Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Vald örlaganna tekur á sig mynd í Þjóðleikhúsinu
KRISTJÁN Jóhannsson og Elín Ósk Óskarsdóttir í hlut-
verkum Alvaros og Leonóru.
Morgunblaðið/Kristinn
PREZIOSILLA í fangi Carlosar bróður Leonóru. Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Trond Halstein Moe í hlutverkum sínum.
Skírskotun til nútímans
í blóði drifnum trúaróði
„STRÍÐ og friður takast hér á, frið-
urinn er friður trúarinnar og sigrar
að lokum.“ Óperan Vald örlaganna
eftir Giuseppi Verdi er ekki síst
trúaróður eins og leikstjórinn
Sveinn Einarsson segir. Morgun-
blaðið fylgdist með æfingu í Þjóð-
leikhúsinu um helgina, en frumsýnt
verður næsta laugardag, 17. sept-
ember. Valdi örlaganna fjallar um
grimmlynd örlög elskenda sem end-
urspegla atburði og ástand í um-
hverfi þeirra. Upphafið er heims-
valdastefna, kynþáttafordómar,
stéttamisrétti og trúarofstæki. Þeg-
ar drottnunargirni og hefndar-
skylda bætist við er ekki von á
góðu og eina skjólið virðist í trúnni.
Hádramatískt
Þráðurinn er hvorki einfaldur né
lítilmótlegur frekar en í öðrum óper-
um Verdis, sem var hvergi banginn
við dramatík, hatur og ástríður, og
vildi tala til fólksins um það sem
máli skipti. Menn læra víst seint
af reynslu og áfram geisa stríð og
gerast persónulegar harmsögur af
svipuðum eða sömu rótum og í óper-
unni. í uppfærslu Þjóðleikhússins
eru líkindin við nútímann og allan
tíma undirstrikuð og hið sértæka
gert almennt í umgjörð óperunnar.
í stað þess að sýna spænskan
vígvöll og ítalskan um miðja 18.
öld eru dregnar upp myndir með
víðari skírskotun. Og seinna stríðs-
atriðið er látið gerast á krá, til
mótvægis við veislu annars þáttar
þegar stríðið hafði enn ekki tekið
sinn toll. Vægi sumra persóna er
aukið og atriðaröð breytt á einum
stað, eins og gjarna er gert í þess-
ari óperu. Fjandvinimir Carlo og
Alvaro eru látnir hittast að loknum
Rataplan-kórnum SVonefnda í síð-
ara vígvallar- og hér kráaratriðinu.
Byggt á spænskri sögu
Annars er ekkert vikið frá upp-
runalega óperutextanum heldur
framvindunni fylgt eins og hún var
ákveðin fyrir rúmum 130 árum.
Verdi samdi óperuna að ósk
Rússa 1861 og ári síðar var hún
frumsýnd í Pétursborg. Skömmu
síðar stjórnaði Verdi annarri upp-
færslu hennar i Madríd og á Scala
í Mílanó var hún sett upp árið 1869
í breyttri mynd. Þar jók Verdi með-
al annars við svallsenu sem hneyksl-
aði marga, hafði skrifað forleikinn
glæsilega og látið aðalpersónuna
Alvaro sættast við guð og menn í
sögulok.
Textann skrifaði samverkamaður
tónskáldsins, Francesco Maria
Piave, og byggði á leikriti eftir
spænska rómantíkerinn Saavedra
hertoga af Rivas. Verdi hreifst af
stórskáldum eins og Shakespeare,
Schiller og Victor Hugo og ætlaði
upphaflega að nota sögu Hugos.
Ráðamönnum í Pétursborg féll það
ekki og verk Saavedra varð fyrir
valinu auk kafla úr Herbúðum
Wallensteins eftir Schiller (síðara
vígvallaratriðið). Við fyrrnefnda
endurskoðun óperutextans 1869
kom nýr samstarfsmaður til sög-
unnar, Antonio Ghislanzoni.
Framvinda óperunnar
í fáum orðum er þráður óperunn-
ar þannig: Hertoginn af Calatreva
vonast til að dóttirin, Leonóra,
gleymi vonbiðli sínum, Alvaro. Sá
er fæddur í fangelsi, sonur föður-
landssvikara og trúvillings. Það er
að minnsta kosti viðhorf hertogans,
sem ber ábyrgð á aftöku foreldra
Alvaros. Þannig fínnst honum eng-
inn kostur verri handa dóttur sinni
en einmitt Alvaro. Leonóra er ung
og á erfítt með að velja milli föður
síns og elskhuga. Þegar Alvaro birt-
ist í húsi feðginanna uppi í ítalskri
sveit til að hafa hana á brott verð-
ur hertoginn æfur og vill engin rök
heyra frá Alvaro. Fyrsta atriði end-
ar með því að skot hleypur úr byssu
Alvaros, hæfír föður Leonóru og
verður honum að bana. Hún bölvar
morðingja föður síns og Alvaro flýr.
Hefndarskylda bróðurins
Næst hittum við Carlo bróður
Leonóru í veislu í smábæ þarna
skammt frá. Hann vill hefna föður
síns og svívirðu systurinnar, en
þykist vera stúdent á leið þarna um.
I veisluna kemur brúðuleikhúsmað-
urinn Trabuco með skemmtiflokk
sinn, en í hann hafa bæst Pierrot
og Kólumbína úr commedia dell-
’arte leikhefðinni. Trúðurinn Pierrot
sem grætur hlægjandi vekur strax
grunsemdir Carlosar og ekki að
ástæðulausu því þar er Leonóra á
ferðinni. Leikkonan Preziosilla
reynir að beina athygli Carlosar
annað og Leonóra sætir færis og
slæst í hóp með pílagrímum sem
eiga leið hjá.
