Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hugsanlegar orsakír brotlendingar Boeing 737-300 þotu USAir við Pittsburgh
Athyglinni
beint að kný-
vendunum
Þotan talin hafa stungist beint
til jarðar á 530 kílómetra hraða
New York. Pittsburgh. Reuter. Daily Telegraph.
RANNSÓKN á orsökum þess að Boeing 737-300 þota bandaríska
flugfélagsins USAir fórst við Pittsburgh beinist meðal annars að
knývendi á hægri hreyfli þotunnar. Tjakkar sem opna knývendana
reyndust opnir er þeir fundust á slysstað. Carl Vogt fulltrúi Örygg-
isstofnunar bandarískra samgöngumála (NTSB) segir þó of snemmt
að segja hvað fór úrskeiðis. Fleiri hugsanlegar orsakir væru enn
til athugunar og ekki væri hægt á þessu stigi að fullyrða um hvort
tjakkamir hefðu opnast á flugi eða við höggið er þotan skall í
jörðina. Aðstæður á slysstað benda til þess að USAir-þotan hafí
stungist beint niður. Hraðamælir hennar fannst í brakinu á sunnu-
dag og gefur hann til kynna að þotan hafí stungist í jörðina á 303
mílna eða 530 kílómetra hraða.
Knývendar þotuhreyfla eru not-
aðir til að hægja á ferð flugvélar-
innar eftir lendingu. Ekki á að
vera hægt að setja þá í gang fyrr
en flugvélin hefur snert flugbraut-
ina og afl verið dregið af hreyfl-
um. Þá fyrst geta flugmennimir
beitt sérstökum handföngum til
að gangsetja knývendana. Fari
knývendar í gang af einhveijum
orsökum á flugi gæti það valdið
því að flugmennimir missi stjórn
á flugvélinni. Sannað þykir að það
hafi gerst er Boeing 767-300 þota
austurríska flugfélagsins Lauda
Air fórst nokkram mínútum eftir
flugtak í Bangkok á Thailandi
fyrir þremur áram en þá biðu 223
manns bana.
Á sunnudag höfðu fundist fjórir
tjakkar af sex sem opna hreyfil-
hlífar til að beina loftstraumi í
öfuga átt við hreyfistefnu þotunn-
ar eftir lendingu. Reyndust þrír
þeirra opnir sem þykir til marks
um að hlífar knývendisins hefðu
opnast.
Aðrar orsakir?
Meðal annarra hugsanlegra or-
saka slyssins beinist rannsóknin
að því hvort gæsir, sem fljúga
suður á bóginn frá Kanada um
þessar mundir, hafi sogast inn í
hreyfil og valdið þess að aflið
þraut. Þær gætu hafa verið í sömu
flughæð og þota USAir en áhafn-
ir sex flugvéla sem lentu í Pitts-
burgh um svipað leyti og slysið
átti sér stað urðu ekki varar við
neina fugla. Sömuleiðis bentu upp-
lýsingar þeirra ekki til þess að
veðurfar eða ókyrrð vegna flug-
umferðar kynni að skýra óhappið
að hluta.
Ennfremur beindist athyglin að
hliðarstýri þotunnar en það reynd-
ist snúa 4-8 gráður til hægri.
Vogt sagði að ekkert benti til þess
að bilun í hliðarstýrinu hefði leitt
til óhappsins en reynt yrði að kom-
ast til botns í því hvort því hafi
verið beitt fyrir eða meðan á dýf-
unni stóð eða hvort það hafi hrokk-
ið í þá stöðu við brotlendinguna.
Bilanir hafa áður orðið í stýri-
búnaði hliðarstýris í Boeing-737
þotum. Talið er að bilun af því
tagi hafi leitt til þess að Boeing-
737 þota United Airlines fórst í
Colorado 1991. í kjölfarið var flug-
félögum ráðlagt að framfylgja sér-
stakri skoðunar- og viðhaldsáætl-
un fyrir hliðarstýrin á þessari
þotutegund. Skoðun af því tagi
var sögð hafa farið nýlega fram
á USAir-þotunni.
Oryggismál sögð í lagi
Federico Pena samgönguráð-
herra Bandaríkjanna kom USAir
til varnar og sagði að öiyggismál-
um hefði verið vel fyrir komið hjá
félaginu. Allar athuganir og allt
eftirlit flugmálayfírvalda með fé-
laginu benti til þess að farið hefði
verið í einu og öllu eftir settum
reglum og viðhaldi og skoðunum
FRÉTTAMENN fengu á sunnudag að fara inn að slysstaðnum en fengu ekki að koma nær brakinu
en 100 metra. Þotan fórst á fimmtudagskvöld og benda aðstæður til þess að hún hafi stungist beint
niður í skóglendi 11 kílómetra frá borginni Pittsburgh.
VENDIKNYR TALIN 0RSÖK FLUGSLYSSINS
Rannsókn beinist að þvf hvort hugsanleg knývending í hægri hreyfli
hafi leitt til þess að þota USAir fórst.
