Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
h
Alþjóðaþingi frjálslyndra flokka sem haltlið var hérlendis lokið
Þingið mjög þýðingármikið
ALÞJÓÐAÞINGI fijálslyndra flokka
lauk á Hótel Loftleiðum í Reykjavík
á laugardagskvöld. Framsóknar-
flokkurinn var gestgjafi þingsins,
sem var það stærsta í sögu samtak-
anna til þessa. Halldór Asgrímsson
formaður flokksins sagði að þingið
hefði verið mjög þýðingarmikið fyrir
Framsóknarflokkinn og einnig ís-
lensku þjóðina.
„Okkur hefur tekist að ná sam-
bandi víð fólk og flokka um allan
heim. Og það hefur sannað fyrir
okkur mikilvægi þess að ganga í
Alþjóðasamtök fijálslyndra flokka á
sínum tíma. Nokkir félagar í Fram-
sóknarflokknum voru hikandi að
taka það skref en það hefur reynst
heilladrjúgt," sagði Halldór á blaða-
mannafundj eftir þingið.
Halldór Ásgrímsson var á þinginu
kjörinn einn af varaforsetum sam-
takanna. Steingrímur Hermannsson,
sem áður gegndi því hlutverki, var
valinn heiðursfélagi samtakanna á
þinginu.
Áhersla á afvopnun
David Steel tók við formennsku í
samtökunum á þinginu í Reykjavík.
Steel, sem er 56 ára að aldri, er fyrr-
verandi formaður Fijálslynda flokks-
ins í Bretlandi og stofnandi Fijáls-
lynda demókrataflokksins. Hann
sagði í lokaræðu sinni að það yrði
áfram eitt helsta hlutverk samtak-
anna að grípa inn í hvar sem mann-
réttindi væru fótum troðin. Þá sagð-
ist hann vilja að samtökin legðu
áherslu á afvopnunarmál. Hann benti
á nú kynnu um 900 milljónir manna
ekki að lesa eða skrifa, 80 milljónir
bama fengju ekki að sækja grunn-
skóla og mikið vantaði á að konur
stæðu jafnvætis mönnum hvað lestr-
arkunnáttu varðaði. Ef iðnríkin
drægju úr útgjöldum til hermála um
4% nægði sú upphæð til að fækka
ólæsum um helming, veita öllum
bömum grunnskólamenntun og
mennta komur til jafns við karla.
Áhersla á fríverslun
Aðalviðfangsefni þingsins var
fátækt og atvinnuleysi. Megin-
áherslur ályktunar þingsins voru
að endurskoða þurfi uppbyggingu
velferðarkerfisins með það fyrir
augum að auka áhrif og ábyrgð
einstakiingsins; að fyrrum komm-
únistaríki verði að fá víðtækan
stuðning við að byggja upp mark-
aðshagkerfi og að ftjálslyndir sam-
einist um að hrinda af stað átaki
gegn fátækt með það að markmiði
að koma á fijálsu markaðshagkerfi
með fríverslun og að afnema póli-
tískar ástæður fátæktar, svo sem
borgarastyijaldir af völdum
óábyrgra leiðtoga, brot gegn mann-
réttindum og málfrelsi.
Þá vom samþykktar ályktanir um
alþjóðamál, svo sem að skora á Evr-
ópusambandið að veita þeim Austur-
og Mið-Evrópulöndum aðild sem upp-
fylla skilyrði um lýðræði, mannrétt-
indi og markaðshagkerfí. Samþykkt
var ályktun þar sem mannréttinda-
brot í Kína em fordæmd og ályktun
þar sem friðarsamningum í Mið-
Austurlöndum var fagnað. Sú álykt-
un var lögð fram af fulltrúum þriggja
ísraelskra flokka sóttu þingið og á
einn flokkurinn aðild að ríkisstjóm-
inni en hinir era í stjómarandstöðu.
Á þinginu vom samþykktar að-
ildammsóknir frá 21 nýjum stjórn-
málaflokki, Austur-Evrópu.
DAVID Steel, nýr formaður alþjóðasamtaka fijálslyndra flokka,
greiðir atkvæði um ályktun alþjóðaþingsins sem Iauk í Reylga-
vík á laugardag.
Stórslas-
aðir eftir
árekstur
TVEIR menn á sjötugsaldri liggja
alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild
Borgarspítalans eftir harðan
árekstur tveggja bíla á mótum Suð-
urlandsvegar og Breiðumarkar í
Hveragerði á sunnudag. Þar rákust
saman pallbíll, sem ekið var inn á
Suðurlandsveg frá Breiðumörk og
fólksbíll á vesturleið eftir Suður-
landsvegi.
Þrennt var í fólksbílnum en öku-
maðurinn einn í pallbílnum. Allt
fólkið hlaut meiðsli en ökumenn
bílanna hlutu margháttuð alvarleg
meiðsli og voru fluttir í skyndingu
á Borgarspítalann í Reykjavík þar
sem báðir gengust undir aðgerð.
Farþegamir tveir í fólksbílnum
meiddust ekki hættulega. Mennirnir
tveir vom enn á gjörgæsludeild síð-
degis í gær og sagðir mikið og al-
varlega slasaðir.
