Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 18

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Kosningar í tveimur sambandslöndum í austurhluta Þýskalands Reuter HELMUT Kohl leiðtog’i Kristilegra demókrata, horfir á Kurt Bied- enkopf, forsætisráðherra Saxlands, sem vann sigur í kosningum á sunnudag. Kristilegir demókratar fengu 58,1% atkvæðanna. Reuter JAFNAÐARMAÐURINN Manfred Stolpe, forsætisráðherra Brandenburg, fagnar sigri ásamt Rudolf Scharping, leiðtoga Jafn- aðarmannaflokksins. Jafnaðarmenn fengu 53,5% í kosningunum. Frjálsir demókratar þurrk- ast út en fylgi sósíalista eykst Mótmælend- ur sprengja í Dublin Dublin. Reuter. ' TVEIR særðust í gær í sprengingu sem varð á lestarstöð í Dublin. Lýstu öfgasinnaðir mótmælendur á Norður-írlandi ábyrgð á hendur sér og vöruðu við því að þeir hefðu komið fleiri sprengjum fyrir í höfuðborg írska lýðveldisins. Sprengjunni hafði verið komið fyrir undir sæti á Conelly-lestar- stöðinni í miðborg Dublinar og sprakk hún þegar lest kom inn á stöðina. Hinir slösuðu voru ekki sagðir alvarlega særðir. Fyrst var varað við sprengjunni á sjónvarpsstöð og ollu fréttir af henni umferðaröngþveiti í mið- borginni. Conelly-stöðin er aðal- tengistöðin fyrir lestir til Norður- írlands. Mótmælendurnir segjast hafa komið fýrir sprengjum á tveimur lestarstöðvum til viðbótar, stjórnarskrifstofum og á Dublinar- flugvelli. Að sögn lögreglu eru hryðju- verkasveitir öfgafullra mótmæl- enda orðnar hættulegri en IRA og hafa þeir drepið fleiri en kaþólskir öfgamenn á síðustu árum. Jafnaðarmenn segja úrslitin til marks um að Helmut Kohl kanslari sé að missa völdin í Bonn Bonn. Reuter. ' 'Vítfí I„!/V _ ““ i r- T T- Cmá Jfc L'* : .< >..< í " •• ,Á , n . ' . - L * ..f ‘ .. i1 - - />> tw/J Qhv Reuter Páfí fordæmir stríð á Balkanskaga FRJÁLSIR demókratar þurrkuð- ust út og Flokkur lýðræðislegs sósíalisma, flokkur fyrrverandi kommúnista, jók fylgi sitt veru- lega í kosningum í tveimur sam- bandslöndum í austurhluta Þýskalands á sunnudag. Þýskir jafnaðarmenn sögðu í gær að úrslit kosninganna væru til marks um að Helmut Kohl kanslari væri að missa völdin í Bonn. Kristilegir demókratar, flokksmenn Kohls, sögðust hins vegar ekkert hafa að óttast. Persónulegur sigur Jafnaðarmaðurinn Manfred Stolpe, forsætisráðherra í Brand- enburg, og Kristilegi demókratinn Kurt Biedenkopf, forsætisráð- herra Saxlands, unnu yfirburða- sigra í kosningunum. Flestir fréttaskýrendur túlkuðu úrslitin sem persónulega sigra fýrir þessa menn, frekar en vísbendingu um stöðu flokkanna tveggja á lands- vísu. Þeir sögðu hins vegar athygl- isvert að fylgishrun varð hjá Fijálsum demókrötum, sem Kohl hefur reitt sig á til að mynda meirihlutastjóm í Bonn. „Þessar kosningar hafa aðeins þá þýðingu á landsvísu að þær eru til marks um að Helmut Kohl sé smátt og smátt að glata sam- starfsflokki," sagði Oskar La- fontaine, talsmaður Jafnaðar- mannaflokksins í efnahagsmálum. í báðum fylkjunum voru Fijálsir demókratar langt frá þeim 5% sem þeir þurftu til að fá mann á þing. Þar með hefur flokkurinn þurrkast út í fímm fylkjakosningum, auk kosninga til Evrópuþingsins. Missa oddastöðu? Þótt Fijálsir demókratar hafí ekki haft mikið fylgi hafa þeir lengi verið í oddaaðstöðu og tekið þátt í myndun flestra ríkisstjóma frá síðari heimsstyijöldinni, ann- aðhvort með Jafnaðarmanna- flokknum eða Kristilegum dem- ókrötum. „Menn geta ekki lengur haldið því fram að Fijálsir demó- kratar tryggi meirihluta, að engin stjóm verði mynduð án þeirra,“ viðurkenndi Burkhard Hirsch, þingmaður flokksins. Svo gæti farið að svarti sauður- inn í þýskum stjómmálum, Flokk- ur lýðræðislegs sósíalisma (PDS), flokkur fyrrverandi kommúnista, kæmist í oddaaðstöðu í Bonn. Hann fékk 18,7% í Brandenburg, var með 13,4% í kosningunum 1990, og 16,5% í Saxlandi, hafði 10,2%. Búist við betri útkomu Fái Fijálsir demókratar lítið fylgi eða þurrkist út í kosningun- um til sambandsþingsins í október gæti Flokkur lýðræðislegs sósíal- isma fengið nógu mörg þingsæti til að koma í veg fyrir að Kristileg- ir demókratar eða jafnaðarmenn gætu myndað meirihlutastjóm. Lothar Bisky, formaður Flokks lýðræðislegs sósíalisma, kvaðst ekki vera ánægður með fylgi flokksins í Brandenburg en búast við betri útkomu í kosningunum í október. JÓHANNES Páll páfi bað fyrir friði á Balkanskaga í messu sem haldin var úti undi beru lofti í Zagreb, höfuðborg Króatiu á sunnudag. Skömmu fyrir heim- för páfa hélt hann eina bein- skeyttustu tölu sína par sem hann fordæmdi stríðið í Bosníu. Þá beindi hann orðum sínum að Serbum og Bosníu-Serbum, sagði að þjóðir hefðu rétt á að ganga i ríkjabandalög og að undir sérstökum kringumstæð- um gæti þjóð gengið úr ríkja- sambandi og stofnað sjálfstætt ríki. Þetta hefði gerst í Júgó- slavíu árið 1991. Sagði hann stríðið í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu ekki eiga neinn rétt á sér. Páfí var þreytulegur og virtist þjáður við komuna til Zagreb. Hann gat aðeins gengið fáein skref án þess að styðjast við staf. Þá var hann of veikburða til þess að krjúpa niður og kyssa jörð í landi gestgjafanna og var því skál með króatískri jörð bor- in upp að vörum hans. Þykir greinilegt að páfí hafí ekki jafn- að sig eftir að hann fótbrotnaði í vetur og gestgjafí hans, Fraryö Kuharic kardináli, staðfesti fyrr í vikunni að páfí væri nyög veik- ur. Fullyrða margir að Króatíu- för páfa verði hinsta utanlands- för hans. Á myndinni er páfa ekið til sunnudagsmessunnar í Zagreb. I T S \ L \ \ H E F S T í II 1 (.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.