Fulltníi Öryggisstofnunar bandariskra samgöngumála sagöi aö tjakkar fyrir loftstreymisloku
á hægri hreyfil þotunnar heföu fundist og verið í opinni stöðu. Knývendirinn veldur þvi að
loftsraumur hreyfils virkar i öfuga átt við hreyfistefnu þotu
og dregur því ur hraða hennar.
Kraftmikið tog hægri hreyfils vegna vendiknýs
gæti valdið því að þota á flugi velti til hægri
og fari inn í stjómlausa spunadýfu.
Kraftar sem togast á gætu síðar valdið því
að fiugvélin brotnaði meðan hún er enn á lofti.
Brollending flugs 427
427 :
Orsakir slyssins kannaðar
Stjómtæki sem rannsóknarmenn kanna:
Knýyendar;
Þrir tjakkar af sex á
knývendi hægri hreyfils
reyndust opnir.
Hvað eru
knývendar?
Knývendar hægja á
flugvél eftir lendingu.
H>fiiW*6W*riMHiiiww’nwi[»!i>wii>rw<niiiiiiwpTiiii' ■
hefði í engu veri áfátt hjá félag-
inu. Sagðist Pena hafa ráðgert að
fara með félaginu í embættiserind-
um um næstu helgi og óhappið
myndi engu breyta þar um.
Vantrúaður
Robert Machol, sem lét af starfi
tæknistjóra FAA á þessu ári, full-
yrti í viðtali við ATBC-sjónvarps-
stöðina að vendiknýr hefði ekki
valdið því að þota USAir fórst.
Vísaði hann til þess er Boeing
767-300 þota Lauda-Air fórst
skömmu eftir flugtak frá Bangkok
í Thailandi. „Knývendir fór í gang
og gífurlegur kraftur annars
hreyfilsins virkaði skyndilega í
öfuga átt svo að flugvélin varð
stjórnlaus með öllu.“
„Í það sinn var flugvélin í brott-
flugi, klifraði fyrir nánast fullu
afli. í þetta sinn er flugvélin að
koma inn til lendingar á miklu
minna afli. Hafi knývendir farið í
gang ætti flugvélin ekki að hafa
orðið stjórnlaus,“ sagði Machol.
„Mig grunar að eitthvað hafi verið
að flugvélinni, annað hvort smíðis-
galli eða viðhaldi hafi verið ábóta-
vant, einhver vélarhlutur hafi gef-
ið sig, vír hafi slitnað, veila hafí
komið í forritið í tölvunni, eitthvað
hafi gerst sem olli því að þotan
varð stjórnlaus," sagði hann.
Skór septembermánaðar
COnVERSE
Með 25% afslætti
meðan birgðir endast
St. 39-46.
Verðáðurkr.11.870
Nú kr. 8.
v/Klapparstíg, sími 19500
ísraelar fagna
friðartali Assads
Tel Aviv. The Daily Tclegraph.
ÍSRAELAR fögnuðu um helgina frið-
arvilja Sýrlendinga, sem þeir sögðu
koma fram í ræðu Assads Sýrlands-
foreta á laugardag, og óskuðu þeir
eftir því að hefja viðræður um friðar-
samning við Sýrlendinga. Kvaðst
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
Ísraels, vona að Bandaríkjamenn
myndu koma slíkum viðræðum í
kring, hvort heldur er opinberum eða
leynilegum.
í ræðu sinni á laugardag sagði
Assad að Sýrlendingar gerðu sér
grein fyrir mikilvægi friðar, sem
tryggði fullt brotthvarf ísraela frá
Gólanhæðum. Einnig að eitthvað
þurfi að koma til, svo að friður kom-
ist á. „Við viljum réttlátan frið því
að viljum stöðugleika á svæðinu.
Slíkur friður á að færa okkur aftur
land okkar," sagði Assad.
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði í gær að sér virtist
afstaða Assads jákvæð. „Þetta var
friðaryfirlýsing. Áður heyrðum við
aðeins stríðsyfirlýsíngar,“ sagði Per-
es. Hann lagði þó áherslu á að deilu-
atriði þjóðanna hefðu ekki verið leyst.
í síðustu viku bauð Rabin Sýrlend-
ingum að ísraelar myndu draga her-
lið sitt að hluta á brott frá Gólanhæð-
um í tveimur áföngum og meta að
þremur árum liðnum hvort ganga
ætti skrefið til fulis. ísraelar náðu
hæðunum af Sýrlendingum árið
1967. Sýrlendingar hafa hingað til
sagt að tilboð Rabins gangi ekki
nógu langt.
Itamar Rabinovich, sendiherra
ísraels í Bandaríkjunum og aðal-
samningamaður ísrela við Sýrlend-
inga, sagði að ekki mætti líta fram
hjá þeirri staðreynd að Sýrlendingar
hefðu Iýst því yfir að þeir vildu aiger-
an frið. „Assad talar ekki oft um
frið og friðarviðræður. Þetta er mikil-
vægt og jákvætt skref,“ sagði Rab-
inovoch. Ekki eru þó allir Isreiar á
sama máli og um helgina hófu átta
landnemar hungurverkfall til að
mótmæla tillögum Rabins.