Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.09.1994, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hlaðborð í hádeginu alla virka daga. Kr. 750 W —Q istorant c— \sjefc n>i Suðurlandsbraut 14 sími 811844 isuzu Rotíeo ameríHuútgáfa. árg. 1991 með öllu. Crænsanseraöur, ekinn 60 þúsund km. Geislaspilari, sóllúga, samlæsingar, 4ra þrepa sjálfskiptíng, rafdrifnar rúður. Bill í toppstandi. Skipti möguleg á ódýrari bíl, góð greiöslukjör. Uppl. vertir Amar f síma 683884 og 683886. (J/uri aí/rr/i Ættfræðinámskeið & ættfræðibækur Ættfræðiþjónustan hefur um átta ára skeið haldið ættfræðinám- skeið fyrir almenning og um 700 manns lært þar til verka að rekja ættir sínar og frændgarð. Ný námskeið hefjast á næstunni (15-21 klst. grunnnámskeið; einnig námskeið úti á landi og framhalds- námskeið). Kennsla, þjálfun og leiðsögn í ættarleit, með frábærri rannsóknaraðstöðu. Uppl. í s. 27100 og 22275 alla daga kl. 10-17 og 20-22. Ættfræðiþjónustan tekur að sér gerð ættartalna o.fl. verkefni. - Á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu, m.a. Briemsætt, Knudsensætt, Járngerðar-staðaætt, Reykjaætt af Skeiðum, Víkingslækjarætt, Thoraren-senætt, Reykjahlíðarætt, Laxdælir, æviskrár Siglfirðinga, Önfirðingar og ölfusingar. Magnafsláttur. Bóksöluskrá send ókeypis. Á sama stað, í Brautarholti 4, er herbergi til leigu. (D Ættfræðiþjónustan, sími 27100. Bókhaldsnám, 72 KLST. Markmiðið er að verða fær um að starfa sjálfstætt og annast bókhaldið allt árið. Byrjendum og óvönum bókhaldi gefst kostur á grunnnámskeiði. ■| Námið felur m.a. /sér: Dagbókarfærslur og uppgjör í mánaðarlok. Launabókhald, gerð launaseðla og þeir bæði hand- og tölvuunnir. Gengið er frá skilagreinum m.a. um staðgreiðslu og tryggingagjald. Útreikning skuldabréfa og tilheyrandi færslur. Lög og reglur um bókhald og virðisauka, gerð virðisaukaskýrslna. Afstemmingar. Merking fylgiskjala, gerð bókunarbeiðna. Fjárhagsbókhald í tölvu. Ilnnifalin er m.a. skólaútgáfa fjárhags- og viðskipta mannabókhalds og 30% afsláttur frá verðskrá Kerfisþróunar að 45.000 kr. Innritun er hafin. Kennt er á nýtt Windows Stólpa fjárhagsbókhald frá Kerfisþróun hf. ÍDAG SKÁK Umsjón Margcir Pétursson Þessi staða kom upp á Credit Suisse stórmótinu í Horgen í Sviss. Artur Jus- upov (2.655), Þýskalandi, hafði hvítt og átti leik, en Viktor Gavrikov (2.600), Sviss var með svart. Hann lék síðast 26. — Bf6-e7 sem gaf kost á glæsilegri árás: sjá stöðumynd 27. Hxh5! - gxh5, 28. Hgl - Rg6, 29. Bxe6! - Kh7, COSPER 4 i Velkomin í skóla - sjónvarpið. Farsi 30. Df5 - Hg8, 31. Be5 - Kh6, 32. Bf4+ - Kh7, 33. Dxh5+ - Kg7, 34. Bh6+ og Garrikov gafst upp því hann er mát í næsta leik. Líklegt er talið að Jusupov fái fegurðarverðlaun fyrir þessa skák. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og-14-16 frá mánudegi til föstudags ILL MEÐFERÐ Á DÝRUM ÉG FRELSAÐI fimm krabba og einn krossfisk úr einu fiskibúranna við höfnina þann 22. ágúst sl. Þann 30. ágúst sl. voru önnur dýr komin í stað þeirra og aftur sleppti ég lausum fimm kröbbum og einum krossfiski. Ég reikna með að enn önnur dýr komi í stað þeirra sem ég gat frels- að, en tilgangur minn með verknaðinum er að vekja athygli á þessari illu meðferð á dýrunum, þar sem þau eru með öllu óvarin fyrir ágangi bama og annarra sem leið eiga um höfnina. Þetta er að mínu mati ekki rétta leiðin til að kenna bömunum að bera virðingu fyrir lifandi ver- um. Lifandi dýr eru ekki Ieikföng. Corina Gericke dýralæknir. Gæludýr Páfagaukur óskast PÁFAGAUKUR í búri óskast. Upplýsingar í síma 45115. Svartur kettlingur í óskilum KOLSVARTUR kettling- ur með far eftir hálshól kom inn í hús við Klepps- veg sl. sunnudagsmorg- un. Þeir sem kannast við kettlinginn hafi samband í síma 685990. Hlutavelta ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega á Garðatorgi 3 og ágóðann, sem