Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 21

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 21 ERLEIMT ölskylila um nóttina.'v' Washington jinnlsvarðínn Hvíta húsið d \ Bústaður Bandaríkiaforseta Brotlenti við Hvíta húsið Washington. Reuter. TVEGGJA sæta flugvél af gerðinni Cessna-150 brotlenti í fyrrinótt á lóð Hvíta hússins í Washington D.C. en flugumferð í nágrenni þess er bönnuð. Flugmaður vélarinnar beið bana. Lögreglan treysti sér ekki í gær að segja til um hvort um óhappa- lendingu hefði verið að ræða eða sjálfsmorðstilraun. Sjónarvottar sögðust hafa séð flugvélina svífa til jarðar með dauðan hreyfil en vængljós kveikt. Hefði hún sveigt við Washington-minnismerkið og stefnt beint á Hvíta húsið. Af verksummerkjum var ráðið að flugvélin hefði komið niður 27 metra frá inngangi sem notaður eru fyrir stjómarerindreka sem koma í Hvíta húsið. Rann hún yfír heimkeyrslu og gegnum limgerði, rakst á gamalt magnolíutré og staðnæmdist, að hluta til á hvolfi, upp við suðurvegg hússins innan við 50 metra frá skrifstofu Clint- ons forseta. Atvikið átti sér stað klukkan tvö eftir miðnætti eða sex að morgni að íslenskum tíma í gærmorgun. Bill Clinton forseti og fjölskylda hans var ekki í Hvíta húsinu vegna viðgerða í forsetaíbúðinni. Dvaldist fjölskyldan í nokkur hundruð metra fjarlægð gestabústað emb- ættisins, Blair-húsinu. Flugmaðurinn var talinn vera 38 ára vörubílstjóri, Frank Eugene Corder, frá bænum Aberdeen í Maryland-ríki sem er næst höfuð- borgarsvæðinu. Var það ráðið af heilsufarsskírteini sem fannst í flugvélinni en ekki höfðu kennsl verið borin á líkið. Corder var áhu- gaflugmaður og tók flugpróf fyrir 10 árum. Hann mun hafa tekið flugvélina traustataki á Harford County-flugvellinum sem er í 80 kílómetra fjarlægð frá Hvíta hús- inu. Flugvélin var í eigu flugklúbbs sem þar hefur aðsetur. Sjónárvottar sögðust ekki hafa heyrt neina skothríð er flugvélin sveif til lendingar. Talið er að leyni- skyttur hafist við á þaki Hvíta hússins og leyniþjónustan hafi árið 1974 komið þar fyrir Stinger-loft- Gangráður bjargar Bót London. Daily Telegraph. ÞRETTÁN ára gamall kjöltu- rakki, Bót, hefur fengið bót sinna meina í bili eftir að gangráður úr nýlátnum hjartasjúklingi var græddur í hann. Aðgerðin kostaði eiganda Bót- ar, frú Pat Craddock í Blithbury í Staffordskíri, 1.200 sterlings- pund. Hún sagðist ekki myndu hugsa sig um tvisvar þyrfti hvutti á annarri aðgerð að halda, pening- ar skiptu engu máli. Frú Craddock fór með Bót til virts dýralæknis í Coventry er hún sýndi einkenni hjartasjúkdóms. Greindist hún með hjartagalla og hefði ekki lifað mörgum dögum lengur án þess að fá gangráð. „Tveimur dögum eftir aðgerðina var Bót eins og sprækur hvolpur, breytingarnar eru ótrúlegar," sagði frúin sem tók Bót að sér fyrir 11 árum en þá var hún heim- ilislaus flökkuhundur. Smáflugyé! brotlendir við Hvíta húsið Lítil einshreyfils flugvél brotlenti á suðurflöt Hvíta hússins á mánudag Hvíta húsið embættisins. þar sem forsetafjölskylda dvaldfst brotlendir kl. 06 vamarflaugum, eftir að hermaður tók þyrlu traustataki á Fort Meade herflugvellinum í Maryland og lenti henni á Suðurflötinni við Hvíta húsið. Þingmenn ná fjölmiðlum á sitt vald á Krím Moskvu. The Daily Telegraph. Reuter. ÞINGMENN á Krím náðu í gær á sitt vald útvarps- og sjónvarpsstöðv- um og hétu því að halda fylktu liði að þinghúsinu, en þeim hefur verið meinaður aðgangur að því frá því að forsetinn, Júrí Meshkov, leysti Krímarþing upp á sunnudag og tók sér öll völd. í útvarpsávarpi á sunnu- dagsmorgun