Þuríður hf. og Bakkí í
Hnífsdal skoða samstarf
STJÓRNENDUR Þuríðar hf. í Bolungarvík og
rækjuvinnslunnar Bakka hf. í Hnífsdal sendu
sameiginlega inn umsókn um fyrirgreiðslu úr
Vestfjarðaaðstoðinni svokölluðu. Viðræður hafa
farið fram um samstarf eða sameiningu fyrirtækj-
anna. Þurríður keypti í gærmorgun 25 tonn af
þorski af Ósvörhf., en sem kunnugt er hafnaði
Ósvör viðræðum við Þuríði um sameiningu fyrir-
tækjanna fyrir helgi.
Sigurður Hafberg, framkvæmdastjóri Þuríðar,
sagði of snemmt að svara því hvað kæmi út úr
viðræðum Bakka og Þuríðar. Vilji væri fyrir hendi
hjá báðum aðilum að skoða alla möguleika á sam-
starfi fyrirtækjanna, þar með talin sameining
þeirra.
Sigurður sagðist telja allar líkur á að umsókn
Þuríðar og Bakka myndi uppfylla skilyrði reglu-
gerðar um Vestfjarðaraðstoð. Fyrirtækin hugi á
samstarf eða sameiningu og ísafjörður væri í
viðræðum um að sameinast öðrum sveitarfélög-
um. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Bolungar-
víkurbær kæmi inn I þær viðræður fyrr eða síðar.
Þuríður keypti fisk af Ósvör
í gær keypti Þuríður 25 tonn af þorski af
Ósvör hf. Þorskurinn er úr Smugunni, en Dagrún
var að koma þaðan með 125 tonn af ísfiski. Sig-
urður sagði að þó að svo virtist sem ekki væri
vilji til þess að sameina fyrirtækin ættu þau að
geta átt viðskipti. Þau hefðu raunar átt viðskipti
öðm hvoru þrátt fyrir ákveðna samskiptaerfið-
leika. Hann sagði að Smuguþorskurinn hefði feng-
ist á sanngjömu verði.
Tengingar
um Höfða-
bakkabrú
boðnar út
VEGAGERÐ ríkisins hefur boðið
út bráðabirgðatengingar vegna
Höfðabakkabrúar en brúin sjálf
verður líklega ekki boðin út fyrr
en eftir áramót að því tilskildu að
fjárveiting fáist. Vegagerðin er nú
að láta skoða hvort nauðsynlegt
reynist að bjóða verkið út innan
Evrópska efnahagssvæðisins. Ráð-
gert er að vinna við bráðabirgða-
tengingamar hefjist í haust og
næsta vetur.
Einnig verður hafður fyrirvari á
byggingu bráðabirgðatenginganna
og getur Vegagerðin hafnað öllum
tilboðum ef ákveðið verður að veita
ekki fé til þessara framkvæmda.
Rögnvaldur Jónsson yfirverkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni kveðst ekki
hafa trú á því að sjálf brúin verði
boðin út fyrr en ljóst verði hvort
fjárveiting fáist til framkvæmd-
anna.
2/s hlutar tenginganna nýtast
Útboðsgögn vegna bráða-
birgðatenginga, sem eiga að
hleypa umferð um Höfðabakka á
meðan framkvæmdum stendur,
voru afhent í gær og verða tilboð
opnuð eftir hálfan mánuð. Rögn-
valdur segir umfang tenginganna
talsvert mikið. Um tvo þriðju hluta
þeirra verður hægt að nýta þegar
brúin er risin. Gróf kostnaðaráætl-
un vegna bráðabirgðatenging-
anna hljóðar upp á um 60 milljón-
ir kr. Áætlað er að framkvæmdin
öll kosti nálægt 500 milljónum kr.
Verði fé veitt til framkvæmdar-
innar er ráðgert að henni verði
lokið í október á næsta ári.
♦ ♦ ♦----
Hveragerði
Stefnu-
aðrein
á vega-
áætlun ’96
Á VEGAÁÆTLUN 1996 eru fjórt-
án milljónir kr. sem nýta á til að
gera stefnuaðrein á Suðurlands-
vegi við afleggjarann að Hvera-
gerði, en í fyrradag varð alvarlegt
slys á þessum vegamótum.
Steingrímur Ingvason, umdæm-
isverkstjóri Vegagerðar ríkisins á
Selfossi, segir að ráðgert sé að
breikka veginn þarna þannig að
ein akrein verði fyrir þá sem aka
í beina stefnu og önnur fyrir þá
sem beygja til hægri og vinstri.
„Þetta myndi minnka verulega
hættuna á aftanákeyrslum en
hindrar þó ekki að einum bíl sé
ekið í veg fyrir annan,“ segir
Steingrímur.
Mislæg gatnamót
Steingrímur segir að til þess að
koma í veg fyrir hættu á slíkum
slysum kæmi vart annað til greina
þarna en mislæg gatnamót. Þung
umferð er um Suðurlandsveg við
Hveragerði og fara um 5 þúsund
bílar frá Hveragerði að Selfossi á
degi hveijum að sumarlagi. Frá
Þorlákshöfn að Suðurlandsvegi er
sumammferðin um 400 bílar á dag.
Steingrímur segir að vegaáætl-
unin verði endurskoðuð í vetur en
hann kveðst eiga von á því að
þessi framkvæmdaliður standi
óbreyttur.
I
!
i
»
!
»
í
I
»
P
l
»
&
»
»
i
;
«
I
«
i
d
-