Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 28

Morgunblaðið - 13.09.1994, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. F YRIRHY GGJA VIÐ FRAMKVÆMDIR ENDURBYGGING Iðnós, samkomuhússins gamla við Tjörnina í Reykjavík, hefur orðið deiluefni að undan- förnu vegna kostnaðar við bygginguna. Fyrsta kostnaðarmat var 111,6 milljónir króna, en kostnaður stefnir nú í 183,6 milljónir. Fullyrða má að nauðsynlegt hafi verið að leggja nokkurt fé til endurbyggingarinnar til þess að bjarga menningarverð- mætum frá eyðileggingu. Hins vegar má spyrja hvort nægileg fyrirhyggja hafi verið viðhöfð við skipulagningu framkvæmd- anna og hvort ákvarðanir stjórnmálamanna hafi verið byggð- ar á nægilega ýtarlegum upplýsingum. Það á auðvitað ekki eingöngu við í tilviki Iðnó, heldur um fleiri opinberar fram- kvæmdir. í fréttaskýringu í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag kemur fram að ekkert mat hafi legið fyrir á kostnaði við endurbygginguna þegar borgarstjórn ákvað að ráðast í fram- kvæmdir. Haft er eftir Haraldi Blöndal, formanni endurbygg- ingarnefndar, að tekið hafi verið skýrt fram að um kostnaðar- hugmynd væri að ræða. „Borgarráð vissi það strax að fram- kvæmdin yrði miklu dýrari. Menn sögðust vita hvernig svona áætlanir væru. Það þekktu þeir frá Viðeyjarstofu og öðrum gömlum húsurn," segir Haraldur. Spyrja má hvort þessi þekking borgarfulltrúa og reynsla þeirra af öðrum framkvæmdum, hliðstæðum við endurbygg- ingu Iðnós, hefði ekki einmitt átt að leiða til þess að kostnað- ur við verkið hefði verið áætlaður hærri strax í upphafi. Til hvers að setja fram kostnaðarhugmyndir, ef allir vita að þær muni ekki standast? Einnig er haft eftir Haraldi Blöndal í fréttaskýringu Morg- unblaðsins að eftir að framkvæmdir hófust hafi komið fram ósk frá húsfriðunarnefnd um að Iðnó yrði fært sem næst upprunalegu útliti að innan, og af því hafi orðið kostnaðarauki. I fréttum Morgunblaðsins hefur jafnframt verið skýrt frá því að húsfriðunarnefnd hafi viljað hafa dýrari glugga í hús- inu en framkvæmdanefnd hafi kosið, og kostnaður hækkað af þeim sökum. Þá hafi húsfriðunarnefnd gert athugasemdir við að litað gler var sett í glerskálann, sem byggður var sunn- an við Iðnó, þar sem á teikningum, sem henni voru sýndar, hafi komið fram að glerið yrði glært. Glerskiptin hafa verið talin kosta á fimmtu milljón. í frétt í blaðinu fyrir skömmu kom ennfremur fram að eft- ir að glerskálinn var glerjaður með dökku gleri hafi borgar- minjavörður lagt fram álit, þar sem lagzt var gegn litaða glerinu og raunar lagt til að glerbyggingin yrði fjarlægð og helzt ekki byggt við húsið. Hér eru einnig vinnubrögð á ferðinni, sem orka tvímælis. Þegar ráðizt er í endurbyggingu gamals húss, hlýtur að vera lykilatriði að álit húsfriðunarnefndar, þjóðminjayfirvalda og borgarminjavarðar liggi fyrir áður en byrjað er að byggja og breyta, og að framkvæmdin sé í samræmi við þær upplýs- ingar, sem þessum aðilum eru gefnar. Þetta vinnulag þætti tæplega til fyrirmyndar hjá einkafyrir- tækjum eða einstaklingum. Það er enn frekar umhugsunar- efni þegar opinberir aðilar eiga í hlut, vegna þess að þeir fara með almannafé og ber eðli málsins samkvæmt að verja því með ýtrustu varkárni oggæta sparnaðar í hvívetna. Stjórn- málamenn ættu að leggja metnað sinn í að hefjast ekki handa um kostnaðarsamar framkvæmdir fyrr en nákvæmt