Morgunblaðið - 13.09.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 43
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
AÐSTANDENDUR Lýðveldishlaupsins ásamt nokkrum þátttak-
endum við verðlauna- og viðurkenningaafhendinguna.
Lýðveldishlaupinu lokið
25 þúsund tóku þátt
ingagalla, reiknivél og svuntu frá
sama fyrirtæki. 1.900 manns fengu
gullverðlaunamerki, 2.200 silfur-
verðlaunamerki og 2.600 brons-
verðlaunamerki.
Margir hlupu í öll skiptin
92 einstaklingar fengu viður-
kenningarskjöld en þeir tóku þátt
I hlaupinu alla daga hlaupsins, alls
í 99 skipti, þeirra á meðal fímm
ára drengur frá Bíldudal og 87 ára
gamall Hafnfirðingur. Ungmenna-
félagið Pjölnir í Grafarvogi var með
mesta þátttöku í hlaupinu, samtals
9.820 talsins. íþróttafélagið Höfr-
ungur á Þingeyri var með mesta
þátttöku í hlaupinu miðað við íbúa-
fjölda, eða 13 þátttökur á hvem
íbúa. Hvort félag fyrir sig fékk
verðlaunabikar ásamt 100 þúsund
krónum í verðlaunafé.
AÐSTANDENDUR Lýðveldis-
hlaupsins afhentu á fimmtudag
verðlaun til einstaklinga og félaga
fyrir þátttöku í hlaupinu, sem stóð
yfir frá 15. maí til 21. ágúst. Til-
gangur hlaupsins var að minnast
lýðveldisstofnunarinnar 1944 og
stuðla að hollri hreyfíngu á meðal
alls almennings. Þátttakendur voru
u.þ.b. 25 þúsund á 270 stöðum um
land allt og alls var hlaupið 272
þúsund sinnum, sem jafngildir því
að þátttakendur hafí hlaupið sam-
tals um 816 þúsund km.
Lýðveldishlaupið var þriggja
kílómetra hlaup, skokk eða ganga
og réðu þátttakendur hraða sínum.
Aðalverðlaun til einstaklinga hlaut
Jónína Kristjánsdóttir frá Skíðadal
í Svarfaðardalshreppi, ferð fyrirtvo
til Bandaríkjanna í boði íslenskra
sjávarafurða hf. Fjórir fengu æf-
Útför Jóhanns Péturs Sveinssonar
Minningarsj óður
stofnaður
EIGINKONA og ættingjar Jóhanns
Péturs Sveinssonar, formanns
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra, hafa komið þeirri ósk á fram-
færi að stofnaður verði sjóður til
minningar um hann og störf hans
í þágu fatlaðra. Þeim sem vilja
minnast Jóhanns Péturs er því bent
á að í stað blóma og kransa er tek-
ið á móti fjárfrarhlögum í sjóðinn,
sem verður í vörslu Sjálfsbjargar.
Leggja má framlög beint inn á
ávísanareikning nr. 1959 í Spari-
sjóði vélstjóra í Borgartúni 18 í
Reykjavík, sem stofnaður hefur
verið í þessu skyni. Einnig er hægt
að hringja í síma 17868 eða 29133,
til að senda eftirlifandi eiginkonu
hans eða ættingjum minningarkort,
og tilkynna framlög.
Minningarathöfn um Jóhann Pét-
ur verður í Hallgrímskirkju í dag
klukkan 15 en útförin verður gerð
frá Reykjakirkju í Skagafirði á
morgun kl. 15.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
HAUKUR Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar við orgel-
ið í Selfosskirkju.
Orgeltónleikar í
Selfosskirkju
70% kjörsókn í prestskosningunum á Selfossi
Séra Þórir Jökull Þorsteins-
son kjörinn sóknarprestur
Selfossi, Morgunblaðið.
SERA Þórir Jökull Þorsteinsson
vann yfirburðasigur í prestskosn-
ingunum á Selfossi á laugardag,
10. september. Þórir Jökull fékk
972 atkvæði sem er tæplega 48%
greiddra atkvæða í kosningunum.
