Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 4

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þverpólitísk samtök um Evrópusamstarf í UNDIRBÚNINGI er stofnun sam- taka sem eiga að vera vettvangur umræðna og upplýsinga um þátt ís- lands í Evrópusamstarfi. Félagar í öllum stjómmálaflokkum hafa tekið þátt í undirbúningnum og á formleg- an undirbúningsfund í næstu viku verður einnig boðið fulltrúum frá samtökum launþega og vinnuveit- enda. Davíð Stefánsson deildarstjóri og fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur starfað að undirbúningi samtakanna. Hann sagði við Morgunblaðið að hugmynd- in væri að reyna að hafa þau frekar opin og þverpólitísk og þar fari fram fordómalaus umræða um Evrópu- málin. „Við vonumst til að skapa sameiginlegan umræðuvettvang fýr- ir fólk með ólíkar stjórnmálaskoðanir sem er hlynnt öflugri Evrópusam- vinnu. Þetta em viðkvæm mál sem gjaman eru rekin á tilfinninganótum frekar en á rökrænan hátt og við vonumst til þess að þetta félag geti breytt því,“ sagði Davíð. Ekki áróðurssamtök Einn þeirra sem hefur tekið_ þátt í undirbúningnum er Mörður Áma- son en hann hefur starfað mikið í Alþýðubandalaginu. Mörður sagði að á spjallfundi síðasta laugardag hefði verið rætt um að þessi félagsskapur yrði á mjög breiðum gmnni, ef af honum yrði, og hlutverk hans yrði að sjá um upplýsingu og skapa um- ræðuvettvang. Ekki yrði um að ræða áróðurssamtök eða baráttufylkingu fyrir einni lausn á þessum málum. En vill Mörður Ámason að íslend- ingar sæki um aðild að Evrópubanda- laginu? „Ég þori ekki að svara þeirri spurningu rheð jái eða neii á þessari stundu frekar en margir aðrir,“ Morgunblaðið/Ingvar Svipt réttindum fyrir ofsaakstur UNG kona, sem stakk lögreglu af á mótorhjóli á allt að 170 km hraða, var svipt ökuléyfi eftir að hún gaf sig fram á lögreglu- stöðinni á sunnudag. Lögreglan hafði mælt hjólið á ofsahraða á leið vestur Suður- landsveg á leið í bæinn. Stúlkan sinnti ekki stöðvunarmerkjum heldur ók.upp í Breiðholt þar sem hún skildi hjólið eftir og lét sig hverfa. Eftir að lögreglan hafði tekið hjólið í sína vörslu gaf stúlkan sig fram og eftir yfirheyrslur á lögreglustöð var hún svipt öku- réttindum til bráðabirgða. Ekki samið við hljóð- færaleikara EKKI miðaði í samkomulagsátt í deilu lausráðinna hljóðfæraleikara við Þjóðleikhúsið og ríkisins á samningafundi sem haldinn var í gær. Ríkisvaldið lagði á föstudag fram tilboð um hækkun ýmissa kostnað- arliða, s.s. við hljóðfæra, en ekki kemur til greina að hækka grann- kaup að sögn Þorsteins Geirssonar, formanns samninganefndar ríkis- ins. Bjöm Th. Ámason, formaður FIH, er tilboðið með öllu óaðgengi- legt að svo stöddu. Nýr samningafundur hefur verið boðaður í dag klukkan tvö. Verk- fall lausráðinna hljómlistarmanna hjá Þjóðleikhúsinu á að hefjast á miðnætti á morgun. Björn kveðst vilja reyna samningaleiðina til þrautar og ekki sé útséð um að hún verði farin, enda sé verkfall neyðar- úrræði. Hvort af verkfalli verður, muni þó skýrast á fundinum í dag. Skýrsla Hagsýslu ríkisins um heilsugæslustöðvar Vandséð rök fyrir tvenns konar fjárframlagi til reksturs stöðvanna Umhugsunarvert að greiðslur almennings fyrir opinbera þjónustu renni beint til starfsmanna ríkisins FJÁRMAGN til rekstrar heilsugæslustöðva kemur einkum úr þremur áttum, úr ríkissjóði, frá Tryggingastofnun og frá