Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORE 10 disklingar kr. 1.110,- BOÐEIND Austurströnd 12 Sími 612061 • Fax 612081 Hún er komin metsölubókin IjmUBÍKU Áhrifarík bók sem jafnvel læknarnir nota sjálfír. Kynningarverð aðeins kr. 4.950,-. Komíd á útgáfusýningu I Listhúsinu Laugardai. Sérútgáfan - Simi (91) 32886 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 4934 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4507 4500 0022 0316 4543 3718 0006 3233 4548 9018 0034 2321 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4550 50** 4560 60** 4552 57** 4941 32** Atgreiðslufóik vinsamlegast takiö ofangreind kor( úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VEHÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta korf og visa á vágesf. Álfabakka 16-109 Reykjavík Sími 91-671700 VZterkur og Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! ______________MINNINGAR__ JÓNBORG SIG URÐARDÓTTIR + Jónborg Sig- urðardóttir fæddist á Vikings- stöðum á Völlum í N-Múlasýslu 28. júni 1925. Hún lést á heimili dóttur sinnar 4. september síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Eiríku Markúsdóttur og Sigurðar Péturs- sonar bifreiða- stjóra. Hún fluttist fjögurra mánaða til Norðfjarðar með foreldrum sinum og ólst þar upp. Árið 1941 flyst hún til Seyðisfjarðar með fjöl- skyldunni. Hún var elst af sjö systkinum þar af var ein hálf- systir. Jónborg flytur til Reykjavíkur árið 1943. Hinn 23. nóvember 1946 giftist hún Högna Einarssyni, skósmið frá ísafirði, f. 7. júlí 1919, d. 20. desember 1979. Foreldrar hans voru Einar Einarsson skósmið- ur og Svanhildur Jónsdóttir. Börn þeirra eru fjögur: Sigurð- ur Pétur, rafvélavirkjameistari á Akureyri, f. 8. nóvember 1945, maki Elín Jóhannesdóttir, þau eiga fjórar dætur og fimm barnabörn; Einar, skósmíða- meistari í Reykjavík, f. 27. maí 1947, maki Sigríður Guðmunds- dóttir, þau eiga þijá syni; Sig- rún, tannsmíðameistari Mos- fellsbæ, f. 5. janúar 1950, maki Jón Á. Stefánsson sölustjóri, og eiga þau tvö börn; og Hilmar, skósmíðameistari í Reykjavík, f. 1. október 1957, maki Ágústa Þórisdóttir, þau eiga tvö börn og Hilmar á son, sem alinn er upp hjá þeim. Útför Jónborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag. ELSKU amma mín. Mér er mikill harmur i hjarta við fráfall þitt. Eg gerði mér ekki grein fyrir því, þegar ég kom heim frá Þýskalandi fyrir mánuði, hversu mikið veik úr varst. Þú hlífðir mér við að vita það í bréfunum þínum, sem þú skrifaðir mér af spítalanum. Hversu þakklát ég er fyrir bréfin þín enda varst þú mér svo miklu meira en amma. Þú varst vinkona mín, sem ég gat sagt allt, sem mér lá á hjarta. Varla leið sá dagur, að ég færi ekki í heimsókn til hennar ömmu minnar eða hún kom í heimsókn upp í Byggðarholt til mín og á seinni árúm þegar hún var hætt að þurfa að gæta mín fór ég oft og gisti hjá henni bara til að vera nálægt henni og tala við hana og ræddum við oft um Spánarferðina, sem við ætluðum að fara saman í, bara við tvær vin- konurnar. Það mynduðist strax mjög sterk bönd á milli mín og ömmu og ég mun aldrei gleyma því og get ég ekki full- þakkað henni hve hún var ólöt að eltast við mig um allan bæ og sækja mig á bílnum sínum. Henni entist ekki aldur til að sjá litla langömmubarnið, sem fæðast á í næsta mán- uði hjá bróður mínum og unnustu hans, en þau hlökkuðu svo mikið til að geta sýnt henni það. Eg held að bróðir minn og unnusta hans gleymi því seint hve glöð hún amma varð, þeg- ar hún fékk að sjá sónarmynd af ófæddu langömmubarni sínu. Amma mín, ég get ekki hætt að hugsa um þig, og því langar mig til að setja nokkrar ljóðlínur á blað til þín er mér komu í hug: Veist þú, hvernig það er að verna hérna án þín? Einn dag, ég veit við hittumst einn dag saman á ný. Ég gæfi allt fyrir að sjá þig, bara einu sinni enn. Svo erfítt að trúa að ég sjái þig ei meir. Þín elskandi dótturdóttir, Svanhildur. Okkur langar með örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður okkar, Jónborgar Sigurðardóttur, og þakka henni margar góðar samveru- stundir með fjölskyldum okkar í gegnum árin. