Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 26

Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bætt réttarstaða flóttamanna RETTARSTAÐA flóttamanna hefur verið talsvert til um- ræðu að undanförnu og bent á þörf úrbóta á því sviði. Af því til- efni þykir mér rétt að minna á það að á síðasta þingi var lagt fram frumvarþ til laga um breytingar á ýjmsum lagaákvæð- ura er varða réttarf- ar, atvinnuréttindi o.fl. og var því vísað til allshetjarnefndar Alþingis. í V. kafla fyrr- greind frumvarps, óbreyttur að lögum, 133/1993, voru lagðar til nokkrar breytingar á lögum um eftirlit með útlendingum, nr. 45/1965. í sam- ræmi við það að reglur ESB (8. og 9. gr. tilskipunar nr. 64/221) gera ráð fyrir að unnt sé að kæra Sólveig Pétursdóttir sem varð sbr. lög nr. ákvarðanir um komu útlendings, synjun um útgáfu eða endurnýj- un dvalarleyfis eða brottvísun úr landi var með lögum nr. 133/1993 breytt fyr- irkomulaginu um þessi efni þannig að nú eru ákvarðanir um þetta ekki í höndum dómsmálaráðuneytis- ins heldur fluttust þær til Útlendingaeft- irlitsins, en með kærurétti til ráðu- neytisins. Aðrar breytingar á lögum nr. 45/1965 fólust í því að verk- efni voru flutt til Útlendingaeftir- litsins. Með þessu frumvarpi var/fþví verið að sinna skyldum á grund- velli EES-samningsins en ekkí var um að ræða neina heildarendur- skoðun á lögum um eftirlit með m moppu Kostir þess að fá þér Gerðu það goti' möppu fyrir uppskriftirnar þínar eru fleiri en einn: • Þú hefur alla bæklinga Tilraunaeldhúss MS á einum stað • Mappan er falleg, handhæg og af hentugri stærð fyrir alla bæklingana • í möppunni eru grunnupplýsingar um mál, vog og ýmis góð ráð • Hún kostar aðeins 490 kr Já takk! □ Ég vil fá senda safnmöppu MS í póstkröfu □ Ég óska eftir því að uppskriftarbMingar MS númer------------------- fylgi möppunni. Utanáskrijtin er: Tilraunaeldhús MS, Pósthólf10340, 130 Reykjavík. KENNITALA HEIMILISFANG PÓSTNÚMER STADUR Með þessu frnmvarpi er veríð að sinna skyldum á grundvelli EES-samn- ingsins, segir Sólveig Pétursdóttir, en ekki er um að ræða heildar- endurskoðun á lögum um eftirlit með útlend- ingum. útlendingum. Hins vegar fólst í þessum breytingum að kæruleiðir eru nú fyrir hendi sem ekki voru áður, sbr. rétt til að kæra ákvarðanir Útlendingaeftirlitsins til dómsmálaráðuneytisins. Nú hefur ríkisstjómin hins vegar ákveðið að taka sérstaklega á málefnum útlendinga, þ. á m. flóttamanna, og hefur dómsmála- ráðherra ákveðið að fram fari heildarendurskoðun á lögum um eftirlit með útlendingum. Allsherjarnefnd barst einmitt er- indi frá Íslandsdeild Amnesty Int- ernational sl. vetur þar sem vakin var athygli á vanköntum þessara laga og lét nefndin af því tilefni í ljós það sjónarmið sitt að nauðsyn- legt væri að íslenskar réttarreglur væru í sem mestu samræmi við alþjóðlega viðurkenndar megin- reglur um réttindi flóttamanna. Allsherjarnefnd hefur ennfremur hug á að endurskoða þær verklags- reglur er gilda um veitingu ríkis- borgararéttar. Það er því vonandi að fljótlega komi fram tillögur um breyttar reglur á þessu sviði og þar með bætta réttarstöðu flóttamanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og formaður allsheijarnefndar Alþingis. Af lestrar- gæðingnm BÓKIN er undir- staða íslenskrar þjóð- menningar. Þetta er eitt af því sem