Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Alvarlegur ágreiningur um skólamál
kominn upp í Mývatnssveit
Suðursveitung-
ar senda börn
sín ekki í skóla
Minnihluti skólanefndar óskar eftir
fundi í skólanefnd þegar í stað
Úr Mývatnssveit
MINNIHLUTI
skólanefndar Skútu-
staðahrepps í Mý-
vatnssveit hefur ósk-
að eftir að haldinn
verði fundur í skóla-
nefnd þegar í stað
til að ræða þá stöðu
sem upp er komin í
skólamálum í sveit-
inni, en rúmlega 20
börn úr suðurhluta
sveitarinnar sem
samkvæmt ákvörð-
un sveitarstjórnar eiga að sækja
skólann í Reykjahlíð í vetur voru
ekki send í skólann i gærmorgun.
Foreldrar þeirra hyggjast ekki senda
þau í skóiann næstu daga heldur,
en vonast til að viðunandi lausn fínn-
ist fyrir helgi.
Tveir skólar hafa verið starfandi
í Mývatnssveit síðustu ár, annar við
Skútustaði og hinn í Reykjahlíð. Síð-
asta haust var gert samkomulag um
að rekið yrði skólasel á Skútustöðum
næstu þijú árin, en ný sveitarstjórn
ákvað síðsumars að kennsla færi
fram eingöngu í Reykjahlíð en við
það eru suðursveitungar ekki sáttir
þar sem þeir telja að akstur þeirra
barna sem lengst þurfa að sækja
skólann sé óhóflega langur. Þau
börn sem lengsta leið eiga í skólann
þurfi þannig að fara um 95 kíló-
metra !eið daglega að og frá skólan-
um.
„Við höfum barist fyrir því að
starfrækt verði skólasel á Skútu-
stöðum eins og gert var í fyrra og
þá erum við einkum að hugsa um
börn í 1. til 7. bekk,“ sagði Eyþór
Pétursson, talsmaður suðursveit-
unga og minnihlutamaður í skóla-
nefnd í Skútustaðahreppi en hann
segir foreldra barnanna beita neyð-
arrétti í þessu máli. Heimild fékkst
frá menntamálaráðuneyti á síðasta
ári til að auka kennslumagn við skól-
ann þannig að hægt væri að manna
tvær stöður kennara í skólaselinu
og var börnum í 1. til 7. bekk kennt
þar en eldri nemendur stunduðu nám
við Reykjahlíðarskóla.
„Þetta gafst vel þannig að við
fórum á stúfana aftur síðasta vor
og óskuðum eftir framhaldi á þessu
fyrirkomulagi við ráðuneytið. í sum-
arbyrjun barst bréf frá ráðuneyti þar
sem fram kom að það væri tilbúið
að auka kennslumagnið aftur ef það
yrði til lausnar deilunni. Þessu bréfi
ráðuneytisins var stungið undir stól.
Það var svo ekki fyrr en við fórum
að ganga eftir afgreiðslu þess sem
rokið var til og málið afgreitt í skóla-
nefnd með gríðarlegu valdaofstæki,
tillaga flutt af hálfu meirihlutans
um að kennt yrði í einum skóla í
vetur og enginn kostur gefínn á
umræðum. Þetta köllum við valdn-
íðslu og fyrirgang," sagði Eyþór.
AKUREYRI
Morgunblaðið/Guðmundur Valdimarsson
Ekkert tjón er dráttarvír slitnaði í Slippstöðinni Odda
Vírinn slitnaði þegar varð-
skipið Týr var dregið upp
EKKI hlaust tjón af þegar vír í
dráttarbraut Slippstöðvarinnar-
Odda slitnaði í gærmorgun en verið
var að toga varðskipið Tý upp
brautina þegar atvikið varð.
Brynjólfur Tryggvason verkefn-
isstjóri Slippstöðvarinnar-Odda
sagði að ekki væri að fullu ljóst
hvað olli því að vírinn slitnaði, lík-
ast til leyndur galli í einum þætti
af mörgum í vírnum sem var af
sverustu gerð. Skipið var komið
hálft í land er vírinn slitnaði og þar
situr skipið þangað til slippstöðvar-
menn hafa útvegað sér nýjan en
Brynjólfur taldi að slíkur vír hlyti
að vera til einhvers staðar í landinu.