lýsti hann þingið óstarf- hæft og „óverðugan fulltrúa fólks- ins“. Þingmennirnir sögðu hins vegar um valdarán að ræða. Þingmennirnir ruddust ásamt þrjátíu kósökkum vopnuðum svipum inn í útvarps- og sjónvarpsstöðvar í gærmorgun og eftir stuttar viðræður við varðmenn sem Meshkov lét gæta stöðvanna, létu þeir síðastnefndu undan. Hættu stöðvarnar að sjón- og útvarpa tilskipunum Meshkovs en sendu í staðinn út umræðuþætti sem þingmennirnir tóku þátt í. Verðir eru við þinghúsið og svo virðist sem húsgögnum hafi verið hlaðið upp við innganga þess. Fyrir utan hafa stuðningsmenn Meshkovs, flestir í eldri kantinum, safnast sam- an og barið potta og pönnur til að sýna forsetanum stuðning sinn. Að öðru leyti var alit með kyrrum kjör- um í höfuðborginni Simferopol. Þessi deila þings og forseta hefur aukið á ótta manna um að ófriður brjótist út á Krím en meirihluti þjóðarinnar vill minnka sambandið við Ukraínu og þindast Rússum nánari böndym. Árekstrar Meshkovs og þingsins minna um margt á uppreisn Rúss- landsþings gegn Borís Jeltsín Rúss- landsforseta í fyrrahaust. Meshkov gætti þess því vandlega að þinghúsið væri mannlaust er hann leysti þingið upp og kom þar með í veg fyrir að vopnaðir menn kæmu sér þar fyrir. Kuchma styður Meshkov Meshkov og þingið samþykktu í maí drög að nýrri stjórnarskrá sem stríddi gegn yfirráðum Úkraínu á Krím. Harðlínumenn hafa hins vegar gagnrýnt Meshkov harðlega og sagt hann hafa svikist undan merkjum með því að viðurkenna yfirráð Úkra- ínu í júlí eftir að Leoníd Kuchma, var kjörinn forseti Úkraínu. Reyndi Krímarþing i síðustu viku að svipta Meshkov völdum. Kuchma hefur neitað að fordæma aðgerðir Meshkovs og kallar þær „siðaða lausn“. Er ljóst að Meshkov treystir á aðstoð Úkraínumanna til að hafa stjórn á þinginu. Þingmenn fullyrtu hins vegar í gær að öryggis- sveitir á Krím myndu ekki hlýða skipunum forsetans. Haustnámskeið að hefjast. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst. Sp Vaskhugi hf . Sími 91-682 680 * Reuter IWWU fssna Snyrtivörur ollu blýeitrun hjá forngrískum konum London. Reuter. KONUR í Grikklandi hinu forna þjáðust af blýeitrun vegna þess að þær bættu málminum í snyrtivörur. Grískir vísindamenn segja í bréfi til læknablaðsins Lancet að þeir hafí fundið mikið magn blýs í púðri sem var í gröf í suðurhluta Grikk- lands, en talið er að hún sé frá 1350 f.Kr., á tímum Trójustríðsins. Vísindamennirnir telja að púðrið hafi átt að nota í snyrtivörur og að uppgötvun þeirra sýni fram á að notun snyrtivara hafi hafist í Evrópu um 500 árum fyrr en talið hefur verið. Vitað var að grískar konur not- uðu hvítt blýpúður til að virðast fölari, nokkrum öldum eftir Tróju- stríðið og breiddist notkun þess út um hinn siðmenntaða heim. Segja vísindamennirnir hana hafa orðið öfgakennda, hún hafi verið álitin hættuleg og hæðst að henni í bundnu máli. Abyrgðar- leysi olli stórslysi STÓRSLYS varð í gær skammt frá Quito, höfuðborg Ekvadors, þegar strætisvagni var ekið út af vegi og ofan í 20 metra djúpt gil. Týndu 52 menn lífi en slysið átti sér stað þegar ökumaðurinn leyfði syni sínum að taka við stýr- inu. FAGURT LAND HELMINGUR AF ANDVIRÐI POKANS RENNUR TIL LANDGRÆÐSLU OG NÁTTÚRUVERNDAR Þetta merki tryggir framlag til landgræöslu, skógræktar og annarrar umhverfisverndar. LANDVERND iÖ DESIGNSIri I rúmunum eru hinar vönduðu amerísku Sqríng^ilf dýnur sem kírópraktorar mæla meö. Þær eru byggðar upp eftir MULTILASTIC PLUS kerfinu, sem tryggir jafnan stuðning og beinan hrygg í svefni. @

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.