Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 39

Morgunblaðið - 06.09.1994, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR AFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 39 FRÁ vinstri: Ágúst Guðmundsson, Þorgeir Pálsson, flugmála- stjóri, Sigursteinn Stefánsson og Björn Gunnarsson. Dregið í getraun Flugmálastj órnar Á FLUGDÖGUM 8.-13. ágúst sl. kynnti Flugmálastjóm starfsemi sína í tilefni af því að nú eru liðin 75 ár síðan flug hófst á íslandi. Þúsundir gesta kynntust starf- semi Flugmálastjórnar þessa ág- ústsdaga og bauð stofnunin gestum sínum að taka þátt í auðveldum getraunaleik enda var svör við þremur fjölvalsspurningum að finna á sýningarsvæðinu. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir rétt svör, glæsilegar kennslubækur fyrir einkaflugpróf á íslensku sem Flugmálastjórn gefur út. Á fjórða þúsund manns spreytti sig á getrauninni. Þeir sem fengu verðlaun vom Ágúst Guðmundsson, Austurbrún 24, Reykjavík, Björn Gunnarsson, Funafold 26, Reykjavík, og Sigur- steinn Stefánsson, Reykjavík. Flugmálastjóm þakkar þeim fjöl- mörgu einstaklingum sem tóku þátt í getrauninni. ■ BJÖRGUNARSVEIT Ingólfs er nú að byrja vetrarstarfið af full- um krafti og leitar eftir nýjum fé- lögum í sveitina. Björgunarsveit Ingólfs er ein af 90 björgunarsveit- um Slysavarnafélags íslands og er eina Reykjavíkursveitin sem sinnir bæði sjó- og landútköllum. Björgun- arsveitin skiptist í þijá megin- flokka: Landflokk, sjóflokk og bíla- flokk. Nýliðar eru þó aðeins teknir í land- og sjóflokk, Kynningarfund- ur vegna nýliðastarfsins verður haldinn í kvöld kl. 20 í Gróubúð, Grandagarði 1, Reykjavík, og er allt ungt fólk sem náð hefur 17 ára aldri, stelpur sem strákar, velkomið. ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 7. september. Kennt verður frakl. 20-23 og eru kennsludagar 7., 8., 12. og 13. sept. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. en skuldlausir félagar í RKÍ fá 50% afslátt. ■ HÓPÞJÁLFUN fyrir gigtar- fólk hefst á vegum Gigtarfélags Islands 14. september nk. í boði verða sérstakir hópar fyrir fólk með slitgigt, vefjagigt, iktsýki og hryg- gikt, auk blandaðra hópa fyrir fólk með ýmsa gigtarsjúkdóma. Einnig verða hópar, sem fá þjálfun í sund- laug. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Gigtarfélagi íslands 7., 8. og 9. september milli kl. 13 og 15. ■ HVERFAFÉLAG Reykjnvík- urlistans í Breiðholti heldur stofn- fund sinn þriðjudaginn 6. september í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi. ASGEIR BJARNASON FYRIR neðan túnið í Ásgarði er allstór stapi sem talinn er bústaður huldufólks. Það er gömul þjóðtrú að ganga á Ásgarðsstapa eftir vissum settum reglum gefi óskum, bornum upp á stapan- um, byr til farsældar. Hvað sem þessari þjóð- trú líður hefur starfs- ferill afmælisbarnsins verið farsæll og má með sanni segja að hann hafi verið óska- barn sinnar sveitar. En farsæl lífsganga hefur verið erilsöm, því að á hans herðar hafa lagst ótrúlega margvísleg skyldustörf. Auk þess að vera stór- bóndi, póst- og símstöðvarstjóri, hreppstjóri, sýslunefndarmaður og í framkvæmdanefndum fyrir flestar framkvæmdir í héraðinu, var Ás- geir þingmaður Dalamanna 1949- 1959 og þingmaður Vesturlands frá 1959-1978. Á löngum þingferli sín- um gegndi hann ótal trúnaðarstörf- um, var m.a. forseti Sameinaðs þings um tíma, í Norðurlandaráði, í stjórn Búnaðarbankans, í Rann- sóknaráði svo ekki séu nefnd þau fjölmörgu störf sem hann innti af hendi fyrir bændasamtökin. Af þessari upptalningu, sem hvergi er tæmandi, gæti ókunnugur gert sér í hugarlund að Ásgeir hafi sóst eftir völdum, en svo er ekki. Hann er einfaldlega yfirburðarmað- ur og þess vegna þótti mönnum sem málum væri ekki vel fyrir komið nema Ásgeir stæði í stafni. Maður á borð við hann er stór af sjálfum sér og verkum sínum. Sjálfur er hann lítillátur og hógvær, en það sem gerir hann jafn töfrandi og raun ber vitni er yfirvegun hans, rósemi og kímnin sem aldrei er langt undan. Hann er öfundsverð- ur, ekki fyrir það að hafa safnað