varð 3.522 krón- ur, gáfu þær í Barnaspítalasjóð Hringsins, til þess að fullkominn barnaspítali rísi sem fyrst. Þau heita Sigríður Dís Guðjónsdóttir, Ari Guðjónsson og María Ólafsdóttir. LEIÐRÉTT Eiginkonan ók ekki Ranglega var sagt í frétt í Morgunblaðinu laugardaginn 3. septem- ber að kvöldið áður hefði maður orðið fyrir bíl sem eiginkona hans ók. Upp- lýsingar um það fékk Morgunblaðið hjá lög- reglu um kvöldið en síðan kom í ljós að rétt var að eiginkona mannsins sat í bílnum en ók ekki. Misritun Þau leiðu mistök urðu í umíjöllun blaðsins um Iðnómálið s.l. laugardag, að Haraldur Blöndal var á tveimur stöðum nefndur Halldór. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Víkverji skrifar... að gladdi að sjálfsögðu Vík- veija þegar hinn reglufasti Derrick birtist aftur á skjánum. Mikill viðbúnaður var um hönd hafður á heimilinu, algjör þögn var fyrirskipuð tíu mínútum fyrir byij- un þáttarins og bömum settar strangar reglur um hegðun og framkomu meðan á útsendingu stæði. Til að fá hina þýsku stemmn- ingu betur í blóðið fengu hinir full- orðnu sér eitt bjórglas og það var einmitt í því andrúmslofti sem þeim varð hugsað til þýskra drykkjusiða. Nú hefur Víkverja aldrei þótt bjór neitt sérlega bragðgóður, en hins vegar verið afskaplega hrifinn af bjórdrykk sem einkum er drukkinn í Norður-Þýskalandi og nefnist Alster. Er þá blandað til helminga bjór og Sínalkó, svo að úr verður ferskur og bragðgóður drykkur, sem að sjálfsögðu er ekki eins áfengur. En þennan drykk er ekki hægt að útbúa sér hér heima því Olgerð Egils Skallagrímssonar hætti að framleiða Sínalkó fyrir nokkrum árum. Nú spyrja menn sig líklega hvort ekki megi nota annan gos- drykk í staðinn, en því er til að svara að það gengur ekki. Það gild- ir það sama um bjór og Sínalkó og Derrick og Klein. Hvorugur getur án hins verið ef árangur á að nást. Því er það spurning hvort Ölgerðin hafí ekki verið einum of fljót á sér þegar hún hætti framleiðslu á þess- um ágæta drykk Sínalkó, sem margir sakna. xxx Ilífi bama og unglinga verður skólinn helsta viðmiðun daglegs lífs næstu mánuðina, jafnt í daglegu skóiastarfi og félagslífi. Miklu skiptir að vel takist til, bæði í hinni reglubundnu kennslu og tóm- stunda- og félagsstarfí. Með skói- unum hefjast svonefnd bekkjarsam- kvæmi og aðrir mánnfagnaðir nem- enda í heimahúsum. Þess eru því miður of mörg dæmi að slík sam- kvæmi hafi leiðst út í óskapnað. í dæmi sem Víkveiji þekkir rötuðu boðflennur á gleðskapinn og settu ljótan blett á bekkjarpartíið, að ekki sé talað um þá útreið sem teppi og húsgögn fengu. Víkveiji þekkir til í grunnskóla þar sem foreldrar nemenda í efstu bekkjum hafa sæst á reglur um heimasamkvæmi. For- eldrar verða heima þar sem sam- kvæmi er haldið, gleðskapurinn skal haldinn þegar frí er í skóla daginn eftir og skal ljúka um klukk- an 1 eftir miðnætti, tryggt skal að allir unglingar fái far heim. Þessar reglur róa foreldra í sinni, þótt unglingunum þyki þetta að sjálf- sögðu hið versta mál! xxx i Hljótt hefur verið um hljómsveit- ina Mezzoforte frá því hú(n kom heim úr vel heppnuðu hljóm- leikaferðalagi til Asíu á síðasta ári. Sveitin hefur nú tekið upp þráðinn á ný og hélt um síðustu helgi til Noregs þar sem hún mun halda 13 tónleika. Tónlist Mezzoforte hefur notið mikilla vinsælda í Noregi og tónleikar verið vel sóttir. Tryggustu aðdáendumir þar í iandi virðast engu hafa gleymt því uppselt er á fyrstu tónleikana í Ósló. Sveitar- menn eru þó við öllu búnir vegna veiða Islendinga í Smugunni. Þann- ig sagði Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari á tónleikum Mezzoforte í Tunglinu áður en haldið var utan að innan hljómsveitarinnar hefði skotið upp þeirri hugmynd að kannski væri affarasælast að spila undir hentifána frá Belize vegna stríðsástandsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.