Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 14

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ .. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson FJOLMENNT var í Undirfellsrétt í Vatnsdal á föstudag. YNGSTA kynslóðin var ánægð í réttunum, jafnvel þó „handfang- ið“ vantaði á margar kindurnar. Fénu fer fjölgandi í Vatnsdal og homun- um fækkar Blönduósi - Töluverður fjöldi fjár og mikill fjöldi fólks var í Undirfellsrétt í Vatnsdal á föstu- daginn í ágætis veðri. Féð sem réttað er í Undirfellsrétt gengur á Grímstungu- og Haukagilsheið- um og að sögn gangnamanna hrepptu menn ágætis veður í göngunum og allt gekk áfallalaust fyrir sig. Réttardagur er í lífi flestra sem viðurværi sitt eiga undir sauðk- indinni mikill hátíðisdagur. Al- vara og gáski blandast saman í réttum hlutföllum þannig að úr verður þróttmikil sveitasinfónía sem seytlar inn í sérhverja sál sem í réttirnar kemur. Þeir sem flest fé eiga í Undirfellsrétt eru bænd- ur úr Þingi og Vatnsdal og eru það jafnframt þeir bændur sem mest hafa skorið niður fé sitt vegna riðu á undangengnum árum. Það er því flestum bændum á þessu svæði gleðiefni að fénu fer nú aftur fjölgandi og lætur nærri að um 8.600 fullorðnar kind- ur með lömbum hafi gengið á af- rétti þeirra í sumar og er það um 9% fjölgun frá fyrra ári. Það vek- ur töluverða eftirtekt að kollótta fénu fer fjölgandi og stafar það af því að fjárskiptaféð kemur að töluverðum hluta af Ströndum. Krökkunum fannst þessi þróun í fjárræktinni ekki sú heppilegasta með tilliti til „fjárdráttar", því það vantaði alveg handfangið á kind- urnar. Vatnsdalurinn á marga vini sem koma oft í heimsókn og láta sig ekki vanta á réttardaginn. Meðal þessara vina eru nokkrir kunnir „fjárgæslumenn" og má þar nefna fyrrum seðlabankastjóra Jóhann- es Norðdal og núverandi fjármála- ráðherra Friðrik Sophusson. Er ekki að efa að þessir menn hafi litið með velþóknun á ávöxtun fjárins í Vatnsdalnum. Dagana 11. - 16. september klæðist Hótel Saga skoskum búningi og hefur fengið sér til aðstoðar valinkunnugt lið frá ströndum Skotlands. Skoskar krásir eins Og „Haggis“ og „Roast Sirloin with Yorkshire pudding and mustard jus“ prýða hlaðborðið í Skrúði í umsjón hins þekkta matreiðslumanns Stephen Johnson frá veitingastaðnum The Buttery í Glasgow. Strákarnir í hljóm- sveitinni Scotia’s Hardy Sons eru komnir í skotapilsin sín og halda uppi stemningunni með Ijúfum skoskum tónum. Skoska ferðamálaráðið og Flugleiðir kynna ferðamannalandið Skotland og matargestir taka þátt í happdrætti sem dregið verður úr í lok vikunnar. Meðal vinninga er ferð fyrir tvo til Glasgow í 3 nætur með Flugleiðum. Verð í hádeginu er 1.370 kr„ en 2.130 kr. á kvöldin. Borðapantanir í síma 29900. flugleiðirJS < Traustur hlenskur frrðafilagi' 4B. e -þín sagal Dala- og Snæfellsprófastsdæmi Vígslubiskup sat héraðsfund Borg í Eyja- og Miklaholts- hreppi - Héraðsfundur Dala- og Snæfellsprófastsdæmis var hald- inn 4. september í Breiðabliki. Fundurinn hófst með messu kl. 11 í Fáskrúðsbakkakirkju. Séra Olafur Jens Sigurðsson prestur í Nesþingum predikaði en séra Sig- urður Sigurðsson vígslubiskup í Skálholti þjónaði fyrir altari. Það mun vera í fyrsta sinn sem vígslu- biskup situr hér héraðsfund í þessu prófastdæmi. Prófasturinn séra Ingiberg J. Hannesson á Hvoli í Dölum vestur setti síðan fundinn og stjórnaði