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa okkur, sauma á barnabörnin og vera okkur til halds og trausts í amstri og önnum. Við minnumst góðrar og myndarlegrar konu sem vildi allt fyrir sína nánustu gera. Alltaf var hægt að koma í heimsókn á öllum tímum og fá mat eða kaffi og oft fengum við að heyra að amma Bogga ætti alltaf til ein- hveijar góðar kökur og nammi í skál. Við þökkum henni samfylgdina og allt það góða sem hún kenndi okkur. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum guð að blessa minningu henn- ar. Tengdadætur. Kær frænka og vinkona, Jónborg Sigurðardóttir (Bogga frænka), er látin. Bogga var elskuleg kona, sem öllum vildi gera gott. Eg hef ekki þekkt greiðviknari konu. Ef eitthvað stóð til þá var Bogga alltaf tilbúin að hjálpa. Allt lék í höndunum henni; ef eitthvað þurfti að sauma eða útbúa veislu var það ekki ósjaldan sem við leituðum til Boggu. Við erum búnar að þekkjast síðan ég man eftir mér. Eftir að við flutt- umst suður var oft farið í heimsókn til Boggu og Högna. Það var alltaf gott að koma í heimsókn í Háagerði og þar vantaði aldrei meðlæti með kaffinu. I desember 1979 lést Högni og var hans sárt saknað af fjölskyldunni og vinum. Bogga og Högni áttu íjög- ur börn, Sigurð, Einar, Sigrúnu og Hilmar, og eru þau öli gift og eru börnin þeirra 12, svo Bogga átti 12 ömmubörn og 5 langömmubörn. Þótti Boggu mjög vænt um öll ömmu- börnin sín og á móti fékk hún mikla ást frá þeim. Það var mikil hamingja hjá Boggu þegar Svanhildur dóttur- dóttur hennar kom heim frá Þýska- landi 3. ágúst sl. og gat átt þennan tíma með henni. Elsku litla sonardóttir hennar, Sig- rún Hilmarsdóttir, sem varð eins árs 10. september, fær ekki að njóta umönnunar ömmu sinnar lengur, en ég veit að amma hennar fylgist vel með henni. Fyrir nokkrum árum kynntist Bogga Guðmundi Þorgrímssyni, góð- um og elskulegum manni, og ekki síst sýndi hann sinn innri mann í veikindum hennar. Við Jói vottum þér, Guðmundur, innilega samúð okkar. Elsku Siggi frændi, börn, tengdabörn, bamabörn, barnabarna- börn og systur, við vottuin ykkur innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Að lokum, Bogga mín, viljum við Jói og fjölskylda okkar þakka þér fyrir allt. Minning elskulegrar Boggu frænku mun lifa hjá fjölskyldu okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ólöf Þóranna Hannesdóttir. Jónborg vinkona mín veiktist hast- arlega í vor og var meira og minna á spítala eftir það, en henni auðnað- ist að dvelja hjá Sigrúnu dóttur sinni síðustu dagana með góðri hjálp frá Heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins. Kynni okkar mynduðust í gegnum sameiginlega vini okkar á Seyðis- firði, Hlín og Óla, en þegar þau komu í bæinn var oft slegið á létta strengi og farið út að skemmta sér. Þá var Högni maður Jónborgar lifandi, en hann lést aðeins sextugur að aldri árið 1979. Af þessum kynnum leiddi að menn okkar stofnuðu bílaleigu sem þeir ráku í nokkur ár og var þá samgang- ur svo til daglegur. Á bjartsýni og fyrirframgróða bílaleigunnar ákváðum við ásamt vinahjónum okkar, Ernu og Braga, að fara í ærlegt orlof, en það höfðum við ekki veitt okkur fyrr, þá komin yfir fertugt. Við fórum í páskaferð til Mallorka og Tenerife og í heim- leið yfirgáfum við ferðafélaga í Lond- on, fórum