Morgunblaðið - 13.09.1994, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR UNGLINGA
Breiðablik
bikar-
meistari
2. flokks
„Við vorum undir eftir fyrri
hálfleikinn en vorum aldrei
smeykir. Við fengum fullt af
færum og vissum að þetta
mundi ganga upp,“ sagði fyrir-
liði Breiðabliks íöðrum flokki,
Atli Már Daðason eftir sigur á
ÍA 2:1 í bikarúrslitaleik 2. flokks
á Valbjarnarvelli á sunnudag.
Blikarnir sem tvívegis höfðu tap-
að gegn ÍA á Islandsmótinu
spiluðu betur, voru fljótari í knött-
inn og náðu oft upp ágætis spili á
miðjunni. Það var því heldur gegn
gangi leiksins að Guðmundur K.
Kristinsson skoraði fyrsta mark
leiksins fyrir ÍA. Gunnar B. Ólafs-
son jafnaði leikinn í síðari hálfleik
með fallegu skoti og ívar Siguijóns-
son tryggði Blikum sigur þegar
hann komst innfyrir Akranesvörn-
ina og sendi knöttinn framhjá
traustum markverði ÍA, Árna Gaut
Arasyni.
„Breiðablik er kvennaveldi og
bæði meistaraflokkurinn og annar
flokkur eru meistarar og það var
kominn tími til að við strákarnir
létum hendur standa fram úr erm-
um,“ sagði Atli fyrirliði.
Komum á óvart
„Það bjóst enginn við okkur
sterkum og útkoman í sumar hefur
komið á óvart þó vissulega séum
við svekktir að tapa þessum leik,“
sagði Alfreð Karlsson, leikmaður
ÍA. „Tveir silfurpeningar, fyrir Is-
landsmót og bikarkeppni er góður
árangur og við erum með ungt lið.
Aðeins fjórir leikmenn eru á elsta
ári og það má því búast við þessum
flokki sterkum á næsta ári,“ sagði
Alfreð. „Við spiluðum frekar illa í
fyrri hálfleiknum en vorum samt
marki yfir og mættum afslappaðir
til leiks í síðari hálfleikinn. Mér
fannst miðjan gefa sig, við náðum
ekki að halda boltanum nógu mik-
ið.“
Þess má geta að Breiðablik varð
síðast bikarmeistari í 2. flokki árið
1978 en það ár er jafnframt fæðing-
arár átta pilta í Kópavogsliðinu.
ÍA: Árni Gautur Árason - Arnar
Geir Magnússon, Viktor Einar Vikt-
orsson, Unnar Valgeirsson, - Ragn-
ar Már Valsson, Freyr Bjarnason,
Alfreð Karlsson, Sturla Guðlaugs-
son (Jón Þór Hauksson), Steinþór
Ingimarsson - Guðmundur K. Krist-
insson, Stefán Þ. Þórðarson.
BREIÐABLIK: Gísli Þór Einars-
son - Júlíus Kristjánsson, Skúli K.
Þorvaldz, Kjartan Antonsson, Ey-
þór Sverrisson - Grétar Már Sveins-
son, Atli _M. Daðason, ívar Jónsson,
Gunnar Ólafsson - Jón Stefánsson,
Ivar Sigurjónsson (Kristján Kristj-
ánsson).
Morgunblaðið/Frosti
Sigurður Haraldsson tekúr við verðlaunum Fram fyrir sigur í SV-riðli bikarkeppninnar í 3. fiokki karla.
Stórsigur hjá Fram
MIKIL harka og óþarfa brot einkenndu leik Fram og KR f bikar-
úrslitum 3. flokks í SV-riðli sem leikinn var á sunnudag. Fram
var mun betri aðilinn í leiknum og sigraði 5:1. Þrír leikmenn KR
fengu að sjá rauða spjaldið.
Bjarki Sverrisson skoraði eina
markið í fyrri hálfleiknum fyr-
ir Fram en Edilon Hreinsson jafnaði
metin á annarri mínútu síðari hálf-
leiksins fyrir KR. Fram svaraði í
næstu sókn sinni með skallamarki
Kolbeins Guðmundssonar eftir horn-
spyrnu og Bjarki Sverrisson bætti
þriðja markinu við. Eftir það voru
KR-ingar aldrei líklegir til að jafna
leikinn, þrátt fyrir ágæt upphlaup
þeirra fengu Framarar bestu færin.
Finnur Bjarnason skoraði fjórða
markið með föstu skoti með föstu
skoti úr vítateignum og Haukur
Snær Hauksson það fimmta eftir að
vörn KR-hafði opnast illa.
Dómaratríóið var reyndar ekki
öfundsvert af hlutverki sínu. Nokkur
rígur virðist vera á milli liðanna og
svo virðist sem sumir leikmenn hafi
talið sig eiga óuppgerðar sakir við
andstæðinga sína. Lítið gekk upp
hjá KR-ingum og þeir létu mótlætið
fara í taugarnar á sér. Egill Skúli
Þórólfsson var fyrstur að fara af
velli og Atli Kristjánsson sem tók
við fyrirliðabandinu af Agli fór útaf
skömmu síðar. Emil Jóhannesson
bættist síðan í hópinn á lokamínút-
unum. Ekki hefði verið ósanngjarnt
að einn til tveir Framarar hefðu
fengið að fara sömu leið fyrir spörk
og hrindingar en hvorki Einari Sig-
urðssyni dómari né línuverðir sáu
ástæðu til þess.
