Morgunblaðið - 06.09.1994, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
IVAKORTALISTI
Dags. 6.9. ’94. NR. 166
5414 8300 0310 5102
5414 8300 3163 0113
5414 8300 3164 7117
5414 8301 0494 0100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
5413 0312 3386 5018
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.,
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.:
4507 4100 0004 4934
4507 4500 0021 1919
4507 4500 0021 6009
4507 4500 0022 0316
4543 3718 0006 3233
4548 9018 0034 2321
ÖLL ERLEND KORT
SEM BYRJA Á:
4550 50** 4560 60**
4552 57** 4941 32**
Aigreiðslufólk vinsamlegast takið crfangreind
toft úr umfefð og sendið VISA íslandi
sundurklippt.
VERÐUUIN kr. 5000,-
tyrir að klðfesta kort og visa á vágest.
Álfabakka 16-109 Reykjavik
Si'mi 91-671700
^.........
Hefurþú áhuga
áenglum
Ef svo er, þá viltu áreiðanlega kynnast
bandaríksu „englakonunni"
KARYN MARTIN-KURI.
Hún verður á (slandi dagana
9,- 15. september og heldur:
FYRIRLESTUR UM VERNDARENGLA
á Hótel Loftleiðum föstudagskvöldið 9. september kl. 8.30.
NÁMSKEIÐ: HVERNIG GETUR ÞÚ BREYTT LÍFI ÞÍNU MEÐ
AÐST0Ð ENGLANNA í sal SVFR við Háaleitisbraut 10. og 11.
september kl. 10—17.30 báða daga.
EINKATÍMA: TENGSL VIÐ VERNDARENGIL
í versluninni Betra Líf.
Forsala aðgöngumiða, skráning á námskeið og
nánari uppiýsingar er að fá í versluninni Betra Líf í
Borgarkringlunni í síma 811380. Nýaldarsamtökin.
Blomberg hkut
hin eftirsóttu,
alþjóðlegu IF
verðkun fyrir
framúrskarandi
glæsilega og
vandaða eldavél
á stærstu iðn-
sýningu Evrópu
í Hannover í
Þýskakndi. 586
framleiðendur frá
25 löndum kepptu
um þessa eftirsóttu
viðurkenningu.
Við bjóðum 6 gerðir
eldkvék á verði
frá aðeins
kr. 55.955*
Að auki bjóðum við
mikið úrval af
helluborðum og
innbyggingarofnum
frá Blomberg
*Staðgreiðsluafsldttur er 5%
Eldavélunum fylgir námskeiö
í meðferð þeirra og matreiðslu
í matreiðsluskóla Drafnar.
Einar
Farestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 622901 og 622900
Þjónusta i þina þágu
ara
Veldu verðlaunatækin fró
Blomberq
ÍDAG
Farsi
0LV/U.PA
leioa
01994 Farcut Cartoont/Dittrifaulad by Ikrfvereal Prast Syndicale
WA/S6^£S/c<50CT«A4T
„ Muflditéu eftir oð fyUcu ó,? "
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
A r n a r s « n
Eftir upprunalegt pass, hef-
ur vestur vömina með því
að spila ÁKD í tígli. Það
segir sína sögu um háspilin
sem eftir eru.
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♦ ÁDG93
V G
♦ G74
♦ KG109
Suður
♦ 852
V ÁKD10983
♦ 62
♦ 5
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 3 lauf Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Suður trompar þriðja tíg-
ulinn og íhugar málið. Það
liggur ljóst fyrir að austur
er méð spaðakóng og laufás.
Laufdrottningin gæti verið
hvoru megin sem er, en í Ijósi
þess að stundum opna menn
á 11 punkta er austur þó lík-
legri til að halda á drottning-
unni. En það er í sjálfu sér
fínt. Hjartagosinn í borðinu
tryggir að hægt er að vinna
tvo slagi úr lauflitnum með
trompsvíningu. Að því at-
huguðu, spilar sagnhafi laufi
á níuna. Austur drepur á
ásinn og trompar út. Hvað
nú?
Það er ekkert annað að
gera en spila laufkóng og
trompa lauf í þeirri von að
drottningin falli þriðja úr
vestrinu.
Norður
♦ ÁDG93
V G
♦ G74
♦ KG109
Vestur Austur
♦ 74 ♦ K106
V 765 IIIIH Y 42
♦ ÁKD8 ♦ 10953
4 8432 ♦ ÁD76
Suður
♦ 852
V ÁKD10983
♦ 62
♦ 5
Taka svo niðurstöðunni
með jafnaðargeði og muna
eftir að óska austri til ham-
ingju með frábæra vöm.
E.S. Austur byggir vöm
sína á því að vestur gefi rétta
talningu í laufinu. Ef sagn-
hafí treystir talningunni líka
(og það ætti hann að gera),
þá veit hann að vestur á fjór-
lit. Þar með er borin von að
fella drottninguna.