honum. í yfirlitsræðu prófasts kom meðal annars fram: 340 messur framkvæmdar í prófast- dæminu, 105 börn fermd, 102 skírð, útfarir voru 31, hjónavígslur 23 og 756 teknir til altaris. Þá minntist prófastur eftirtal- inna sem störfuðu mikið af sinni ævi að kirkju- og safnaðarlífi. Þeir voru Guðbrandur Guðbjarts- son, Ólafsvík, Jóhanna Vígfúsdótt- ir, Hellissandi, Jökull Sigurðsson, Vatni í Haukadal, og Siguijón Sveinsson frá Sveinsstöðum í Dalasýslu. Prófastur minntist einnig á framkvæmdir sem nú standa yfir og sumum lokið í mörgum kirkjum í prófastsdæm- inu. Séra Ólafur Jens Sigurðsson var settur í embætti við Ingjaldshóls- kirkju á Hellissandi. Þar hefur ekki setið prestur í 90 ár. Séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup í Skálholti flutti fróðlegt erindi um starf og framtíð í Skálholti. Síðan voru hin almennu störf þessa héraðsfundar rædd, ræður voru allnokkrar. Sú breyting er nú að Halldór Finnson í Grundar- firði sem verið hefur fulltrúi á Kirkjuþingi gaf ekki kost á sér lengur, í hans stað var Höskuldur Goði Karlsson skólastjóri kosinn. Róbert Jörgensen í Stykkishólmi er fulltrúi í stjórn Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Hátekjuskatt áfram AÐALFUNDUR sjálfstæðisfé- lagsins Óðins á Selfossi var hald- inn fimmtudaginn 8. september sl. Á fundinum var samþykkt að skora á ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar að hátekjuskattur verði áfram haldið inni við fjárlagagerð ársins 1995, þ.e. að ný lög um hátekjuskatt verði lögð fram. I fréttatilkynningu kemur fram að ályktunin var samþykkt sam- hljóða. Morgunblaðið/Skarphéðinn Þórisson RÓSASTARINN við Úlfsstaði. Rósastari (Sturnus roseus) er mjög fallegur fugl, rósrauður á bak, gump og neðanverðu, en svartur á öðrum pörtum og á höfðinu er stór og breið svört hetta. (Stóra fuglabók Fjölva.) Sjaldgæfur fiækingsfugl heimsækir landið Rósastari sást áAusturlandi Egilsstöðum - Rósastari sást við Úlfsstaði í Vallahreppi á Fljótsdals- héraði um vikutíma, síðustu daga í ágústmánuði. Rósastari er sjald- gæfur flækingsfugl á ísland, en vitað er um nokkrar heimsóknir hans áður, t.a.m. einar fimm árið 1983 og einnig hefur hann sést í Flateyjardal á þessu sumri. Þekktu fuglinn af bólum Magnús Sigurðsson bóndi á Úlfs- stöðum sagði að fuglsins hefði fyrst orðið vart miðvikudaginn 24. ágúst og hann hefði horfið miðvikudag viku síðar. Magnús og Sigríður kona hans greindu fuglinn af bók- um og létu vita af ferðum hans. Rósastarinn fylgdi hestum sem voru í hólfi rétt við bæinn. Magnúsi hefði virst sem fuglinn tæki flugur sem settust á skítinn frá hestunum, en þessa daga var mjög hlýtt í veðri og mikið um flugur. Fuglinn hvarf seint á kvöldin en birtist aftur snemma á morgnana. Ekki er vitað hvað um fuglinn varð, en smyrill hafði sést við Úlfsstaði um svipað leyti og ekki ólíklegt að rósastarinn hefði orðið honum að bráð. Aðalheimkynni í Litlu-Asíu Að sögn Skarphéðins Þórissonar líffræðings eru heimkynni rósastara í Litlu-Asíu og í löndum umhverfis Svartahaf. Aðalfæða hans er engi- sprettur og er talið að skortur hafði orðið á þeim í sumar og starinn farið í stórum hópum á flakk og m.a. vestur um Evrópu. í júlí sl. barst stór hópur rósastara til Bret- landseyja og má jafnvel telja að þeir fuglar sem hingað bárust hafi verið á svipaðri leið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.