Alls greiddu 2.027 atkvæði sem er
tæplega 70% kjörsókn.
Tveir aðrir voru í kjöri, séra
Haraldur M. Kristjánsson sem fékk
536 atkvæði og séra Gunnar Sigur-
jónsson sem fékk 502 atkvæði.
Tólf seðlar voru auðir og 5 ógildir.
Kosningin var lögmæt þar sem kjör-
sókn var meiri en 50%.
„Aðdragandi kosninganna er
fyrst og fremst eftirminnilegur tími.
Eg er ekki vanur neinu þessu líku
og þetta var vissulega vinna þar
sem maður tók daginn snemma og
var lengi að. Allt það fólk sem með
mér vann gerði þetta skemmtilegt
og ég er þakklátur fyrir þann áhuga
sem framboð mitt fékk. Úrslitin
komu mér á óvart og ég var dálít-
inn tíma að átta mig á þeim en var
undir það búinn að þau færu á
hvern veg sem hugsast gat. Þetta
eru snögg umskipti og það tekur
tíma að hugsa um það sem fram-
undan er. Eg vil þakka þeim séra
Haraldi og séra Gunnari fyrir
drengskap og prúðmennsku í þeirri
glímu sem háð var og reyndar Sel-
fyssingum öllum,“ sagði séra Þórir
Jökull Þorsteinsson.
Selfossi. Morgunblaðið.
HAUKUR Guðlaugsson söngmála-
stjóri þjóðkirkjunnar heldur tón-
leika í kvöld, þriðjudag 13. sept-
ember, klukkan 20.30. Efnisskrá
tónleikanna er sett perlum orgel-
bókmenntanna auk umritana sem
Haukur hefur sjálfur gert fyrir
orgel af Máríuversi Páls Isólfsson-
ar og Siciliano úr flautusónötu J.S.
Bachs.
Tónleikaskráin er helguð minn-
ingu um séra Sigurð Pálsson, fyrr-
um vígslubiskup. „Ég hélt náið upp
á séra Sigurð Pálsson, hann var
svo sjálfstæður í hugsun," sagði
Haukur Guðlaugsson. Aðgangur
að tónleikunum er ókeypis.
...'4----------
Stofnun Sigurðar
Nordals
Alrilllliai^
stöðvar
með hugbúnaði
frá kr. 25.000,-
*BOÐEIND-
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
k__________________/
1
Vinníngstölur laugardaginn (14) (íí) 10. seDt 1994
(24)18$
^(^34) Qíé)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 1 5.202.160
I 2. 4 af 5'1 107.048
i 3. 4al5 144 6.411
4. 3af 5 4.359 494
: Heildarvinningsupphæöþessaviku: 8.813.930 kr.
M «
upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulína991002
36. lcikvika, 10-11. sept 1994
Nr. Leikur:________________R'óðin:
1. Göteborg - Frölunda - - 2
2. Ilelsingb. - Landskrona - - 2
3. Norrköplng - AIK 1 - -
4. Trelleborg - Degerfors - - 2
5. Örebro - Malmö FF 1 - -
6. Aston Villa - Ipswich 1 - -
7. Blackbum - Everton 1 - -
8. Liverpool - West Ham - X -
9. Man. City - C. Falace - X -
10. Newcastle - Chelsea 1 - -
11. Norwich - Arsenal - X -
12. Notth For. - ShefT. Wed 1 - -
13. QPR - Covcntry - X -
Heildarvlnningsupphæðin:
83 milljón krónur |
13 réttir: 22.190.850 „„1 ^
12 réttir: f 127.010 1 k'
11 réttir: f 9.080 1 kr.
10 réttir: 1.920 Jkr.
Fyrsti áfangi Hofsstaðaskóla í Garðabæ vígður
VIÐ vígslu Hofsstaðaskóla voru viðstaddir f.v.: Páll Sigurjónsson
framkvæmastjóri ístaks hf., Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri
í Garðabæ, og Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofsstaðaskóla.