og vand- að mat á öllum kostnaði, jafnt sem óvissuþáttum, liggur fyrir. Því miður eru dæmin of mörg frá seinustu árum um að þessa virðist ekki vera gætt við opinberar framkvæmdir, og fremur unnið af kappi en forsjá. Orð Magnúsar Sædal bygg- ingafulltrúa í samtali við Morgunblaðið kunna að varpa nokkru Ijósi á þann vanda, sem um er að ræða, en hann sagði að þegar um framkvæmd sem þessa væri að ræða, óskuðu stjórn- málamenn eftir upplýsingum um kostnað: „Þeir lifa mjög hratt, vilja strax fá allar upplýsingar og eru fljótir að taka ákvarðanir. Við lendum í þessu, embættismennirnir, að vita það að stundum er ekki tímabært að gera áætlun, þar sem grunninn vantar til að standa á. Honum er kippt undan okk- ur og við verðum blórabögglar fyrir vikið.“ Það skal ítrekað að endurbygging Iðnó er til prýði fyrir miðborg Reykjavíkur og húsi með glæsilega sögu er bjargað frá niðurníðslu. Hins vegar er nauðsynlegt að viðhafa fyrir- hyggju og vönduð vinnubrögð við framkvæmdir sem þessar. Það er ekki sízt mikilvægt að almenningur — skattgreiðend- ur, sem greiða kostnaðinn — viti fyrirfram hver hann verður og geti treyst því, sem sagt er. ÚTHAFSVEIÐAR HARALDUR Kristjánsson HF á veiðum í Smugunni. V eiðar í slendi í Barentsha Hér fjallar Svend-Aage Malmberg um veiðar íslendinga í Barentshafi frá svolítið öðrum sjónarhóli en gerist almennt á vett- vangi þessa máls líðandi stundar. Lögfræðin er látin víkja fyrir náttúrufræðinni. M reinaröfundur ■ _^_var við nám í M ■ Þýskalandi á árunum 1955-1961. í sama há- skóla var a.m.k. Stórt hundrað Norðmanna, flestir í tannlækningum, en íslendingar voru um einn tugur aðallega í haf- og fiskifræðum, hagfræði, læknisfræði, þýsku og bókmenntum. Eitt sinn var nokkrum okkar boðið til hófs með Norðmönnum á þjóðhá- tíðardegi þeirra 17. maí. Ræðumaður kvöldsins hreykti sér stoltur af landi og þjóð með heims- kort á vegg að baki. Det er Norge; Jan Mayen, det er Norge; Björneoja, det er Norge; Dronning Mauds land í Antarktíku, det er Norge; Buovet eyja í Suður-íshafi, det er Norge; og auðvitað Svalbard, det er Norge. Höf- undur minnist þess ekki að þess væri getið að allt væru þetta í raun óbyggð lönd nema móðurlandið. Þá gall við í íslendingi í hófinu, góðum vini, um leið og hann stóð upp og benti á kort- ið góða á veggnum, „og dette er ís- land og det er ikke Norge“. Var því reyndar vel tekið. Svona voru sam- skiptin skemmtileg á góðri stund bræðraþjóða með sameiginlega for- sögu. Margt annað má segja um Norð- menn í svipuðum dúr. Þeir eigna sér gjarnan Snorra Sturluson og Leif Ei- ríksson, en Islendingar misskilja líka oft að vísu enska orðið norse fyrir að þýða norskur en ekki norrænn. Ein- hverjir kannast væntanlega við fíla- söguna um Norge og Mammút eða um friðarvon HroIIs víkings ef allir töluðu sömu tungu, hann bara velti því fyrir sér hvernig unnt væri að fá alla jarðarbúa til að tala tunguna einu sönnu, þ.e.a.s. norsku. Stórt er og nafn landsins, Noregur, sem dregur nafn sitt af sjóleiðinni norður í höf, Norðúrvegi. Þessi höf nefndu Norð- menn, fræðimenn a.m.k., einnig lengi vel „Hið stóra norska haf‘, og við má bæta að Norðmenn kalla norsk-íslensku síldina að sjálfsögðu norska vor- gotssíld, hvað annað? Annars gengur síldin sú í fræðunum undir heitinu Altanto-Skandian síld. Því er svo við að bæta að höfundur dvaldist um hálfs árs skeið við störf í Björgvin á