Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 17

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 VIÐSKIPTI Bretland Fyrsta hækkun vaxta ífimm ár Lundúnum. Reuter. BRESKA stjómin hækkaði vexti seðlabankans í fyrsta sinn í fimm ár í gær til að halda verðbólgunni niðri. Vextimir vom hækkaðir um hálft prósentustig, í 5,75%. Vaxtahækkuninni var yfirleitt vel tekið á fjármálamörkuðum en sam- tök vinnuveitenda, verkalýðsleiðtog- ar og stjórnarandstöðuflokkar gagn- rýndu hana, sögðu hana stefna hæg- um efnahagsbata í hættu eða eyði- leggja hann. Vextir viðskiptabanka og hús- næðislán voru einnig hækkaðir, þannig að hækkunin kemur strax við pyngju almennings. Fréttaskýrendur sögðu að John Major forsætisráð- herra tæki mikla pólitíska áhættu með vaxtahækkuninni, nú þegar Verkamannaflokkurinn hefur náð 30 prósentustiga forskoti á íhaldsflokk- inn í skoðanakönnunum. Samkvæmt einni könnuninni þorir þriðji hver kjósandi Ihaldsflokksins ekki að við- urkenna fyrir vinum sínum að hann hyggist kjósa flokkinn. Akvörðunin um vaxtahækkunina var tekin eftir að skýrt var frá því að vöruverð framleiðenda hefði hækkað meira í ágúst en búist var við, þótt smásöluverðið hefði aðeins hækkað um 2,2% á ársgrundvelli. „Ég er staðráðinn í að taka enga áhættu hvað verðbólguna varðar og þessi ákvörðun sýnir það Ijóslega." sagði Kenneth Clarke fjármálaráð- herra. „Ákvörðunin kann að eyðileggja þann hæga efnahagsbata sem við höfum séð,“ sagði í yfirlýsingu frá Breska verslunarráðinu (BCC) og Breska iðnaðarsambandið (CBI) taldi að ráðlegra hefði verið að bíða með vaxtahækkunina. Tony Blair, leiðtogi Verkamanna- flokksins, sagði að með vaxtahækk- uninni hefði stjórnin í raun viður- kennt að efnahagsstefna hennar hefði mistekist. Sævar Karl opnar Oliver Sævar Karl Ólason opnaði nýja fataverslun, Oliver, á horni Ing- ólfstrætis og Hverfisgötu sl. laugardag. A boðstólum verður aðallega fatnaður frá Hugo Boss sem ber merkið Hugo. Sævar Karl ssagði að hér væri um að ræða vandaðan fatnað fyrir karl- menn sem þykja hefðbundinn jakkaföt of formlegur klæðnað- ur. „Eg tel að hér sé um ákveðna nýjung að ræða á markaðnum. Fötin eru í fijálslegum og afs- löppuðum stíl en jafnframt í sama gæðaflokki og annar fatn- aður frá okkur,“ sagði Sævar Karl sem á myndinni sést í miðið ásamt Oliver Weistraffer, mark- aðsstjóra hjá Hugo á miðsvæði Þýskalands (t.v.) og syni sínum, Atla Frey, sem er markaðssljóri Hugo Boss í norðanverðu Þýska- landi. Oliver verður opin frá kl. 12.-19 virka daga og kl. 11-17 á laugardögum. Verslunarstjóri í Oliver er Kristján Emil Jónasson. Haustráðstefna SÍ: Stefnur og straumar 1 upplýsingatækni Verður haldin 16. september í Félagsheimili Kópavogs fyrir alla sem hafa áhuga á því sem framundan er í tölvu- og upplýsingamálum. Efni ráðstefnunnar er mikilvægt innlegg í stefnumótun í tölvumálum. 09.00 Skráning og afhending ráðstefnugagna 09.15 Setning ráðstefnunnar Halldór Kristjánsson, formaður SÍ 09.30 Megatrends in Information Systetns Magnus Wester, ráðgjafi, Westerware AB 10.30 Kaffihlé 11.00 Megatrends in Information Systems, frh. 12.15 Hádegisveröur (innifalinn) Blandað fisk- og kjöthlaðborð 13.30 The Future - With the Eyes of IT Anne Kiihneil, ráðgjafi, Gartner Group, Scandinavia 14.45 Kaffihlé 15.15 Information Systems Today and Tomorrow Dr. Pamela Gray, ráðgjafi, the Winta Group 16.30 Ráðstcfnuslit Ráðstefnustjóri Haukur Oddsson, varafonnaður SÍ Fyrírlestrar verða fluttir á ensku og eru afhentir við skráningu Þátttgj.: 11.900f.félagsmenn en 14.900fyrir aðra Skráning eigi síðar en kl. 12:00,15. september Skýrslutæknifélag íslands Barónsstíg 5 Sími: 1 88 20 BINGOLOTTO-miðarnir eru komnir á sölustaði um land allt. Á Bylgjunni er verið að velja lukkufólk í fyrsta þáttinn. Blýantasala hjá Eymundsson er óvenju mikil. Á Stöð 2 er allt að verða tilbúið fyrir beinu útsendinguna. Merkingar komnar upp á sölustöðum. Ingvi Hrafn kominn 1 réttu stellingarnar. Heklumenn eru að bóna fyrsta vinningsbílinn. Það er búið að löggilda lukkuhjólið Og aflýsa ættarmóti á Suðurnesjum. Att þú eftirUð undirbúa þig? Mundu; Stöð 2, opin dagskrá, 17. september, kl. 20:30 og BINGÓLOTTÓ-miöi sem kostar 300 krónur á næsta sölustað á laugardagskvöldum í opinni dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.