Kostnaður
áætlaður
380 millj.
FYRSTI áfangi nýs skólahúss Hofs-
staðaskóla í Garðabæ var vígður sl.
föstudag. Fyrirhugað er að skólinn
verði 3.232 fermetrar að stærð auk
kjallara sem nýttur verður til ann-
arra þarfa en áfanginn sem vígður
var fyrir helgi er 2.506 fermetrar,
kennslurými á tveimur hæðum og
fjölnýtisalur til samkomuhalds og
íþróttakennslu.
Tvenn undirgöng
Hofsstaðaskóli er staðsettur á
nýju skóla- og íþróttasvæði í Hofs-
staðamýri en fyrirhugað er að iiefja
framkvæmdir við nýtt skólahús fyrir
Fjölbrautaskólann í Garðabæ á
svæðinu í haust. Þegar hefur verið
gerður nýr íþróttavöllur á svæðinu
og fyrirhugað er að reisa þar íþrótta-
hús í framtíðinni. Alls er skóla- og
íþróttasvæðið tæplega 70 þúsund
fermetrar að stærð.
í tengslum við byggingu Hofs-
staðaskóla var ráðist í umfangsmikl-
ar framkvæmdir á aðliggjandi göt-
um og svæðum til að tryggja um-
ferðaröryggi skólabarna sem
verða á aldrinum 6-11 ára. Á Bæj-
arbraut voru gerð tvenn undirgöng
fyrir fótgangandi og hringtorg var
sett upp á Bæjarbraut á gatnamót-
um við Karlabraut til þess að draga
úr umferðarhraða. Arkitektar bygg-
ingarinnar voru Baldur Svavarsson
og Jón Þór Haraldsson hjá teikni-
stofunni Úti og inni. Áætlaður kostn-
aður við byggingu skólans, frágang
lóðar og búnaðarkaup er um 380
milljónir kr. Kostnaður við umferð-
armannvirki á aðlægum svæðum er
áætlaður um 50 milljónir kr.
Fyrirlestur
um almúga-
bækur
DR. HUBERT Seelow, prófessor
við Erlangenháskóla í Þýskalandi,
flytur opinberan fyrirlestur um
almúgabækur í boði Stofnunar
Sigurðar Nordals, miðvikudaginn
14. september, á fæðingardegi dr.
Sigurðar Nordals. Fyrirlesturinn
hefst kl. 17.15 í Norræna húsinu.
Fyrirlesturinn nefndist „Volks-
biicher — folkbeger - almugabæk-
ur: Þýzkar metsölubækur fyrir
tíma á norðurslóðum“ og verður
fluttur á íslensku.
Hubert Seelow er kunnur af
rannsóknum sínum á íslenskum
fornbókmenntum og þýðingum á
íslenskum bókmenntum á þýsku.
Hann vinnur nú að rannsóknum
og útgáfu á þýskum almúgabókum
í íslenskum þýðingum frá 17. og
18. öld og nýtur til þess Styrks
Snorra Sturlusonar.
(TALSKI BOLTINN
36. leikvika, 10.-11. sept 1994 \
Nr. Leikur:_______________Róðin:
1. Cagliari - MUan - X -
2. Cremonese - NapoU 1 - -
3. Foggia - Brcscia 1 - -
4. Gcnoa - Fiorenllna - X -
5. Juvcntus - Bari 1 - -
6. Lazio - Torino 1 - -
7. Padova - Parma - - 2
8. Reggiana - Sampdoria - - 2
9. Acireale - Pescara 1 - -
10. Ancona - Lecce 1 - -
11. Fid.Andria - Cesena - X -
12. Venezia - Como - - 2
13. Vcrona - Palcrmo 1 - -
Heildarviiuiingsupphæöin:
8,9 milljón krónur |
13 rétlir: 135.210 1 kr.
12 réttir: 1.770 1 k'
11 réttir: j 170 j kr.
10 réttir: 0 j kr.