„Ég held að annað markið hafi
sett okkur út af laginu. Við spiluðum
illa og getum ekki kennt dómaranum
um hvernig fór,“ sagði Árni Pjeturs-
son, leikmaður KR.
„Þetta var góð hefnd. KR-ingar
voru slakir og fóru að kenna dómar-
anum um þegar illa gekk. Við lékum
hins vegar mun betur en í úrslitaleik
íslandsmótsins," sagði Sigurður
Haraldsson, fyrirliði Fram.
KA IMorðurlandsmeistari
KA varð bikarmeistari í Norður-
landsriðli en liðið hafði betur í tveim-
ur leikjum gegn Þór. KA sigraði á
heimavelli sínum 5:1 og á útivelli
3:4. Aðeins þijú lið tóku þátt í keppn-
inni og spyija má hvort ekki sé kom-
inn tími á að breyta bikarkeppninni
í þessum flokki í landsmót eins og í
2. flokki.
Lokastaða 2. flokks A-deildar
KR 14 11 1 2 47:17 34
ÍA 14 9 2 3 43:22 29
UBK 14 9 1 4 40:22 28
Valur 14 8 2 4 42:29 26
Fram 14 5 2 7- 29:34 17
ÍBK 14 4 2 8 28:46 14
ÍBV 14 2 4 8 20:37 10
KA 14 1 0 13 15:57 3
Ákveðnir í að
snúa leiknum
séríhag
Við höfum lent undir í leikjum
á mótinu og vorum ákveðnir
í að láta það ekki buga okkur ef
sú staða kæmi upp. Þjálfarinn
hressti okkur við í hálfleik og við
vorum ákveðnir í að snúa leiknum
okkur í hag,“ sagði Andri Sveins-
son, leikmaður KR í 2. flokki eftir
leikinn gegn ÍA á íslandsmótinu.
Okkur hefur alltaf gengið vel
þegar við höfum Halla sem þjálf-
ara og þekkjum lítið annað en sig-
ur. Flestir úr liðinu eru á sínu síð-
asta ári og ég á ekki von á að það
verði nema tveir til þrír leikmenn
sem halda áfram með meistara-
flokki,“ sagði Andri.
Færin nýttust ekki
„Við sköpuðum okkur mörg
færi í síðari hálfleiknum en spiluð-
um okkur oft út úr færunum. Við
sóttum meira í síðari hálfleiknum
og segja má að við höfum haldið
þeim í vörninni eftir jöfnunar-
markið en okkur vantaði að nýta
færin betur. Annars mundi ég
segja að við höfum spilað vel, þetta
er einn af bestu leikjum okkar í
sumar,“ sagði Árni Gautur Har-
aldsson, markvörður ÍA.
Bikarmefstari 2. flokks karla - BREIÐABLIK. Aftari röð frá vinstri: Sverrir Davíð Hauksson liðsstjóri, Anton Bjamason liðsstjóri, Magnús Blöndahl,
Hreiðar Þór Jónsson, Eyþór Sverrisson, Gunnar B. Ólafsson, Kjartan Antonsson, Júlíus Kristjánsson, Jón Þ. Stefánsson, Skúli Þorvaldz, Kristján Þorvaldz þjálf-
ari, Andrés Pétursson form. knattspyrnudeildar UBK. Neðri röð frá vinstri: Jón Steindór Sveinsson, Ómar Ómarsson, Kristján Kristjánsson, Gísli Heijólfsson, Atli
Már Daðason fyrirliði, Gísli Þór Einarsson, Grétar Már Sveinsson, ívar Siguijónsson og ívar Jónsson.
Sunna Gestsdóttir náði góðum árangri í spretthlaupum.
Norræna unglingalandsliðskeppnin ífrjálsum íþróttum:
Tvö Islandsmet og margir
bættu sinn besta árangur
TVÖ íslandsmet unglinga féllu
á norræna unglingaland-
skeppninni ífrjálsum íþróttum
sem fram fór í bænum Hudd-
inge í Svíþjóð fyrir skömmu.
Sveinn Margeirsson setti met
í 1500 m hlaupi með þvi'að
hlaupa vegalengdina á 4:01,49
mín en hann varð engu að síð-
ur í síðasta sæti.
Landssveit íslendinga hljóp 4 x
100 m á 42,27 sekúndur sem
er met í flokki 19-20 ára kvenna.
Sveit íslands skipuðu þær Rakel
Tryggvadóttir, Guðlaug Halldórs-
dóttir, Sólveig Björnsdóttir og
Sunna Gestsdóttir.
Á mótinu var keppnisfólk frá
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi sem
sendu tvo einstaklinga í hveija
grein en Danir og íslendingar
sendu að jafnaði einn keppenda í
hverja grein.
Islendingar komust fimm sinn-
um á verðlaunapall. Sunna Gests-
dóttir varð önnur í 100 m hlaupi
á 12,18 sek. Jóhannes Marteinsson
úr ÍR varð þriðji í 100 m hlaupi
karla á 10,93 sekúndum og Vala
Flosadóttir stökk 1,74 í hástökki
sem dugði I þriðja sæti. Þremenn-
ingarnir náðu sínum besta árangri
frá upphafi í þessum greinum.
Sunna náði öðrum verðlaunum sín-
um í 200 m hlaupinu en hún kom
í mark á 24,62 sekúndum. Þá fékk
íslensk - dönsk hlaupasveit með
þær Sunnu og Guðlaugu innan-
borðs þriðju verðlaun í 4 x 400 m
boðhlaupi kvenna.