átta. Mér fannst ég sú alfínasta í bænum og frakkann átti ég í mörg ár og það veitti mér talsvert sjálfs- traust að fá svona þakklæti. Svona varstu elsku frænka, alltaf stór- rausnarleg og allt gert í hljóði, helst vildir þú ekki láta vita ef þú gerðir öðrum greiða. Ég man líka sem bam þegar ég var hjá ömmu og afa á Hjaltabakka þegar komu sendingar frá þér, allt góðgæti sem ekki var til annars staðar. Þvílík hátíð. Alltaf varstu hlý og góð þegar ég heimsótti þig. Alltaf var fínt og hreint í kringum þig. Alltaf geislaði frá þér góð- mennsku og hlýju. Alltaf varst þú sú fallegasta og glæsilegasta, alveg til síðasta dags. Alltaf gerðir þú gott úr öllu. Aldrei hallmæltir þú nokkrum manni. Aldrei smakkaðir þú vín eða reyktir. Þú varst ein sú besta fyrirmynd sem ég hef átt og margt lærði ég hjá þér. Þú varst hlédræg og helg- aðir heimilinu og bömunum alla þína krafta, enda fékkst þú það endur- goldið frá þeim. Þau voru þér trú og traust, vöktu yfir þér og yfirgáfu þig ekki allt þar til yfir lauk. Þú varst auðug kona, eins og þú sagðir oft sjálf, að eiga þessi heil- brigðu og fallegu börn, svo komu _ bamabörn. Er til betri guðsgjöf? Það hefur aldrei fallið skuggi á okkar vináttu og ég kveð þig með miklum trega. Eg veit að þér líður vel og þú ert horfin leiðina sem við öll föram og ég veit að kærleikur og friður guðs umvefur þig. Minning þín verður ávallt ofar- lega í mínum huga. Ég votta börnum þínum og öðr- um aðstandendum samúð mína. Hvíl í guðs friði, elsku frænka. Sigríður Þorvaldsdóttir. LEGSTEINAR H€lLUHRflUNI 14, HAFNARPIRÐI, SlMI 91-652707

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.