í þriðja atriði ber hún að dyrum
klausturs og skýrir ábótanum frá
örvæntingu sinni. Friðlaus af
sjálfsásökun og söknuði fær hún
hæli í helli einsetumanns.
Klaustur og hernaður
Af Alvaro er það að segja að
hann hefur unnið sér frægð í hern-
um og árin hafa liðið án þess að
hann gleymdi Leonóru. Hann bjarg-
ar höfuðsmanni úr klóm illvirkja
og þeir sveijast í fóstbræðralag án
þess að segja hvor öðrum rétt til
nafns. Næst er líf Alvaros í hættu
eftir bardaga og fóstbróðir hans,
sem í raun er enginn annar en
Carlo, kemur til bjargar. Þegar
hann svo fínnur mynd af Leonóru
í fórum Alvaros gleðst hann yfir
að hafa fundið erkióvininn.
Þeir geta þó ekki barist strax
vegna meiðsla Alvaros og það er
ekki fyrr en seinna, í ringulreið
betlára og stríðshijáðra, sem Carlo
skorar hann á hólm. Það gerist eft-
ir Rataplan, söng Prezisillu og ann-
arra sem þarna er saman komnir.
Hermenn skilja þá fjendurna að og
Alvaro heitir því að ganga í klaust-
ur.
Hólmgangan
Fimm ár hafa liðið þegar kemur
í klaustrið í sjötta og síðasta atrið-
inu. Faðir Raffaele, eða Alvaro,
hefur deilt þar út mat og fólkið
telur hann dýrling. Carlo, sem enn
hefur elt Alvaro uppi, kemur og
skorar hann á hólm. Enn færist
Alvaro undan, en grípur að lokum
sverðið og særir Carlo banasári.
Hann kveðst þá verða að hitta prest
áður en yfir ljúki og Alvaro man
eftir sögunni um einsetumanninn.
Hann finnur helli Leonóru og verð-
ur vitanlega furðu lostinn þegar hún
svarar þar kalli hans. Þegar hún
ætlar að kasta sér í faðm hans sýn-
ir hann blóði drifnar hendur sínar
og fylgir henni til bróðurins. Hún
lýtur að honum og Carlo neytir síð-
ustu kraftanna til að stinga rýtingi
í bak hennar. Ábótinn kemur þarna
að og þau Leonóra fá Alvaro til að
iðrast og ákalla almættið á dauða-
stundu Leonóru.
> _____________________
Friðrik Oðinn Þórarinssoii og Peter Maté í Listasafni Siguijóns
Flautuleikari
kynnir sig
UNGUR flautuleikari, Friðrik Óð-
inn Þórarinsson, og píanóleikarinn
Peter Maté koma fram á tónleikum
í Listasafni Siguijóns annað kvöld,
14. september. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 20.30 og efnisskráin
er fjölbreytt, enda vill Friðrik Óð-
inn kynna sig fyrir íslenskum
áheyrendum. Hann býr á Englandi
ásamt foreldrum sínum og gengur
í tónlistarháskóla í Lundúnum.
Þetta eru lengstu einleikstónleikar
Friðriks Óðins til þessa, þótt hann
hafí talsvert komið fram.
Áður en nánar er forvitnast um
hagi flautuleikarans er hæfílegt
að spyrja hann út í tónlist morgun-
dagsins. Höfundar hennar eru ekki
ómerkari en Bach, Chopin, Gluck,
Poulenc, Borne, Debussy og Prok-
ofiev.
„Ég held upp á barokktónlist,"
segir Friðrik Óðinn, „og byija á
Svítu númer tvö eftir Johann Se-
bastian Bach. Síðan leikum við
Tilbrigði Chopins við stef eftir
Rossini, glaðlega tónsmíð sem
smám saman verður flóknari og
forvitnilegri. Næst kemur afar
ljúft og fallegt verk eftir Gluck,
Dans sælu andanna úr óperunni
Orfeusi og Evridís. Þá
leikum við sónötu eftir
Poulenc, franska út í
ystu æsar, og loka-
verkið fyrir hlé verður
Carmen fantasía eftir
Borne byggð á Bizet-
óperunni frægu.“
Peter Maté fær
nokkru lengri hvíld en
Friðrik Oðinn því
fyrsta verk eftir hlé
er Syrinx, einleiksverk
fyrir fiðlu eftir Claude
Debussy. Panflautan
hefur heyrst úr her-
bergi Friðriks Óðins
alveg síðan hann fór
að leika á fíautu fyrir
ellefu árum. Uppá-
haldsverk áður en tón-
leikunum lýkur með langri og
krefjandi sónötu, númer tvö ópus
94, eftir Prokofiev. Þar eru flautan
og píanóið jafn rétthá og kúnst
að sögn Friðriks Óðins að halda
Morgunblaðið/Kristinn
Friðrik Óðinn Þór-
arinsson flautu-
leikari
jafnvægi. Fyrst er
tónlistin íhugul, þá
glaðvær og því næst
hæg svo minnir á gár-
að vatn.
Friðrik Óðinn er 21
árs og uppalinn í
Lundúnum. Móðir
hans er ensk en faðir-
inn íslenskur, fyrrver-
andi dansarar sem nú
reka ballettskóla í
borginni. Friðrik Óð-
inn segist nokkrum
sinnum hafa reynt við
dansinn en ákveðið að
velja tónlistina. Hann
byijaði tíu ára að læra
flautuleik, gekk í
Trinity og Victoria
tónlistarskólana og
lýkur eftir áramót námi við Tón-
listarháskóla Lundúna. Eftir það
ætlar hann í framhaldsnám svo
aga tónlistarskólanna léttir ekki
alveg í bráð.