Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 48

Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Unnusta Prinsins ►KATJA heitir unnusta Friðriks krónprins Dana. Hún er ljós- myndafyrirsæta og þykir föngu- Iega vaxin. Katja er enda oft beðin um að silja fyrir á auglýs- ingamyndum fyrir íþróttaföt og vönduð undirföt. Hér sést Katja í samfellu frá danska fjölskyldu- fyrirtækinu Ulsö Design. Hálfsex- tugur faðir ►Breski rokktón- listarmað- urinn Bill Wyman, sem nú er á 57. aldurs- ári, er ekki dauður úr öllum æðum þótt hann hafi gefist upp á spUamennskunni með RoII- ing Stones. Eiginkona hans, Suzanne, ól honum dóttur nú fyrir örfáum dög- um og að sögn blaðafull- trúa Wymans heilsast þeim mæðgum vel. Fyrir á Bill Wyman san frá fyrra hjónabandi, en hann er 31 árs og jafngamall sljúp- móður sinni Suzanne. BRÆÐURNIR Andrés og Pétur í hópi ungra aðdáenda. ’li « = | i;v i? : m •• v) \* í.. ■ /UMvVí X . ^ J KEPPENDURNIR Guðni Sigurjónsson, Hjalti Úrsus Ámason, Unnar Garðarsson, Pétur Guðmundsson og Andrés Guðmundsson. Með krafta í kögglum FIMM kraftajötnar leiddu saman hesta sína á íslandsmótinu í Há- landaleikum, sem haldnir voru á Selfossi nýverið. Andrés Guð- mundsson bar sigur úr býtum, eftir æsispennandi keppni við bróður sinn, Pétur Guðmundsson, kúlu- varpara úr KR. Hlaut Andrés 22 stig en Pétur 21 stig þegar upp var staðið. Hálandaleikarnir rekja upp- runa sinn til Skotlands, og koma keppendur gjarnan fram í skotapils- um, en Andrés hefur tvívegis sigrað á slíkum leikum þar í landi nú í sumar. Hálandaleikamir saman- standa af fímm keppnisgreinum: Steinkasti, þar sem 8 kílóa steini er varpað eins og kúlu, 15 kílóa lóðakasti, sem kastað er eins og kringlu, sleggjukasti með skafti, staurakasti, þar sem notaðir eru 18 feta og 60 kíióa staurar og svo 25 kílóa lóðakasti yfir rá. „Það er mikið líf og fjör í þessu og áhorfend- ur yfirleitt fjölmargir og skemmta sér vel,“ sagði hinn nýkrýndi ís- landsmeistari kraftajötnanna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson HINN nýkrýndi Islandsmeist- ari kraftajötnanna, Andrés Guðmundsson, í staurakasti. liiW ir ”■ H /jfjfl Láttu sannleikann aldrei eyðileggja fyrir þér góða frétt! Michael Keaton Glenn Close Robert Duvall Frumsýnd um helgina. ► Aðeins einum manni hefur tek- ist að ná fimmtán fegurstu og ríkustu sýningarstúlkum heims saman til að smella af þeim mynd. Það er tískukóngurinn Gianni Versace. Konur sem geta haft um sjö hundruð þúsund krónur á dag í laun gætu auð- veldlega hafnað slikum tilmæl- um, en fyrir goðið sitt Versace láta þær sig ekki muna um að koma saman fyrir myndatöku. Hæla þær Versace í hástert og segja að föt hans séu smekkleg en samt hættulegatælandi. Ekki verður annað séð á gullkjólum Fimmtán fagrar og ríkar þeim sem dömurnar bera að þeir séu tælandi, en um smekkvísina má líklega deila. Frægustu sýn- ingarstúlkur heims samankomn- ar. Efri röð frá vinstri: Emma Sjoberg frá Svíþjóð, Nadja Auer- mann frá Þýskalandi, Naomi Campbell frá Bretlandi, Kate Moss frá Bretlandi, Beri Smit- hers frá Bandaríkjunum, Shalom frá Kanada, Carla Bruni frá ítal- íu, Olga Pantushenkova frá Rúss- landi, Christy Turlington frá Bandaríkjunum, Linda Evange- lista frá Kanada, Claudia Schif- fer frá Þýskalandi og Yasmeen Ghouri frá Kanada. Neðri röð frá vinstri: Amber Valletta frá Bandaríkjunum, Trisha Helfer frá Kanada og Helena Christian- sen frá Danmörku. Morgunblaðið/Halldór Yaldi á brettinu Fáir gleðjast eins og seglbrettakappar þegar haustlægðirnar koma, því þeim fylgir kjörvindur fyrir seglbrettasiglingar. Ekki alls fyrir löngu gekk einmitt ein slík lægð yfir landið og mátti þá sjá seglbrettakappa sigla á ytri höfninni í Reykjavík. Valdimar Kristinsson hefur stundað seglbrettasiglingar hér og erlendis í ellefu ár, enda núverandi Íslandsmeistari í greininni. Valdimar sagði að hagstæðustu skilyrðin á ís- landi fyrir seglbrettasiglingar væru á tímabilinu frá maí og fram í október, en þess utan yrðu menn að leita út fyrir landsteinana, þá helst til ensku strandarinnar á Grand Kanarí, því þar væri nægur vindur að staðaldri og hitinn um 20 gráður. Valdi taldi að um 500 bretti væru til í land- inu, en aðeins um 50 sem stunduðu sportið að einhverju marki og aðeins um 20 sem gætu eitthvað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.