MYNDIN sýnir vírinn sem
slitnaði þegar taka átti varð-
skipið Tý í slipp í gær.
Smá tafir
Fyrirhugað er að skrapa og botn-
mála varðskipið og má gera ráð
fyrir að verkið teíjist lítillega vegna
atviksins, líklega um 1-2 daga.
Þokkaleg verkefnastaða er hjá
Slippstöðinni-Odda og hefur verið
nóg að gera í margvíslegum smá-
viðgerðarverkefnum alveg síðan í
mars síðastliðnum að sögn verk-
efnastjóra. Hann sagði að ekki
sæist margar vikur fram í tímann,
engin stórverkefni væru framundan
en stöðin er um þessar mundir að
ljúka nokkuð stóru verkefni við
grænlenskan togara.
Fundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar með riðunefndum á Eyjafjarðarsvæðinu
Vemlegt áfall að riðuveiki
kom upp eftir niðurskurð
Grímsey
Smábáta-
eigendur
uggandi
Grímsey - Smábátaeigendur í
Grímsey sátu fund með Arthúr
Bogasyni, formanni landssambands
smábátaeigenda, um helgina og
ræddu stöðuna í smábátaútgerð-
inni.
Guðmundur G. Arnarson, tals-
maður smábátaeigenda í Grímsey,
sagði menn heldur uggandi og stað-
an framundan virtist ekki sérlega
björt, en á fundinum var farið ítar-
lega í saumana á þeim málum.
Veðráttan hér síðustu daga hefur
verið einstaklega góð og gefið á sjó
hvern dag. Veiðin hefur verið með
besta móti.
SIGURÐUR Sigurðarson dýra-
læknir telur það vérulegt áfall að
riðuveiki hefur komið upp á nokkr-
um bæjum eftir niðurskurð og sótt-
hreinsun húsa. Þetta kom fram á
fundi sem Búnaðarsamband Eyja-
fjarðar hélt með riðunefndum á
Eyjafjarðarsvæðinu en Sigurður
fjallaði þar um baráttuna gegn riðu-
veiki.
Ólafur G. Vagnsson ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
sagði að efnt hefði verið til fundar-
ins m.a. vegna riðuveikitilfellis á
Ingvörum í Svarfaðardal síðasta vor
en þar var fé skorið niður í kjölfarið.
Láta vita um
grunsamlegar kindur
Greinilegt sé að ekki megi slaka
neitt á í sambandi við riðuveikivarn-
ir og þá sérstaklega með því að
halda verslun með sauðfé milli
bæja í lágmarki. Sjálfsagt er að
sækja um leyfi til riðunefnda fyrir
öllum fjárkauputn m.a. til þess að
hafa á þeim hemil og einhverja
skráningu.
I fréttatilkynningu frá samband-
inu eru tekin sama nokkur atriði
sem brýnt er að menn hafi sérstak-
lega í huga á næstu vikum, m.a.
að Iáta vita um allar grunsamlegar
kindur sem koma fyrir í smala-
mennsku og réttum. Ef kalla þarf
til dýralækni greiða Sauðfjárveiki-
vamir kostnað vegna þess. Þá er
bændum bent á að forðast sem
kostur er að hýsa aðkomufé yfir
nótt og draga úr samvistum fjár
frá ólíkum bæjum svo sem hægt
er og einnig að lóga fé sem kemur
fyrir í fjarlægum sveitum í smala-
mennsku. Sveitastjórnir eða riðu-
nefndir fyrir þeirra hönd ræði sam-
an og komi á reglum um förgun
slíkra kinda. Ef gerð er grein fyrir
þessum kindum á sláturhús og sér-
stök eyðublöð útfyllt eiga að fást
bætur fyrir þær. Æskilegt er að
draga eins og kostur er úr flutningi
fjár rétt úr rétt við fjallskil og halda
þarf fjárflutningabílum sem hrein-
ustum og sótthreinsa þá reglulega
einkum þegar farið er á milli mis-
munandi sýktra svæða.
VETUR
Þriöjudaga, fímmtudaga,
föstudaga og sunnudaga.
Verð frá kr. 3.200
fluqfélaq
nordurlands Iif
SÍMAR 96-12100 og 92-11353