notendum þjónustunn- ar. Greiðslur Tryggingastofnunar renna beint til lækna, sem einnig fá laun úr ríkissjóði og greiðslur frá sjúklingum vegna vitjana. í skýrslu Hagsýslu ríkisins um samanburð á kostnaði við rekstur heilsugæslu- stöðva segir að vandséð séu rökin fyrir því að ríkið greiði rekstur stöðv- anna eftir tveimur leiðum. Engin ástæða sé heldur til þess að hluti rekstrarkostnaðar vegna heilsugæslu sé greiddur af Tryggingastofn- un. Þá verði einnig að teljast umhugsunarvert að greiðslur almennings fyrir opinbera þjónustu skuli renna beint til starfsmanna ríkisins. Hagsýsla ríkisins réðist í samanburðinn sumarið 1992 að tillögu sparnaðarnefndar ríkis- Andlát BRODDIJOHANNES- SON FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI Broddi Jóhannesson fyrrverandi skólastjóri Kennaraskóla íslands lést síðastliðinn laug- ardag á heimili sínu eftir langvarandi veik- indi. Hann var 78 ára að aldri. Broddi var fæddur 21. apríl 1916 að Litla- dalskoti í Lýtings- staðahreppi. Foreldrar hans voru Jóhannes Þorsteinsson kennari þar og kona hans Ingi- björg Jóhannsdóttir. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1935 stundaði Broddi nám í sálarfræði og heimspeki í Kaup- mannahafnarháskóla og lauk hann cand. phil-prófi 1936. Síðan las hann sálarfræði, uppeldisfræði, heinispeki og þýsk fræði við háskól- ann Túbingen í Þýskalandi 1937-38 og í Miinchen 1938-40, en hann lauk doktorsprófí í sálarfræði 1940. Broddi var kennari við Menntaskólann á Akureyri 1936-37 og við Kennaraskóla ís- lands 1941-62. Frá 1962 til 1975 var hann skólastjóri Kennara- skóla íslands og lausa- maður eftir það. Fjöldi rita liggur eftir Brodda, bæði frumsa- minna og þýddra. Broddi var tvíkvæntur. Fyrri eig- inkona hans var Guðrún Þorbjarn- ardóttir, en hún lést 1959. Þau áttu sex börn sem öll era á lífi. Eftirlif- andi eiginkona hans er Friðrika Gestsdóttir og voru þau Broddi barnlaus. stjórnarinnar og var markmiðið að finna mælikvarða, sem nota mætti við eftirlit með starfsemi og ákvörðun fjárveitinga. Allt til ársins 1990 var rekstur heilsu- gæslustöðva í höndum sveitarfé- laga, en ríkið greiddi laun lækna og hjúkrunarfræðinga. í skýrsl- unni segir að þegar málaflokkur- inn var fluttur til ríkisins hafí ekki verið gerð úttekt á starfseminni og kostnaður stöðvanna reynst hærri en ætlað var, einkum vegna þess að útgjaldaliðir sem í raun réttri tilheyrðu heilsugæslunni vora færðir á aðra liði í bókhaldi sveitarfélaganna. Skráningii ábótavant í skýrslunni er m.a. bent á að skráningu upplýsinga hjá heilsu- gæslustöðvum er ábótavant og nauðsynlegt sé að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið marki stenfu um hvaða upplýsingum eigi að safna og með hvaða móti. Eðlilegt sé að fram fari endur- mat á því markmiði 20 ára gam- alla laga, sem heilsugæslustöðvar starfí eftir, að uppfylla þörf allra landsmanna fyrir heilbrigðisþjón- ustu, þar sem því marki sé að mestu náð. Endurmat á skipulagi miði að því að auka hagkvæmni í starfsemi stöðvanna. Hugsanlega mætti sameina heilsugæslustöðvar { stórum héruðum, eða jafnvel í sama kjör- dæmi, undir einni yfirstjórn. Þá mætti athuga hvort ekki mætti breyta einhvetjum stöðvum, þar sem nú starfar einn læknir, í stöð þar sem hjúkrunarfræðingur og annað starfsfólk starfar að stað- aldri, en læknir hefur reglulegan viðtalstíma. Slíkt ætti að vera