Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens r r si&cubtK. xkípH'( \ Sit ppfcu haJLanum. ) Grettir SncJtt íyoi þefr* þv Ljóska Smáfólk Þú ættir að skrifa um eitthvað ánægjulegt. UJRITE S0METHIN6 THAT YOU KNOIU U/ILL MAKE EVERYONE HAPPY.. Skrifaðu eitthvað sem þú veist að gerir alla ánægða... The cat left the room. Kötturinn fór út úr herberginu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylg'avík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Osönn ummæli um Búðakirkju Frá Þráni Bjarnasyni: LAUGARDAGSMORGUNINN 27. ágúst sl. heyrði ég pistil í útvarpinu þar sem kona var að gagnrýna þjón- ustuleysi við ferðamenn vítt og breitt um landið. Kom hún víða við. Ég verð að viðurkenna að sumt af þessum aðfinnslum hennar áttu við rök að styðjast en annað túlkað frá einni hlið málsins og þá ekki ígrundaðir til hlítar állir mála- vextir. Mest snerist þessi gagnrýni um þörf ferða- manna um þjón- ustu á hinum ýmsu sviðum og opnunartíma sölubúða og stofnana sem ferðalangar hafa hug á að sjá þeg- ar þeim þóknast að bera þar að garði. Meðal þeirra staða sem konan sá ástæðu til að gagnrýna voru Búðir á Snæfellsnesi. Þar fannst mér ekki tekið á málum af sann- girni því að ég held að það sé nú almannarómur þeirra sem þar koma að vel sé að málum staðið og að umgengni og aðbúnaður á staðnum sé til fýrirmyndar. Það sem þó fær mig sérstaklega til að gera athugasemdir við þennan pistil konunnar eru ummæli hennar um Búðakirkju. Þar hafði hún í frammi sleggjudóma sem ekki áttu við rök að styðjast. Hún fullyrti að kirkjan væri alltaf lokuð. Þetta mál er mér vel kunnugt og skylt þar sem við hjónin höfum haft umsjón með Búðakirkju frá því að hún var endurreist á árunum 1984-1986. Það hefir aldrei hvarfl- að að mér að til mála kæmi að hafa kiijuna opna hverjum sem þar vill fara inn án nokkurs eftirlits. Að Búðum kemur mikill fjöldi fólks að sumrinu og af fenginni reynslu er það álit okkar að eftirlitslaus aðgangur að kirkjunni myndi valda skemmdum á henni og munum hennar. Ég fyllyrði að útlit og um- gengni í kirkjunni væri ekki svo góð sem raun ber vitni ef hlustað væri á kröfur pistlahöfundar og annarra um eftirlitslausan umgang um kirkjuna. Ég vil spyija þessa aðila hver eigi að bera kostnað sem hlytist af því að hafa mann að staðaldri í kirkj- unni til þess að opna hana fýrir ferðamönnum. Fámennur söfn- uður getur það ekki og ég kem ekki auga á þann aðila sem tilbúinn væri til þess að taka þann kostn- að á sig. Það hafa verið gefin út kort af kirkjunni sem boðin hafa verið til sölu þeim sem komið hafa í kirkju- an. Ékki verður þó sagt að þetta gefi vonir um teljandi tekjur fyrir kirkjuna. Of margir hrista höfuð neitandi þegar þeim eru boðin kort- in. Sá háttur hefir verið hafður á að kona mín hefir verið flesta laug- ardaga og sunnudaga í kirkjunni til þess að sýna ferðafólki hana. Auk þess, hefír öllum beiðnum verið sinnt um að opna kirkjuna ef leitað hefír verið til okkar í því efni, hve- nær sem er vikunanr. Það hefir sem sagt aldrei verið neitað um þá fyrir- greiðslu. Ég vísa því alveg á bug þeirri staðleysu að Búðakirkja sé alltaf lokuð, enda er sú raunin að árlega skrá sig um eitt þúsund manns í gestabók kirkjunnar. ÞRÁINN BJARNASON, Hlíðarholti, Snæfellsnesi. A ríkið að stunda skemmtanahald? Frá Ólafí Haukssyni: ÞAÐ er í hæsta máta óeðlilegt, að þegar fólk kemur sér þægilega fyrir í Háskólabíói til_ að hlusta á Sinfóníuhljómsveit íslands, þá skuli það kosta almenning tæpar 5.700 kr. á hvern einstakling í salnum. Tónleikagesturinn borgar rúm- ar 1.000 kr. fyrir ánægjulega kvöldstund, en allir hinir, sem ekki koma, safna í sjóð (ríkissjóð) þeim 5.700 krónum sem upp á vantar. Fólk sækir sinfóníutónleika til að skemmta sér. Engin ástæða er til þess að ríkið (við) greiðum kostnaðinn við þessa skemmtun. Síst af öllu er ástæða til þess á tímum þegar ríkissjóður er með 10 milljarða króna halla. Þeir sem áhuga hafa á að skemmta sér íneð því að fara á sinfóníutónleika eiga að borga fyr- ir það sjálfir. Ekkert réttlætir þátt- töku ríkisins í slíku tónleikahaldi, ekki frekar en að ríkið styðji við annað skemmtanahald. Sígildum tónlistarflutningi á ís- landi er engin hætta búin þótt rík- ið hætti að reka sinfóníuhljóm- sveit. Nú þegar er mjög fjölskrúð- ugt tónlistarlíf hér á landi, sem ríkið tekur engan þátt í að styðja. Ef sinfónískt tónleikahald leggst af (sem ég efa stórlega) við það að ríkið hætti stuðningi sínum, þá er annaðhvort ekki nægilegur áhugi einstaklinganna á því að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.