heim um Kaupmannahöfn með Gullfossi. Þessi ferð stóð í fimm vikur og hefur yljað okkur um hjarta- ræturnar allt til þessa dags, því svo vel féll okkur hveiju við annað. Jónborg keyrði ekki bíl þegar Högni lést og fann strax hversu við- brigðin voru mikil, svo hún dreif sig í að læra á bíl, þá 55 ára gömul og var hún órög við að keyra eftir það. Munaði ekkert um að fara austur á Seyðisíjörð að heimsækja^ aldraðan föður á æskustöðvarnar. Árið 1986 sannreyndi ég bílstjórahæfileika hennar þegar við ákváðum fimm vin- konur að fara með Norrænu þriggja vikna túr til Norðurlanda. Við vorum flórar hér í Reykjvík, en á Seyðis- firði tók Hlín á móti okkur og bætt- ist í hópinn. Við fórum á tveimur bílum til Seyðisíjarðar, þar sem far- angurinn var þvílíkur, rétt eins og við værum allar að flytja að heiman. Enda vöktum við hvarvetna athygli með töskurnar og mikið hlegið að. Við fórum í sól og sumaryl þ. 16. júní, gistum á Akureyri hjá Sigurði syni hennar, hinn 17. júní er kominn kalsi í loft, þegar við komum að Reykjahlíð er okkur sagt að Öræfin séu að lokast vegna snjókomu. Við hlustuðum ekkert á þetta og héldum áfram, en þetta átti eftir að verða okkur eftirminnilegur dagur og reyna á öll þolrif og bílstjórahæfi- leika, því það var bylur og ófærð og við að ýta eða vera ýtt. En við kom- umst til Seyðisljarðar þreyttar en glaðar yfir því að hafa sloppið yfir. Þessi ferð var okkur mjög skemmti- leg og erum við oft búnar að hlæja að „kvinnorna med de store vá- skorna“ eins og Svíarnir kölluðu það. Við sáum okkur í anda í næstu ferð með bakpoka og á strigaskóm, en sú ferð verður aldrei farin, því nú eru tvær farnar í ferðina löngu, Jak- obína mágkona mín og svo Jónborg nú. Jónborg var sérlega lifandi og skemmtileg kona, söngvin, kunni órgynni af vísum og orðheppin í besta lagi og var því aldrei deyfð eða drungi í kringum hana. Hún var með afbrigðum myndarleg í öllu sem hún gerði, hvort heldur var saumaskapur eða matartilbúningur. Margar glæsi- flíkur og veislurétti hefur hún gert og ef eitthvað var um að vera hjá mér, var hún óðara mætt til að hjálpa. Hún missti mikið þegar Högni féll frá, en hún átti börnin sín íjögur og barnaböm, sem voru henni mjög nákomin öll. Þegar hún var 65 ára gáfu börnin henni afdrifaríka afmæl- isgjöf, sem sé ferð um Evrópu með bændum. Þar kynntist hún fyrrver- andi bónda, miklum öðlingsmanni, Guðmundi Þorgeirssyni frá Síðum- úlaveggjum í Borgarfirði, nú starfs- manni hjá Landsbanka íslands. Þau hafa búið saman og átt góða daga þessi íjögur ár sem hún átti ólifuð. Nú upplifir hann aftur missi konu úr sama sjúkdómi, krabbameini, og hann missti fyrri konu sína úr. En hann á góðar minningar, eins og við öll. Við Guðmundur þökkum vinkonu okkar samfylgdina og sendum flöl- skyldu hennar og Guðmundi innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum henni guðs blessunar. Ingunn Erla Stefánsdóttir. Danska fyrirtækið THOR flutti verksmiðjur sínar til Spánar og lækkaði þannig framleiðslukostnað, án þess að fórna gæðum. Þess vegna kosta THOR vaskarnir miklu minna en sambærilegir vaskar frá öðrum framleiðendum! Við bjóðum nú fjölmargar gerðir af gæðavöskum frá THOR. Dæmi um verð: Eitt og hálft hólf og borð. Eitt og hálft hólf án borðs. 1000 x 510 mm. Kr. 10.950 stgr. 620 x 450 mm. Kr. 7.750 stgr. Tvö hólf án borðs 800 x 440 mm. Kr. 0.750 stgr. S) Kringlóttur, eitt hólf. Þvermál 490 mm. Kr. 5.570 stgr. Eitt hólf. 300 x 4p0 mm. Kr. S.550 stgr. Eitt hólf án borðs. 480 x 440 mm. Kr. 3.950 stgr. Eitt hólf og borð. 800 x 440 mm. Kr. G.7SO stgr. Eitt hólf og borð. 800 x 440 mm. Kr. 5.750 stgr. STÁLVjHSKAR Besta verð á íslandi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.