tímabilinu 1963-1965. Vináttubönd frá þeim árum hafa enst fram á þennan dag. Hvergi annars staðar erlendis hefur greinarhöfundur notið eins mikils og náins skilnings í starfi og leik og í Björgvin. Jafnvel í góðlátlegu gamni á gleðistundum varð hann aldrei fyrir stríðni eða aðkasti af Norðmanna hálfu, öllu fremur hefur til þessa dags gætt virðingar og vináttu fyrir það eitt að vera Islendingur. Islendingar hreykja sér og tíðum fyrir að landið var byggt frá Noregi, reyndar þeim austrænu mönnum sem ekki þoldu ofríki í Noregi, án þess þó að gleyma keltneskum eða vestrænum menning- ararfi sínum. Þorskastríð og heimamið Á áðurnefndum námsárum í Þýska- landi háðu Islendingar þorskastríð vegna útfærslu fiskveiðilögsögu í 12 sjómílur 1958. Því fylgdi rík tilfinning íslenskra námsmanna erlendis fyrir málstaðnum. Ekki dofnaði tilfinningin við ósanngjarnan málflutning frétta- miðla úti í heimi, sem tóku mið af afbökuðum fréttum frá breska ríkisút- varpinu BBC. Þá lærðist að taka bæri fréttum voldugra hagsmunaaðila í stríði mjög svo varlega. Islendingar voru að beijast fyrirítilverurétti sínum Svend Aage Malmberg með því að verja heimamið fyrir ágangi útlendinga, burtséð frá öllum svonefndum rétti byggðum á hefð og annarri tilvísum til laga. Leikurinn endurtók sig svo með nýju þorska- stríði við útfærslu fiskveiðilögsögu við ísland í 50 sjómílur 1972. Oft, bæði 1958 og 1972, nutum við reyndar stuðnings úti í íöndum hjá óbreyttum náms- og starfsbræðrum í þessum stríðum fyrir nærtækum lifandi auð- lindum í hafinu á heimamiðum. Síðan kom svo 200 sjómílna efnahagslög- sagan 1975, reglu sem nú er fram- fylgt víðast hvar í heiminum, í stórum löndum og smáum, meginlöndum jafnt sem hinum smæstu eyjum. Utlending- ar hurfu svo að mestu, með nokkrum umsömdum undantekningum, af fs- landsmiðum 1976. Sóknin í fiskistofna - þorsk - minnkaði um tíma, en ekki leið á löngu áður en íslendingar juku sókn og afla að sama skapi og útlend- ingar tóku áður og fullnýttu þannig afkastagetu íslandsmiða. Reyndar hafa íslendingar gengið lengra og ofnýtt þorskstofninn við landið eins og kunnugt er. Nú er ekki unnt að kenna útlendingum um heldur berum við sjálf ábyrgðina, og þá væntanlega sér í lagi stjómvöld. I þverrandi fisk- gengd á íslandsmiðum sækir afkasta- mikill fiskifloti íslendinga nú út fyrir heimamið á svonefnd úthafssvæði eða í smugur og „grá“ svæði, þ.e.a.s. umdeild svæði. Þá er vitnað í áunnar hefðir eins og útlendingar gerðu áður hér við land. Jafnframt virðast íslend- ingar láta lönd og leið að um er að ræða fiskistofna sem lotið hafa stjóm- un strandþjóða á umræddum svo- nefndum „úthöfum". Það skal skýrí tekið fram að haffræðilega telst Bar- entshaf til strandhafa, þ.e. --------- „hálflukt strandhaf“, auk þess sem hafið er land- gmnnshaf, hvað svo sem laganna mönnum þóknast að kalla það. Ef Barentshaf Berui áby ofný er úthaf þá em íslandsmið það einn- ig. Hér skal vitnað í ágæta hugvekju Freysteins Sigurðssonar jarðfræðings á Orkustofnun í fréttabréfi Félags ís- lenskra náttúrufræðinga í sumar sem leið. „Lýðum má vera ljóst að umhverfis- rannsóknir eru fyrst og fremst nátt- úrufræðirannsóknir, en ekki arkitekt- úr, verkfræði eða lögfræði. Náttúru- fræðingar gegna lykilhlutverki í um- hverfisrannsóknum og ættu um leið af fara með meginhlutverk á þeim

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.