unnt með bættum samgöngum. Aðrir þættir, sem talið sé rétt að skoða, séu m.a. starfstengsl heilsugæslustöðva við sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina að slík starfstengsl auki hagkvæmni í rekstri stöðvanna. Óhagkvæmt kerfí í Reykjavík Skipulag heilsugæslu í Reykja- vík er sérstakt athugunarefni, seg- ir í skýrslunni. Samanburður við heilsugæslustöðvar utan Reykja- víkur bendi til að það margfalda heilsugæslukerfi, sem rekið sé í Reykjavík, sé óhagkvæmt. Með þessu sé ekki verið að segja að einstakar stofnanir séu óhag- kvæmar, en skortur á samhæfíngu virðist valda skörun í viðfangsefn- um. Þá sæki hluti íbúa í Reykja- vík þjónustu þar sem best henti hveiju sinni. Eðlilegt sé að allir séu skráðir á tiltekna heilsugæslu- stöð og sæki þjónustu þangað nema í undantekningartilfellum. Jafnvel mætti hugsa sé að greidd yrðu hærri komugjöld sé þjónusta sótt á aðrar stöðvar. Hagsýslu ríkisins virðist sem yfírstjóm ríkisins yfír heilsugæslu- stöðvum sé oft meiri í orði en á borði. Starfsmenn stöðvanna séu í mörgum tilfellum enn í starfs- mannafélögum viðkomandi sveitarfélaga og virðist gjarnan líta á sig sem starfsmenn þeirra. í lok skýrslunnar segir að mikil- vægt sé að reyna að samhæfa faglega og fjárhagslega ábyrgð eins mikið og unnt sé. Meginreglan sé þá sú, að sá sem taki ákvörðun beri einnig ábyrgð á þeim kostn- aði sem hún hefur í för með sér. Loðnuskip- in eru hætt veiðum EKKERT loðnuskip er nú á veiðum. Nokkur skip komu inn til hafnar um helgina með slatta. Lítil veiði hefur verið síðustu dagana, en smáskot kom um síðustu mánaðamót. Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls, sagðist gera ráð fyrir að skipin reyni eitthvað áfram að leita að loðnunni, en hann sagði að mörg skipanna væru farin í önnur verkefni, svo sem að veiða rækju og leita að síld. Bræðslu í loðnuverksmiðjunni í Bolungarvík var hætt um helgina vegna hráefnisskorts. Júpiter kom með síðásta farminn til hafnar, um 180 tonn. Skipin hafa síðustu vik- urnar aðallega verið að veiðum norð- ur af Vestfjörðum. Rúmlega 200 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á vertíðin, auk um 30 þúsund tonna frá erlend- um skipum. Þetta er um 50 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Þá datt veiðin niður í lok ágúst líkt og nú. Loðna fór ekki að veiðast aftur fyrr en í febrúar. --------»-♦ ♦--------- Kúðafljóts- brú opnuð næstu helgi SMÍÐI brúar yfír Kúðafljót, Skálm og Djúpabrest er að ljúka og er ráð- gert að brýrnar og vegakaflar í framhaldi af þeim verði opnað fyrir umferð um næstu helgi. í fyrra voru lagðir 4,8 km af bundnu slitlagi og í sumar 10,5 km í tengslum við brúarsmíðina. Þessu til viðbótar var endurbyggður og lagt a bundið slitlag á 16 km langan veg í Eldhrauni. Samtals hefur því verið lagt á bundið slitlag á 31,3 km á þessu svæði. Austan brúanna var einnig lagt bundið slitlag á 6,1 km á móts við -Kirkjubæjarklaustur. Við þessar framkvæmdir styttist hringvegurinn um tæpa 8 km. Veg- urinn frá Reykjavík að Höfn í Horna- fírði er nú allur með bundnu slitlagi að undanskildum 12 km kafla í Ör- æfasveitinni. Brúin yfír Kúðafljót er 302 metra löng en brúin yfir Skálm er 44 metr- ar og brúin á Djúpabresti í Eld- hrauni er 14 metra löng. Kostnaður við gerð Kúðafljótsbrúarinnar er sléttar 100 milljónir kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.