auði sem mölur og ryð fær grand- að, heldur fyrir það sem meira er og gulli betra, góðan orðstír. Frá því ég man fyrst eftir að hafa lagt eyrun við stjórnmálaum- ræðu hef ég ávallt heyrt talað um afmælisbarnið með sérstakri virð- ingu og hlýju. Það eru ekki mörg ár síðan ég kynntist honum per- sónulega. Það var ekki fýrr en í kosningabaráttu fyrir tæpum fjór- um árum. Þá bankaði ég fyrst upp á í Ásgarði, satt að segja örlítið kvíðin, hvernig skyldi þessi reyndi heiðursmaður taka á móti konu sunnan af Skaga, sem var að stíga sín fyrstu spor sem frambjóðandi til Alþingis? Kvíðinn var óþarfur því þau tóku mér opnum örmum hjónin í Ásgarði. Kvöldstundin hjá þeim var ljósasti punkturinn í kosn- ingabaráttunni. Þá og oft síðan hef ég þegið veislu í Ásgarði, þegið um leið holl ráð af vitrum vörum hús- bænda og fróðleik frá liðinni tíð. Ásgeir var vel undir lífs- baráttuna búinn, sprottinn úr jarð- vegi sem er í jafnvægi við lífíð og tilveruna. Hann fékk hagnýta menntun hérlendis og erlendis sem nýttist honum vel. Ásgeir er fæddur í Ásgarði, Hvammssveit í Dalasýslu, 6. sept. 1914. Foreldrar hans voru Bjarni Jensson hreppstjóri, fæddur árið 1865, dáinn árið 1942 og Salbjörg Jónca Ásgeirsdóttir ljósmóðir, fædd 1871, dáin 1931. Með fyrri konu sinni, Emmu Benediktsdóttur, átti_ Ásgeir tvo syni, Bjarna bónda í Ásgarði, hann er kvæntur Ásdísi Erlu Olafsdóttur, þau eiga fjögur börn og Benedikt, prófessor í félagsvísindum, hann vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Ásgeir missti Emmu þegar dreng- irnir voni barnungir. Í yfir 40 ár hafa þau Ásgeir og Ingibjörg Sigurðardóttir verið gift. Þau eru samhent og þarf ekki að hafa auðugt ímyndunarafl til að sjá að án hennar hefði afmælisbarnið ekki tekið að sér þaufjölmörgu störf sem hann sinnti. í Ásgarð hafa margir átt erindi. Þótt Asgeir hafi fyrir nokkuð löngu dregið sig út úr skarkala stjórnmálanna er mjög gestkvæmt á hans heimili. Það er eitthvað sérstaklega gott sem fylgir bændahöfðingjanum Ásgeiri. Mað- ur hefur það jafnvel á tilfinning- unni þegar gengið er út úr húsinu í Ásgarði að gestum fylgi farsæll byr, eins og þjóðtrúin segir um stap- ann góða í túninu í Ásgarði. Kæri Ásgeir. Með þakklátum huga sendi ég þér og fjölskyldu þinni innilegar hamingjuóskir í til- efni dagsins. Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um ókomin ár. Ingibjörg Pálmadóttir. bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. UNDIRBORÐSOFN HM 10 W Blástursofn 5 stillingar Grill og blástursgrill KR. 39.700,- GMSBm KÆLISKÁPUR MF. 140 Kælir: 131 lítrar Frystir: 7 lítrar Hæð: 85 cm Breidd: 50 cm Dýpt: 56 cm KR. 29.200,- fcfeÉfciiEmBi5ib SKiptiborö 41000, 641919 csmsaEmims caamiiÆflaai Hólf og gólf, afgreiósla 641919 mmm Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiösla 629400 Almenn afgreiösla 689400, 689403 Grænt númer 996410 KR. 14.900,- HELLUBORÐ IP 04 R W 4 steyptar hellur itölsk heimilistæki í KRINGLUNNI A Hótel Islandi. Frumsýning 10. sept. Miða- og borðapantanir á Hótel islandi í síma 687111. SÖNGSMIÐJAN Geisladrif Hljoðkort frákr. 17.900,- ^BOÐEIND- Austurströnd 12. Sími 612061. Fax 612081 V________________/ VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 r 0 2.123.558 Z. 4af5lí m 369.122 3. 4af5 60 10.612 4. 3af5 3.024 491 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.614.184. upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002 E 35. Icikvika, 3-4. scpt 1994 Nr. Leikur:_______________Röð'ut: 1. Göteborg - Helsingbrg 1 - - 2. Norrköping - Örebro - X - 3. UMF.A - Luleá - X - 4. Vasalund - Sirius 1 - - 5. Elfsborg - Oddevold 1 - - 6. GAIS - Kalniar FF - - 2 7. Notts Cnty - Swindon - - 2 8. Port Vale - Luton - - 2 9. Reading - MiUwali - X - 10. Southcnd - Oldham 1 - - 11. Sunderland - Wolves - X - 12. Tranmcrc - ShelT. Utd 1 - - 13. Watford - Middiesbro - X - IleildarvinningsupphseAin: 80 milljón krónur 13 réttir: 1.644.400 1 kr. 12 réttir: F 38.020 1 kr. 11 réttir: f 3.160 1 kr. 10 réttir: [ 770 1 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.