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Týndir kettir
ÞESSIR tveir kettir, Grettir og Hnoðri, fóru að heim-
an frá sér úr Árbæ fyrir mánuði. Grettir er grá-gulb-
röndóttur en hnoðri grá- og svartbröndóttur en með
hvíta bringu, trýni og fætur. Viti einhver um afdrif
þeirra er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma
873585.
er hann vinsamlega beð-
inn að hringja í síma
50923.
Seðlaveski
tapaðist
BRÚNT, snjáð peninga-
veski með töluverðri upp-
hæð og skilríkjum tapað-
ist á körfuboltaleik við
Vesturbæjarskóla sl.
miðvikudagskvöld. Pen-
ingamir voru aleiga
unglingspilts sem hafði
safnað þeim fyrir skóla-
bókum fyrir veturinn.
Heiðarlegur finnandi vin-
samlega hringi í síma
620432.
Köttur á þvælingi
SVARTUR ólarlaus,
mjósleginn köttur með
hvftan flekk neðan á
hálsi hefur verið á þvæl-
ingi við Svarthamra í
nokkurn tíma. Kannist
einhver við köttinn er
hægt að fá nánari upp-
lýsingar í síma 675848.
Hlutavelta
•1 yis
ÞESSIR drengir söfnuðu 848 krónum nýlega og
færðu Rauða krossinum til styrktar bágstöddum í
Rúanda. Þeir heita Bergvin Oddsson og Halldór
Þorkelsson.
Hver á köttinn?
ÞESSI fallegi köttur hef-
ur verið á flækingi á
Njálsgötu síðan í vetur.
Hann er mjög blíður og
mannelskur og hefur lað-
ast mjög að fólki. Þeir
sem kannast við köttinn
hringi í síma 22841.
Hálsfesti tapaðist
PERLUFESTI tapaðist í
Hafnarfirði 5. ágúst sl.
Hafi einhver fundið hana
Víkveiji skrifar...
Nú er rúmt ár þar til næsti
landsfundur Alþýðubanda-
lagsins verður haldinn. Ljóst er að
Ólafur Ragnar Grímsson verður
ekki endurkjörinn formaður vegna
þess, að skv. flokkslögum er óheim-
ilt að endurkjósa hann einu sinni
enn. Þess vegna eru nú hafnar
umræður á meðal Alþýðubanda-
lagsmanna um eftirmann Ólags
Ragnars.
Þar sýnist sitt hverjum eins og
við er að búast. í Svavars-armi
Alþýðubandalagsins, ef svo má að
orði komast, er ýmist rætt um Svav-
ar Gestsson sjálfan eða náinn am-
verkamann hans og skoðanabróður,
Steingrím J. Sigfússon. Ekki eru
allir sáttir við þær hugmyndir. Á
undanförnum mánuðum hafa marg-
ir Alþýðubandalagsmenn haft á orði
að sicynsamlegt væri að kjósa
Ragnar Arnalds, formann Alþýðu-
bandalagsins á nýjan leik en hann
var kjörinn fyrsti formaður flokks-
ins, eftir að Alþýðubandalagið var
gert að formlegum stjómmálaflokki
árið 1968 aðeins þrítugur að aldri
og gegndi starfinu eins lengi og
flokksreglur leyfðu. Ragnar Arn-
alds er talinn líklegur til þess að
sætta báða arma Alþýðubandalags-
ins.
Þeir, sem telja hins vegar að
meiri endurnýjunar sé þörf hafa
staðnæmst við Margréti Frímanns-
dóttur. Hún er talin ein frambæri-
legasta konan á vettvangi Alþýðu-
bandalagsins um þessar mundir.
Þeir sem til þekkja telja að hún
hafi bæði hæfileika, reynslu og þer-
sónuleika til þess að taka að sér
slíkt forystuhlutverk. Hvað sem
öðru líður er ljóst, að átökin um
eftirmann Ólafs Ragnars eru að
hefjast.
xxx
ótt forráðamenn Norðurtang-
ans á ísafirði vilji ýmist ekk-
ert segja um breytingar á stjórn
fyrirtækisins á nýafstöðnum aðal-
fundi eða láta opinberlega í ljósi
þá skoðun, að um samkomulag sé
að ræða innan fyrirtækisins um
þessar breytingar er ljóst, að valda-
barátta hefur leitt til þeirra.
Isafjarðarhúsin hafa átt við erfið-
leika að etja undanfarin ár eins og
flest sjávarútvegsfyrirtæki á Vest-
fjörðum. Þegar harðnar á dalnum
grípa ungir menn tækifærið til þess
að láta að sér kveða og líklegt má
telja, að það hafi gerzt í Norðurt-
anganum.
XXX
Annars er það til marks um
stöðu frystihúsanna í landinu,
að fyrir skömmu var frá því skýrt
að um 70% eignarhlutur í íshúsfé-
lagi ísfirðinga. hefði verið seldur
fyrir 30 milljónir króna! Hér er um
að ræða eitt helzta fiskvinnslufyrir-
tæki á Vestfjörðum. Þrjátíu milljón-
ir!