okkur íslendingum hefur verið innprentað frá því við munum eftir okkur. Okkur hefur verið kennt að íslend- ingasögurnar, Passíu- sálmarnir, Þórbergur og Laxness séu ekki bara hluti af menn- ingu okkar, heldur séu bókstaflega menning okkar að langmestu leyti. Þetta sé Arfurinn, Minning- in, íslenska Þjóðin og þess vegna verði allir að gera svo vel að lesa bækur og ekkert múð- ur. Bókmenntalíf og bókmenning virðist alla tíð hafa verið blómleg hér og því eru bókmenntirnar hefðbundið veldi, jafnvel slíkt veldi að menn hafa sett spurningar aft- an við það veldi eins og önnur. A okkar ágætu efasemdatímum þar sem gildismat hverskonar, og þó einkum pólitískt,. er í frjósamri upplausn, spyr fólk sig skiljanlega: er hin biblíulega oftrú á Bókina og bókmenninguna ekki tíma- skekkja? Getur verið að ákveðin stífni sem einkenndi bókmenn- taumræðuna til skamms tíma, og gerir e.t.v. enn, beri í sér drep sem getur orðið bókmenntum okkar dýrkeypt? Er kannski kominn tími til að slaka aðeins á og taka bók- menntirnar ekki af þessari dauð- ans alvöru og fara heldur að njóta þeirra? Ungt fólk allra tíma hefur haft efasemdir um ágæti margs sem undanfarnar kynslóðir hafa afrek- að og það valdakerfi sem þær hafa komið á laggirnar. Þetta á einnig við um það sem kalla mætti vald bókmenntanna. Þannig er lík- legt að tilkoma sjónvarpsins, sem menn segja vera ástæðu minnkandi bóklesturs, hafi á sín- um tíma ekki einungis verið spennandi nýj- ung fyrir fólk heldur hafi margir litið á það sem létti, kærkomna flóttaleið frá ábúðar- mikilli og þrúgandi bókmenntahefð. Menn gátu slappað af fyrir framan sjón- varpið, horft á fram- haldsmyndaflokka og bíómyndir í löngum Friðrik bunum og verið fylli- Rafnsson lega samræðuhæfir í kaffitímum og afmæl- um án þess að hafa litið í nýjustu bók X eða Z. En nú hefur þetta gersamlega snúist við. Bókin á í vök að verj- ast hér á landi og þar með ákveð- in tegund hugsunar. Gagnrýnin hugsun sem byggist á fjölbreyttri þekkingu. Virk hugsun lesandans sem skapar um leið og hann les, sér kringumstæður, fólk og um- hverfi fyrir sér út frá nokkrum einföldum lykiltáknum sem við köllum bókstafi. Valdið er nú hjá sjónvarpsstöðvunum. Tékkneski heimspekingurinn Karel Kosik sagði réttilega í viðtali í Tímariti Máls og menningar á síðasta ári að myndmiðlarnir og auglýsinga- iðnaðurinn væru nú orðnir svo öflugir að stappar nærri alræði. Alræði markaðshyggjunnar hefur tekið við af alræði kommúnism- ans. Og einhæfni og íhaldssemi sjónvarpsstöðvanna er slík að það er orðið tímabært að setja spurn- ingarmerki við þetta vald. Auðvit- að er hægt að hafna þessu valdi með því annaðhvort að kaupa ekki sjónvarp eða slökkva þegar manni finnst nóg komið. En gerir fólk það? Geta menn slökkt á sjónvarp- inu án þess að lenda úti á þekju 0 f-l ífiskólabíoi Stjórnandi: Rico Saccani Einleikari: Þorsteinn Gauti Sigurðsson Kynnir: Edda Þórarinsdóttir Þorsteinn Gauti Sigurðsson Rico Saccani Dmitríj Shostakovitsj: Hátíðarforleikur Sergej Rakhmanínov: Tilbrigði við stef eftir Paganini Antonin Dvorak: Karneval, forleikur Alexander Borodin: Næturljóð Emmanuel Chabrier: Espagna Igor Stravinskíj: Þættir úr Eldfuglinum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Blómstrandi hliómsveit simi 622255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.